Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Ríkisfjármálin

Steingrímur J. Sigfússon segir að vonandi verði hægt að gera enn frekari grein fyrir stöðu mála í byrjun næstu viku.

Hvað er þetta er ekki allt komið fram enn.  Er von á meiri hryllingi frá þessari andskotans ríkisstjórn.


mbl.is Staðan skýrist í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmæli

Lögreglan segir að aðeins hafi verið um 100 manns á þessum mótmælafundi á Austurvelli.  En Hörður Torfason segir að um 1.000 manns hafi mætt.  Hvaða máli skipti hvað þetta voru margir sem mættu er ekki aðalatriðið að þessi mótmæli fóru vel fram og voru vel skipulögð.
mbl.is „Stemmningin var góð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki tími

Birgir Ármannsson þingmaður, segir að nú sé ekki tími til að búa til nýja stofnun um uppbyggingu fjármálakerfisins.

Ef ekki er rétti tíminn núna þá verður hann aldrei.


mbl.is Ekki tími nýrra stofnanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferðalag

Þeir láta sig ekki muna um það Eyjamenn að skreppa í smá stund til Færeyja á gúmmíbátum sér til ánægju.
mbl.is „Gott að þetta er búið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjarasamningar

Ætli ekki verði allt logandi í verföllum von bráðar, því ekki gat þessi andskotans ríkisstjórn stillt sig um að fara að krukka í núgildandi kjarasamningum.  Hugsar þessi volaða ríkisstjórn aldrei um afleiðingar sinna gjörða þegar hún tekur ákvarðanir.
mbl.is Vond áhrif af uppsögn samninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrningarleiðin

Mörg sveitarfélög hafa verið að senda frá sér ályktanir gegn fyrirhugaðri fyrningarleið í sjávarútvegi.  Mörg þessara sveitarfélaga eru mjög skuldsett og hafa verið að leita til ríkisins um aðstoð, eins hafa þau flest nýtt sér þá heimild að hafa útsvarsprósentu í hámarki.  Þessi afstaða sveitarfélaganna er nánast óskiljanleg í því ljósi að fyrningarleiðin felur það í sér að innkalla 5% af aflaheimildum árlega og leigja síðan aftur út gegn hóflegu gjaldi.  Það gjald á síðan að renna í svokallaðan Auðlindasjóð og af tekjum þess sjóðs á þriðjungur að renna til sveitarfélaganna.  Ég hefði haldið að sveitarfélögin myndu fagna allri aukningu á sínum tekjum.  En svo virðist ekki vera heldur taka þau undir grátkór LÍÚ um að allt fari til fjandans ef þessi leið verður farin.  Fyrir stuttu síðan svaraði Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra skriflegri fyrirspurn frá Einari K. Guðfinnssyni um að milli 80-90% af veiðiheimildunum væru á landsbyggðinni.  Við það tækifæri sagði Einar Kristinn að þetta staðfesti sem hann hefði alltaf vitað.  Til hvers var Einar K. Guðfinnsson fv. sjávarútvegsráðherra að eyða tíma Alþingis í að spyrja um atriði sem hann vissi fyrir.

Þótt 80-90% af öllum aflaheimildunum séu á landsbyggðinni er ekki þar með sagt að þau skiptis jafnt á allar byggðir.  Miklar aflaheimildir eru við Eyjafjörð, á Snæfellsnesi, á nokkrum stöðum á Austfjörðum, í Vestmannaeyjum, í Þorlákshöfn, á Akranesi.  En víða á landsbyggðinni eru lítil sjávarþorp með nánast engar aflaheimildir.  Öll sjávarþorp á landsbyggðinni byggðust upp á sínum tíma vegna þess að þar var hagkvæmt að stunda sjósókn og vinnslu aflans.  Nú hefur þetta verið tekið af mörgum byggðalögum og þar eru fólki allar bjargir bannaðar.  Þetta vandamál er hinni svokölluðu fyrningarleið ætlað að leysa.  En um leið og eigandi allra aflaheimilda ætlar að breyta hvernig þær eru nýttar verður allt vitlaust og útgerðarmenn segja að þetta sé þeirra eign.  Mér þætti fróðlegt að vita hvernig LÍÚ ætlar að sanna eignarrétt útgerðanna á fiskveiðiauðlindinni.

Hvenær hefur ríkið afsalað sér sínum eignarétti?


Búinn að fá nóg

Nú er ég algerlega búinn að fá nóg af allri þessari skattahækkunum, sem boðaðar eru, hjá öldruðum og öryrkjum.  Það hefur aldrei áður skeð að grunnlífeyrir fólks sé skertur, sama hvaða stjórn hefur setið í landinu.  En nú hefur núverandi ríkisstjórn, sem boðaði að koma hér á velferðarkerfi að norrænni fyrirmynd ákveðið að skerða grunnlífeyririnn.  Ekki er nú hægt að segja að það sé í nokkru samræmi við norrænt velferðakerfi.

Ég horfði í gærkvöld á þá Guðlaug Þór Þórðarson alþm. og Árna Pál Árnason, félagsmálaráðherra, ræða þessi mál.  Helstu rök Árna voru þau að fyrst flest allir yrðu að taka á sig skerðingu þá yrði slíkt hið sama að ganga yfir aldraða og öryrkja.  Þvílík andskotans þvæla hjá ráðherranum, það hefði alveg verið hægt að skerða kjör annarra og láta aldraða og öryrkja í friði.  Það er ekkert lögmál sem segir að ef kjör eins eru skert verði að gera slíkt hið sama hjá öllum.

Ég var fyrr á þessu ári búinn að ákveða að flytja aftur til Bíldudals, en hef undanfarið verið að endurskoða þá ákvörðun mína og ætlaði að semja við Búmenn um þau vanskil sem ég er kominn í vegna minnar íbúðar.  Þegar ég flutti hingað í desember 2005 var mánaðargreiðslan af íbúðinni rúm 50 þúsund á mánuði fyrir utan rafmagn og hita, en er í dag komin upp í rúm 80 þúsund, sem byggist á því að lánið hefur verið að hækka og þar með vextirnir.  Ég fæ engar húsaleigubætur þar sem þetta er kaupleiguíbúð en ég fæ vaxtabætur.  Mínar örorkubætur eftir skatta eru um 85 þúsund og þær duga fyrirmánaðargreiðslunni og rafmagni og hita.  Ég fæ einnig um 70 þúsund á mánuði í örorkubætur frá lífeyrissjóði eftir skatta.  Það eru því einu peningarnir sem ég hef til að lifa af í hverjum mánuði.  Af þeirri upphæð verð ég síðan að greiða síma, sjónvarp, rekstur á bíl og kaupa mat. Einnig hef ég tekið að mér ýmis bókhaldsverkefni hjá fyrirtækjum, sem hafa fært mér auknar tekjur en slíkt er ekki fyrir hendi í dag í öllu því atvinnuleysi sem er hér á Suðurnesjum.

Þar sem nú á að skerða mínar bætur verð ég tilneyddur að nota vaxtabæturnar sem ég fæ í ágúst og ætlaði að nota til að lagfæra stöðu mína hjá Búmönnum, að nota þær til að flytja aftur til Bíldudals, þar sem ég get fengið óbúð á leigu á hóflegu verði.  Væri ekki nær fyrir þessa vitleysinga sem nú eru í ríkisstjórn að bjóða öldruðum og öryrkjum að fá sprautu til að deyja, frekar en að ætla að svelta þennan hóp til bana.

Hvað verður svo næst hjá þessari andskotans ríkisstjórn?

 


Spakmæli dagsins

Áður voru ræningjar festir á krossa;

nú eru krossar festir á ræningja.

(Magnús Kjartansson)


Kannabisefni

Hversvegna er lögreglan alltaf að stöðva ræktun á kannabisplöntum.  Þetta gæti verið hin besta leið til að fjölga störfum í öllu atvinnuleysinu.  Svo er líka af þessu talsverður gjaldeyrissparnaður þegar ekki þarf að flytja efnin inn.  Einnig væri mikill sparnaður hjá lögreglu og dómstólum ef ekki þyrfti að vera að rannsaka þessi mál og dæma í þeim.

Nú hefur landlæknir komið með yfirlýsingu um að notkun á þessum efnum sé minna ávanabindandi en notkun tóbaks og víns.  Þvert á fullyrðingar Þórarins Tyrfingssonar yfirlæknis á Vogi.  Enda getur Þórarinn ekki talað hlutlaust um þessi mál því hann á hagsmuna að gæta fyrir sitt sjúkrahús á Vogi.  Hann þarf á þessum sjúklingum að halda til að tryggja rekstur Vogs.

Landlæknir nefndi Portúgal sem dæmi um land sem leyfir notkun kannabisefna og sagði að reynslan þaðan sýndi að ekki væri mikil hætta á að þeir sem neyttu þessara efna færu út í harðari eiturlyf.

Væri ekki upplagt núna í allri kreppunni að lögleiða notkun kannabisefana á Íslandi og skapa með því atvinnu fyrir fjölda manns.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband