Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
16.9.2009 | 11:26
Bjartsýnir Íslendingar
Bjartsýni Íslendinga á framtíðina og sterk tilfinning fyrir því að Íslendingar séu að endurheimta land sitt, kom Jim Culleton, listrænum stjórnanda Fishamble: The New Play Company á óvart. Hann heimsótti Ísland nýlega í tengslum við sýninguna Forgotten.
Ekki veit ég við hverja þessi maður hefur talað í heimsókn sinn til Íslands. Eftir því sem maður sér og heyrir í fréttum er mikil svartsýni hjá Íslendingum núna, og margir að flýja land og búnir að gefast upp á því ástandi sem hér ríkir.
![]() |
Íslendingar endurheimta landið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.9.2009 | 11:21
Vísitalan
Flóknir útreikningar liggja að baki vísitölu neysluverðs. Þar sem vísitalan er mælitæki á verðlagsþróun í landinu eiga landsmenn gríðarmikið undir því að þessir útreikningar séu réttir.
Það ætti að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölugrunninum og hafa þetta eins og í öðrum löndum. Þar sem húsnæðisliðurinn er ekki hafður með. Þetta er mjög slæmt fyrir Ísland, þar sem flestir eiga eigið húsnæði og leigumarkaður lítill. En t.d. á Norðurlöndunum er leigumarkaðurinn mjög stór.
![]() |
Mælitæki sem fjölmargt mæðir á |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.9.2009 | 11:17
Barack Obama
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi með 240 atkvæðum gegn 179 að áminna Joe Wilson, þingmann Repúblikanaflokksins í Suður-Karólínu, formlega fyrir að gera hróp að Barack Obama, Bandaríkjaforseta, og kalla hann lygara þegar forsetinn ávarpaði Bandaríkjaþing í síðustu viku.
Þetta var gott hjá Bandaríkjaþingi að veita þessum þingmæli áminningu. Í ræðu sinn var Obama að fjalla um heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum, en hann ætlar að breyta því á þann veg að allir geti notið þess burt séð frá efnahag. Repúblikaflokkurinn er auðvitað á móti þessu, því þeirra stefna er að peningar eigi að ráða öllu.
Við ættum að lána Bandaríkjaþingi Ástu Ragnheiði Jóhannesardóttur, forseta Alþingis, með bjölluna góðu til að hafa hemil á þingmönnum sem láta svona.
![]() |
Þingmaður áminntur fyrir að kalla Obama lygara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.9.2009 | 11:07
Gagnaver
Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir Kísilverksmiðju í Helguvík og varaaflstöð rafræns gagnavers að Ásbrú. Bæði fyrirtækin eru í Reykjanesbæ. Framkvæmdir eru hafnar við gagnaverið en stór hluti þess nýtir vöruskemmur sem fyrir voru að Ásbrú með umtalsverðum breytingum innanhúss.
Þetta eru gleðifréttir og sýna að hægt er að nota okkar orku í fleira en bara álver, þótt ágætt sé að hafa þau með. Svona gagnaver skapar 300-500 störf þegar það er komið í fulla notkun, svo skapar Kísilverksmiðja í Helguvík mörg störf. Ekki veitir af því atvinnuleysi er mest á Suðurnesjum af landinu öllu.
![]() |
Framkvæmdir hafnar við gagnaver að Ásbrú |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.9.2009 | 10:56
Ferðamál
Ferðamálastofa ákveðið að segja upp öllum núgildandi samningum um rekstrarframlag til rekstur upplýsingamiðstöðva, samkvæmt frétt Bæjarins besta. Þannig hefur samningi við Ísafjarðarbæ vegna reksturs upplýsingamiðstöðvar á Ísafirði verið sagt upp.
Þetta er mjög rökrétt að loka öllum upplýsingamiðstöðvum, þegar ferðamennska er talin vera sú atvinnugrein, sem mest á að byggja upp í framtíðinni og færa okkur miklar tekjur.
Hver ber ábyrgð á þessu rugli.
![]() |
Ferðamálastofa segir upp samningum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.9.2009 | 10:51
2007
Nú hefur orðskrípi komið inn í íslenska tungu, sem er "Að þetta eða hitt sé svo 2007-legt." Hvað gerist árið 2007 sem gerir það ár svona sérstakt. Að vísu var hrunið mikla ekki komið en það var heldur ekki árin 2000-2007.
Allt frá því að kvótakerfið í sjávarútveginum var komið á 1984 fóru menn að sjá tækifæri til að búa til peninga úr engu. Þetta magnaðist síðan upp við einkavæðingu ríkisbankanna þriggja, frá þeim tíma hefur íslenska þjóðin verið á eyðslufylliríi. Eftir einkavæðingu bankanna fundu menn fljótt út að hægt var að hagnast verulega með því að skipta nógu oft um verðlausan pappír. Hugtakið milljónamæringur hvarf fyrir orðinu milljarðamæringur. Bæði bankastarfsmenn og fólk almennt varð veruleikafirrt og hugsunin; "Þetta reddast varð algeng."
1998 var ég og sonur minn að kaupa okkur bát og vantaði 25 milljónir til að geta klárað dæmið. Við fórum i Glitnir og báðum um 25 milljóna króna lán en svarið var þvert NEI. Þá datt mér í hug að útbúa 30 milljóna króna skuldabréf með veði í nýja bátnum. Þá fórum við aftur í Glitnir og nú í verðbréfadeild bankans. Við sögðumst eiga hér veðskuldabréf upp á 30 milljónir og hvort bankinn vildi kaupa það með 5 milljóna afslætti. Þá fengum við þau svör að þetta væri nú svo lítil upphæð að það borgaði sig varla fyrir bankann að leggja vinnu í þessi viðskipti, en þar sem við byðum svona góðan afslátt skyldu þeir kaupa bréfið og það var gert. Nú fórum við út úr Glitnir með þær 25 milljónir, sem okkur vantaði og málið var leyst. En mikið sá ég eftir að hafa ekki skuldabréfið 300 milljónir. Svona var nú öll fagmennskan á þessu sviði í bankaheiminum, allt reynslulausir krakkar með eitthvað háskólapróf.
16.9.2009 | 10:22
Lífeyrissjóðir
Stjórn Eldingar, félag smábátaeigenda í Ísafjarðarsýslum tekur heilshugar undir með Sjómannafélagi Íslands um að atvinnurekendur eigi ekki sæti í stjórnum lífeyrissjóðanna.
Lífeyrissjóðir eru eign þeirra sem í þá greiða og auðvitað eiga sjóðsfélagar að velja sér stjórn í hverjum sjóði. Atvinnurekendur eiga EKKI að vera með fulltrúa í stjórnum lífeyrissjóða. Það heyrist oft nú undanfarið að lífeyrissjóðirnir eigi að fjármagna þetta eða hitt. Allt er þetta byggt á viðtölum stjórnenda lífeyrissjóða, sem koma úr röðum atvinnurekanda.
![]() |
Vilja atvinnurekendur burt úr stjórnum lífeyrissjóða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.9.2009 | 10:15
Greiðsluvandi fólks
Heimilin eru ekki aflögufær og þau geta ekki borið hærri álögur, að því er segir í yfirlýsingu frá Hagsmunasamtökum heimilanna. Samtökin velta fyrir sér hvers vegna þurfi að bjarga þremur bönkum þegar einn dugi fyrir landið. Af hverju er eina lausn stjórnvalda að íþyngja heimilunum með hærri sköttum, þegar allir sjóðir heimilanna eru þegar þurrausnir?"
Ég get tekið undir þetta álit, því nú verður með hraði að bjarga heimilum þessa lands. Annars blasir við fjöldagjaldþrot og fólksflótti frá Íslandi. Hvað eru bankar og Íbúðalánasjóður, betur settir ef þeir eignast nokkur hundruð íbúðir, frekar en að aðstoða fólk við að greiða sín lán. Stór hluti af þessum íbúðalánum eru töpuð að miklu leyti og eins gott að horfast í augu við þá staðreynd strax.
![]() |
Segja heimilin ekki geta meira |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.9.2009 | 10:20
Spakmæli dagsins
Í ástum og hefndum er
konan sterkari er karlinn.
(Friedrich Nietzschen)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2009 | 10:15
Milljarðatap
Gagnaveitan, sem áður var Lína.net, sogar til sín peninga frá Orkuveitunni. Dregið hefur úr fjárfestingum en skuldir aukast með fallandi gengi krónunnar. Rekstrartap eftir afskriftir nemur 21 milljón króna.
Hvað getur Orkuveitan haldið þessu fyrirtæki lengi gangandi og af hverju þarf hún að eiga þetta fyrirtæki. Væri ekki best að selja þetta fyrirtæki, sem blóðmjólkar Orkuveituna á hverju ári með skattfé borgarbúa í Reykjavík.
Annar finnst mér alltaf broslegt þegar forstjórar stórra fyrirtækja sem tapa miklu, fullyrða að allt hafi gengið vel og samkvæmt áætlun.
En samt er bara tap.
![]() |
Milljarðatap Gagnaveitunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
-
Adda bloggar
-
Ágúst H Bjarnason
-
Albertína Friðbjörg
-
Alma Jenny Guðmundsdóttir
-
Anna
-
Anna Guðný
-
Anna Heiða Stefánsdóttir
-
Anna Pálsdóttir! :)
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Apamaðurinn
-
Arinbjörn Kúld
-
Ásgerður Jóna Flosadóttir
-
Arnlaugur Helgason
-
Arnþór Helgason
-
Ársæll Níelsson
-
Ásdís Rán
-
Ásgeir Jóhann Bragason
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Ásgeir Sveinsson
-
Axel Jóhann Axelsson
-
Baldur Smári Einarsson
-
Baldvin Jónsson
-
Bara Steini
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Birna M
-
Bjarney Bjarnadóttir
-
Bjarni Baukur
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Bjarni Kjartansson
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Bjarki Þór Guðmundsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Björgvin S. Ármannsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Björn Leví Gunnarsson
-
Björn Finnbogason
-
Bragi Sigurður Guðmundsson
-
Bragi Sigurðsson
-
Hommalega Kvennagullið
-
Bwahahaha...
-
Davíð Pálsson
-
Davíð S. Sigurðsson
-
Didda
-
Dunni
-
Edda Agnarsdóttir
-
Edda Sveinsdóttir
-
Eggert Þór Aðalsteinsson
-
Egill Jón Kristjánsson
-
egvania
-
Einar B Bragason
-
Einar Kristinn Guðfinnsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Eiríkur Sjóberg
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Emil Örn Kristjánsson
-
J. Einar Valur Bjarnason Maack
-
Elín Margrét Guðmundsdóttir
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Eyjólfur Ingvi Bjarnason
-
FF
-
FLÓTTAMAÐURINN
-
Faktor
-
Fannar frá Rifi
-
Finnur Bárðarson
-
Fjarki
-
Friðrik Höskuldsson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Georg Birgisson
-
Gestur Guðjónsson
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Gunnar Þór Ólafsson
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Guðjón Heiðar Valgarðsson
-
Guðjón Sigþór Jensson
-
Guðjón Ó.
-
Guðmundur St Ragnarsson
-
Guðmundur Zebitz
-
Guðni Gíslason
-
gudni.is
-
Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
-
Guðrún Jónína Eiríksdóttir
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðrún Una Jónsdóttir
-
Guðrún Helgadóttir
-
Guðrún S Hilmisdóttir
-
Guðrún Þóra Hjaltadóttir
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Gísli Sigurðsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Haffi
-
Hafrún Kristjánsdóttir
-
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
-
Halla Rut
-
Halldór Sigurðsson
-
Halldór Örn Egilson
-
Hallgrímur Guðmundsson
-
Hallur Magnússon
-
Haraldur Bjarnason
-
Haraldur Davíðsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heimir Lárusson Fjeldsted
-
Heiður Helgadóttir
-
Helga Dóra
-
Helga Sigrún Harðardóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Himmalingur
-
Hilmar Sæberg Ásgeirsson
-
hilmar jónsson
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Hjalti Sigurðarson
-
Hjartagullin mín
-
Hinrik Þór Svavarsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Hlekkur
-
Huld S. Ringsted
-
Hólmdís Hjartardóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
hreinsamviska
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Hörður Halldórsson
-
Hörður Hilmarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Ingunn Jóna Gísladóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jakob Kristinsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Jens Guð
-
Jens Sigurjónsson
-
Jóhannes Jónsson
-
Jóhanna Fríða Dalkvist
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jóhannes Þór Skúlason
-
Jón Baldur Lorange
-
Jón Halldór Eiríksson
-
Jón Kristófer Arnarson
-
Jón Finnbogason
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Jónína Benediktsdóttir
-
Kama Sutra
-
Karl Tómasson
-
Karl V. Matthíasson
-
Katrín
-
Kjarri thaiiceland
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Konráð Ragnarsson
-
Kristinn Sigurjónsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Kristján Pétursson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Lilja Skaftadóttir
-
Lovísa
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Lýður Árnason
-
Maddý
-
Magnús Þór Friðriksson
-
Margrét Sigurðardóttir
-
Marinó Hafnfjörð Þórisson
-
Magnús H Traustason
-
Marinó Már Marinósson
-
Marzellíus Sveinbjörnsson
-
Morgunblaðið
-
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
Natan Kolbeinsson
-
Níels A. Ársælsson.
-
Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Ólafur Tryggvason
-
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
-
Ólöf de Bont
-
Óskar Helgi Helgason
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Paul Nikolov
-
Páll Höskuldsson
-
Páll Vilhjálmsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
percy B. Stefánsson
-
Predikarinn - Cacoethes scribendi
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar Borgþórs
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Ragnhildur Jónsdóttir
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Regína R
-
Ruth
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Rögnvaldur Þór Óskarsson
-
Samtök Fullveldissinna
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
-
Sigríður Hafdís Þórðardóttir
-
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
-
Sigurður Haukur Gíslason
-
Sigurður Jón Hreinsson
-
Sigurður Jónsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Snorri Bergz
-
Sigurjón Sveinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Þorsteinn Briem
-
Steinþór Ásgeirsson
-
Svartagall
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sævar Einarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sólveig Aradóttir
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
TARA
-
Tiger
-
Tinna Eik Rakelardóttir
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valbjörn Júlíus Þorláksson
-
Valdimar Leó Friðriksson
-
Valan
-
Vefritid
-
Vestfirðir
-
Viggó H. Viggósson
-
Vilborg Auðuns
-
Þórbergur Torfason
-
ÞJÓÐARSÁLIN
-
Þórhallur Heimisson
-
Þórhallur Pálsson
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Þórður Björn Sigurðsson
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Þórir Kjartansson
-
Þórólfur S. Finnsson
-
Þór Jóhannesson
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Jón V. Þorsteinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
248 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Páfinn fordæmdi vaxandi gyðingaandúð og biskupinn talaði um að mótmæla.
- Fúsk og sleifarlag gagnvart atvinnuvegum
- Hvað jók fylgið?
- Spilið "Trash" með spilastokk(52 spilum)
- Vopnahlé fyrir Úkraínu
- Páskasælgætið
- Gleðilega páska
- Grímur Thomsen var "villt og undarleg vera" - Eins konar ritdómur
- Páskar
- ,,Styrkur trúarinnar er fólginn í veikleika hennar"