Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Vestmannaeyjar

Siglingastofnun er nú að smíða nýtt hafnarlíkan til að kanna möguleikana á nýrri stórskipahöfn í Vestmannaeyjum, nánar tiltekið á norðanverðu Eiðinu. Líkanið er smíðað í húsnæði Siglingastofnunar í Vesturvör. Gert er ráð fyrirniðurstöðum eftir fáeina mánuði.

Til hvers þarf stórskipahöfn í Vestmannaeyjum.  Væri ekki best að Þorlákshöfn yrði aðalhöfn fyrir Suðurlandið.  Öllu sem skipað yrði í land í Eyjum þyrfti síðan að flytja sjóleiðina til Þorlákshafnar.  Þeir eru kannski að hugsa um að stórauka útflutning sinn á óunnum fiski í gámum og skapa störf fyrir fólk í Hull og Grimsby.  En Eyjamenn flytja mest af öllum út óunnin fisk í gámum.


mbl.is Kanna nýja stórskipahöfn í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru allir að fara á taugum

Ráðgjafar Starfsendurhæfingarjóðs eru að taka til starfa á vegum stéttarfélaga um allt land. Þörfin hefur aldrei verið brýnni því ásókn í sjúkrasjóði hefur stóraukist í kreppunni.

Auðvitað sækir þunglyndi og fleiri kvillar að fólki eftir langvarandi atvinnuleysi.  Fólk fær á tilfinninguna að það sé ekki lengur þátttakendur í þjóðfélaginu.

Ég þekki þetta mjög vel síðan ég lenti í slysinu, sem gerði mig að 75%% öryrkja.  Manni er allt í einu kippt til hliðar og stendur bara á hliðarlínu samfélagsins og fylgist með, en getur ekkert gert.


mbl.is Álag á sjúkrasjóði en úrræðin spretta upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvóti á úthafsrækju

Af því að ég var að skrifa áðan um sveitarfélagið Garð.  Þá mundi ég eftir skemmtilegri sögu um misskilning vegna Garðs.

Þegar kom að því að setja aflakvóta á úthafsrækju var hart deilt um hvort setja ætti kvótann á skipin eða rækjuverksmiðjurnar.  En rækjuverksmiðjurnar höfðu að mestu leyti staðið undir kostnaði við þessar veiðar.  Halldór Ásgrímsson var þá sjávarútvegsráðherra og fundað mikið með báðum aðilum.  Á einum fundi Halldórs með rækjuverksmiðjueigendum, var rætt að ef kvóti yrði settur á verksmiðjurnar þá væri réttlátt að miða við fjölda rækjupillunarvéla í hverri verksmiðju.  Meðal fundarmanna var Haukur Helgason frá Ísafirði, sem nú var fluttur suður og hafði rekið rækjuverksmiðju í Garði undir nafninu Lagmetisiðjan í Garði.  Hann hafði nokkru áður flutt starfsemi sína til Grindavíkur, en ekki breytt nafni fyrirtækisins.  Þegar kom að því að hver fundarmaður gerði grein fyrir fjölda véla í sinni verksmiðju og röðin kom að Hauk, þá sagði hann; "Ég á tvær vélar í Grindavík og síða á ég tvær vélar úti í Garði."

Ha, sagði Halldór Ásgrímsson; "Geymir þú vélarnar út í garði? væri ekki betra fyrir þig að setja þær inn í eitthvað hús, þær verða ónýtar hjá þér maður ef þær vera áfram út í garði."  Það varð vandræðaleg þön á fundinum en síðan sprungu allir úr hlátri.  Halldór byrsti sig aðeins og sagði; "Ég er bara að benda manninum á að betra er að geyma vélar inni en úti í garði."  Þá loksins gat Haukur leiðrétt þetta og sagði að vélarnar væru geymdar inni í húsi í sveitarfélaginu Garði.  Þá loks hló Halldór.


Sagður látinn

Lögreglan í Indónesíu segir að íslamski hryðjuverkamaðurinn Noordin Mohamed Top hafi látist í lögregluaðgerðum á Mið-Jövu. Bambang Hendarso Danuri, lögreglustjóri landsins, segir að Noordin, sem er eftirlýstur fyrir hótelsprengjutilræði á Djakarta, sé á meðal fjögurra sem féllu skammt frá borginni Solo.

Þetta mun ekki vera í fyrsta sinn, sem þessi maður er sagður látinn.  Það er með ólíkindum hvað þessum íslömsku hryðjuverkamönnum tekst að sleppa oft.  Það er engu líkara en þeir séu ódauðlegir þessir andskotar.


mbl.is Eftirlýstur hryðjuverkamaður sagður látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icelandair

Rúmlega þriðjungur flugmanna Icelandair eða 116 af 314, hefur fengið uppsagnarbréf eða er að vinna uppsagnarfrest, eftir því sem fram kemur í septemberútgáfu fréttabréfs Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Icelandair sagði upp 69 flugmönnum fyrir veturinn og tók hluti uppsagnanna gildi 1. september.

Það er ekki öfundvert hlutverk að vera flugmaður hjá Icelandair.  Það er ýmist verið að segja flugmönnum upp störfum og ráða síðan aftur þegar Icelandair hentar hverju sinni.  Það er farið með flugmenn, eins og þeir séu einnota og eru endurnýjaðir eftir þörfum hverju sinni.  Icelandair á dótturfélag sem heitir Loftleiðir og það félag stundar leiguflug út um allan heim og er með margar flugvélar.  Þeim flugvélum er ekki flogið af íslenskum flugmönnum, heldur flugmönnum frá láglaunalöndum og haf þar af leiðandi mun lægri laun en íslenskir flugmenn.

Nú er svo komið að íslenska ríkið ræður yfir meirihlutafjár í Icelandair í gegnum tvo af ríkisbönkunum.  Væri nú ekki betra fyrir ríkið að beita sér fyrir því að Icelandair og Loftleiðir notuðu eingöngu íslenska flugmenn.  Íslensku flugmennirnir greiða sína skatta hér á landi á meðan hinir erlendu flugmenn greiða þá í sínu heimalandi.


mbl.is Þriðjungur á uppsagnarfresti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný kjarasamningur

Starfsmannafélag Suðurnesja, Starfsmannafélag Hafnarfjarðar og Starfsmannafélag Vestmannaeyjabæjar undirrituðu í gær og samþykktu nýjan kjarasamning við HS Orku hf. Samningurinn er á svipuðum nótum og þeir samningar sem samþykktir hafa verið á undanförnum mánuðum. Samningurinn gildir frá 1. maí 2009 og hækka laun frá þeim tíma um 7.750 krónur. 1. nóvember hækka laun um 1.75% og 1. júní 2010 um 2.5%.

Á þessu ári hafa flestir launa menn fengið einhverja hækkun á sínum launum og er það gott.  En á sama tíma eru kjör öryrkja og eldri borgara skert og alveg klippt á að við getum eitthvað bjargað okkur með vinnu.  Jóhanna Sigurðardóttir, sem var félagsmálaráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Harde, beitti sér fyrir því að lífeyrisþegar mættu hafa allt að kr: 100 þúsund á mánuði, sem varð til þess að margir fóru út á vinnumarkaðinn.  Nú hefur félagsmálaráðherra í ríkisstjórn þessarar sömu Jóhönnu lækkað þetta frítekjumark niður í kr. 40 þúsund á mánuði.  Sem þýðir auðvitað það að þeir sem voru komnir í vinnu eru hættir öllu slíku.  Ég gekk í Samfylkinguna fyrir síðustu kosningar vegna þess að ég taldi að sá flokkur myndi gæta hag okkar lífeyrisþega best af öllum flokkum.

Nú bið ég þig Jóhanna að láta skjóta mig strax, en ekki svelta mig til bana.


mbl.is Bæjarstarfsmenn semja við HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Garður

Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs samþykkti í gær viljayfirlýsingu um ramma hugsanlegrar samvinnu við PrimaCare um uppbyggingu á heilsutengdri starfsemi í sveitarfélaginu. PrimaCare undirbýr nú byggingu einkasjúkrahúss til mjaðma- og hnjáaðgerða.

Þeir eiga heiður skilin sveitarstjórnarmenn í Garði fyrir sína afstöðu í þessu máli.  Þetta fyrirtæki mun skapa mikla vinnu á Suðurnesjum.  Það er eitt stykki sjúkrahús fullbúið tækjum og tólum á Keflavíkurflugvelli, sem Kaninn nýtti áður.  Þar eru fullkomnar skurðstofur og nánast allt til alls, bara að ganga inn og hefja starfsemi.  Eftir því sem mér skilst þá ætlar þetta fyrirtæki aðallega að fá sjúklinga erlendis frá og skapar þannig gjaldeyrir í þjóðarbúið.  Einnig verður það til taks fyrir íslenska sjúklinga sem geta greitt sjálfir fyrir sína aðgerð.  En langir biðlistar eru á sjúkrahúsum landsins í dag eftir svona aðgerðum.

En einhverra hluta vegna virðist þetta fara öfugt ofan í núverandi heilbrigðisráðherra, Ögmund Jónasson og hefur hann lýst áhyggjum sínum af því að þetta gæti kostað íslenska skattborgara eitthvað fé.  En sá ótti Ögmundar er ástæðulaus, því þetta verður rekið eins og hvert annað fyrirtæki, með hagnað að leiðarljósi.


mbl.is Garður vill einkasjúkrahúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sakaður um þjófnað

Forráðamaður IT ráðgjafar og hugbúnaðarþjónustunnar ehf., sem ætlaði að birta upplýsingar um tengsl fyrirtækja og einstaklinga úr fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, hafði undir höndum og nýtti sér upplýsingar úr hlutafélagaskrá án heimildar. Ríkisskattstjóri segir að ekki verði betur séð en að forráðamaðurinn hafi sem fyrrum starfsmaður ríkisskattstjóra tekið upplýsingarnar án heimildar og er sá þáttur nú til sérstakrar meðferðar.

Hvað hefur ríkisskattstjóri að fela í þessu máli fyrst ekki má birta upplýsingar um tengsl fyrirtækja og einstaklinga í atvinnulífinu.  En eins og flestir vita hafa þessi tengsl verið mjög flókinn og illskiljanleg flestum. Tengsl þvers og kurrs á mörgum sviðum.  Þessi maður sem nú er ásakaður um þjófnað er búinn að hanna sérstakt forrit til að samkeyra öll þessi tengsl.  Hann ætlaði síðan að gefa Ríkisskattstjóra forritið til að auðvelda honum störf.  Einnig hafði maðurinn mikinn áhuga á að fá leyfi til að setja þetta forrit á netið svo allir gætu notað það.

Þetta er mjög fullkomið forrit og var sýnd mynd af því í Morgunblaðinu fyrir stuttu og í frétt Morgunblaðsins um þetta forrit kom fram að með því einu að skrifa nafn á einhverjum í atvinnulífinu, t.d. Jón Ásgeir, þá kæmi upp mynd um öll tengsl hans við hin ýmsu fyrirtæki.  Bæði eignatengsl og stjórnarseta í öllum félögum sem hann situr í stjórn í.  Það sama væri hægt að gera með aðra einstakling, sem hafa verið áberandi í íslensku viðskiptalífi undanfarin ár.

Samkvæmt lögum er hlutafélagaskrá öllum opin til skoðunar, hvort Ríkisskattstjóra líkar það betur eða illa.  En hvor má síðan nota þessar upplýsingar eins og þessi maður gerði, veit ég ekki.  En held þó að það þurfi leyfi fyrir slíku.  Slíkt leyfi ætti auðvitað að veita þessu fyrirtæki IT-Ráðgjafar svo allir geti skoðað hvernig íslengst viðskiptalíf þróaðist á nokkrum árum í hreina ófreskju og átti sinn þátt í öllu hruninu, sem hér varð haustið 2008.  Eru ekki allir að tala um að öll mál skuli vera gegnsæ og allt uppi á borðum.

Mér finnst þessi afstaða Ríkisskattstjóra vera til skammar.


mbl.is Grunaður um upplýsingastuld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Fegurð er ekki dýrðardagur

né dásemd nein er fjöldinn sér,

því hverjum þykir sinn fugl fagur,

hve fáránlegur sem hann er.

(Egill Jónasson)


Settu Ísland á hausinn

„Þið settuð Ísland á hausinn,“ sagði Nassim Taleb, höfundur bókarinnar The Black Swan, á ráðstefnu viðskiptafólks í Toronto í Kanada nýverið. Þar sakaði Taleb m.a. fyrirtæki í fjarskiptaiðnaði um að eiga þátt í hruninu.

Ekki veit ég á hverju þessi maður byggir sínar fullyrðingar.  En hrunið á Íslandi varð vegna margra samverkandi áhrifa.  Fyrst og fremst vanhæfra bankastjórnenda.


mbl.is „Þið settuð Ísland á hausinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband