Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Spakmæli dagsins

Melrakka-augað er flóttaflátt

flærðin rist í hver andlitsdrátt,

og glottið ein glæpasaga.

(Einar Benediktsson)


Fjárdráttur

Fyrrum fjármálastjóri Garðabæjar hefur verið dæmdur í 6 mánaða skilorðabundið fangelsi fyrir fjárdrátt.  Það voru nú ekki nema 9,2 milljónir sem manngreyið fékk að láni.

Ég hélt að þeir væru svo ríkir þarna í Garðabæ að þeir væru ekki að kippa sér upp við svona smá upphæðir.


mbl.is Fyrrum fjármálastjóri dæmdur fyrir fjárdrátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norður-Kórea

Þá hefur sonur Kim Jong leiðtoga Norður-Kóreu, sem einnig heitir Kim Jong verið settur yfir leyniþjónustu landsins.

Þá liggur það fyrir hver muni taka við völdum þegar Kim Jong eldri deyr.  Auðvitað er óþarfi að hafa kosningar í þessu einræðisríki.  Þetta er alveg eins og konungsríki að sonurinn erfir völd föður síns, en þá er það yfirleitt elsti sonurinn en í þessu tilfelli er um að ræða yngsta soninn.  Hinir tveir eru taldir of vitlausir til að þeim séu falin einhver völd.


mbl.is Sonur leiðtoga Norður-Kóreu hækkar í tign
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrafnshreiður

Nú hefur hrafninn tekið upp á því að gera sér hreiður upp í trjám.  Ég hélt að hrafninn héldi sig aðallega hátt upp í fjöllum og gerði sín hreiður þar.  En nú er greinilega að verða breyting á því, enda ólíkt notalegra að vera með hreiður upp í tré frekar en á einhverri klettasyllu.
mbl.is Hrafnshreiður uppi í tré
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Túnfiskur

Svo kann að fara að með hlýnun jarðar þá muni túnfiskur geta þrifist vel í Norðursjó.  Þá verður kannski ekki langt að bíða þess að túnfiskur verði algengur hér við land.
mbl.is Túnfiskur í Norðursjó?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fangar

Nú hafa fangar á Litla-Hrauni fengið það verkefni að skanna inn ljósmyndir fyrir Ljósmyndasafn Siglufjarðar.  En fangarnir hafa litla vinnu haft undanfarið vegna þess að nær öll framleiðsla á númeraplötum á bíla hefur stöðvast.
mbl.is Fangar skanna myndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnuleysi

Það er áætlað að 22% erlendra ríkisborgara á íslenskum atvinnumarkaði séu án atvinnu og þiggi atvinnuleysisbætur.  Dæmi munu vera um að erlent fólk sem var flutt burt af landinu, hafi komið hingað aftur.  Þar sem atvinnuleysisbætur hér á landi eru hærri en þau laun sem hægt var að fá í heimalandinu.

Hvers vegna er verið að hleypa erlendu fólki inn í landið bara til þessa að þiggja atvinnuleysisbætur?  Er Atvinnuleysistryggingasjóður ekki við það að tæmast og er það ekki nægjanlegt að greiða íslenskum ríkisborgurum atvinnuleysisbætur.  Ég hefði haldið að nægt atvinnuleysi væri á Íslandi nú þegar og óþarfi að flytja fólk inn til að auka atvinnuleysið.


mbl.is Mikið atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einar Karl

Nú hefur Einar Karl Haraldsson verið ráðinn tímabundið í forsætisráðuneytið og á að vinna það að ýmsum verkefnum á meðan hann er á biðlaunum.

Þetta finnst mér vera rétt stefna að láta þá sem eru á biðlaunum vinna fyrir þeim launum.  Það hefur alltof oft tíðkast að fólk á biðlaunum fari baraheim og geri ekki neitt nema hirða launin sín.  Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að fara í annað starf þótt þeir séu á biðlaunum.  Margir þingmenn á Alþingi í dag fá bæði þingfarakaup og þiggja biðlaun, sem fv. ráðherrar.  Það var aðeins einn ráðherra sem afsalaði sér biðlaunum en það var Björgvin G. Sigurðsson fv. viðskiptaráðherra.


mbl.is Einar Karl tímabundið í forsætisráðuneytinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr framkvæmdastjóri

Þá hefur Guðmundur Þ. Þórhallsson verið ráðinn framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna.  Nú er spurningin á kvaða kjörum hann var ráðinn. 

Vonandi ekkert svipað og fyrrverandi framkvæmdastjóri hafði í laun og hlunnindi.


mbl.is Guðmundur ráðinn framkvæmdastjóri LV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að græða í kreppunni

Fjárfestingarbankinn Goldman Sachs ætlar að greiða starfsfólki sínu risabónusa í lok ársins ef reksturinn verður jafn góður og hingað til.  Ég ætla að vona að íslensku bankarnir fari ekki að taka slíkt upp aftur.
mbl.is Risabónusar þökk sé kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband