Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Spakmæli dagsins

Lifðu í samræmi við tekjur þínar,

jafnvel þótt þú þurfir að taka lán til að gera það.

(Calvin Coolidge)


Krónan

Gengi krónunnar hækkaði um 1,4% í dag eftir að hafa hækkað um tæp 2% í gær. Gengi evru er nú skráð 179 krónur hjá Íslandsbanka, dalurinn 124,77 krónur og 203,67.

Sko íslenska krónan er ekki dauð ennþá, en ákaflega veikburða.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirdráttarlán

Íslandsbanki býður einstaklingum í viðskiptum við bankann að greiða niður yfirdráttarlán með mánaðarlegum greiðslum á allt að tveimur árum með hagstæðari kjörum en hafa boðist. Segir bankinn, að þessi lausn sé sniðin að þeim viðskiptavinum sem eru með yfirdráttarlán undir 1 milljón króna.

Þetta er tær snilld, að fá að greiða niður yfirdráttarlán með mánaðarlegum greiðslum í tvö ár.  Ég hélt að sá sem væri með yfirdráttarlán mætti greiða hann þegar hann vildi og þyrfti ekkert sérstakt leyfi til.

Hinsvegar eru flestir þeir sem eru með yfirdráttarlán með þau vegna þess að önnur lán hafa ekki verið í boði og sá sem þarf á láni að halda hefur ekki getu til að greiða þessi lán niður.  Ef fólk getur greitt yfirdráttarlán niður er það ekki í fjárhagsvandræðum.


mbl.is Viðskiptavinum auðveldað að greiða yfirdráttarlán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erlend aðstoð

Embætti ríkislögreglustjóra varar við fjársvikastarfsemi, sem orðið hefur vart við hér á landi og felst í því að fólk fær bréf frá hollenskri konu að nafni Marie de Fortune, sem býður fólki fjárhagslega aðstoð.

Það er mjög skiljanlegt að fólk í erfiðleikum falli fyrir svona tilboðum, því ekki hefur ríkisstjórn Íslands sýnt neitt í verki til að aðstoða fólk i greiðsluerfiðleikum.

Það er því vandséð hvort er meiri svikastarfsemi, loforð ríkisstjórnar Íslands eða þessarar hollensku konu.


mbl.is Býður tékka upp á 23.750 dali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvæg mál

Samtök verslunar og þjónustu, SVÞ, eru þeirrar skoðunar að engin önnur leið hafi verið fær fyrir Alþingi en að leiða Icesave málið til lykta, eins og gert var í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Þá segir að stjórnmálamenn verði nú að snúa sé að öðrum mikilvægum málum.

Þetta finnst mér vera mikil bjartsýni hjá þessum samtökum að halda að stjórnmálamenn fari nú að snúa sér að öðrum mikilvægum málum.  Þessi ríkisstjórn er haldin ákvörðunarfælni og Ivesave, hefur verið góð afsökun fyrir því að gera ekki neitt.  Nú verður bara fundin ný afsökun í stað Icesave og ekkert gert.


mbl.is Aðgerðir í stað karps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fasteignasala

Alls var 47 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu 21. ágúst til og með 27. ágúst 2009. Þetta er heldur meira en verið hefur undanfarnar vikur en í síðustu viku var 31 kaupsamningi þinglýst og 33 vikuna þar á undan.

Ekki er þetta nú mikil aukning, en aukning samt.  Ef þetta heldur áfram að þokast svona hægt upp á við, getum við farið að sjá nýbyggingar í íbúðahúsnæði eftir 5-10 ár.


mbl.is Fasteignaviðskipti heldur að aukast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingi

Galdrakarlinn í Oz, hetjur, skúrkar, aumingjar og kúrekar gerðu sig gildandi við lokaafgreiðslu Icesave-ábyrgðarinnar á Alþingi. Fjármálaráðherrann hefur boðist til að vera sá eini sem ekki vinni sigur í málinu. Þung orð féllu á Alþingi.  Hvaða tilgangi á svona orðanotkun að þjóna á Alþingi.

Ætla íslenskir þingmenn aldrei að læra íslenska mannasiði ?


mbl.is Eini lúserinn í kúrekamyndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Makríll

Sjávarútvegsráðherra gaf í dag út nýja reglugerð, sem heimilar að hlutfall makríls sem meðafla megi vera allt að 20% af heildarafla hvers skips úr norsk-íslenska síldarstofninum fyrir tímabilið 9. júlí til 30. september. Þetta hlutfall var áður 12%.

Þetta er skynsamleg ákvörðun hjá ráðherranum, því nú verður sá makríll sem kemur sem meðafli nýttur til manneldis, sem gefur af sér mun meiri verðmæti.  Að óbreyttu hefði þetta allt farið til bræðslu.


mbl.is Hlutfall makríls í meðafla hækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norðurlöndin

Ekki er enn ljóst hvenær lán Norðurlandanna til Íslands verður afgreitt. Tore Eriksen, fulltrúi Noregs í viðræðunefnd Norðurlandanna sem átt hefur í viðræðum við Íslendinga um lánafyrirgreiðsluna, segist vera ánægður með þann áfanga að Alþingi hefur samþykkt Icesave-frumvarpið.

Já var það ekki, þótt búið sé að samþykkja ríkisábyrgðina, þá draga Norðurlandaþjóðirnar lappirnar með að ákveða hvenær eða hvort þær veiti okkur þau lán sem þær voru búnar að lofa okkur.  Nú bíða allir eftir viðbrögðum Breta og Hollendinga.


mbl.is Skoða samþykkt Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisábyrgð

„Ég hef verið þeirrar skoðunar frá upphafi að samningarnir sem gerðir voru 5. júní væru afar slæmir og sú skoðun hefur ekkert breyst. Málið snérist um að veita ríkisábyrgð vegna þessa samnings og á það gat ég ekki fallist,“ segir Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, en hann greiddi atkvæði gegn icesave-frumvarpinu.

Slæmt að ekki voru fleiri sömu skoðunar og Birgir til að fella þetta frumvarp.  Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson hefur fullyrt að í raun hafi ríkisstjórnin beðið mikinn ósigur í þessu máli og frumvarp það, sem nú er búið að samþykkja væri í raun nýtt frumvarp með stífum fyrirvörum um ríkisábyrgð.

En í þessu máli hefur enginn beðið sigur eða ósigur.  Ég hélt að þeir fyrirvarar sem settir voru í frumvarpið yrðu ekki samþykktir fyrr en fyrir lægi að Bretar og Hollendingar væru búnir að samþykkja þessa fyrirvara, en svo er ekki.

Ef bæði Bretar og Hollendingar hafna nú þessum fyrirvörum, þá stendur eftir óbreyttur samningurinn, sem undirritaður var þann 5. júní sl. alveg eins og hann var þegar fjármálaráðherra lagði frumvarp um ríkisábyrgð fram á Alþingi skömmu síðar.


mbl.is Gat ekki fallist á að veita ríkisábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband