Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Spakmæli dagsins

Reglusemi er lyftistöng vinnunnar.

Hún lyftir jafnvel hinum þyngstu byrgðum.

Óreglan er eins og klukka án vísa,

hún gengur og gengur og

enginn veit hvað tímanum líður.

(Esaias Tegnér)


Gjaldþrot

Þá er Íslensk afþreying hf. orðin gjaldþrota, þetta var áður hluti af 365 miðlum en við kaup Jóns Ásgeirs Jóannessonar á 365 var þessi hluti skilin eftir í sérstöku félagi og stór hluti af skuldum 365.  Nú getur Jón Ásgeir leikið sér að vild með 365 og Fréttablaðið og hirt út úr því félagi allt sem verðmætt er og síðan sett félagið í gjaldþrot.

Eru enginn takmörk á því hvað þessir auðmenn Íslands fá að ganga lengi lausir og skilja allstaðar þar sem þeir koma við, eftir sig sviðna jörð og skuldir sem falla að lokum á skattborgara þessa lands.


mbl.is Íslensk afþreying gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandaríkin og Rússland

Bandaríkin og Rússlands munu undirrita samning um hernaðarlegt samstarf þegar forseti Bandaríkjanna Barac Obama heimsækir Moskvu í næsta mánuði.

Ætla nú þessi tvö stórveldi á sviði hernaðar að sameina krafta sína í hernaði.  Og hver ætli verði óvinurinn?


mbl.is Bandaríkin og Rússland undirrita hernaðarsamkomulag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfkjörið í stjórn Eimskips

Stjórn Eimskips verður óbreytt frá því sem verið hefur þótt einn af stærstu eigendunum, fjárfestingarfélagið Grettir, sé í greiðslustöðvun.  En einn aðaleigandi Grettis er Björgólfur Guðmundsson, sem sennilega er gjaldþrota.

Ég hefði haldið að það væri nú ekki eftirsóknarvert að vera í þessari stjórn, þar sem Eimskip rambar á barmi gjaldþrots.  En að teknu tilliti til þess er mjög við hæfi að í stjórninni sitji fulltrúar frá gjaldþrota félagi, sem er í eigu gjaldþrota manns.


mbl.is Björgólfsmenn í stjórn Eimskipa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofbeldi

Utanríkisráðherra Ítalíu, kynnti fyrir stundu sameiginlega yfirlýsingu utanríkisráðherra G-8 ríkjanna, sem nú funda í Trieste á Ítalíu.  Í yfirlýsingunni er þess krafist að ofbeldisverkum í Íran verði tafarlaust hætt.

Nú veit ég ekki hver þessi G-8 ríki eru og skil ekki hvað þeim kemur það við þótt ofbeldi sé framið í Íran.  Íran er sjálfstæð þjóð og fullvaldandi ríki og hlýtur að ráða því sjálft hvernig farið er með þegna sína.


mbl.is „Ofbeldinu verður að linna”
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Michel Jackson

Þá er hann látinn blessaður drengurinn og blessuð sé minning hans.  Hann var í lifanda lífi mjög umdeild persóna.  Margir hötuðu hann á meðan margir elskuðu hann.  Þannig er það alltaf með þá sem eru mikilmenni og skara upp úr fjöldanum.
mbl.is Varaði við mikilli lyfjanotkun Jackson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veik króna og háir vextir

Hafi einhverjir vonast eftir að með stöðugleikasáttmálanum að vexti myndu lækka og gengið styrkjast.  Þá verð þeir fyrir miklum vonbrigðum, því ekkert slíkt mun ske.  Það verður í fyrsta lagi í lok ársins sem hægt verður að vonast eftir slíku.
mbl.is Veik króna og háir vextir enn um sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmæli

Nú ætla öryrkjar og eldri borgarar að efna til mótmælastöðu á þingpöllum í dag, þegar frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum verður tekið fyrir.  Samkvæmt frumvarpinu verða framlög til almannatrygginga skorin niður um fjóra milljarða.

Þetta frumvarp verður ríkisstjórninni til ævarandi skammar, ef það verður að lögum.  Það var ekki hægt að leiðrétta okkar kjör í góðærinu vegna þenslu og nú á að skerða það litla sem þó náðist fram vegna kreppu.


mbl.is Mótmæla lágtekjusköttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Handtekinn

Nú hefur lögreglan á Sri Lanka handtekið stjörnuspeking fyrir þær sakir að hann spáir því að ríkisstjórn landsins, stefni í mjög alvarleg stjórnmálaleg og efnahagsleg vandamál á næstunni.

Þetta gæti ekki skeð á Íslandi þótt einhver spáði svona.  Ekki vegna þess að spáin væri röng, heldur eru öll fangelsi landsins yfirfull og langir biðlistar eftir afplánun.


mbl.is Handtóku stjörnuspeking fyrir slæma spádóma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greitt fyrir skrif

Í fyrsta sinn á minni ævi, hef ég nú fengið greitt fyrir skrif mín hér á blogginu.  Það setti sig í samband við mig bókaútgefandi og óskaði eftir af fá að nota ýmsar greinar sem ég hef skrifað í bók sem hann er að fara að gefa út.  Ég taldi það sjálfsagt mál og sendi honum nokkrar greinar og bjóst ekki við að fá greiðslu fyrir.  En nú hefur hann greitt mér 10 þúsund fyrir hverja grein.  Þetta verður mér mikil hvatning til að skrifa meira og er með skáldsögu í smíðum, sem verður kannski aldrei gefin út.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband