Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Bjartsýnir Íslendingar

Bjartsýni Íslendinga á framtíðina og sterk tilfinning fyrir því að Íslendingar séu að endurheimta land sitt, kom Jim Culleton, listrænum stjórnanda Fishamble: The New Play Company á óvart. Hann heimsótti Ísland nýlega í tengslum við sýninguna Forgotten.

Ekki veit ég við hverja þessi maður hefur talað í heimsókn sinn til Íslands.  Eftir því sem maður sér og heyrir í fréttum er mikil svartsýni hjá Íslendingum núna, og margir að flýja land og búnir að gefast upp á því ástandi sem hér ríkir.


mbl.is Íslendingar endurheimta landið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísitalan

Flóknir útreikningar liggja að baki vísitölu neysluverðs. Þar sem vísitalan er mælitæki á verðlagsþróun í landinu eiga landsmenn gríðarmikið undir því að þessir útreikningar séu réttir.

Það ætti að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölugrunninum og hafa þetta eins og í öðrum löndum.  Þar sem húsnæðisliðurinn er ekki hafður með.  Þetta er mjög slæmt fyrir Ísland, þar sem flestir eiga eigið húsnæði og leigumarkaður lítill.  En t.d. á Norðurlöndunum er leigumarkaðurinn mjög stór.


mbl.is Mælitæki sem fjölmargt mæðir á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barack Obama

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi með 240 atkvæðum gegn 179 að áminna Joe Wilson, þingmann Repúblikanaflokksins í Suður-Karólínu, formlega fyrir að gera hróp að Barack Obama, Bandaríkjaforseta, og kalla hann lygara þegar forsetinn ávarpaði Bandaríkjaþing í síðustu viku.

Þetta var gott hjá Bandaríkjaþingi að veita þessum þingmæli áminningu.  Í ræðu sinn var Obama að fjalla um heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum, en hann ætlar að breyta því á þann veg að allir geti notið þess burt séð frá efnahag.  Repúblikaflokkurinn er auðvitað á móti þessu, því þeirra stefna er að peningar eigi að ráða öllu.

Við ættum að lána Bandaríkjaþingi Ástu Ragnheiði Jóhannesardóttur, forseta Alþingis, með bjölluna góðu til að hafa hemil á þingmönnum sem láta svona.


mbl.is Þingmaður áminntur fyrir að kalla Obama lygara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gagnaver

Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir Kísilverksmiðju í Helguvík og varaaflstöð rafræns gagnavers að Ásbrú. Bæði fyrirtækin eru í Reykjanesbæ. Framkvæmdir eru hafnar við gagnaverið en stór hluti þess nýtir vöruskemmur sem fyrir voru að Ásbrú með umtalsverðum breytingum innanhúss.

Þetta eru gleðifréttir og sýna að hægt er að nota okkar orku í fleira en bara álver, þótt ágætt sé að hafa þau með.  Svona gagnaver skapar 300-500 störf þegar það er komið í fulla notkun, svo skapar Kísilverksmiðja í Helguvík mörg störf.  Ekki veitir af því atvinnuleysi er mest á Suðurnesjum af landinu öllu.


mbl.is Framkvæmdir hafnar við gagnaver að Ásbrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferðamál

Ferðamálastofa ákveðið að segja upp öllum núgildandi samningum um rekstrarframlag til rekstur upplýsingamiðstöðva, samkvæmt frétt Bæjarins besta. Þannig hefur samningi við Ísafjarðarbæ vegna reksturs upplýsingamiðstöðvar á Ísafirði verið sagt upp.

Þetta er mjög rökrétt að loka öllum upplýsingamiðstöðvum, þegar ferðamennska er talin vera sú atvinnugrein, sem mest á að byggja upp í framtíðinni og færa okkur miklar tekjur.

Hver ber ábyrgð á þessu rugli.


mbl.is Ferðamálastofa segir upp samningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

2007

Nú hefur orðskrípi komið inn í íslenska tungu, sem er "Að þetta eða hitt sé svo 2007-legt."  Hvað gerist árið 2007 sem gerir það ár svona sérstakt.  Að vísu var hrunið mikla ekki komið en það var heldur ekki árin 2000-2007.

Allt frá því að kvótakerfið í sjávarútveginum var komið á 1984 fóru menn að sjá tækifæri til að búa til peninga úr engu.  Þetta magnaðist síðan upp við einkavæðingu ríkisbankanna þriggja, frá þeim tíma hefur íslenska þjóðin verið á eyðslufylliríi.  Eftir einkavæðingu bankanna fundu menn fljótt út að hægt var að hagnast verulega með því að skipta nógu oft um verðlausan pappír.  Hugtakið milljónamæringur hvarf fyrir orðinu milljarðamæringur. Bæði bankastarfsmenn og fólk almennt varð veruleikafirrt og hugsunin; "Þetta reddast varð algeng."

1998 var ég og sonur minn að kaupa okkur bát og vantaði 25 milljónir til að geta klárað dæmið.  Við fórum i Glitnir og báðum um 25 milljóna króna lán en svarið var þvert NEI.  Þá datt mér í hug að útbúa 30 milljóna króna skuldabréf með veði í nýja bátnum.  Þá fórum við aftur í Glitnir og nú í verðbréfadeild bankans.  Við sögðumst eiga hér veðskuldabréf upp á 30 milljónir og hvort bankinn vildi kaupa það með 5 milljóna afslætti.  Þá fengum við þau svör að þetta væri nú svo lítil upphæð að það borgaði sig varla fyrir bankann að leggja vinnu í þessi viðskipti, en þar sem við byðum svona góðan afslátt skyldu þeir kaupa bréfið og það var gert.  Nú fórum við út úr Glitnir með þær 25 milljónir, sem okkur vantaði og málið var leyst.  En mikið sá ég eftir að hafa ekki skuldabréfið 300 milljónir. Svona var nú öll fagmennskan á þessu sviði í bankaheiminum, allt reynslulausir krakkar með eitthvað háskólapróf.


Lífeyrissjóðir

Stjórn Eldingar, félag smábátaeigenda í Ísafjarðarsýslum tekur heilshugar undir með Sjómannafélagi Íslands um að atvinnurekendur eigi ekki sæti í stjórnum lífeyrissjóðanna.

Lífeyrissjóðir eru eign þeirra sem í þá greiða og auðvitað eiga sjóðsfélagar að velja sér stjórn í hverjum sjóði.  Atvinnurekendur eiga EKKI að vera með fulltrúa í stjórnum lífeyrissjóða.  Það heyrist oft nú undanfarið að lífeyrissjóðirnir eigi að fjármagna þetta eða hitt.  Allt er þetta byggt á viðtölum stjórnenda lífeyrissjóða, sem koma úr röðum atvinnurekanda.


mbl.is Vilja atvinnurekendur burt úr stjórnum lífeyrissjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greiðsluvandi fólks

Heimilin eru ekki aflögufær og þau geta ekki borið hærri álögur, að því er segir í yfirlýsingu frá Hagsmunasamtökum heimilanna. Samtökin velta fyrir sér hvers vegna þurfi að bjarga þremur bönkum þegar einn dugi fyrir landið. „Af hverju er eina lausn stjórnvalda að íþyngja heimilunum með hærri sköttum, þegar allir sjóðir heimilanna eru þegar þurrausnir?"

Ég get tekið undir þetta álit, því nú verður með hraði að bjarga heimilum þessa lands.  Annars blasir við fjöldagjaldþrot og fólksflótti frá Íslandi.  Hvað eru bankar og Íbúðalánasjóður, betur settir ef þeir eignast nokkur hundruð íbúðir, frekar en að aðstoða fólk við að greiða sín lán.  Stór hluti af þessum íbúðalánum eru töpuð að miklu leyti og eins gott að horfast í augu við þá staðreynd strax.

 


mbl.is Segja heimilin ekki geta meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Í ástum og hefndum er

konan sterkari er karlinn.

(Friedrich Nietzschen)


Milljarðatap

Gagnaveitan, sem áður var Lína.net, sogar til sín peninga frá Orkuveitunni. Dregið hefur úr fjárfestingum en skuldir aukast með fallandi gengi krónunnar. Rekstrartap eftir afskriftir nemur 21 milljón króna.

Hvað getur Orkuveitan haldið þessu fyrirtæki lengi gangandi og af hverju þarf hún að eiga þetta fyrirtæki.  Væri ekki best að selja þetta fyrirtæki, sem blóðmjólkar Orkuveituna á hverju ári með skattfé borgarbúa í Reykjavík.

Annar finnst mér alltaf broslegt þegar forstjórar stórra fyrirtækja sem tapa miklu, fullyrða að allt hafi gengið vel og samkvæmt áætlun.

En samt er bara tap.


mbl.is Milljarðatap Gagnaveitunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband