Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Spakmæli dagsins

Að safnast saman er upphafið.

Að halda saman er framför.

Að vinna saman er sigur.

(Henry Ford)


Mikil hlýindi

Nú er mjög hlýtt og gott veður á vesturhluta landsins og má segja að veðurspár hafi ræst raunverulega núna og brjáluð blíða um nær allt land.
mbl.is Hitinn nálgast 20 stig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Agndofa og höggdofa

Þetta er ein af afleiðingum þessarar keppni að mánuðum sama á eftir keppni getur fólk verið að rífast um að flestar þjóðir hafi kosið vitlaust.  Ég held að best væri fyrir alla aðila að slá þessa vitausu keppni af í eitt skipti fyrir öll.  Þá yrðu allir ánægðir og ég líka.
mbl.is Agndofa og höggdofa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orkuveitan

Auðvitað á að funda og ræða þessi mál hvað varðar arðgreiðslur Orkuveitunnar til eigenda sinna.  Það er ekki eðlilegt að greiða mörg hundruð milljónir í arð á sama tíma of starfsfólkið verður að taka á sig 400 milljóna króna kjaraskerðingu vegna erfiðrar stöðu Orkuveitunnar.  Það má að vísu réttlæta þetta með því að fjármál Reykjavíkurborgar eru í rúst og veitir þess vegna ekki af þessum peningum.  En þá á að skýra rétt frá staðreyndum.  En ekki vera í einhverjum feluleik með hlutina.
mbl.is Vill fundi um arðgreiðslur OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimsmet

Kanadíski píanóleikarinn Gonzales situr nú við píanóið í París og ætlar að spila samtals í 27 klukkutíma og slá þar með heimsmet.  Hvað ætli manngreyið þurfi að slá margar nótur á þessum 27 tímum og ekki má hann drekka mikið því varla er tekið gilt hlé til að fara á klósett.  Það er mörg vitleysan sem menn leggja á sig til að verða heimsfrægir.
mbl.is Ætlar að spila í 27 tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugasemd við fréttaflutning

Var ekki bara verið að segja eðlilegar fréttir af þeim átökum sem hafa verið innan Byrs og að óeðlilega hafi verið staðið að sölu á ákveðnum stofnhlutum í Byr.  Ef Ágúst Ármann telur að vegið sé að heiðri sínum þá getur hann sjálfum sér um kennt með því að taka þátt í þessari vitleysu.
mbl.is Athugasemdir við fréttaflutning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kominn heim

Þá er íslenski hópurinn sem fór til Moskvu kominn heim og að sjálfsögðu var Palli útvarpsststjóri mættur í sparifötunum og 10 milljóna króna jeppanum til að taka á móti hópnum og einnig menntamálráðherra.  Það vantaði ekki viðhöfnina á Keflavíkurflugvelli.  Ég held að RÚV ætti að skoða hvort ekki sé hægt að gera eitthvað skemmtilegra sjónvarpsefni fyrir alla þá peninga sem þessi keppni kostar RÚV á hverju ári.
mbl.is Moskvufarar komnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikill fögnuður

Mikill fögnuður er nú í Noregi og gleði, þar sem Norðmenn fagna þjóðhátíðardegi sínum og góðri útkomu í Evróvisionkeppninni  í gær.  Eru virkilega allir að verða vitlausir útaf þessari söngvakeppni, sem er eitt leiðinlegasta sjónvarpsefni sem boðið er upp á.  Þessi keppni er fyrir löngu orðinn að snobbhátíð einhverra sérfræðinga í Evrovisionfræðum og löngu hætt að snúast um hvað er góð tónlist eða slæm.
mbl.is Söng „gamla“ þjóðsönginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Söngvakeppninn

Þetta er nú eitt af því sem ég nenni ekki að horfa á í sjónvarpinu, því mér finnst þessi Eruovisonkeppni hundleiðinleg.  Ég efast ekki um að stúlka sem var mjög glæsileg hafi staðið sig vel enda vart við öðru að búast, því engu var sparað til hjá RÚV við framkvæmd keppninnar.  En því miður þá höfðar þetta ekki til mín og þess vegna horfi ég á annað á meðan.
mbl.is Tímabært að njóta velgengni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Týndur piltur

Það er gott að hann er kominn í leitirnar.  Það setur alltaf að mér talsverðan óhug þegar fólk týnist og enginn veit um ferðir þess.
mbl.is Piltur sem leitað var að fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband