Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

150 milljónir til að efla atvinnu.

Fráfarandi stjórn Eignarhaldsfélags Suðurnesja hyggst leggja til á aðalfundi þess, sem fram fer 24. september nk., að félagið leggi allt að 150 milljónir kr. til eflingar atvinnulífs á Suðurnesjum. „Ég er viss um að þetta geti hjálpað mörgum aðeins af stað,“segir Böðvar Jónsson, stjórnarformaður félagsins, aðspurður.

Þetta er vel gert hjá þessu félegi og mun örugglega bæta mikið úr því mikla atvinnuleysi, sem verið hefur hér á Suðurnesjum.


mbl.is 150 milljónir til atvinnueflingar á Suðurnesjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gagnrýna stjórnvöld

Samtök iðnaðarins gagnrýna harðlega í yfirlýsingu vinnubrögð stjórnvalda í samskiptum við erlenda fjárfesta og uppbyggingu iðnaðar sem reiðir sig á nýtingu orkuauðlinda.

Það er ekki gott ef samskiptin eru ekki í lagi, því margir erlendir fjárfestar hafa lýst áhuga sínum á að fjárfesta hér á landi.  Það vita flestir að VG eru á móti álverum, en það er margt annað sem þessir aðilar vilja fjárfesta í.  Nú er t.d. væntanleg sendinefnd frá Kína til að kanna fjárfestingakosti hér á landi og Japanir hafa lýst yfir áhuga á að fjárfesta fyrir nokkra milljarð.  Ef rétt er haldið á spilunum gætu miljarðar af erlendu fjármagni streymt til landsins og hjálpað okkur að byggja upp Nýtt Ísland.


mbl.is Segja vinnubrögð stjórnvalda valda töfum og tjóni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver söng tiltillagið í Stellu í orlofi?

Svarið við spurningunni hér að ofan liggur ekki í augum uppi, að minnsta kosti ef marka má svör þeirra Bjarna Lárusar Hall og Guðmundar Svavarssonar í Morgunblaðinu í dag. Þeir Bjarni og Guðmundur keppa með hljómsveitum sínum, Jeff Who? og Ljótu hálfvitunum, í úrslitum Popppunkts, spurningakeppni hljómsveitanna, í Sjónvarpinu í kvöld.

Þetta eru mjög skemmtilegir þættir hjá þeim félögum Dr. Gunna og Felix Bergssyni.  Ég reyni alltaf að horfa á þessa þætti, sem eru á RÚV-Sjónvarp á föstudagskvöldum.


mbl.is Hver söng titillagið í Stellu í orlofi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisráðsfundur

Ríkisráð Íslands, sem samanstendur af forseta lýðveldisins, Ólafi Ragnari Grímssyni, og ríkisstjórn Íslands, kom saman á Bessastöðum klukkan ellefu.

Hvað ætli verði nú á dagskrá þessa fundar?  Er bara um að ræða hefðbundinn fund á milli þinga, eða á að gera einhverjar breytingar á ríkisstjórn landsins?  Alltaf sama sagan enginn veit neitt og alt er hulið dulúð.


mbl.is Ríkisráðsfundur á Bessastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kartöflur

Enn liggur ekki fyrir hve mikill tekjusamdráttur verður hjá kartöflubændum í Þykkvabænum. Uppskeran er langt komin og komið hefur í ljós að hún er feikilega misjöfn milli garða.

Þetta minnir okkur enn og aftur á hve þýðingarmikið er að eiga öflugan landbúnað.  Því eitt mikilsvægasta atriði í sögu þjóðar er marvælaöryggi.  Nú verðum við að treysta að innfluttar kartöflur eftir áramót.  Hvernig ætli dæmið liti út ef við þyrftum að treysta alfarið á innflutt matvæli, eins og sumir vilja.


mbl.is Uppskeran vægast sagt mjög misjöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilja stýra eigin sjóðum

„Þessi tillaga gengur út á að stórauka lýðræðið þannig að allir sjóðsfélagar, bæði greiðendur og lífeyrisþegar, hafi möguleika á því að bjóða sig fram til stjórnarsetu í lífeyrissjóðum innan ASÍ,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA. Hann hyggst leggja til við ársfund ASÍ að launafólk taki yfir stjórnun lífeyrissjóða og að stjórnarmenn verði kosnir beinni kosningu.

Ég tel þessa kröfu mjög sanngjarna því auðvitað eiga þeir að sýra þessum sjóðum, sem eiga þá.  Ég hef áður skrifað um hve ósanngjarnt er að atvinnurekendur eigi sína fulltrúa í stjórnum lífeyrisjóða stéttarfélaganna.  En málið er ekki svona einfalt, því þegar lög um lífeyrissjóði voru sett 1971 var sett inn ákvæði um að stjórnir sjóðanna væru bæði úr röðum atvinnurekanda og stéttarfélaga.  Það þarf að byrja á því að fá þeim lögum breytt.


mbl.is Launafólk stýri sínum sjóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Héraðsdómur Reykjavíkur

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað félagið Steikur og leiki ehf. af kröfu útgáfufélagsins Birtings vegna auglýsinga, sem birtust í blöðum útgáfunnar á síðasta ári.

Þetta má snerist um það hvort þetta fyrirtæki hefði óskað eftir birtingu auglýsinga hjá þessu útgáfufélagi.  En nú er það komið á hreint að fyrirtækið þarf ekki að greiða fyrir auglýsingarnar.


mbl.is Þarf ekki að greiða fyrir auglýsingarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúnaður

Bretar og Hollendingar hafa óskað eftir því að þær hugmyndir sem þeir hafa um fyrirvara vegna Icesave-samkomulagsins verði meðhöndlaðar sem trúnaðarmál á þessu stigi. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa í dag fundað með leiðtogum stjórnarandstöðunnar og kynnt þeim stöðu málsins.

Hvers vegna þarf að ríkja allur þessi trúnaður og leynd um þessa samninga.  Er þetta ekki einmitt sú ríkisstjórn, sem boðaði miklar breytingar varðandi opinber mál.  Allt átti að vera gegnsætt og allt upp á borðum.  En í flestum mikilvægum málum sem þessi ríkisstjórn hefur tekist á við, á alltaf að ríkja trúnaður og leynd.  Fólkið í landinu sem nú er verið að setja á drápsklyfjar vegna Icesave, fær ekkert að vita.  Það hefur lekið út að Bretar og Hollendingar hafi falist á alla fyrirvarana sem Alþingi setti, nema einn, sem er um lengd ríkisábyrgðirnar.  Með þessu eru þessar þjóðir að hafna samningnum og er það gott.  Nú segum við Bretum og Holllendingum, að þar sem þeir hafi hafnað samningunum verði ekki samið þá aftur.  Ef þeir séu ósáttir geti þeir sótt rétt sinn fyrir dómstólum, sem væru þá íslenskir dómstólar.  Við höfum ekkert meira að ræða við þessar þjóðir og þvingunartilraunir Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins vegna Icesave svörum við með því að skila þessari einu greiðslu sem hann hefur greitt Íslandi og óskum eftir að hann láti okkur í frið með okkar mál.  Það eru orðnir svo breyttir tímar á alþjóða fjármálamörkuðum að enginn vandi er að fá lán fyrir Ísland til að styrkja okkar gjaldeyrisforða.


mbl.is Óska eftir trúnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Enginn veit sinn næturstað

nema gröfina.

(Jón úr Vör)


Ólöglegur innflyjandi

Komið er hefur í ljós, að ráðskona Patriciu Janet Scotland, ríkissaksóknara Bretlands, er ólöglegur innflytjandi. Um er að ræða 27 ára gamla konu, sem kom til Bretlands frá Tonga sem námsmaður og hefur dvalið áfram í Bretlandi eftir að námsmannavegabréfsáritun hennar rann út fyrir fimm árum.

Hvað ætli herra Brown segi um þetta, sennilega setur hann hryðjuverkalög á þetta heimili eða gerir ekki neitt.  

Það er ekki sama Jón og séra Jón.


mbl.is Ríkissaksóknari Breta með ólöglegan innflytjanda í vinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband