Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Spakmæli dagsins

Líf sem eytt er í að gera mistök er ekki

aðeins virðingarveðra, heldur einnig

nytsamlegra en líf sem

eytt er í að gera ekki neitt.

(George Bernard Shaw)


Seðlabankinn

Þegar kemur að því að halda verðbólgu í skefjum til lengri tíma er alger frumforsenda að stjórnvöld passi sig og haldi jafnvægi milli tekna og útgjalda ríkissjóðs, að sögn Jóns Steinssonar, hagfræðings við Columbia-háskóla.

Af hverju hefur Seðlabankinn ekki notað öll þau tæki sem hann ræður yfir til að halda niður af verðbólgunni.  Hingað til hefur hann aðeins notað vaxtaákvarðanir, sem hafa frekar aukið verðbólguna en dregið úr henni. Jón Steinarsson ritaði nýlega grein í Morgunblaðið og þar sagði hann að of mikið kapp væri lagt á verðbólgumarkmið Seðlabankans.  Í stað verðbólgumarkmiða ætti að vera hagvaxtaviðmið, sem væri mun áhrifaríkara.


mbl.is Seðlabankinn hefur fleiri tæki en bara stýrivexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Berlusconi

Til stendur að Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, fari til Líbýu, til að halda upp á það að ár er liðið frá því yfirvöld í ríkjunum undirrituðu vináttusamkomulag. Hann mun þó ekki verða viðstaddur hátíðahöld í tilefni af því að Muammar Gaddafi Líbýuleiðtogi tók völdin í landinu. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Líkur sækir líkan heim.


mbl.is Berlusconi heimsækir Gaddafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mandela

Nýtt lag trommuleikarans Gunnlaugs Briem, „Jewels Up High“, má nú sækja á forsíðu vefsvæðis samtaka Nelsons Mandela, 46664.com. Gunnlaugur ánafnaði samtökunum lagið en þau berjast gegn alnæmi í Afríku. Auk þess að semja lagið syngur Gunnlaugur það en það mun vera nýmæli hjá trommaranum.

Þetta verður að teljast mikill heiður fyrir Gunnlaug Briem að eiga lag á vefsvæði Nelsons Mandela.  Auk þess sem hann ánafnaði laginu þessum samtökum, sem er mjög virðingarvert.


mbl.is Lag Gulla Briem á vefsvæði samtaka Nelsons Mandela
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Handtaka

Ökumaður var tekinn síðdegis í gær grunaður um ölvun við akstur í Grímsnesi. Hann veitti mótspyrnu við handtöku og fékk að gista fangageymslu á Selfossi í nótt. Manninum var sleppt í morgun. Málið er enn í rannsókn.

Það er nú bara mannlegt eðli að veita mótspyrnu við handtöku, því auðvitað vill enginn láta handtaka sig.  En það er búið að sleppa manninum, svo hann getu haldið áfram að aka ölvaður ef hann vill.


mbl.is Veitti mótspyrnu við handtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hreindýr

„Það er dálítið mikið eftir,“ sagði Jóhann G. Gunnarsson, starfsmaður veiðistjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar á Egilsstöðum, um stöðu hreindýraveiðanna. Búið er að veiða 754 hreindýr af þeim 1.333 sem fella má í haust. Staðan hefur þó batnað á flestum svæðum. Veiðitímanum lýkur 15. september.

Ég held að veiðimenn geti alveg gleymt því að það náist að veiða upp í allan veiðikvótann, þar sem aðeins eru 16 dagar eftir af veiðitímabilinu en óveidd dýr eru tæpur helmingur af veiðikvótanum.  En væri ekki alveg óætt að framlengja veiðitímann um t.d. 1 mánuð svo allur veiðikvótinn yrði veiddur.


mbl.is Betur gengur að veiða hreindýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vopnafjörður

Framkvæmdum við nýja fiskmjölsverksmiðju HB Granda á Vopnafirði miðar vel. Að sögn Sveinbjörns Sigmundssonar verksmiðjustjóra eru þær á áætlun. Búið er að steypa um um helming verksmiðjugólfsins og nú í lok vikunnar var von á fyrstu flutningabílunum sem flytja stálgrindina í verksmiðjuhúsið til Vopnafjarðar. Áætlanir gera ráð fyrir því að verksmiðjan verði komin í fullan rekstur í byrjun næsta árs.

Það er þá eins gott að einhver loðnuveiði verði leyfð á næstu vertíð, svo þetta komi til með að skila einhverjum arði.


mbl.is Mjölsverksmiðjan á Vopnafirði á áætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fékk kynsjúkdóm

Hið vinsæla lag „Sex on Fire“ með Kings of Leon fjallar um kynsjúkdóma, eða svo segja amerísku rokkararnir. Hugmyndin að textanum mun hafa sprottið af því að einn hljómsveitarmeðlimur fékk kynsjúkdóm eftir að hafa sofið hjá stelpu.

Hvaða samhengi er á milli góðra hugmynda og kynsjúkdóma?


mbl.is Kynsjúkdómar veittu innblástur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laugarásvideó

„Það er allt myndasafnið farið nánast. En við byrjum strax í fyrramálið að hreinsa til og opnum eins fljótt og mögulegt er,“ segir Gunnar Jósefsson, eigandi Laugarásvídeós sem brann í nótt. Upptökur úr öryggismyndavélum við Laugarásvídeó benda ótvírætt til þess að kveikt hafi verið í.

Hvað gengur mönnum til, sem gera svona hluti og eyðileggja eigur annarra.  Hvernig réttlæta menn svona hluti fyrir sjálfum sér og öðrum.


mbl.is „Opnum eins fljótt og hægt er“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hamðiðjan hf.

Hagnaður Hampiðjunnar á fyrstu sex mánuðum ársins nam 1,9 milljónum evra eða um 340 milljónum króna. Á sama tímabili í fyrra var 2,3 milljóna evra tap á rekstri fyrirtækisins.

Það er mjög ánægjulegt að fá jákvæðar fréttir úr viðskiptalífinu og að enn séu til fyrirtæki, sem rekin eru með hagnaði.


mbl.is Hampiðjan: Hagnaður 340 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband