Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Þakinn hárum

Kínverjinn Yu Zhenhuan hefur farið í leysigeislameðferð vegna sjaldgæfs kvilla. Um 96% líkama hans eru þakin hárum og hefur hann öðlast nokkra frægð í heimalandinu fyrir vikið. Hann ætlar að hamra járnið á meðan það er heitt og elur nú með sér draum um að verða rokkstjarna.

Er ekki bara búið að finna hinn eina og sanna frummann, sem hefur verið í felum í Kína í mörg þúsund ár.  En ég held að það þurfi meira að koma til en líkamshár til að verða rokkstjarna í dag.


mbl.is Loðinn og í aðgerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldþrot

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur í dag fallist á ósk stjórnar Milestone ehf. um að félagið skuli tekið til gjaldþrotaskipta. Hefur Kauphöll Íslands jafnframt ákveðið að taka skuldabréf Milestone úr viðskiptum.

Kröfuhafar munu fá mjög lítið upp í sínar kröfur í þessu gjaldþroti.  Þar sem kröfurnar eru nær 70 milljörðum en eignir Milestone eru taldar vera um 25 milljarða og inn í þeirri upphæð er skuldabréf þar sem bræðurnir sem áttu þetta félag, lánuðu sjálfum sér.  Það bréf verður aldrei greitt.


mbl.is Milestone gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skuldir

Skuldir breska þjóðarbúsins aukast á hverri sekúndu um rúm 6.000 pund, eða sem svarar um 1.200 þúsund krónum. Skuldirnar hafa rofið 800 milljarða punda múrinn en það svarar til um 161.000 milljarða króna. Þær hafa aldrei verið jafn miklar.

Svo er þessi auma þjóð að ætlast til að Ísland greiði háar upphæði, sem því ber engin skylda til.  Það vill oft gleymast í allri umræðunni um Icesave að þar er ekki um skuld íslenska ríkisins.  Heldur einkafyrirtækis. sem hét Landsbanki Íslands.


mbl.is Milljón í skuldir á sekúndu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ýsukvóti

Þriðjungs niðurskurður veiðiheimilda í ýsu er farinn að segja til sín og segja talsmenn smábátaeigenda nánast ómögulegt að fá leigðan ýsukvóta. Framboð á línuveiddri ýsu hefur minnkað og ekki er hægt að stunda þorskveiðar með eins mikilli hagkvæmni og verið hefur.

Á meðan Barentshafið er yfir fullt af fiski, bæði þorski og ýsu og fiskifræðingar í Noregi og Rússlandi þakka hlýnun sjávar.  Þá fást íslenskir fiskifræðingar ekki til að viðurkenna. Að það sama gildi á Íslandsmiðum.  Það er ekki liðinn 1 mánuður af kvótaárinu, en samt eru menn komnir í vanda með kvóta.  Þannig að öruggt er að eftir næstu áramót verða vandræðin orðin slík að útgerðarmenn neyðast til að leggja skipum sínum í stórum stíl.  Nú verður Hr. Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra að taka hraustlega á þessum málum og tvöfalda allar veiðiheimildir á þessu fiskveiðiári.  Þá yrði þorskkvótinn 300 þúsund tonn og aðrir aflakvótar í samræmi við það.  Það er fullt af fisktegundum í kvótakerfinu sem er óþarft að hafa þar.  Til hvers er verið að úthluta ákveðnum skipum úthafsrækjukvóta ár eftir ár án þess að sá kvóti sé veiddur.  Það sama má segja með skötuselinn að útbreiðsla hans er orðinn allt önnur og meiri en þegar kvóti á skötusel var ákveðinn.  Ástæðan fyrir úthlutun á úhafsrækjukvóta og rækjukvóti á Flæmska Hattinum er einungis gert til að útgerðin hafi meira magn til að veðsetja.

Núverandi ríkisstjórn lofaði því fyrir kosningar að taka allt þetta kerfi til endurskoðunar og nú er komið að því að standa við það loforð.

Svikin kosningaloforð gleymast aldrei.


mbl.is Illmögulegt að leigja ýsukvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ivesave

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra segir að Íslendingar hafi verið í góðu sambandi við Breta og Hollendinga vegna Icesave-málsins. Embættismenn hafi farið vel yfir málið og í gær hafi sendiherrum ríkjanna verið gerð grein fyrir viðbrögðum íslenskra ráðamanna við hugmyndum Breta og Hollendinga um lausn málsins. „Við erum á því stigi núna,“ segir hann.

Það er alveg sama hvernig Steingrímur J. Sigfússon, túlkar viðbrögð Breta og Hollendinga við þeim fyrirvörum sem Alþingi setti varðandi ríkiábyrgðina á Icesave, eða á hvaða stigi málsins hann er staddur á núna. 

Þá eru báðar þessar þjóðir í raun búnar að hafna þessum samningi. Nú eigum við að slíta stjórnmálasambandi við þessar þjóðir og ekkert ræða við þær meira.  Þeir geta hirt gamla Landsbankann upp í skuld, það sem þá kynni að vera eftir verða þeir einfaldlega að sækja fyrir íslenskum dómstólum.  Þótt þeir vildu fara með málið fyrir alþjóðadómstólinn í Haag, þá neitum við því á sama hátt og við gerðum í þorskastríðunum við Breta og Þjóðverja.  Við eigum að verja miklu fé í að kynna okkar málstað erlendis og fá samúð vegna þess að þarna eru tvær stórar þjóðir að reyna að kúga fátækt Ísland.  Við gætum líka sagt upp samstarfinu við Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn og skilað þessari einu greiðslu sem þeir hafa greitt til okkar.

Ég er viss um að bæði Bretar, Hollendingar og Alþjóða Gjaldeyrisjóðurinn kærðu sig lítið um ef þetta yrði farið að ræða á alþjóðavettvangi.


mbl.is Sáttur við þróun mála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nakinn maður

Öryggisvörður í Hagkaup í Skeifunni tilkynnti í nótt um nakinn mann sem var til vandræða í versluninni. Þegar lögreglan kom á staðinn var maðurinn kominn í ritfangaverslunina Office 1 skammt frá þar sem hann var einnig til vandræða. Maðurinn er um tvítugt.

Þetta er nú einum of mikið, að ætla að versla nakinn, segir bara eitt að þessi maður er kolruglaður.  En verslun Office 1 er nú opin allan sólahringinn vegna mikillar verslunar skólafólks.


mbl.is Nakinn og til vandræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfismál

Áhugi á umhverfismálum hefur aldrei verið eins mikill á Íslandi og nú. Sprenging hefur orðið í framboði á uppákomum er varða málaflokkinn og tvöföldun er í aðsókn að námi í umhverfisfræðum.  Alltaf eru Íslendingar samir við sig þegar einhver málaflokkur fær athygli.  Nú eru það umhverfismálin og allir ætla að verða umhverfisfræðingar í framtíðinni.

Nú má ekkert framkvæma á Íslandi nema að fram fari umhverfismat á hinu og þessu.  Þetta tefur nú þegar fyrir uppbyggingu atvinnulífsins.  Það liggur við að fólk geti varla farið á klósettið nema að fá leyfi fyrir því hjá Umhverfisstofnun.

Auðvitað þurfa umhverfismálin að vera í lagi, en öllu má nú ofgera.  Ég er einn af þeim sem er alveg sáttur við hlýnun jarðarinnar og vill að við virkjum allar okkar orkuauðlindir sem hægt er að virkja og efla með því atvinnulífið og okkar útflutningstekjur.


mbl.is Grænn farmiði inn í framtíðarlandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Morgunblaðið

Ólafur Þ. Stephensen kvaddi starfsmenn Morgunblaðsins á starfsmannafundi síðdegis en fyrr í dag varð að samkomulagi hans og eigenda Árvakurs hf. að hann léti af störfum sem ritstjóri Morgunblaðsins. Þótt Ólafur hafi ekki sagt það beint í viðtali um brottrekstur sinn, þá gaf hann það til kynna að eigendum blaðsins hefði ekki líkað hans stjórn á blaðinu og hans leiðaraskrif.  Það hefur verið mikill hallarekstur á Morgunblaðinu undafarið, þrátt fyrir alla uppstokkunina sem gerð var þegar Íslandsbanki afskrifað nokkra milljarða af skuldum Árvakurs, útgáfufélags blaðsins.  Ég hef kunnað vel við Morgunblaðið undir ritstjórn Ólafs Þ. Stephensen og tel það mikil mistök að láta hann hætta.  Það hefur verið nefnt að hugsanlega taki Davíð Oddsson við ritstjórn blaðsins.  En þá segi ég nú eins og Geir H. Haarde á sínum tíma;

"Guð blessi Ísland."

 


mbl.is Ólafur kvaddi starfsmenn Morgunblaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Auðreittasta féþúfan er

grunnhyggni ræningjans.

(Gunnar Gunnarsson


Alþingi

„Menn eru sammála um að ef fullnaðarafgreiðsla málsins kallar á breytingar á þeim fyrirvörum sem Alþingi setti þá verði það ekki gert nema af Alþingi sjálfu,“ sagði Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Nefndin hittist kl. 8 í morgun til að ræða viðbrögð Breta og Hollendinga. 

Þarf nokkuð að taka það sértaklega fram að ef breyta á fyrirvörum vegna Icesave.  Þá getur enginn gert það nema Alþingi.  Þótt ég sé kannski heimskur þá veit ég alla veganna þetta.


mbl.is Aðeins Alþingi breytir fyrirvörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband