Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Spakmæli dagsins

Allur er barinn góður.

(Sverrir Stormsker.)


Neyðarkall frá Vogi

Yfirlæknir Vogs, Þórarinn Tyrfingsson, hefur sent ákall til félaga og velunnara SÁÁ þar sem fram kemur að rekstur sjúkrahússins Vogs sé í hættu. Í kjölfar fjármálahrunsins í fyrra tapaði SÁÁ stærstum hluta af styrkjum sínum frá fyrirtækjum auk þess sem greiðslur ríkisins til Vogs voru lækkaðar.

Það er nóg framboð af fyllibyttum á Íslandi og væri ekki í lagi að láta þá sem fara á Vog greiða eitthvað fyrir í stað þess að hafa allt frítt eins og nú er.


mbl.is Ákall um hjálp frá Vogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hraðamyndavélar

Tvær nýjar hraðamyndavélar verða teknar í notkun á hringveginum milli Hveragerðis og Selfoss á fimmtudag.. Jafnframt hefur verið bætt við nýrri hraðamyndavél í Hvalfjarðargöngum sem verður gangsett á sama tíma.

Þessar hraðamyndavélar gera sitt gagn.  Hér á Sandgerðisvegi er ein slík og alltaf reyni ég að passa mig en hef þó gleymt mér stundum og er búinn að borga á þessu ári um 50 þúsund í sekt vegna þessarar andsk. myndavélar.  Hinsvegar tel ég mun alvarlegra að aka of hratt í íbúðargötum, þar sem hámarkshraðinn er 30 km.  Það skapar mikið meiri hættu en úti á þjóðvegum.


mbl.is Þrjár nýjar hraðamyndavélar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greyðslubirgði lána

Mánaðarleg greiðslubyrði íbúða- og bílalána gæti lækkað um tugþúsundir króna. Óljóst er hver kostnaðurinn verður fyrir ríki og fjármálafyrirtæki.

Loksins virðist eitthvað vera að ske hjá ríkisstjórninni enda komin tími til.  En það vakti athygli mína í fréttum í gær að Íslandsbanki er að bjóða upp á góða leið fyrir fólk í vanda.  En hinir bankarnir ekki, þótt ríkið eigi þá alla þrjá.


mbl.is Greiðslubyrði allra lána lækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innbrot

Reglulega berast fréttir af innbrotum í gróðurhús og í langflestum tilvikum eru það gróðurhúsalampar sem þjófarnir ásælast. Garðyrkjubændur eru orðnir langþreyttir á ástandinu og hefur Samband garðyrkjubænda ákveðið að efna til fundar, m.a. með lögreglunni, um vandann.

Auðvitað er það þreytandi þegar alltaf er verið að brjótast inn í gróðurhús of stela ljósalömpum.  En þetta verður allt að skrifast á lögregluna.  Því hún er alltaf að stöðva menn af við ræktun á fíkniefnum.  Ef hún léti þá vera í friði við sína iðju, hættu innbrotin strax.  Því það má segja að það sama gildi um ræktendur eiturlyfjaplantna og gróðurhúsabændur að þetta verður þreytandi til lengdar.


mbl.is „Þetta er mjög pirrandi ástand"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Burma

Bandaríski þingmaðurinn Jim Webb mun hitta Thein Sein, forsætisráðherra Búrma, að máli á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York, að því er skrifstofu demókrataþingmannsins hefur skýrt frá. Bandaríkjastjórn hefur lagt hart að lausn Aung San Suu Kyi úr stofufangelsi og var staða hennar rædd.

Ætli herforingjastjórnin í Burma taki nokkuð mark á þessum þingmanni frekar en framkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna.  Þeir eru snarklikkaðir, sem nú ráða ríkjum í Burma.


mbl.is Hitti forsætisráðherra Búrma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orka

Hola númer 53 í Hverahlíð á Hellisheiði blæs nú af krafti. Gufan ryðst upp af 2.500 metra dýpi, andar léttar þegar upp er komið og breiðir úr sér.

Þetta eru jákvæðar fréttir að það skuli vera svona mikil orka á þessu svæði.  Það er hinsvegar verra að nú má ekki nýta orkuna í neitt sem getur skilað arði.


mbl.is Ein kraftmesta holan á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áskorun

Miðstjórn Frjálslynda flokksins skorar á ríkisstjórnina í ályktun sem hún hefur sent frá sér að bregðast við miklum og vaxandi fjárhagsvanda heimila og fyrirtækja sem ekki ráða lengur við skuldir sínar.

Öðru vísi mér áður brá, er þá eftir allt saman til lífsmark með þessum flokki, sem ég hélt að hefði verið jarðsunginn í kyrrþey.  Það er ég viss um að nú fer ríkisstjórnin algerlega á taugum, þegar svona mikill áhrifaaðili ályktar svona og var nú ekki ábætandi ástandið á þeim bæ.


mbl.is Skora á ríkisstjórnina að bregðast við vanda heimila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ANNAÐ HF

Nú hefur iðnaðarráðherra ákveðið að framlengja ekki viljayfirlýsingu um álver Alcoa á Bakka.  En hún boðar nýja kosti til að nýta orkuna á svæðinu.  Ég er hér með tillögu til ráðherra um hvernig hún getur komist frá þessu og allir verði ánægðir;

1.    Alcoa fær að byggja álver á Bakka með eftirfarandi skilyrðum;

a)   Í nýju verksmiðjunni verði blandað grænum lit í álið og þá framleiðir þessi verksmiðja grænt ál.

b)  Öll hús verksmiðjunnar vera græn.

c)   Öll mannvirki til flutning á orkunni verð græn

d)  Öll vinnuföt starfsmanna verði græn.

Svo verða allir ráðherrar í ríkisstjórninni grænir af öfund hvernig iðnaðarráðherra leysti málið.

2.  Reist verði risastór rabbbara-verksmiðja, sem mun framleið rabbbarasultu og rabbbaragraut.

3.  Rabbbari verður ræktaður á 20-30 hekturum.

4.  Reist verður verksmiðja sem mun framleiða grænar álplötur úr græna álinu.

5.  Stór fáni grænn að lit skal ávallt vera flaggað.

6.  Reist verður risastór verksmiðja sem mun framleiða Grænsápu í miklu magni

7.  Öllum bændum í Þingeyjarsýslum verði útvegað grænt heyrúlluplast.

8.  Reist veri risastór verksmiðja sem framleiðir ANNAР í stórum stíl

Nú er bara að láta verkin tala Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra og þarna munu skapast ef allt er talið um 10 þúsund störf á nokkrum mánuðum.

En ég ætla að taka það skýrt fram að þessar hugmyndir mínar eru ekki ókeypis, heldur vill ég fá greitt um 100 milljónir og í þeirri mynnt sem hefur græna seðla.  Og munum svo;

Allt er grænt sem vel er grænt


Ungir framsóknarmenn

„Kynheilbrigðismál eru eitt helsta heilbrigðismál ungs fólks í dag. Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna telur það verulegt áhyggjuefni að sala á getnaðarvörnum hafi dregist saman á árinu og verð á þeim nærri tvöfaldast. Tekur stjórnin undir áhyggjur heilbrigðisstarfsfólks þar um," að því er segir í ályktun stjórnarinnar.

Eru ungir framsóknarmenn með þessu að segja að þeir vilji ekki fólksfjölgun í landinu, þótt lítið fari til þeirra.


mbl.is Ungir framsóknarmenn vilja ódýrari getnaðarvarnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband