Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Spakmæli dagsins

Forlög koma ofan að,

örlög kringum sveima,

en ólög fæðast heima.

(Páll Vídalín)


Icesave

Fjárlaganefnd ræðir nú hvernig tryggja megi að fyrirvarar við ríkisábyrgð vegna Icesave. Þór Saari segir deilt um orðalag fremur en mikilvæg ágreiningsefni. Hann segir að það ætti að vera hægt að ljúka málinu í dag.

Eru þingmenn í Fjárlaganefnd enn að velta þessu fyrir sér.  Staðreyndin er alveg skýr að þetta verður ALDREI  tryggt fyrr en bæði Bretar og Hollendingar hafa gefið út yfirlýsingu um að þessir fyrirvara eigi að vera í samningnum.  Allt annað er tilgangslaust.


mbl.is Orðalag fremur en stór ágreiningsefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lambakjöt

Fjallalamb hf. á Kópaskeri hefur birt afurðaverð til bænda vegna sláturstíðar í haust. Fyrirtækið er fyrst til að birta verð fyrir komandi sláturtíð. Fyrirtækið hyggst greiða sama afurðarverð og árið 2008, nema að ekki verður um sérstakt útflutningsverð að ræða.

Ekki er þetta gott fyrir íslenska bændur ef verð til þeirra á að vera það sama og 2008.  Fjallalamb hf. hlýtur þá líka að halda sínu útsöluverði eins og var 2008.

Ég gat aldrei skilið þetta útflutningsverð.  Því auðvitað er kostnaður bænda sá sami hvort sem kjötið fer á markað innanlands eða erlendis.


mbl.is Fjallalamb hækkar bara verð á útfluttu kjöti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barnaþrælkun

Börn sem vinna á tóbaksökrum í Afríkuríkinu Malaví fá svo mikið magn nikótíns inn í líkama sinn í gegn um húðina að það jafngildir því að þau reyki fimmtíu sígarettur á dag. Þetta er kemur fram á fréttavef Sky.

Þetta er ekkert annað en barnaþrælkun að láta börn vinna á tóbaksökrum.  Auðvitað er fátækt mikil í Malaví og allir reyna að bjarga sér sem best, en það getur ekki réttlætt þetta.


mbl.is Fá nikótínmagn fimmtíu sígaretta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greiðslustöðvun

Fyrirtækið sem hefur gefið út mánaðarritið Readers Digest frá árinu 1922 hefur farið fram á greiðslustöðvun.  Mary G. Berner, forstjóri fyrirtækisins segir að tíminn verði vel nýttur.  En til hvers á að nýta tímann gefur hún ekki upp.
mbl.is Greiðslustöðvun mánaðarrits
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innheimtukosnaður

Það er orðið slæmt ef lögfræðingar landsins eru farnir að misskilja lög í stórum stíl hvað varðar innheimtukostnað.  Eru slíkir menn þá hæfir til að stunda lögfræðistörf yfirleitt, því lögin um innheimtukostnað eru bæði stutt og skýr.  Jafnvel 14-15 ára unglingar skilja þau vel.  Ég er hræddur um að í flóknum málum muni þessir lögmenn ekkert skilja í hinum ýmsu lögum og gera eintóma vitleysu.
mbl.is Ekki undanþegnir innheimtulögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðmunur

Þetta er stór frétt og ætti að fá alla til að hrökkva illa við og grípa til viðeigandi ráðstafana og koma sér upp stórum lager af þessari vöru sem gæti dugað a.m.k. í 1-2 ár.
mbl.is Verulegur verðmunur á jarðarberjagraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fuku út af

Tveir húsbílar hafa fokið út af veginum við Arnarstapa á Snæfellsnesi í dag.  Bílarnir lentu báðir á hliðinni og virðast töluvert skemmdir.  Þrír erlendir ferðamenn voru í öðrum bílnum og tveir í hinum.

Hvernig má það vera að svona hlutir gerast?  Því alltaf er verið að vara fólk við vindhviðum sem geta myndast á hinum ýmsu stöðum til að hindra að fólk lendi ekki í svona löguðu.  Bæði er varað við þessu í útvarpi og sjónvarpi.  Eins er víða um land viðvörunarskilti á vegunum þar sem svona hættur geta verið fyrir hendi.  Það er ekki nein afsökun að þetta hafi verið erlendir ferðamenn.


mbl.is Þrír húsbílar fuku út af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkjabandalag

1.239 einstaklingar hafa nú skráð sig á lista þeirra sem eru fylgjandi því að Ísland og Noregur stofni til ríkjabandalags. Söfnun undirskrifta til stuðning málstaðnum var kynnt í Ríkisútvarpinu þann 19. ágúst.

Þessu er ég hlynntur, því þessar þjóðir eiga svo margt sameiginlegt.  Það eina sem er ólíkt er það að Ísland er á hausnum en Noregur moldríkt land.


mbl.is Þverrandi áhugi á ríkjabandalagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumarþing

Þingið, sem senn lýkur störfum, hefur algjöra sérstöðu á seinni tímum. Leita þarf aftur til ársins 1919 til að finna sumarþing, sem hefur staðið álíka lengi.

Tímalengd Sumarsþings skiptir nú ekki öllu máli, heldur hvort öll þessi vinna hafi gert eitthvað gagn fyrir Íslenska þjóð.  Það væri fróðlegt ef leitað aftur í tímann og athugað hvaða Alþingi gerði mest gagn.


mbl.is Lengsta sumarþing í 90 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband