Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Spakmæli dagsins

Ég veit ekki hvers vegna

en hinir trúuðu blanda aldrei saman Guði 

og heilbrigðri skynsemi.

(Sommerset Maugham)


Orkuveitan

Hagnaður Orkuveitunnar var 1,8 milljarðar á síðasta ári en samt létu stjórnendur fyrirtækisins sig hafa það að beinlínis ljúga því að sínu starfsfólki að ef það tæki ekki á sig 400 milljóna króna launalækkun yrði fyrirtækið á vonarvöl og ekkert fram undan nema hópuppsagnir.  Nú verða þessir höfðingjar að gjöra svo vel að leiðrétta kjörin aftur ef ekki á allt að fara í háloft í deilum.  Fyrirtæki sem rekin eru með stórhagnaði geta ekki farið fram á það við sitt starfsfólk að það lækki sín laun og nánast hóta því með atvinnuleysi ef lækkun verði ekki samþykkt.  Svona hluti gera ekki heiðarlegir stjórnmenn í fyrirtækjum og allra síst í opinberum fyrirtækjum.
mbl.is Hagnaður hjá Orkuveitunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþarfi að blanda Guði í þinghaldið

Þetta segir Þór Saari einn af þingmönnum Borgarahreyfingarinnar, sem fór ekki til messu í dómkirkjunni, heldur beið á Austurvelli á meðan.  Auk þess var einn þingmaður Vinstri Grænna sem beið á Austurvelli.  Hverskonar andskotans fífl er þetta fólk, á þetta að vera einhver brandari?  Af hverju sagði það ekki fyrir kosningar að það væri heiðingjar og tryði ekki á Guð en ætli það hafi nú ekki verið með Guðshjálp að þetta fólk fór á þing.  Þetta lið byrjar sína þingmennsku á einkennilegan hátt svo ekki sé meira sagt.
mbl.is Óþarfi að blanda Guði inn í þinghaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aukin völd kvenna á Alþingi

Nú er búið að kjósa alla forseta og varaforseta Alþingis og eru það allt konur, sem hlýtur að gleðja þá sem talað hafa um að slagsíða væri á ríkisstjórninni, konum í óhag.  Þetta ætti að jafna það að einhverju leiti.
mbl.is Allir þingforsetar konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýr lyf

Dýrasti  lyfjaflokkurinn hjá Sjúkratryggingum á árinu 2008 var blóðþrýstingslyf en útgjöld vegna þeirra námu 991 milljón króna.  Komið hefur í ljós að hægt er að nota mun ódýrara lyf, sem á að gera sama gagn.  Ég er einn af þeim sem þarf að nota blóðþrýstingslyf daglega og nota þá það lyf sem minn læknir ávísar til mín, hvort það er ódýrasta lyfið hef ég ekki hugmynd um.  Hins vegar væri alveg hægt að spara alla þennan lyfjakostnað með því að hætta að láta fólk fá blóðþrýstingslyf.  Fólkið verður þá bara að sætta sig við að það drepst mun fyrr en ella.  Til hvers að vera að basla við að halda lífi í veikum íslendingum, sem sennilega væru betur komnir í kistu sex fet niður í jörðina.
mbl.is Íslendingar nota of dýr blóðþrýstingslyf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segir upp störfum

Það er ósköp eðlilegt að Þorgeir Eyjólfsson segi upp sem forstjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna en frekar er nú dapur skilnaður hans við sjóðinn 32 milljarða tap.  Svo blasti við launalækkun og dregið yrði úr öllu þeim lúxus sem þessi maður hefur fengið á kostnað sjóðsins og virðist ekkert skammast sín fyrir.
mbl.is Forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir upp störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingi

Þá er búið að setja Alþingi á hefðbundin hátt.  En athygli vekur að þrír af þingmönnum Borgarahreyfingarinnar vildu ekki fara í messu í dómkirkjunni fyrir þingsetningu.  Heldur dvöldu þeir á Austurvelli á meðan.  Er þetta fólk ekki búið að átta sig á því að það er búið að kjósa það á þing og því ber að virða þær reglur og venjur sem fylgir þingsetningu.  Ætlar það kannski alltaf að vera tilbúið að hlaupa úr þingúsinu og mótmæla á Austurvelli ef eitthvað slíkt er að ske þar í framtíðinni.

Pósthússtræti lokað

Ég hef oft heyrt að ákveðnum leiðum í okkar vegakerfi sé lokað vega slæms veðurs en aldrei að loka þyrfti götu vegna þess hvað veðrið er gott eins þarna er verið að gera.
mbl.is Pósthússtræti lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmæli

Nú eru í gangi mikil mótmæli við dómsmálaráðuneytið.  Ekki er vitað hverju er verið að mótmæla eða hverjir standa fyrir þeim.  Lögreglan mun vera á leið á staðinn, kannski er bara verið að mótmæla mótmælanna vegna.  Hver veit, ekki ég.
mbl.is Mótmæli við dómsmálaráðuneytið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Listahátíð

Þá er Listahátíð að fara af stað með tilheyrandi látum og kostnaði.  Þótt sumum finnist þetta æðisleg tilfinning og eigi að vera góð skemmtun fyrir alla, þá finnst mér þessi hátíð frekar vera snobbhátíð og lítið skemmtilegt við hana.  Eins og nú er ástandið í fjármálum borgarinnar og til stendur að draga úr námi barna.  Þá hefði verið tilvalið að slá þessa hátíð af í sparnaðarskini.
mbl.is „Æðisleg tilfinning“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband