Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Spakmæli dagsins

Stjórnvöld framkvæma verkin á þann hátt,

að ein kynslóðin borgar skuldir fyrri kynslóðar

með því að gefa út skuldabréf, sem næsta kynslóð á að greiða.

(Ókunnur höfundur)


Norsk félög

Það eru norsk olíufélög, sem sendu inn þessar tvær umsóknir, sem bárust um olíuleyt og vinnslu á Drekasvæðinu.  Þetta eru félögin Aker Exploration og Sagex Petreum.  Þetta er frekar lítil félög en risarnir bíða og sjá til hvernig þessum tveimur gengur þá munu þeir koma í stórum hópum.
mbl.is Aker og Sagex með umsóknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hækkun á olíu

Þá er hún loksins komin olíuhækkuninn sem olíufélögin notuðu við síðustu verhækkun á eldsneyti.  En þetta er líka jákvætt fyrir Ísland þar sem hér er að fara af stað olíuleit og vinnsla.  Vonandi verður þetta haft allt á Norausturhluta landsins svo ekki þurfi að byggja olíuhreinsistöð í mínum fallega firði sem er Arnarfjörður á Vestfjörðum.
mbl.is Gera má ráð fyrir hærra olíuverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjöltankar fluttir

Nú er unnið að því að hækka mjöltankanna tíu, sem voru hluti af fiskimjölverksmiðju Granda hf. í Örfyrrisey.  Síðan verða þeir fluttir til Vopnafjarðar og settir upp þar í nýrri bræðslu Granda hf. þar.  Það var vís of von lykt, svokölluð peningalykt sem varð til þess að Grandi hf. ákvað að hætta bræðslu í Reykjavík og vera með allt á Vopnafirði en þar á Grandi hf. aðalfyrirtæki staðarins.  Reykvíkingar losna nú við peningalyktina en allt í lagi er að blása þessu yfir Vopnafjörð og þá sem þar búa.

Hvílíkt andskotans hræsni og snobb.


mbl.is Mjöltankar fluttir frá Reykjavík til Vopnafjarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

95 ára á ofsahraða

Sko þá gömlu hún er ekki hika við að aka aðeins of greitt þegar hún er að flýta sér, aðeins á 135 km. hraða.  Takk.
mbl.is 95 ára á 130
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tónlistarhúsið

Nú vill Þórunn Sveinbjarnadóttir algjört endurmat á byggingu tónlistarhússins.  Ég er sammála Þórunni, því við höfum ekki efni á að byggja þetta hús og hvað þá að reka það.  Mér þóttu talsvert skrýtnar útskýringar talsmanns Austurhafnar sem nú sér um framkvæmdirnar.  En hann sagði í Morgunblaðinu í dag að vissulega yrðu talsverðar hækkanir á byggingarkostnaðinum eða úr 14 milljörðum í 24 en á móti kæmi að framlag ríkis og borgar væru vísitölubundinn og hækkuðu því í samræmi við verðbólguna.  En hann gleymdi að taka með í reikninginn að verðbólgan hækkar líka lánin sem hafa verið tekinn vegna þessa húss.

Það á að stoppa þessa byggingu strax og jafna það sem komið er við jörðu eða leyfa því að standa, sem minnisvarða um þá tíma þegar Íslendingar ætluðu að gleypa heiminn.


mbl.is Vill að áform um tónlistarhús verði endurskoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breytti lyfseðli

Kona nokkur kom í apótek á Selfossi með lyfseðil sem hún hafði breytt á þann hátt að hún fengi meira magn en læknirinn hafði ávísað.  Lögreglan var kölluð til og handtók konuna og viðurkenndi hún að hafa breytt seðlinum.

Er þetta nú ekki óþarfa harka, því augljóst er að konan þurfti að nota þetta lyf og hefur bara verið að spara sér pening með því að fá meira magn afgreitt í einu.


Víndrykkja

Af Norðurlandaþjóðunum drekka Finnar mest en Íslendingar minnst.  Ég hef persónulega kynnst nokkuð drykkjuvenjum Finna.  En á þeim tíma sem ég rak frystihús og útgerð á Bíldudal þurfti oft að ráð talsvert af erlendu vinnuafli og í eitt sinn réði ég hóp af Finnum bæði karla og konur.  Þetta var hörkuduglegt fólk en hafði þann galla að vilja drekka aðeins of mikið.  Á þessum tíma var engin áfengisverslun rekin í nágrenni við Bíldudal og þurfti því að panta allt vín í gegnum póstinn.  Þetta pössuðu Finnarnir vel og voru blindfullir flestar helgar en mættu ávalt hressir til vinnu á mánudögum.  Það gat komið fyrir að ekki var hægt að fljúga til Bíldudals í nokkra daga og þá kom auðvitað enginn póstur og þar af leiðandi ekkert vín.  Þegar það kom fyrir voru Finnarnir edrú þær helgar en þegar loks var flogið og vínið kom, þá fóru Finnarnir bara og náðu í sitt vín á pósthúsin og fóru síðan í verbúðina og byrjuðu að drekka.  Skipti þá engu hvort komið var fram í miðja vinnuviku eða ekki, skammturinn var drukkinn á 2-3 dögum og síðan mætt aftur til vinnu.  Ég fór stundum í verbúðina og ræddi við Finnana og reyndi að fá þá til að fresta drykkjunni til næstu helgar en það kom ekki til greina, þeir þurftu sitt vín og það væri ekki þeim að kenna að flug skyldi detta niður dögum saman.  Oft var brjálæðið svo mikið að ég mátti þakka fyrir að sleppa lifandi út ef ég reyndi að taka af þeim vínið.
mbl.is Finnar drekka mest en Íslendingar minnst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breskir Þingmenn

Þingmenn í Bretlandi eru líkir kollegum sínum í öðrum löndum og láta breska þingið greiða fyrir ýmsa einkaneyslu sína.  Hér á landi er þingfarakaup kr: 520.000,- en til viðbótar fá þingmenn greiddan ýmsan kostnað vegna starfa sinna og uppætur vegna formennsku í nefndum ofl.  Landsbyggðaþingmenn fá sérstaka greiðslu vegna þess að þurfa að halda tvö heimili.  Jafnvel þótt þeir búi í raun í Reykjavík.  Það var t.d. frægt hérna um árið að Halldór Ásgrímsson hafði alltaf lögheimili sitt skráð hjá foreldrum sínum á Hornafirði og þegar foreldrar Halldórs fluttu á elliheimili flutti Halldór með.  Var hann í nokkur ár eini ráðherrann sem bjó á elliheimili.  Skrifstofa Alþingis telur hættu á misferli hverfandi hér á landi.  En ætli það gildi ekki sama um íslenska þingmenn og þá bresku að ef þeir geta nælt sér í aukapening fyrir lítið þá gera menn það.

Spilling verður alltaf eins hvort sem hún er bresk eða íslensk.


mbl.is Kostnaðargreiðslur bætast við kaupið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÍNN

Ég horfi stundum á sjónvarpsstöðina ÍNN og þá sérstaklega á þáttinn Hrafnaþing en þar safnar Ingvi Hrafn saman auðtrúa sjálfstæðismönnum til að lofa og dýrka Sjálfstæðisflokkinn.  Þessir þættir byrja alltaf eins eða þannig að Ingvi Hrafn ruður út úr sér slúðri og kjaftæði um vinstri flokkanna og reynir að gera grín að Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni á ódýran hátt.  Svo fáum við að vita hvernig dýrðin er við Langá á Snæfellsnesi og hvað fuglarnir þar eru duglegir að borða brauðið sem Ingvi Hrafn keypti hjá einhverjum bakara í Borgarnesi.  Þegar Ingvi Hrafn hefur lokið við að ryðja út úr sér kjaftafroðunni, setjast hátíðlega við borðið þeir Hallur Hallsson, Jón Kristinn Snæhólm og Ármann Ólafsson fv. þingmaður og þetta lið kallar Ingvi Hrafn "HEIMASTJÓRNINA" og síðan hefjast stjórnmálaumræður sem snúast um það eitt hvað Sjálfstæðisflokkurinn sé góður til allra verka en að sama skipi vinstri flokkarnir slæmir til allra verka.  Aldrei er minnst á að Sjálfstæðisflokkurinn fór með stjórn efnahagsmála sl. 18 ár eða þar til allt hrundi og flokkurinn hljóp frá öllu saman í rjúkandi rúst, sem núverandi ríkisstjórn er að reyna að bjarga.  Ég hef gaman af að horfa á þessa þætti, ekki vegna þess að þeir séu málefnalegir heldur vegna þess að það er viss skemmtun að horfa á fjóra fullorðna karla iðka trúarbrögð sín með lofi á Sjálfstæðisflokkinn.  Að vísu kom smá bakslag þegar upplýst var um hina miklu styrki sem Guðlaugur Þór safnaði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sjálfan sig.  En því var fljótlega ýtt til hliðar með þeim rökum að aðrir flokkar hefðu líka fengið styrki.  Þannig að allt slæmt sem aðrir gera er heiðarlegt hjá Sjálfstæðisflokknum.  Þessir menn nánast gráta af hvölum yfir því að nú skuli vera kominn tveggja flokka vinstri stjórn og spá henni öllu illu.  Það sama á við um bankahrunið þar voru allir glæpamenn nema í þeim bönkum sem stjórnendur höfðu komið til veiða í Langá hjá Ingva Hrafni, þeir eru góðir og heiðarlegir menn að sögn Ingva Hrafns.  Þetta eru svo skemmtilega vitlausar umræður hjá þessum mönnum að það líkist góðum gamanþætti.  Þarna hika menn ekki við að fullyrða um hluti sem þeir hafa enga hugmynd um og sjá samsæri gegn Sjálfstæðisflokknum í hverju horni.  Það er t.d. mjög skemmtilegt að horfa á þegar Hallur Hallsson setur upp sinn spekingssvip og nánast hvíslar einhverri slúðursögu sem hann hefur heyrt frá öruggum aðila og allir hinir hlusta með mikilli lotningu á spekinginn segja frá nýjustu fréttum.

Þessi þáttur slær öll met í vitleysu og slúðri.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband