Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Spakmæli dagsins

Tækifærið gríptu greitt,

giftu mun það skapa,

járnið skaltu hamra heitt,

að hika er sama og tapa.

(Steingrímur Thorsteinsson)


Jennifer Aston

Nú er Jennifer Aston, sögð vera að slá sér upp með leikaranum Bradley Cooper.

Mikið lifandi skelfingar er ég feginn að Aston komst á deit.


mbl.is Aniston aftur á séns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hylur nekt sína með þorsk

Leikkonan Greta Sacchi hefur hafið baráttu til varnar fiskistofnum í hafinu.  Liður í þeirri baráttu er að láta taka mynd af sér með íslenskum þorski, sem hún notar til að hylja nekt sína.

Gerir leikkonan sér ekki grein fyrir að það getur ekki verið vörn fyrir fiskistofnum í hafinu ef byrja þarf á því að drepa einn þorsk.  Eins vaknar sú spurning hvar hún fékk þorskinn og hvort til var kvóti fyrir honum. 

Þetta mál er einmitt verkefni fyrir Fiskistofu að skoða.

 


mbl.is Hylur nektina með íslenskum þorski
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mávar herja á hvali

Nú herja mávar á hvali við strendur Árgentínu og finnast nú æ fleiri dauðir hvalir.  Mávarnir ráðast á hvalina og gogga í gegnum ysta lag húðar hvalanna og komast í spiklag þeirra.  Vísindamenn standa ráð þrota gegn þessari plágu.

Hvað ætli hvalverndarsinnar segi við þessum fréttum.  Þeim sem er annt um hvali hljóta frekar vilja að þeir séu skotnir og drepist um leið, eins og við Íslendingar erum að gera með okkar hvalveiðum, frekar en þeir séu drepnir af mávum og kveljist jafnvel í marga daga.


mbl.is Mávar ógna hvölum við Argentínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slæm staða

Ríkisendurskoðun segir að fjárlög muni ekki halda hjá um fjórðungi þeirra stofnanna, sem ný úttekt var gerð hjá.

Ef forstöðumenn ríkisstofnana geta ekki haldið sig innan ramma fjárlaga, þá á einfaldlega að reka þá.  Það getur ekki gengið að ár eftir ár fara sömu stofnanir ríkisins út fyrir fjárlög.


mbl.is Fjárhagsstaða slæm hjá stofnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sáttmáli

Nú hefur Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra boðað til blaðamannafundar í Þjóðmenningarhúsinu klukkan 13:30 þar á að skrifa undir stöðuleikasáttmála ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðsins.

Það var mikið að þessi ríkisstjórn kláraði eitt verk án þess að klúðra því.En óljóst hvort BSRB verður með og hvað gerir Ögmundur Jónasson formaður BSRB þá?


mbl.is Sáttmálinn undirritaður eftir hádegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvarleg staða

Fangelsin á Íslandi eru nú svo yfirfull að stórar líkur eru á því að það bitni á starfsfólki.

Eru ekki tómt húsnæði víða um land sem nota mætti sem fangelsi.  Hvað með alla gömlu stóru héraðsskólanna eru þeir ekki flestir auðir.  Eins ætti að senda alla erlenda fanga til síns heimalands og láta þá afplána sinn dóm þar.  Það er alveg fáránlegt að til skuli vera biðlistar á að komast í fangelsi á Íslandi.  Hegningarhúsið við Skólavörðustíg er talið heilsuspillandi enda byggt 1874.

Þarf að vera einhver lúxus í okkar fangelsum.  Það mætti leysa þetta að hluta með GPS-tækninni, en þá eru fangar sem ekki eru taldir hættulegir umhverfi sínu sendir úr fangelsum og heim til sín og ökklaband sett á fanganna svo að alltaf er með GPS hægt að fylgjast með ferðum þeirra.  Þetta er algengt víða erlendis.


mbl.is Alvarleg staða í fangelsum á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðlaust

Aldrei hefði ég trúað að Jóhanna Sigurðardóttir tæki þátt í að skerða kjör okkar lífeyrisþega.  Ég sem kaus Samfylkinguna vegna þess að ég taldi að það væri eini flokkurinn sem ALDREI myndi skerða okkar  kjör meira en orðið er.  En nú á að ráðast á okkur sem minnsta möguleika höfum til að bjarga okkur.  En það á að vernda alla sem eiga fullt af peningum inn í bönkum, sama hverra þjóðar það fólk er.  Væri ekki nær að reyna að ná í þá peninga, sem útrásarvíkingarnir stungu undan í erlend skattaskjól.

Ég held að tími Jóhönnu sé liðinn og burt með þessa andskotans ríkisstjórn. Hvað var úr hugmyndinni að hinu norræna velferðarkerfi, sem mikið hefur verið talað um.


mbl.is Siðlaus bótaskerðing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæfasti starfsmaðurinn

Starfsmannastjóri í einu fyrirtæki þurfti að ráða einn starfsmann.  Eftir að hafa farið yfir allar umsóknirnar, sem bárust, stóðu eftir fjórir allir jafnhæfir.  Hann ákvað að boða þá alla á sinn fund og leggja fyrir þá eina spurningu.  Svörin myndu síðan ráð hver yrði ráðinn.  Þegar þessir fjórir eru síðan allir mættir í fundarherbergi fyrirtækisins, spyr starfsmannastjórinn; "Hvað er það hraðasta sem þið vitið um?"

Sá fyrsti segir: HUGSUN.   "Mannshugurinn virkar ótrúlega hratt og maður getur fengið ótrúlegustu hugmyndir á nokkrum sekúndum."   "Mjög gott segir starfsmannastjórinn."

Næsti segir: BLIKK AUGANS.  "Það kemur og fer án þess að þú þurfir að hugsa um það."  Frábært segir starfsmannastjórinn.  "Augnablik er einmitt mjög oft nota, sem mælikvarði á eitthvað sem gerist mjög hratt."

Sá þriðji segir: HRAÐI LJÓSINS.  Starfsmanna stjórinn var yfir sig hrifinn og hélt sig hafa fundið rétta manninn.

Sá fjórði segir: NIÐURGANGUR.  " Ha? spyr starfsmannastjórinn, steinhissa á svarinu." "Bíddu leyfðu mér að útskýra þetta sagði sá fjórði.  Sjáðu til um daginn leið mér ekki vel og fór á klósettið.  En áður en ég gat hugsað, blikkað, eða kveikt ljósin þá var ég búinn að drulla í buxurnar."

Sá fjórði var ráðinn.


Stóð sig vel

Sverrir Guðnason var valinn besti leikarinn á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Shanghai.  Hvaða áhrif þetta kann að hafa á framtíð þessa leikara er óráðið, en hlýtur samt að auka möguleika hans í kvikmyndaheiminum.
mbl.is „Við komum alveg af fjöllum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband