Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Spakmæli dagsins

......það er eins og karlinn sagði,

þunnar trakteríngar að láta menn

þræla nótt og dag alla sína ævi,

hafa hvorki í sig né á og fara svo til 

helvítis á eftir.

(Halldór Laxness)


Askar Capital

Er þetta félag nú komið á hausinn núna, en því var lengst af stýrt af sérfræðingnum Tryggva Þór Herbertssyni, sem var fenginn til að ráðleggja stjórnvöldum í fjármálum og er nú orðinn þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn.  Tap félagsins á síðasta ári var aðeins 12,4 milljarðar, þetta félag sérhæfði síg í fjárfestingum í suðaustur Asíu og var með mörg verkefni í gangi þar.  Tryggvi Þór skýrði eitt sinn frá því að það sem aðgreindi þetta félag frá öðrum fjárfestingarfélögum væri það að aldrei væri tekinn nein áhætta.  Alltaf væri byrjað á því að tryggja fjármagn og ganga úr skugga um að félagið myndi hagnast á viðkomandi verkefni.  Eitthvað virðist nú samt hafa verið farið út að sporinu hvað áhættuna varðar, þar sem félagið er komið í þrot og hefur verið yfirtekið af kröfuhöfum. 

Askar er sem sagt komið í öskuna.


mbl.is Kröfuhafar taka Askar Capital yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tryggingarfélögin

Nú boðar viðskiptaráðherra að farið skuli yfir starfsemi vátryggingafélaga landsins og ekki að ástæðulausu þar sem í ljós hefur komið að fyrrum eigendur Sjóvá notuðu eigið fé félagsins til fjárfestinga í öðrum löndum í starfsemi sem ekkert á skylt við tryggingastarfsemi og með þessu settu þeir félagið á hausinn og starfar Sjóvá í dag á undanþágu frá Fjármálaeftirlitinu.  Hvar enda eiginlega öll þessi ósköp.  Það virðist að nær hvert fyrirtæki landsins sem komst yfir peninga hafi verið gjörspillt og rotið innan frá.

Beint á Litla-Hraun með allt þetta lið.


mbl.is Farið verður yfir fjárfestingar tryggingafélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ræltaði kannabis

Norska lögreglan hefur handtekið mann sem var að rækta kannabisplöntur á bæ þar sem hann starfar sem læknir.  Ætli manngreyið hafi ekki ætlað að nota þetta til lækninga, en það er með þetta eins og mörg góð mannanna verk að allt er misskilið og túlkað á versta veg.
mbl.is Fangelsislæknir ræktaði kannabis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mörg þúsund manns í miðborginni

Nú munu vera mörg þúsund manns í miðborg Reykjavíkur vegna Listahátíðar og góðs veðurs en þar er glampandi sól og hiti.  Það mun verða skrautlegt þarna í kvöld þegar allur skríllinn er orðinn blindfullur og allt verður vitlaust.
mbl.is Þúsundir í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr sveitarstjóri

Nú hefur Gunnólfur Lárusson verið ráðinn Sveitarstjóri í Langanesbyggð.  Hann var valinn úr hóp 41 umsækjanda, en ekki þótti taka því að boða fulltrúa minnihlutans í sveitarstjórn á fundinn sem ráðningin var ákveðin.  Oddvitinn lét nægja að biðja minnihlutann afsökunar.  Þannig virkar nú lýðræðið á norðausturhorni landsins, þar sem nær allir kjósa Steingrím J. Sigfússon og VG.  Enda ástæðulaust að boða minnihlutann þar sem meirihlutinn ræður.
mbl.is Nýr sveitarstjóri í Langanesbyggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðurfelling skulda

Nú hefur sú ákvörðun verið tekin að vísa til Fjármálaeftirlitsins niðurfellingu skulda stjórnenda Teymis við félagið.  Ætli það sama verði ekki gert varðandi niðurfellingu skulda fv. starfsmanna Kaupþings vegna hlutabréfakaupa á sínum tíma.
mbl.is Niðurfellingum á skuldum stjórnenda verður vísað til FME
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forboðnir ávextir

Allur andskotinn er nú týndur til á þessari Listahátíð.  En hvort einhver hefur gaman að þessu er annað mál.
mbl.is Forboðnir ávextir í miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkið eignast Smáralind að fullu

Nú hefur það skeð að ríkið hefur eignast Smáralind að fullu en félagið Saxbygg hefur farið í gjaldþrot og þá eignast ríkið í gegnum einn ríkisbankann hlut félagsins í Smáralind.  Saxbygg var í eigu Saxhóls sem er félag Nóatúnsfjölskyldunnar og BYGG sem er eign Byggingarfélags Gunnars og Gylfa.  Áður hafði Íslandsbanki eignast 47% hlut í Smáralind svo að núna verður ríkið eini eigandi Smáralindar.

Hvað ríkið gerir síðan við þessa eign sína er óvíst, því ekki munu margir aðilar vera að leita sér að verslunarhúsnæði þessa daganna.

Væri bara ekki upplagt að nýta þetta hús undir einhver ráðuneytin eða ríkisstofnanir, sem eru að leigja húsnæði út um allan bæ.


Stálu rútu

Í nótt var brotist inn hjá fyrirtækinu Bílar og fólk og miklar skemmdir unnar.  Stolið var tölvum og öðrum verðmætum.  Þjófarnir létu þetta ekki nægja heldur stálu þeir að lokum stórri rútu.

Hvað aumingja mennirnir ætla að gera við rútuna skil ég ekki, því varla verður auðvelt að koma henni í verð án þess að upp um þá komist.


mbl.is Stórri rútu stolið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband