Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Spakmæli dagsins

Þegar Pýþagóras, uppgötvaði sína nafnfrægu reglu,

blótaði hann guðunum hundrað nautum.

Upp frá því skjálfa uxar á beinunum,

í hvert sinn sem nýr sannleikur kemur í ljós.

(Ludwig Böne)


Reyna að bjarga sér

Bandaríkjamenn sem hafa farið illa út úr kreppunni leita nú í örvæntingu að einhverja til að koma í verð. Sumir reyna að selja legstaði sem þeir hafa tryggt sér á góðum stað í kirkjugarðinum og greitt  fyrir í góðærinu.

Það eru margir, sem halda að Íslendingar þurfi ekki að greiða fyrir legstæði í kirkjugarði, en það er mikill misskilningur því árlega greiða allir svokallað kirkjugarðsgjald.  Það merkilegar er við þetta gjald er það að allir lögaðilar þurfa líka að greiða það.  Þannig að mörg stórfyrirtæki, sem hafa starfað lengi eru búinn að greiða milljónir í þetta gjald.  Þetta er eins vitlaust og að láta öryrkja, sem bæði er heyrnarlaus og blindur greiða nefskatt til RÚV ohf.


mbl.is Selja eigin legstaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan

Þótt krónan hafi styrkst lítillega í gær hefur hún að undanförnu verið veikari en hún hefur áður verið á árinu. Gengisvísitalan stendur nú í rúmum 237 stigum. Vonir voru bundnar við að gjaldeyrishöft, sem Seðlabankinn kom á í nóvember í fyrra, myndu leiða til styrkingar krónunnar. Það hefur ekki gengið eftir. Meðal þeirra skýringa sem sérfræðingar nefna sem ástæður þessa eru mikil vantrú á krónunni og reyndar á efnahagslífinu í heild.

Eru þessir svokallaðir sérfræðingar að uppgötva þetta fyrst núna? "En batnandi mönnum er best að lifa." segir máltækið 

Hvenær ætli það verði síðan að einhver uppgötvar að krónan er handónýtur gjaldmiðill.


mbl.is Vantrú á krónunni skýrir helst hve veik hún er
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísleskar auðlindir

„FÁTT er brýnna um þessar mundir en að efla og styrkja hæfni atvinnulífsins til þess að framleiða og selja vörur og þjónustu til þess að afla gjaldeyris.  Þetta segir Jón Sveinsson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.  Hann gagnrýnir líka að ríkisstjórnin ætla að skipta sér af því ef kanadískt fyrirtæki eignast hlut OR í HS-orku.

Auðvitað er gott að fá erlent fjármagn inn í landið til að byggja upp atvinnulífið.  En erum við tilbúin til að fórna hverju sem er?  Auðvita eiga allar okkar auðlindir að vera í opinberri eigu og við getum síðan leigt nýtingaréttin til annarra og haft af því tekjur.  Um orkuauðlindir á að gilda sama og er nú í gildi hvað varðar fiskveiðiauðlindina. 

Það væri létt verk að fá erlenda fjárfesta til að kaupa stóran hluta af okkar fiskveiðiheimildum fyrir mörg hundruð milljarða.

En viljum við hleypa óhindrað erlendu fjármagni inn í landið til að kaupa upp fyrirtæki sem við getum sjálf ágætlega rekið?


mbl.is Segir augljóslega þörf á erlendu fjármagni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frysting eigna

Skilanefnd Kaupþings hefur látið frysta jafnvirði 50 milljarða króna í félögum, sem tengjast kaupsýslumanninum Robert Tchenguiz á eyjunni Tortola. Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins.

Af hverju er þessi eini maður tekin fyrir og eignir frystar?  Hvað með alla hina bankaræningjanna?


mbl.is 50 milljarðar frystir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave

Nú er því miður komið í ljós að þessi rugl-samningur um Icesave var ALDREI samþykktur í ríkisstjórn áður en hann var undirritaður.  Öll sú vinna sem fjárlaganefnd hefur verið að vinna um fyrirvara í samninginn undanfarna 3 mánuð, var tilgangslaus.  Því bæði Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, vissu að bæði Bretar og Hollendingar myndu aldrei samþykkja þessa fyrirvara  Þótt Alþingi samþykkti ríkisábyrgð á lánum sem þessu tengjast með skýrum fyrirvörum  eru þeir haldlitlir ef þeim verður hafnað og þá sitjum við uppi með hinn upprunalega samning óbreyttan þar sem búið er að undirrita hann af hálfu ríkisstjórnar Íslands og Ísland fer niður á lægsta plan meðal þjóða heims, hvað efnahag varðar og lífskjör okkar skerðast mikið.  Allt okkar velferðarkerfi myndi hrynja eins og spilaborg.  Þess vegna má Alþingi ekki samþykkja þessa ríkisábyrgð fyrr en tryggt er að bæði Bretar og Hollendingar samþykkja fyrirvarana.

Hins vegar er það mín skoðun að við eigum ekkert að greiða þessum ríkjum og getum auðveldlega komist upp með það.  Það er ekki nóg að þessar tvær þjóðir reyni að kúga okkur heldur hafa þær fengið í lið með sér Alþjóða Gjaldeyrissjóðin og Norðurlöndin, sem sumir vilja kalla frændþjóðir okkar og vini.  Við eigum aldrei að láta kúga okkur svona heldur grípa til rótækra aðgerða.  Ísland ber enga ábyrgð á meingölluðu regluverki ESB varðandi frjálst flæði fjármagns milli landa og við gátum á engan hátt komið í veg fyrir að bankarnir urðu svona stórir, því það hefði verið brot á EES-samningnum.  Samkvæmt þeim samningi var það hlutverk Fjármálaeftirlitsins í viðkomandi ríki og þar brugðust bæði Bretar og Hollendingar. Það sem nú á að gera er eftirfarandi:

1.   Tilkynna bæði Bretum og Hollendingum  að við ráðum ekkert við þessar greiðslur og það sé okkar mat að við eigum ekki að greiða þeim eitt eða neitt.  Þeir geti hirt allan Landsbankann í sínum löndum og jafnvel fengið bankastjórana fyrrverandi með í bónus.  Það var þeirra eigin ákvörðun að greiða innistæður á þessum reikningum út til eigenda sinna og kemur okkur ekkert við.

2.   Krefjast skaðabóta af Bretum vegna setningu hryðjuverkalaganna á okkur, sem varð til þess að allt bankakerfið á Íslandi hrundi og setti hér allt á hliðina.  Þær bætur verður að reikna út í hæstu hæðum og verða örugglega margföld Icesave-reikningurinn.

3.   Slíta samstarfi við Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn þar sem hann er í raun að vinna gegn okkur en ekki með og skila þessari einu greiðslu sem sjóðurinn hefur greitt til okkar og liggur óhreyfð í Seðlabankanum.

4.   Slíta stjórnmálasamstarfi við Breta og Hollendinga og vísa starfsmönnum sendiráða þeirra úr landi.

5.   Hóta að segja okkur úr NATO

6.   Taka upp viðræður við Rússa um lán til að tryggja okkar gjaldeyrisforða.

7.   Láta leka í erlend stórblöð að við værum að hugsa um að leyfa Rússum að fá hernaðaraðstöðu á Miðnesheiði.  Þá færi allt NATO-liðið að skjálfa og Bandaríkin myndu örugglega blanda sér í málið og nú vildu þessar þjóðir allt fyrir okkur gera.  Í stað lána yrði okkur boðnir styrkir í stórum stíl til að koma efnahagslífinu hér á landi í lag, gen því að við semdum ekki við Rússa.  Þannig ynnum við þetta stríð á svipaðan hátt og við unnum öll þorskastríðin við Breta á sínum tíma.

Við eigum aldrei að samþykkja að verða nýlenda Breta og Hollendinga, eins og allt stefnir nú í.

Ísland yrði á ný virt í samfélagi þjóðanna

 

 


Fyrirvarar

„Þeir fyrirvarar sem Alþingi setur með meirihluta hér á þingi, þeir hljóta að halda,“ sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra við umræður um Icesave-frumvarpið á Alþingi í dag. Margir stjórnarandstæðingar hafa lýst efasemdum við umræðurnar um að fyrirvararnir við ríkisábyrgðina muni halda.

Er ekki allt í lagi með ráðherra okkar í ríkistjórn, ef það er ekki öruggt um þá fyrirvara, sem hafa verið settir í Icesave-samninginn. Það er ekki nóg þótt Össur haldi hitt eða þetta


mbl.is Fyrirvararnir hljóta að halda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ríkisstjórnin auglýsingastofa?

Það mætti halda að ríkisstjórnin væri auglýsingarstofa miðað við öll fínu slagorðin sem hún hefur fundið upp.  Hver kannast ekki við svo dæmi séu nefnd:

1.   Velferðabrú

2.   Skjaldborg um heimili landsins

3.   Norrænt velferðarsamfélag


Kastljós

Hann var brattur fv. forstjóri Kaupþings Hreiðar Már Sigurðsson í Kastljósi fyrir stuttu.  Hann hafði ekkert gert neitt rangt eða óeðlilegt.  Hann sagðist ekki eiga til neina peninga til að fjárfesta og byggja upp með.  Það var helst á honum að skilja að hann væri í hinu mesta basli við það að framfleyta sér og sínum.  Hann var nú ekki nema með 22 milljónir á mánuði á árinu 2008 og ekkert er eftir.  Það var þó ekki allt tóm steypa sem út úr honum valt. Hann benti t.d. á með réttu að allur kraftur stjórnvalda eftir bankahrunið hefði farið í að gæta hagsmuna fjármagnseigenda en lítið verið hugað að vanda skuldara.  Hér væru hærstu vextir í heimi og ríkisábyrgð á bankainnistæðum.  Þetta er alveg hárrétt hjá Heiðari Má að þeir sem eru ríkastir á íslandi eru mest verndaðir af stjórnvöldum.  Og það af vinstri stjórn.

Icesave

Mikið lifandis ósköp er ég orðin þreyttur á að öllu þessu kjaftæði um Ivesave.  En ég benti á auðvelda leið til að leysa þetta mál í grein sem ég skrifaði í Morgunblaðið fyrir stuttu.  En auðvitað er ekkert hlustað á menn eins og mig, þar sem ég er öryrki.  Til að hafa þetta nógu vitlaust er Sjálfstæðisflokkurinn að boða málþóf.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband