Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Færður á viðeigandi stofnun

Þetta hlýtur að segja manni það eitt að maðurinn hafi verið geðveikur, enda hátterni hans eftir því.
mbl.is Færður á viðeigandi stofnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómur

Frekar finnst mér þessi dómur vera þungur, ef maður miðar við dóma í kynferðisafbrotamálum.  Hálfsárs fangelsi fyrir hótanir.
mbl.is Fangelsi fyrir hótanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífeyrissjóðirnir

Þótt Steingrímur J. Sigfússon fullyrði að ekki standi til að þjóðnýtta lífeyrissjóðina að kröfu Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins, þá tek ég því nú með fyrirvara því oft hefur Steingrímur verið með fullyrðingar sem síðan hafa reynst rangar.  En hefur núverandi ríkisstjórn ekki verið að ræða um að lífeyrissjóðirnir fjármögnuðu ákveðin verkefni í stað ríkisins.  Er það ekki ákveðin þjóðnýting ef slík krafa verður gerð til lífeyrissjóðanna.
mbl.is Ekki krafa um þjóðnýtingu lífeyrissjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eimskip

Þótt hlutabréf í Eimskip hafi hækkað mikið í prósentum talið er hækkunin ekki mikil ó krónum talin.  Þegar hvert bréf er metið á 1 krónu.
mbl.is Eimskip hækkaði um 43%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lausn á fjárhagsvanda ríkissjóðs

Það er til mjög einföld lausn á fjárhagsvanda ríkissjóðs.  Í stað þess að fara svokallaða fyrningarleið á 20 árum eins og boðað hefur verið á nú þegar að leggja kvótakerfið niður í núverandi mynd.  Þann 1. september 2009 verði allar aflaheimildir á Íslandsmiðum boðnar til leigu á kr. 50,- á hvert kíló, sem rynni inn í Auðlindasjóð sem stofnaður yrði.  Þannig að nýtt kvótaár byrjaði með nýjum aðferðum og allt það fé sem kæmi inn í Auðlindasjóðinn yrði skipt á milli ríkissjóðs, sveitarfélaganna, Hafrannsóknastofnunnar og Landhelgisgæslunnar.  Þetta myndi þýða að hver aðili fengi 40-50 milljarða í sinn hlut.  Ef einhver útgerð er svo illa stödd að hún geti ekki greitt þessa leigu verður hún bara að fara í gjaldþrot.  Það eru mörg útgerðarfélög þannig stödd í dag að þau eru að drukkna í skuldum.  Ekki vegna reksturs, heldur glannalegrar fjárfestinga eigenda þeirra í ýmiskonar braski og ævintýramennsku.  Það er ekkert vit í að eyða fjármunum til að rétta þessi fyrirtæki af og best væri að skilja þeirra skuldir eftir í gömlu bönkunum.  Allt tal um að útgerð leggist af við breytingar á þessu kerfi eru ekkert nema kjaftæði.  Við höfum dæmið úr Grundarfirði sem segir okkur hvernig mörg útgerðarfélög hafa hagað sér undanfarin ár.  Þeir aðilar sem hafa alla tíð rekið sína útgerð af skynsemi, þurfa ekkert að óttast því þeirra rekstur hlýtur að ráða við svona hóflega leigu á aflaheimildum.  Í stað þeirra félaga sem fara í gjaldþrot koma bara nýir aðilar og veiða fiskinn.  Allt tal um annað er einhliða áróður frá LÍÚ.  Fiskur verður áfram veiddur á Íslandsmiðum af íslendingum um ókomna tíð.  Það sem gerist að reksturinn verður heilbrigðari á eftir og ævintýramennirnir fara út úr greininni.  Það mætti einnig hugsa sér að handhafar núverandi veiðiheimilda og eru með sinn rekstur í lagi fengu ákveðin forgang til að leigja sama magn og þeir hafa í dag.  Þannig yrði engin breyting hjá stórum hluta útgerða.

Flóð umsagna

Í yfir sextíu umsögnum við ESB-tillögurnar kristallast ágreiningurinn um málið í þjóðfélaginu.  Ég þarf ekki langan tíma til að hugsa mig um, þar sem ég tel að við eigum að sækja um aðild að ESB sem fyrst.
mbl.is Flóð umsagna og mikill gestagangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tafir

Þetta ætti nú ekki að valda neinum vandræðum, þar sem brúin er lokuð á þeim tíma þegar umferð er minnst.
mbl.is Tafir á Borgarfjarðarbrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikstjóri

Að sögn danska kvikmyndablaðsins Ekko, er Rúnar Rúnarsson talinn eitt mesta kvikmyndaleikstjóraefni, sem hafi útskrifast úr Konunglega danska leikmyndaskólanum í áratug.

Það munaði ekki um það, hann hlýtur að vera mjög efnilegur þessi drengur, sem fær slíkan dóm.


mbl.is Mesta leikstjóraefni í langan tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Hver neitar því að kirkjan sé

hrossamarkaður sálarinnar.

(Halldór Laxnes)


Mótmæli

Nú hafa Frakkar forsæmt þá harðhentu meðferð sem mótmælendur í  Íran hafa hlotið og vilja rannsókn á umdeildum forsetakosningum í Íran, sem fram fóru þann 12. júní sl.

Halda Frakkar að stjórnvöld í Íran hlusti nokkuð á þá frekar en aðra sem hafa gagnrýnt þessar kosningar.


mbl.is Frakkar mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband