Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Spakmæli dagsins

Að drepa sjálfan sig

er synd gegn lífsins herra.

Að lifa sjálfan sig

er sjöfalt verra.

(Hannes Hafstein)


Rafmagnsbilun

Rafmagni sló út í Biskupstungum í hádeginu í dag þegar vörubílspallur rakst upp í 11 kílóvolta háspennulínu. Við það sló út tveimur fösum í línunni og fór misjöfn spenna inn á nokkur hús í austasta hluta Reykholts í Biskupstungum. Einhver raftæki í þessum húsum virðast hafa skemmst af þeim sökum.

Munu fulltrúar á þingi VG, sem eru að funda þarna skammt frá ekki kippa þessu í lag í hvelli.  Þeir hafa einmitt verið að samþykkja ályktun um orkuver og dreifikerfi orkunnar.


mbl.is Rafmagnsbilun í Biskupstungum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bakkavör

Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar, segir enn verið að skoða hagkvæmni þess að reisa hér á landi verksmiðju til að fullvinna sjávarafurðir og flytja út sem skyndirétti. Niðurstaða muni liggja fyrir í haust og þá verði næstu skref ákveðin.

Það væri ánægjulegt ef Bakkavör reisti hér verksmiðju til að fullvinna sjávarafurðir og flytja út.  Slík verksmiðja myndi skapa álíka mörg störf og eitt álver eða 600-700 störf.  En það læðist að manni sá grunur að þetta sé eingöngu sett fram núna til að styðja við að fá samþykkta nauðasamninga fyrir Exista, sem er aðaleigandi Bakkavarar og fleiri félaga.  En samt gott ef satt reynist.


mbl.is Bakkavör skoðar enn að reisa hér verksmiðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BBC

James Murdoch, stjórnarformaður fjölmiðlasamsteypunnar News Corporation, segir að breska ríkisútvarpið BBC ógni óháðum fjölmiðlum og blaðamennsku í Bretlandi.

Ná ekki með sömu rökum segja að fjölmiðlasamsteypa Murdoch ógni smærri fjölmiðlum jafn mikið og BBC.  Það er erfitt að rata hinn gullna meðalveg í þessum efnum, hver sem á í hlut.

 


mbl.is Segir BBC ógna óháðum fjölmiðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útför Kennedys

Barack Obama forseti Bandaríkjanna og þrír fyrrverandi Bandaríkjaforsetar voru á meðal margra áhrifamanna og kvenna í bandarísku þjóðlífi sem kom til útfarar Edwards Kennedy í Boston. Kennedy verður jarðsettur síðar í dag við hlið bræðra sinna Johns og Roberts í Arlington kirkjugarðinum.

Það er með ólíkindum hvað miklar hörmungar hafa dunið yfir Kennedy-ættina. Ég hef komið að legstæðum Kennedy-bræðranna Johns og Roberts í Arlington kirkjugarðinum  og það snart mann mikið.


mbl.is Margir áhrifamenn við útförina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjófnaður

„Við höfum verið að æfa leiksýningu um Harry og Heimi sem byggist mikið á leikhljóðum og effektum ýmiss konar,“ segir Sigurður Sigurjónsson leikari og einn aðstandenda leiksýningar um spæjarana Harry og Heimi sem frumsýnd verður í Borgarleikhúsinu hinn 12. september.

Þeir félagar Harry og Heimir verða nú ekki í vandræðum með að upplýsa um þetta mál, ef þeir eru eins snjalli og þeir voru í Spaugstofunni.


mbl.is Innbrotsþjófar stálu hljóðmynd Harrys og Heimis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert heimilisfang

Dómari í Nebraska hefur vísað frá kæru sem einn af liðsmönnum þings sambandsríkisins, Ernie Chambers, lagði fram í fyrra gegn Guði sem hann sakaði um að valda dauða og eyðileggingu. Dómarinn, Marlon Polk, sagði Guð ekki vera með neitt heimilisfang.

Flest er nú farið með fyrir dómstóla í Bandaríkjunum.  En annars er þetta skrýtið mál, þar sem frávísunin byggir á því að Guð hafi ekkert heimilisfang.  Ef sá sem ákærði hefði gefið upplýsingar um heimilisfang Guðs. 

Hefði Guð þá verið dæmdur sekur, eða saklaus ?


mbl.is Guð ekki með heimilisfang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auknar álögur

Flokksráð Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hvetur þingflokk VG til að hafa í huga við gerð fjárlaga fyrir næsta ár, að auknar álögur verði fyrst og fremst lagðar á þann hluta samfélagsins sem standi undir frekari álögum.

Ætli það verði nú ekki þegar á reynir með þetta eins og annað sem þessi ríkisstjórn hefur gert í sínum niðurskurði, að hann lendir fyrst á þeim sem standa höllum fæti fyrir.  Eins og skeði 1. júlí sl. þegar flestir voru að fá launahækkun.  Þá voru kjör lífeyrisþega skert og til að öruggt yrði að þeirra kjör bötnuðu ekkert var frítekjumark vegna atvinnutekna lækkað úr kr. 100.000,- í kr: 40.000,- á mánuði.  Þannig að þeir sem höfðu farið út á vinnumarkaðinn voru neyddir til að hætta að vinna.


mbl.is Fjármagnstekjur skattlagðar eins og laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sameign

Í ályktun, sem samþykkt var á flokksráðsfundi VG á Hvolsvelli í dag, er skorað á Alþingi og ríkisstjórnina að að beita sér fyrir því að grunnnet fjarskipta verði að nýju í eigu þjóðarinnar.

Það voru flestir sammála um að við sölu á Símanum hefði verið gerð mistök að láta grunnnetið fylgja með.  Því þar með var Síminn, sem einkafyrirtæki með talsvert forskot á sína keppinauta á fjarskiptamarkaði.


mbl.is Grunnnetið á ný í eigu þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HS-Orka

Flokksráðið Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs samþykkti sérstaka ályktun um eignarhald á HS-Orku og beinir því til ráðherra sinna, þingmanna og sveitarstjórnarmanna að tryggja hagsmuni þjóðarinnar með því að halda fyrirtækinu í samfélagslegri eigu.

Þetta er ósköp eðlileg krafa og í samræmi við það að allar auðlindir Íslands, séu sameign þjóðarinnar, þetta þarf samt ekki að koma í veg fyrir að erlendir aðilar taki þátt í að byggja upp orkufyrirtækin ef eigandi auðlindarinnar fær sanngjarnt verð fyrir afnotin. 


mbl.is Gegn sölu orkufyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband