Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Spakmæli dagsins

Ég vei ekki einu sinni í hvaða götu,

Kanada er.

(Al Capone)


Féll á hliðina

Þrettán hæða fjölbýlishús í kínversku borginni Sjanghæ féll á hliðina í dag.  Einn verkamaður sem vann í byggingunni lét lífið.

Eitthvað hafa vinnubrögð við undirstöður þessar byggingar verið lélegar.


mbl.is Bygging féll á hliðina í Sjanghæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hunsa gjaldeyrishömlur

Álfyrirtækin Alcoa í Straumsvík og Alcan-Fjarðarál, skila ekki öllum sínum gjaldeyristekjum inn til Seðlabanka Íslands.  Þar er gengi evru skráð um 136 krónur, en fyrirtækin skipta evrum fyrir íslenskar krónur og miða við gengi Seðlabanka Evrópu en þar er evran skrá um 236 krónur.  Hagnast því þessi stórfyrirtæki um milljarða á þessu gjaldeyrisbraski sínu.  Ekkert er gert af hálfu Seðlabanka Íslands til að breyta þessu.

Hvers vegna eiga þessi erlendu fyrirtæki að njóta forgangs yfir íslensk fyrirtæki?


Hátíð

Hin árlega Viðeyjarhátíð verður haldinn á morgun og verður þar margt um að vera fyrir sem flesta.

Það ætti því að vera fjölmennt í Viðey á morgun.


mbl.is Hátíð í Viðey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

150 ára fangelsi

Nú krefjast bandarísk stjórnvöld þess að kaupsýslumaðurinn Bernard Madoff verði dæmdur í 150 ára fangelsi fyrir stórfeld fjársvik.  En talið er að hann hafi svikið út tugi milljarða dala, þá er dómstóll búinn að úrskurða að 170 milljörðum dala eignum hans skuli gerðar upptækar.

Hvað ætli manngreyið verði gamall þegar hann lýkur sinni afplánun?


mbl.is Krefjast 150 ára fangelsis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seðlabankinn sniðgenginn

Breytingar á neyðarlögunum á síðustu metrum áður en þau tóku gildi í október fólust í því að allstaðar þar sem Seðlabankinn kom við sögu var hann strikaður út og Fjármálaeftirlitið sett í staðinn.

Þetta mun hafa verið gert vegna þess að til stóð að stofna einn banka og flytja í hann allar innistæður úr gömlu bönkunum og gefa síðan út eitt skuldabréf með forgangsveði í gömlu bönkunum.  En eitthvað virðist þessi aðferð  hafa mistekist og þess vegna voru stofnaðir þrír nýir bankar.

Aðalráðgjafi Seðlabankans við þessa aðgerð mun hafa verið fulltrúi frá bandaríska bankanum JP-Morgan.


mbl.is Seðlabanki sniðgenginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orkufyrirtækin

Þá er byrjað að selja erlendum aðilum hluti í íslenskum orkufyrirtækjum.  Það er nokkuð ljóst að þetta er bara upphafið af því sem koma skal. 

Hvað verður næst?


mbl.is Kanadískt félag kaupir í HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hitamet

Þá hefur mesti hiti þessa árs mælst á Brú á Jökuldal eða 21,6 gráður.  Ef veðrið verður áfram eins og spáð er er líklegt að mörg hitamet verði slegin.
mbl.is Hiti fór í 21,6° á Jökuldal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skipaviðgerðir

Nú eru skipaviðgerðir aftur að færast til Íslands, en í mörg ár hafa þær farið fram erlendis.  Nú er gengið hinsvegar hagstætt íslenskum aðilum og þá færast verkin aftur heim og skapa atvinnu fyrir fjölda manns.
mbl.is Skipaviðgerðir færast heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðurkenning

Þetta er líka frábær auglýsing, sem hlaut þessa viðurkenningu í Cannes í gær.  Enda hefur höfundur hennar gert margar frábærar auglýsingar.  En það er hinn snjalli Jón Gnarr.

 

 

 


mbl.is „Láttu ekki vín breyta þér í svín“ vinnur til verðlauna í Cannes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband