Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009
26.8.2009 | 16:50
Spakmæli dagsins
Vín í litlu magni opnar heila mannsins.
Alger bindindismaður höndlar sjaldan
hinn mikla vísdóm.
(Talmund)
26.8.2009 | 16:31
Ljósaperur
Sölu á gömlu góðu 100-watta ljósaperunum verður hætt í verslunum í Evrópusambandslöndum frá og með næstu viku, þegar þær víkja fyrir nýjum orkusparandi gerðum. Neytendasamtök fagna tímamótunum en á hófstilltan hátt.
Í staðinn á fólk að nota fluorljós, sem munu spara um 80% af orku en hinar ljósaperurnar. En á fólk ekki að fá að ráða því sjálft hvernig ljósaperur það notar. Er svo komið að ESB þarfa að taka allar ákvarðanir fyrir fólk, jafnvel um hin minnstu atriði?
![]() |
100-watta glóperan bönnuð 1. september |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.8.2009 | 16:15
Atvinnulausir
Kristján Gunnarsson formaður Starfsgreinasambandsins segir að atvinnulausir verði fyrir barðinu á neikvæðri umræðu um bótasvik og allir séu grunaðir um að stela og svíkja. Hafa verði í huga að atvinnulausir séu ekki skrokkar sem hægt sé að taka af atvinnuleysisskrá eftir pöntun.
Hún getur oft verið undarleg íslenska þjóðin í sinni afstöðu til ýmissa mála. Núna er hún að beina spjótum sínum að atvinnulausu fólki og telur að það nenni ekki að vinna. Svipaðar skoðanir hafa áður komið fram gagnvart öryrkjum.
Það má vel vera að sumir hafi það betra að lifa á atvinnuleysisbótum en fara í vinnu, þar sem bæturnar eru miðaðar við lægstu taxta á vinnumarkaði. En lausnin á þessum vanda fellst ekki í því að lækka bæturnar, heldur þarf að hækka lægstu taxtanna á vinnumarkaðnum.
Auðvitað vilja allir frekar vera í vinnu en atvinnulausir, því það er ekkert sældarlíf að lifa á þessum bótum. Fyrir utan það að atvinnulaust fólk einangrast oft og tekur ekki virkan þátt í þjóðlífinu, það sama gildir um öryrkja. Ég sem öryrki vildi gjarnan losna við það ef hægt væri og ekki óskaði ég eftir að lenda í slysi, sem gerði mig að 75% öryrkja.
Þetta eru fordómar, sem ekki eru sæmandi siðmenntaðri þjóð.
![]() |
Atvinnulaust fólk-ekki skrokkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.8.2009 | 15:57
Smámál
Sigmundur Ernir Rúnarsson segist á heimasíðu sinni hafa fengið sér léttvín með kvöldmat á fimmtudagskvöld en ekki fundið til áfengisáhrifa í þingumræðu síðar um kvöldið. Eftir á að hyggja hafi það verið mistök að mæta í þingið eftir að hafa bragðað áfengi og biðst Sigmundur Ernir velvirðingar á því.
Ekki finnst mér þetta vera eins mikið mál og sumir vilja vera láta og ef Sigmundur Ernir á að segja af sér vegna þessa, eins og margir halda fram. Þá yrðu nú ansi margir að fylgja á eftir ef réttlætis á að gæta. Þeir sem eru komnir á minn aldur muna sjálfsagt eftir sjómanndeilunni frægu fyrir mörgum árum, Þá var rætt um á Alþingi að setja lög á sjómenn til að leysa deiluna. En þá var Þorsteinn Pálsson, formaður sjálfstæðisflokksins og sjávarútvegsmálaráðherra, hann hafði verið á einhverjum fundi á Ítalíu og mætti á Alþingi beint úr fluginu og undir áhrifum áfengis og fór í ræðustól og dró til baka samþykki sitt fyrir þessum lögum og sagði að það kæmi ekki til greina að setja lög á sjómenn.
Ekki baðst Þorsteinn Pálsson síðar afsökunar á þessari framkomu sinni. En það hefur þó Sigmundur Ernir Rúnarsson þó gert og er maður að meiru fyrir.
Sigmundur Ernir er nýr og efnilegur þingmaður, sem margir binda miklar vonir við og ekki má gleyma að hann situr í Fjárlaganefnd, sem hefur fundað stíft undanfarna daga og hans hlutverk í nefndinni var aðallega að semja texta við þær mörgu breytingar, sem Fjárlaganefnd gerir á frumvarpi um ríkisábyrgð vegna Icesave. Þessir fundi haf oft staðið heilu næturnar með stuttum hléum og hefur Sigmundur Ernir vafalaust verið orðin mjög þreyttur og þess vegna hefur smá léttvín með mat haft þessi áfengisáhrif.
Það ömurlega við þetta mál er það að margir þingmenn nýttu sér ástand Sigmundar Ernis til að koma í röðum upp í andsvörum. Þeir þingmenn eiga að skammast sín, áfengisáhrif fara fljótt af mönnum og þeir þingmenn sem tóku þátt í þessum andsvörum geta ekki hafa verið allsgáðir. Það fer nefnilega ekki alltaf saman að áfengisáhrif séu engin og að vera allsgáður. Það má benda á að í breska þinginu er opin bar á meðan á þingstörfum stendur.
![]() |
Fékk sér léttvín með mat |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.8.2009 | 15:23
Bónusar
Forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, sagði í dag á fundi með sendiherrum Frakklands í París að hann ætlaði að hvetja til þess að þak verði sett á bónusa í fjármálageiranum. Ætlar hann að taka málið upp á fundi leiðtoga tuttugu helstu iðnríkja heims, G-20 í næsta mánuði í Pittsburgh í Bandaríkjunum. Þar mun hann einnig kynna áætlanir um hertar reglur í viðskiptalífinu.
Það eiga hvorki að vera þak eða gólf á bónusa í fjármálageiranum. Einfaldlega vegna þess að bónusgreiðslur í fjármálageiranum eiga ekki að vera til. Það hefur reynslan kennt okkur, undanfarna mánuði.
![]() |
Vill þak á bónusgreiðslur bankamanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.8.2009 | 15:16
Greiðsluaðlögun
Alveg er það stórfurðulegt að það sem átti að hjálpa fólki í greiðsluerfiðleikum, komi því nú í stórvandræði eins og að lenda á Vanskilaskrá. Sá sem óskar eftir greiðsluaðlögun og fær hana samþykkta er um leið kominn í stöðu gjaldþrota manns. Það er skipaður tilsjónarmaður með fjármálum og viðkomandi er ekki lengur fjárráða. Að lenda á Vanskilaskrá leiðir til þess að sá einstaklingur er settur til hliðar í kerfinu. Viðkomandi fær ekki að hafa kreditkort, nýta sér raðgreiðslur eða að stofna til nýrra skulda, eins og að vera með yfirdráttarheimild í sínum banka.
Þegar lögin um greiðsluaðlögun voru samþykkt var það ekki ætlun löggjafans að þetta yrði framkvæmt svona. Hins vegar geta bankar og aðrar fjármálastofnanir túlkað lögin eins og þeim sýnist. Engu breytir þótt viðkomandi aðili hafi alltaf verið með öll sín mál í skilum í viðkomandi banka. Ef þetta er sú skjaldborg sem átti að slá utanum heimili landsins er þetta einungis spilaborg og til þess fallin að blekkja fólk.
![]() |
Gagnrýna að fólk sé sett á vanskilaskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.8.2009 | 18:26
HS-Orka
Reiknað auðlindagjald vegna núverandi raforkuframleiðslu HS Orku er 72 milljónir kr. Það eru 30,3 mkr. vegna Svartsengisvirkjunar og 41,7 mkr. vegna Reykjanesvirkjunar. Gert er ráð fyrir að ríkisvaldið sem einn eiganda lands á Reykjanesi fái 45% auðlindagjaldsins vegna Reykjanesvirkjunar. Þetta kemur fram í grein sem Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku hefur ritað og sent til mbl.is.
Ef auðlindagjaldið í dag er kr 72 milljónir, hvernig dettur mönnum þá í hug að einkavæða HS-Orku með aðkomu fyrirtækis frá Kanada og greiða þá 30 milljónir í auðlindagjald í 130 ár. Það vantar eitthvað í þessar útskýringar forstjórans, til að ég geti skilið þetta dæmi.
![]() |
Reiknað auðlindagjald 72 milljónir króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.8.2009 | 18:11
Skólaganga barna
Það hefur verið ömurlegt að fylgjast með fréttum af því að margir foreldrar hafi ekki efni á að senda börnin sín í skóla vegna fjárhagserfiðleika. Þótt allir tali um að börnin þurfi ekki að eltast alltaf við það nýjasta þegar kemur að skólavörum. Þá er það nú einu sinni staðreynd að barn sem sker sig úr stórum hópi verður fyrir einelti og flosnar upp úr skólagöngu. Hvað skyldnámið varðar þá er ríkisvaldið skyldugt til að sjá til þess að allir sitji við sama borð varðandi námið. Hinsvegar er það erfiðara þegar komið er í framhaldsskóla eins og fréttin um móður tilkynnti son sinn veikan á fyrsta degi þegar hann átti að hefja menntaskólanám, vegna þess að móðirin hafði ekki efni á að kaupa allar skólabækurnar, sem þurfti. Margar fjölskyldur hafa leitað til Hjálparstofnunar kirkjunnar um aðstoð og einnig til Fjölskylduhjálpar Íslands. Báðar þessar stofnanir gera sitt besta en þær geta ekki sinnt öllum beiðnum.
Þess vegna var ánægjulegt að sjá frétt í blöðunum í dag að nokkrir aðilar hafa haft samband við Ásgerði Jónu Flosadóttur, sem veitir Fjölskylduhjálp Íslands forstöðu. Þessir aðilar vildu koma því á framfæri að þeir ætluðu að styrkja nemendur til náms, sem væru í vanda vegna fjárskorts og vildu fá uppgefna bankareikninga til að greiða inn á. Eins munu fyrrverandi nemendur MR búnir að stofa sjóð við þann skóla til að aðstoða fátæka nemendur við bókakaup og vonandi fylgja fleiri í kjölfarið í öðrum framhaldsskólum.
Ég sem er 75% öryrki og tekjur eftir því, er að styrkja ungan dreng til náms á Indlandi og greiði ég kr:3.990,- á mánuði og það dugar fyrir skólagöngu hans. Hann sendir mér oft bréf, þar sem hann er að lýsa því hvað þetta hafi gerbreytt hans möguleikum í lífinu og þakkar mikið fyrir.
Fyrst ég get klárað þetta þá er ég viss um að fjöldi Íslendinga geta hjálpað íslenskum börnum til skólagöngu. Það þarf ekki mjög stóran hóp sem greiddi mánaðarlega kr: 4.000,- til Fjölskylduhjálpar Íslands og myndaði sjóð til að nota til að styrkja þá nemendur sem eru í erfiðleikum vegna fjárskorts að stunda framhaldsskólanám.
Það er oft talað um að ein af okkar auðlindum sé velmenntað fólk á flestum sviðum og þótt nú sé kreppa og erfitt hjá mörgum, má ALDREI það ske að ungt fólk hrökklist frá námi vegna fjárskorts.
Stöndum vörð um menntun íslenskra barna og unglinga.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2009 | 16:51
Auðlindir Íslands
Nú er mikið gert úr þeirri hættu að kanadískt fyrirtæki er að reyna að kaupa stóran hlut í HS-Orku á Reykjanesi og ætlar að fjárfesta fyrir 75 milljarða í jarðhitanýtingu á svæðinu. Þannig yrði HS-Orka að mestu í eigu einkaaðila. Samtök iðnaðarins hafa harmað að ríkisvaldið ætli að kaupa þennan hlut. Því okkur sé mikil nauðsyn á að fá erlend fyrirtæki til að fjárfesta í fyrirtækjum hér á landi. Ef þessi kaup ganga eftir er hugmyndin sú að HS-Orka fengi nýtingarrétt til 65 ára og ætti rétt á að framlengja þennan nýtingarétt í önnur 65 ár, eða samtals 130 ár. Fyrir þennan nýtingarétt ætlar HS-Orka síðan að greið 30 milljónir á ári til eiganda auðlindarinnar. Þetta sama kanadíska fyrirtæki hefur gert hliðstæða samninga í Bandaríkjunum og Kanada, en þar eru samningarnir til 10 ára og með rétti til að framlengja um eitt ár í senn. Þar greiðir fyrirtækið ekki fasta upphæð á ári heldur prósentuhlutfalla af allri seldri orku. Ísland á aðra stóra auðlynd sem er fiskurinn í hafinu í landhelgi Íslands. Þar fá útgerðar menn nýtingarrétt til eins árs í einu og hefur það verið þannig í 20-30 ár.
Nú er því haldið fram að þessi nýtingaréttur hafi skapað eignarétt þar sem sömu aðilar hafi nýtt auðlindina svo lengi eða í 20-30 ár. En í þessari auðlind fá erlendir aðilar ekki að fjárfesta samkvæmt núverandi lögum. Ef 20-30 ára nýtingaréttur getur skapað eignarétt er þá ekki nær öruggt að 130 ára nýtingaréttur á orkuauðlind skapaði eignarétt.
Ef það er svona mikilvægt að fá erlenda aðila til að fjárfesta á Íslandi, mun þá ekki þessi samningur við kanadíska fyrirtækið verða hafður til viðmiðunar hvað varðar fiskveiðiauðlindina. Því það er hægur vandi að fá erlenda aðila til að fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi. En er ekki einmitt þetta atriði sem menn hafa svo miklar áhyggjur af við inngöngu í ESB.
Það verður að tryggja með öllum ráðum að allar auðlindir Íslands verði í eigu Íslendinga um ókomna framtíð.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2009 | 11:57
Fjárlaganefnd
Enn og aftur er Fjárlaganefnd að funda um fyrirvarna, sem setja á við Icesave-samninginn. Eru Framsóknarmenn þeir einu, sem sjá hvað þetta er vonlaust verk. Aðstoðarmaður fjármálaráðherra, Indriði Þorláksson, segir að bæði Bretum og Hollendingum, hafi verið kynntir þessir fyrirvarar og hafi ekkert út á þá að setja. En hvort þeir muni samþykkja þá eða hafna ætla þeir ekki að gefa upp fyrr en Alþingi er búið að samþykkja ríkisábyrgðina á Icesave og bera því við að þeir vilji ekki trufla vinnu Fjárlaganefndar. Þeir vita sem er að þegar Alþingi hefur samþykkt ríkisábyrgðina og þeir hafna henni, þá stendur eftir upprunalegi samningurinn, sem búið er að undirrita, óbreyttur.
Það er því komin upp patt-staða í málinu. Ríkisábyrgðin mun aldrei verða samþykkt á Alþingi nema að fyrir liggi að Bretar og Hollendingar gefi það upp fyrirfram að þeir samþykki fyrirvaranna. En þeir ætla ekki að gera það fyrr en Alþingi er búið að samþykkja ríkisábyrgðina. Þannig að málið getur farið svona hring eftir hring og ekkert gerist.
Það er því rétt sem Höskuldur Þórhallsson, fulltrúi Framsóknar í Fjárlaganefnd, segir;
"Það þarf að hafna þessum samningi og semja upp á nýtt." Það er líka rétt að geta þess að ríkisábyrgð á innlánum á Icesave-reikningum Landsbanka Íslands er brot á EES-samningnum, því þá er verið að mismuna innlánseigendum. Því ekki er ríkisábyrgð á öðrum innlánsreikningum á EES-svæðinu. Ef Bretar og Hollendingar vilja ekki semja við okkur upp á nýtt þá er það bara þeirra mál og undirritaði samningurinn sem kveður á um lán þessara þjóða til Íslands verður þá án ríkisábyrgðar.
![]() |
Fjárlaganefnd fundar síðdegis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
-
Adda bloggar
-
Ágúst H Bjarnason
-
Albertína Friðbjörg
-
Alma Jenny Guðmundsdóttir
-
Anna
-
Anna Guðný
-
Anna Heiða Stefánsdóttir
-
Anna Pálsdóttir! :)
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Apamaðurinn
-
Arinbjörn Kúld
-
Ásgerður Jóna Flosadóttir
-
Arnlaugur Helgason
-
Arnþór Helgason
-
Ársæll Níelsson
-
Ásdís Rán
-
Ásgeir Jóhann Bragason
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Ásgeir Sveinsson
-
Axel Jóhann Axelsson
-
Baldur Smári Einarsson
-
Baldvin Jónsson
-
Bara Steini
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Birna M
-
Bjarney Bjarnadóttir
-
Bjarni Baukur
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Bjarni Kjartansson
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Bjarki Þór Guðmundsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Björgvin S. Ármannsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Björn Leví Gunnarsson
-
Björn Finnbogason
-
Bragi Sigurður Guðmundsson
-
Bragi Sigurðsson
-
Hommalega Kvennagullið
-
Bwahahaha...
-
Davíð Pálsson
-
Davíð S. Sigurðsson
-
Didda
-
Dunni
-
Edda Agnarsdóttir
-
Edda Sveinsdóttir
-
Eggert Þór Aðalsteinsson
-
Egill Jón Kristjánsson
-
egvania
-
Einar B Bragason
-
Einar Kristinn Guðfinnsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Eiríkur Sjóberg
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Emil Örn Kristjánsson
-
J. Einar Valur Bjarnason Maack
-
Elín Margrét Guðmundsdóttir
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Eyjólfur Ingvi Bjarnason
-
FF
-
FLÓTTAMAÐURINN
-
Faktor
-
Fannar frá Rifi
-
Finnur Bárðarson
-
Fjarki
-
Friðrik Höskuldsson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Georg Birgisson
-
Gestur Guðjónsson
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Gunnar Þór Ólafsson
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Guðjón Heiðar Valgarðsson
-
Guðjón Sigþór Jensson
-
Guðjón Ó.
-
Guðmundur St Ragnarsson
-
Guðmundur Zebitz
-
Guðni Gíslason
-
gudni.is
-
Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
-
Guðrún Jónína Eiríksdóttir
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðrún Una Jónsdóttir
-
Guðrún Helgadóttir
-
Guðrún S Hilmisdóttir
-
Guðrún Þóra Hjaltadóttir
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Gísli Sigurðsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Haffi
-
Hafrún Kristjánsdóttir
-
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
-
Halla Rut
-
Halldór Sigurðsson
-
Halldór Örn Egilson
-
Hallgrímur Guðmundsson
-
Hallur Magnússon
-
Haraldur Bjarnason
-
Haraldur Davíðsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heimir Lárusson Fjeldsted
-
Heiður Helgadóttir
-
Helga Dóra
-
Helga Sigrún Harðardóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Himmalingur
-
Hilmar Sæberg Ásgeirsson
-
hilmar jónsson
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Hjalti Sigurðarson
-
Hjartagullin mín
-
Hinrik Þór Svavarsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Hlekkur
-
Huld S. Ringsted
-
Hólmdís Hjartardóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
hreinsamviska
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Hörður Halldórsson
-
Hörður Hilmarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Ingunn Jóna Gísladóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jakob Kristinsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Jens Guð
-
Jens Sigurjónsson
-
Jóhannes Jónsson
-
Jóhanna Fríða Dalkvist
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jóhannes Þór Skúlason
-
Jón Baldur Lorange
-
Jón Halldór Eiríksson
-
Jón Kristófer Arnarson
-
Jón Finnbogason
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Jónína Benediktsdóttir
-
Kama Sutra
-
Karl Tómasson
-
Karl V. Matthíasson
-
Katrín
-
Kjarri thaiiceland
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Konráð Ragnarsson
-
Kristinn Sigurjónsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Kristján Pétursson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Lilja Skaftadóttir
-
Lovísa
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Lýður Árnason
-
Maddý
-
Magnús Þór Friðriksson
-
Margrét Sigurðardóttir
-
Marinó Hafnfjörð Þórisson
-
Magnús H Traustason
-
Marinó Már Marinósson
-
Marzellíus Sveinbjörnsson
-
Morgunblaðið
-
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
Natan Kolbeinsson
-
Níels A. Ársælsson.
-
Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Ólafur Tryggvason
-
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
-
Ólöf de Bont
-
Óskar Helgi Helgason
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Paul Nikolov
-
Páll Höskuldsson
-
Páll Vilhjálmsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
percy B. Stefánsson
-
Predikarinn - Cacoethes scribendi
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar Borgþórs
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Ragnhildur Jónsdóttir
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Regína R
-
Ruth
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Rögnvaldur Þór Óskarsson
-
Samtök Fullveldissinna
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
-
Sigríður Hafdís Þórðardóttir
-
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
-
Sigurður Haukur Gíslason
-
Sigurður Jón Hreinsson
-
Sigurður Jónsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Snorri Bergz
-
Sigurjón Sveinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Þorsteinn Briem
-
Steinþór Ásgeirsson
-
Svartagall
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sævar Einarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sólveig Aradóttir
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
TARA
-
Tiger
-
Tinna Eik Rakelardóttir
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valbjörn Júlíus Þorláksson
-
Valdimar Leó Friðriksson
-
Valan
-
Vefritid
-
Vestfirðir
-
Viggó H. Viggósson
-
Vilborg Auðuns
-
Þórbergur Torfason
-
ÞJÓÐARSÁLIN
-
Þórhallur Heimisson
-
Þórhallur Pálsson
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Þórður Björn Sigurðsson
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Þórir Kjartansson
-
Þórólfur S. Finnsson
-
Þór Jóhannesson
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Jón V. Þorsteinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 801837
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
249 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Staðreyndir og trú. Er hann upprisinn?
- Um páska
- Ambögur og Herfustjórn
- Þór barðist við tröllkonur. Páskarnir eru enn einn sigur ljóssins á myrkrinu, á sigri Þórs yfir tröllkonum femínismans
- Jörðin er ekki flöt hún er hnöttótt.
- Hægri og vinstri samsæriskenningar
- -stríðsþokan-
- Yfirlýsing um fósturvísamálið ...
- Orð guðföður Viðreisnar
- Myndir af þeim.
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Viðskipti
- Svipmynd: Netárásir varða allt samfélagið
- Gríðarleg aukning í framrúðutjónum
- Auka hlutafé um 800 milljónir
- Rökræðið
- Þurfum að horfa til samkeppnishæfni
- Fréttaskýring: Frjálst fólk greiðir með reiðufé
- Ásakanir um vafasöm hlutabréfaviðskipti og tengingar til Íslands
- Landsbyggðin ber uppi skattsporið
- Óvarlegt að refsa með verri kjörum
- Hampiðjan greiddi þrjá milljarða fyrir indverskt félag