Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Magnyl við hálsbroti

Þetta er líka þekkt hér á landi að fólk er ekki sjúkdómsgreint.  Ég þekki það af eigin raun, því þegar ég lenti í hinu alvarlega slysi á sjó 2003 og fór á Heilsugæsluna á Patreksfirði var ég bara sendur heim með nokkrar magnylpillur og sagt að koma í skoðun eftir nokkra daga.  Þetta orsakaði það að ég hef verið lamaður að hluta síðan.
mbl.is Fékk magnýl við hálsbroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt að semja

Hvernig dettur þessum manni í hug að semja við þennan brjálaða mann, sem Mugabe er.  Hann er illilega að blekkja sjálfan sig ef hann ætlar að treysta því að ástandið í Zimbabe lagist eitthvað á næstunni og efnt verði til lýðræðislegra kosninga í landinu.

Mugabe verður fyrir löngu búinn að láta skjóta hann áður en til kosninga kemur.


mbl.is Rétt að semja við Mugabe
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bylting í samgöngum

Það verður bylting í samgöngum á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur þegar þessi göng komast í notkun.  Þá losnar fólk við að aka hina stórhættulegu Óshlíð.  Þar sem stöðugt er grjóthrun og skriðuföll.  Það er raunar stórmerkilegt hvað fá slys hafa orðið á þessum vegi.

Ég vann á sínum tíma við brúarsmíði hjá Vegagerðinni nálægt Ísafirði og eins í Bolungarvík og við vorum sendir reglulega eftir þessum vegi til að tína grjót, sem hafði fallið á veginn og það brást aldrei að þegar við ókum síðan sömu leið til baka varð að tína aftur grjót sem hafði fallið á veginn bara á þeim tíma sem við vorum á ferðinni.


mbl.is Setlög tefja framkvæmdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldþrot

Hvernig er með þessa andskotans ríkisstjórn, ætlar hún að setja öll fyrirtæki landsins í gjaldþrot.  Er ekki komið nóg af slíku í bili.

Svo á að stofna eitthvert félag til að hafa umsjón með öllum þessum gjaldþrota fyrirtækjum.  Telur ríkisstjórnin skort á atvinnuleysi hér á landi. Við búumnú einu sinni á Íslandi og það á ekki að líða það að landinu sé stjórnað eins og Sovétríkjunum sálugu.


mbl.is Dæma fyrirtæki til gjaldþrots
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hætt við

Nú hefur verið ákveðið að hætta við öll útboð hjá Vegagerðinni.  Hvað varð um loforðin um mannaflsfrekar framkvæmdir á vegur ríkisins.  Var það bara ein lyginn í viðbót við allt hitt?

Að ætla að skera niður framlög til vegagerðar um tæpa 12 milljarða á næstum tveimur árum þýðir bara eitt, sem er dauðadómur yfir öllum helstu verktökum landsins.

Nú ættu allir verktakar að sameinast um að grafa stóra holu og setja þar öll vinnutæki til vegagerðar og moka svo yfir.  Þetta er búið spil.


mbl.is Hætt við öll útboð í vegagerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Munnlegt samkomulag

Mikið er ég orðin þreyttur á öllum þessum fréttum um spillinguna í Kópavogi.  Spillingin er þarna og hún mun halda áfram að vera þarna.
mbl.is Munnlegt samkomulag við FME
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vegagerð

Kristján L. Möller, samgönguráðherra, segir að ekki útilokað sé að setja nokkurt verk í einkaframkvæmd í gang.  En hvað með framkvæmdir á vegum ríkisins, eiga þær ekki að vera neinar.  Það er alþekkt lögmál að í kreppu eigi að auka framkvæmdir á vegum ríkisins og í góðæri eigi síðan að draga úr þeim.  Þarf alltaf að vera að hugsa um þennan andskotans fjárlagahalla ef eitthvað á að gera.
mbl.is Ekkert svartnætti í vegagerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kópavogur

Alltaf er hægt að skamma aumingja Gunnar Birgisson og ég fæ ekki betur séð af þessari frétt en Flosi Eiríksson sé að reyna að komast undan sinni ábyrgð í þessu spillingarmáli með árás á Gunnar.  Það vill svo vel til að Gunnar er með svo mörg spillingarmál á herðunum , að hann munar ekkert um þótt eitt bætist við.
mbl.is Sakar Gunnar um blekkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Við lifum í landi þar sem að minnsta kosti

mataráhyggjurnar eru ekta;

þar sem flestir álíta að ekkert skipti máli nema þær.

(Halldór Laxnes)


Listaverk

Listaverk sem þátttakendur í kvennahlaupi ÍSÍ og Sjóvár í Garðabæ hefur nú verið afhjúpað.  Þúsundir spora frá þátttakendum lögðu mark sitt á verkið.

Gott hjá þeim í Garðabæ.


mbl.is Listaverkið afhjúpað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband