Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Spakmæli dagsins

Stóð ég undir hvelfingu.

Stafnar hrundu og þil.

Það endar með skelfingu,

sem illa er stofnað til.

(Davíð Stefánsson)


Heimsferðir

Neytendastofa hefur lagt 600.000 króna stjórnvaldssekt á ferðaskrifstofuna Heimsferðir fyrir að fara ekki að tilmælum stofnunarinnar um að gefa upp endanlegt verð á ferðum sem bókaðar eru á netinu.Hvernig stendur á því að jafn reynd og virt ferðaskrifstofa, sem Heimsferðir eru, getur ekki gert hlutina rétt og haft allt í lagi hjá sér.
mbl.is Ferðaskrifstofa sektuð fyrir óhlýðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innbrot

Brotist var inn í fjölda bíla í Reykjavík í gær og bárust átta tilkynningar um slíkt til lögreglu. Innbrotin áttu sér stað víðsvegar um borgina.

Þetta er ótrúlegt þar sem lögreglan er nýbúinn að tilkynna að hún hafi handtekið þjófagengi, sem á að hafa borið ábyrgð á flestum innbrotum í Reykjavík undanfarna mánuði.  Er kannski búið að sleppa þessum mönnum aftur?


mbl.is Mikið brotist inn í bíla í Reykjavík í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr skipulagsstjóri

Ólöf Örvarsdóttir hefur verið ráðin skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar. Ráðning Ólafar var samþykkt á fundi borgarráðs í morgun.

Aumingja konan að fara í þessa vinnu, því hennar bíður mikið verk, þar sem skipulagsmál í borginni eru í molum.


mbl.is Nýr skipulagsstjóri Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingi

Forseti Alþingis segir að Forsætisnefnd hafi ekki rætt mál Sigmundar Ernis Rúnarssonar sem hefur beðist afsökunar á því að hafa tekið þátt í þingstörfum eftir að hafa drukkið áfengi. Nefndin ræddi um framkomu þingmanna almennt en forsetinn segir frammíköll list sem ekki allir kunni.

Það er ósköp eðlilegt að Forsætisnefnd Alþingis, ræði saman um framkomu þingmanna í sölum Alþingis.  Ég fylgist oft með umræðum á Alþingi og oft hefur mér ofboðið framkoma sumra þingmanna.  Það er mjög skiljanlegt að þeir sem eru að sitja sitt fyrsta þing misstigi sig aðeins í byrjun en fyrir þá sem hafa þingreynslu á slíkt ekki að koma fyrir og allra síst hjá ráðherrum.


mbl.is Ræddu hegðun þingmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rauði krossinn

Starfsmaður Alþjóða Rauða krossins fórst í sprengjuárás sem gerð var á borgina Kandahar í Afganistan í fyrrakvöld. Að sögn Rauða kross Íslands var maðurinn náinn samstarfsmaður Magnúsar Gíslasonar verkfræðings sem starfar sem sendifulltrúi Rauða kross Íslands í Kandahar.

Ég held að við íslendingar metum oft of lítið hvað starfsmenn Alþjóða Rauða krossins, leggja sig oft í mikla hættu í sínum störfum víða um heim, fyrir Rauða krossinn.  En þessi starfssemi er víða mjög mikilvægileg.


mbl.is Starfsmaður Rauða krossins lést í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ice Ice Iceland

Það eru svo undarlegir tímar í gangi, og allir eru farnir að tala svo illa um Ísland. Þannig að okkur langaði til þess að koma með smámótsvar við því,“ segir Helgi Jean Claessen sem ásamt félaga sínum, Hjálmari Erni Jóhannessyni, hefur vakið töluverða athygli fyrir tónlistarmyndband sem þeir settu á Youtube.

Gott framtak hjá þeim félögunum.


mbl.is „Ice Ice Iceland“ er andsvar við neikvæðri umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave

Þráinn Bertelsson, alþingismaður, sagðist á Alþingi í dag vilja hafna Icesave-samningnum og finna aðra lausn. Hann sagðist þó reyna að hugga sig við, að þegar þessu skelfilega máli sé lokið verði aftur hægt að snúa sér að því að hjálpa venjulegu fólki og almennri atvinnustarfsemi

Ég er sammála Þráinn um að það verði að fella þennan samning og semja upp á nýtt eða láta Breta og Hollendinga reyna að sækja það sem þeir álíta að þeir eigi inni hjá Landsbanka Íslands, sækja það fyrir dómstólum.


mbl.is Þráinn vill hafna Icesave-samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt skip

Það eru alltaf ánægjulegar fréttir þegar ný skip bætast í okkar fiskiskipaflota og ég óska eigendum Helgu RE-49 til hamingju með nýja skipið og vona að það verði þeim happadrjúgt eins og öll fyrri skip þessa félags og hafa borið þetta nafn, hafa gert.
mbl.is Nýtt skip til Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greiðsluerfiðleikar heimilanna

Alveg er það ótrúlegt að þær ráðstafanir núverandi ríkisstjórnar til aðstoðar fólki í greiðsluerfiðleikum heimilanna, virðast alltaf snúast á hvolf þegar að framkvæmd kemur.  Ég hef áður skrifað um hvernig greiðsluaðlögunin virkar í raun og hef engu við það að bæta.  Hins vegar var annað sem átti að létta undir með fólki, en það voru vaxtabætur sem voru hækkaðar um 70%, það var fullyrt að þessar bætur fengi fólk greitt út og ekki mætti skuldajafna þeim upp í annað.  Eftir álagningu opinberra gjalda var birt í ágúst 2009.  fékk ég bréf frá Sýslumanninum í Keflavík um greiðslu á gjöldum, þar sem útsvarsprósentan hér í Sandgerði er hærri en er inni í staðgreiðsluprósentunni.  Ég hafði samband við embætti sýslumanns og spurði hvort þetta yrði ekki bara tekið af vaxtabótunum.  "Nei það er búið að banna það" var svarið sem ég fékk."  Ég samdi því um að fá að greiða þetta með þremur gjalddögum, fyrstu tvær kr: 25000,- og síðan myndi ég hringja og fá uppgefið hve há síðasta greiðslan yrði.  Eftir að ég greiddi fyrstu greiðsluna fékk ég bréf þar sem stóð að eftirstöðvar væru kr: 38.180,-  Þá greiddi ég kr: 18.180,- og beið svo eftir bréfi um hverjar eftir stöðvarnar væru.  Skömmu síðar er hringt í mig frá embættinu og spurt hvað ég væri að greiða með þessum 18.180,- krónum.  Þegar ég sagðist vera að greiða opinber gjöld samkvæmt samkomulagi.  "Þá var mér sagt að ég skuldaði ekkert nema það sem ætti að greiða 1. september og 1. október, því búið væri að skuldajafna með vaxtabótum sem hefðu verið 241.000,- og restin að vaxtabótunum hefði farið til greiðslu á skuld minni við Innheimtusjóð sveitarfélaga vegna ógreiddra barnsmeðlaga og nú réði ég því hvort að ég vildi greiða þessa tvo gjaldaga og fá upphæðina endurgreidda eða greiða þá og fá mismuninn endurgreiddan.  Ég ákvað þá að greiða þessa tvær greiðslur, sem voru 14.264,- og fékk síðan kr: 3.916,- endurgreitt inn á minn bankareikning.  Þegar ég spurði hvort ekki hefði verið búið að banna að nota vaxtabæturnar til greiðslujöfnunar.  Þá var svarið; "Jú það er bannað en innheimtumenn ríkissjóðs haf ákveðið að túlka þetta að bannið nái aðeins til tekna á árinu 2009, en það sem verðið er að innheimta núna er vegna tekna fyrir árið 2008."

Þannig fór um sjóferð þá og ég get ekki skilið hvernig það á að vera hjálp með þessum vaxtabótum ef innheimtumenn ríkissjóðs geta túlkað reglugerðir frá stjórnvöldum eins og þeim sýnist.

Vaxtabætur vegna tekna 2009 koma ekki til útborgunar fyrr en í ágúst 2010.  Nú held ég að margir séu verr staddir en ég og hafi treyst á þessar vaxtanætur til að bjarga fjárhag sínum NÚNA, en ekki í ágúst 2010.  Sem sagt klúður á klúður ofan og héðan í frá mun ég ekki trúa neinu sem þessi ríkisstjórn segist ætla að gera til bjargar fjárhagsvanda heimilanna og fyrirtækjanna.  Þetta virðist allt vera unnið með handabökunum.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband