Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Obama

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, þingar á þriðjudag með Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels og Abbas forseta Palestínumanna. Deilur um byggingaframkvæmdir Ísraelsmanna í landtökubyggðum á Vesturbakkanum hafa hingað til komið í veg fyrir tilraunir Bandaríkjamanna til að koma á friðarviðræðum milli leiðtoganna.

Vonandi getur Obama komið vitinu fyrir Ísraelsmenn um að taka aftur upp friðarviðræður við Palestínumenn.  Ísraelar eiga að hætta öllum byggingum í landtökubyggðum á Vesturbakkanum.  Þessi ríki verða að sættast og sjálfstæð Palestína að verða til.  Einnig verð ýmsir hópar innan Palestínu að sættast ef þarna á að ríkja friður um komandi framtíð.


mbl.is Blæs lífi í friðarviðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitrað fyrir fólki

Einn lést og tveir aðrir liggja í dái eftir að eitrað var fyrir þeim á hópmeðferðarfundi í Berlín. Samkvæmt lögreglu eru níu aðrir á spítala og maður á sextugsaldri var færður til yfirheyrslu vegna málsins.

Hvað meðferð ætli þetta hafi verið, sem fór svona illa með fólkið.  Kannski hefur það verið pínt til að drekka eitthvað af mjólkinni sem franskir bændur voru að hella niður.  Nei það var læknir sem sprautaði einhverju óþekktu efni í fólkið , sem hann var að prufa.


mbl.is Eitrað fyrir fólki í hópmeðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjólk

Aukin harka færist í mótmælaaðgerðir evrópskra kúabænda. Franskir og þýskir kúabændur helltu í dag niður milljónum lítra mjólkur við landamæri Frakklands og Þýskalands. Með því vildu þeir mótmæla ört lækkandi afurðaverði í Evrópu. Evrópskir kúabændur hafa lýst yfir ótímabundnu mjólkurverkfalli. 

Það eru fáar þjóðir sem komast með tærnar þar sem Frakkar hafa hælana varðandi verkföll.


mbl.is Helltu milljónum lítra mjólkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aftur í vínið

Söngkonan Amy Winehouse ber nafn með rentu, en líkami hennar er sem fullt hús af víni, svona alla jafna. Winehouse hefur dvalið langdvölum á Bahamaeyjum til að forðast það að stíga í vænginn við Bakkus en um leið og hún stígur fæti aftur inn í heimaborg sína, London, fer dansinn að duna á nýjan leik.

Aumingja Amy, hún getur ekkert að þessu gert þar sem eftirnafn hennar þýðir:

HÚS FULLT AF VÍNI.


mbl.is Winehouse aftur í vínið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisskattstjóri

Lára Hanna Einarsdóttir segir á bloggi sínu í dag, frá því að sættir hafi tekist milli Ríkisskattstjóra, Skúla Eggerts Þórðarsonar og Jón Jósefs Bjarnasonar, forsvarsmanns IT ráðgjafar og hugbúnaðarþjónustu, fyrir tilstilli hóps fólks sem vinni að auknu gagnsæi upplýsinga.

Loksins kom að því að háttsettur embættismaður biðst afsökunar á sínu gjörðum.  Vonandi fylgja fleiri í kjölfarið.  Því hún er ansi svört samviskan hjá mörgum ef vel er gáð.


mbl.is Ríkisskattstjóri biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húsvík

Lögreglan á Húsavík hafði í nógu að snúast í nótt. Slagsmál blossuðu upp í tengslum við dansleik á öldurhúsi þar í bæ og brotnuðu meðal annars tennur í einum. Hvað er ein tönn á milli vina.  Þessi slagsmál tengjast örugglega seinagangi vegna álvers á Bakka við Húsavík.
mbl.is Slagsmál á Húsavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilbrigðisráðherra

„Ögmundur notar aðra leið til að hætta starfsemi St. Jósefsspítala með því að loka á fjármögnun læknisverka. Rétt fyrir sumarfrí var 14 skurðlæknum spítalans sagt upp án frekari fyrirvara. Á meltingarsjúkdómadeild liggur fyrir að starfsemin verði skert um tæp 35% á árinu,“ segir Sigurjón Vilbergsson, sérfræðingur í lyflæknisfræði og meltingarsjúkdómum við St.Jósepsspítala.

Ný leið í sparnaði hjá Ögmundi, ekkert að vera að loka spítalanum, bara láta hann ekki hafa neina peninga í rekstur.  Það mætti líka hætta að gefa sjúklingum mat og láta þá svelta til dauða.  Þá yrði verkið fullkomnað og óhætt að loka spítalanum.


mbl.is St. Jósefsspítala lokað hægt og hljótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisskattstjóri

Ríkisskattstjóri hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hann segir ekkert því til fyrirstöðu að forráðamaður IT ráðgjafar og hugbúnaðarþjónustu fái aðgang að gagnagrunni fyrirtækjaskrár, í ljósi úrskurðar Persónuverndar.

Hann gat ekki annað en látið undan, því með fyrri afstöðu sinni var hann að gæta hagsmuna þeirra sem ollu hruninu á Íslandi.

Batnandi mönnum er best að lifa.


mbl.is Ríkisskattstjóri veitir aðgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Englendingur:  Skepna sem heldur

að hún sýni snilldargáfur þegar hún veldur

aðeins léttum óþægindum.

(George Bernard Shaw)


Geir H. Harde

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, viðurkenndi í vinsælum sænskum viðtalsþætti, að íslenska ríkisstjórnin hefði átt að takmarka umsvif bankanna og efla Fjármálaeftirlitið. Geir var gestur sjónvarpsmannsins Fredrik Skavlan sem gekk að honum og spurði hvort hann tæki ábyrgð á hruninu.  Ekki mun Geir hafa viljað viðurkenna að hann bæri neina ábyrgð á hruninu á Íslandi, en hinsvegar hefði ríkisstjórnin gert það að einhverju leyti.

Er Geir búinn að gleyma að hann var forsætisráðherra í þessari sömu ríkisstjórn.  Var hann allt önnur persóna í ríkisstjórninni.?


mbl.is Hefðu átt að minnka umsvifin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband