Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Landlæknir

Komi í ljós að ástandið á hjúkrunarheimilum sé óviðunandi – jafnvel undir öryggismörkum – er staðan afar erfið. Landlæknisembættið mun með haustinu gera athugun á hjúkrunarheimilum landsins og segir landlæknir sterkan vilja til að taka málefni þeirra föstum tökum, enda hafi hann áhyggjur af stöðunni.

Það er ekki nóg að hafa áhyggjur af stöðu mála á hjúkrunarheimilum landsins, heldur verður að gera eitthvað til að lagfæra þetta ástand.  Við eigum  ALDREI skera svo mikið niður í heilbrigðiskerfinu að hættuástand skapist til lengri tíma.


mbl.is Hefur áhyggjur af stöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Týnda táknið

Týnda táknið, The Lost Symbol , nýjasta skáldsaga Dans Browns um táknfræðinginn Robert Langdon, kom út í gær. Unnendur sagna Browns hafa beðið bókarinnar óþreyjufullir og voru fyrstu eintökin tekin úr kössum og seld í verslunum í Reykjavík klukkan eina mínútu yfir ellefu í gærkvöldi.

Svo mikil leynd varð að hvíla yfir þessari bók að allir bókakassarnir voru innsiglaðir og ekki mátti rjúfa þau fyrr er kl:23,00 og þá hófst salan af fullum krafti.  Þetta er örugglega góð bók og ef ég ætti til pening, þá myndi ég örugglega kaupa hana.  En peningar er hlutur sem við öryrkjar þessa lands sjáum sjaldan.


mbl.is Týnda táknið í búðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÍSTAK

Verkefnaskortur í mannvirkjagerð hér á landi hefur haft þau áhrif m.a. að íslensk verktakafyrirtæki hafa í auknum mæli orðið að leita út fyrir landsteinana með ný verk. Greint hefur verið frá verkefnum Ístaks á Grænlandi og Jamaíku en fyrirtækið er einnig að hefja vinnu við tvö stór verkefni í Noregi um þessar mundir.

Þeir eru seigir hjá ÍSTAK að bjarga sér í kreppunni.  Þeir hafa verið með verkefni á Grænlandi, Jamaíku og nú er stefnan sett á Noreg til að vinna tvö stór verk.  Allt skapar þetta Íslendingum mikla og örugga atvinnu, sem ekki veitir af nú.  Auk þess skila þessi verkefni öll miklum gjaldeyrir í þjóðarbúið.


mbl.is Tæki og tól til Noregs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný kvikmynd

Það kemur sjálfsagt fáum á óvart að ungmennahrollvekjan The Final Destination var mest sótta kvikmynd liðinnar helgar, en alls fóru 2.946 á hana. Kvikmyndin var frumsýnd um helgina og segir af ungmennum sem reyna hvað þau geta að leika á dauðann með skelfilegum afleiðingum. Myndin er sú fjórða í Final Destination-kvikmyndasyrpunni.

Ég las það í Fréttablaðinu í morgun að Jón Baldvin Hannibalsson, hefði gengið út af þessari mynd og sagt hana vera viðbjóð, sem ekki væri mönnum bjóðandi.  En eiginkona hans, Bryndís Schram horfði á myndina alla, þótt henni liði ekki vel.   Það var einnig sagt frá því að á frumsýningu myndarinnar hefði fjöldi fólks ælt af viðbjóðnum sem birtist á skjánum.

Er ekki til nóg af raunverulegum viðbjóði í heiminum í dag og óþarft að gera kvikmynd um slíkt.  Ég hélt að kvikmyndir væru ætlaðar til afþreyingar og skemmtunar en ekki til að auka á vanlíðan fólks.


mbl.is Ekki svo auðveldlega á dauðann snúið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástvinamissir

Fólki sem syrgir látinn ástvin er margfalt hættara við að fá hjartaáfall, samkvæmt nýlegri rannsókn Heart Foundation í Ástralíu. Vísindamenn segja að líkurnar hafi allt að sexfaldast skömmu eftir ástvinamissi.

Mikið fagna ég þessari niðurstöðu.  Því alltaf er verið að halda því fram að helsta orsök hjartáfalls séu reykingar.  Ég hef reykt í rúm 40 ár og ekki dauður enn og aldrei fengið neinn hjartahvilla.  En ef einhver mér nákominn deyr þá drepst ég sennilega fljótlega eftir það.


mbl.is Ástvinamissir eykur líkur á hjartaáfalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vestmannaeyjar

Ferjan Baldur siglir ekki fyrri ferð milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar í dag vegna veðurs. Athuga á með seinni ferð kl. 13.00 samkvæmt frétt frá Eimskip. Ferjan má ekki sigla fari ölduhæð við Surtsey yfir 3,5 metra. Ölduhæðin á Surtseyjardufli var 6,1 metri klukkan 8 í morgun.

Var nú ekki hægt að fá heppilegra skip en ferjuna Baldur til að leysa Herjólf af á meðan hann er í slipp.  Ferjan Baldur er byggð til siglinga innanfjarðar en ekki á opnu hafi.  En auðvitað verður að gæta fyllsta öryggis í þessum ferðum.

Ég er viss um að ef vel hefði verið kannað hefði mátt fá erlenda ferju í þetta verkefni.  Ferju sem getur siglt þótt vont sé veður.  Það er ófært fyrir Vestmanneyringa að búa við svona ástand í sínum samgöngumálum.  Því þegar veðrið er vont þá er ekki heldur hægt að fljúga til Eyja.


mbl.is Baldur siglir ekki fyrri ferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veitir ekki viðtöl

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur verið gagnrýnd mjög fyrir að veita ekki erlendum fjölmiðlum viðtöl. Frakkinn Hughes Beaudouin var skiptinemi í Neskaupstað 1986 og starfaði síðar í franska sendiráðinu í Reykjavík; hann talar ágæta íslensku.

Þetta er undarleg afstaða hjá forsætisráðherra að vilja ekki tala við erlenda fjölmiðla og mikil mistök hjá Jóhönnu.

Það verður að nota hver einasta tækifæri sem býðst til að koma að sjónarmiðum Íslands vegna bankakreppunnar og umsóknar um aðild að ESB.  Því var haldið fram í Fréttablaðinu í dag að Jóhanna kynni ekki ensku og veitti því ekki viðtöl.  Þessi skýring getur varla staðist, því Jóhanna starfaði í mörg ár sem flugfreyja og í því starfi er krafist góðrar tungumálakunnáttu.   Það hefur líka verið nefnt að snúið hafi verið út úr orðum hennar í viðtali við erlendan fjölmiði, en það er ekki næg ástæða heldur, því að þessi Frakki sem stöðugt er að reyna að fá viðtal við Jóhönnu, ætlar að hafa það sjónvarpsviðtal og í slíku viðtali er ekki hægt að vera með einhverja túlkun eftir á.

Jóhanna drífðu þig í viðtal hjá Frakkanum.


mbl.is Erfitt að fá viðtal við Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orkuveitan

Orkuveita Reykjavíkur segir, að enginn vafi leiki á því að Magma Energy Sweden AB hafi verið heimilt að kaupa hlut Orkuveitunnar í HS Orku. Segir OR að við setningu laga, sem um málið gildi, hafi beinlínis verið gert ráð fyrir því, að lögaðili utan Evrópska efnahagssvæðisins geti átt fyrirtæki innan þess og þar með öðlast rétt til fjárfestinga hér á landi, m.a. í orkufyrirtæki.

Það er mjög umdeilt hvort þessi sala standist lög og er sérstök nefnd að skoða það.  Hvað lá svona mikið á að gera þessa sölu?  Hefði ekki verið betra að nefndin lyki störfum sínum og kvæði upp úr um lögmæti þessa gjörnings.

Hvernig sem litið er á málið, þá mun það skaða Sjálfstæðisflokkinn, sem fer með forustu í þessu máli.  Eru Sjálfstæðismenn ekki búnir að fá nóg af öllu sínu klúðri með Orkuveitu Reykjavíkur? Svo virðist ekki vera, sem betur fer.


mbl.is OR segir sölu á HS Orku í samræmi við lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Konan er nefnilega hvorki meira né minna

en hættulegasti meðbiðill guðs og

keppinautur þar sem sál

mannsins er í tafli.

(Halldór Laxnes)


Verð á kjöti

„Samtökin töldu vera svigrúm fyrir meiri hækkun ekki síst í ljósi þess að útflutningur hefur verið að skila góðum verðum,“ segir Sindri Sigurgeirsson formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Allir sláturleyfishafar hafa nú birt verð sauðfjárafurða fyrir haustið og er hækkun frá fyrra ári 8-10% eða tæpur helmingur af því sem viðmiðunarverð LS gerð ráð fyrir. Fimmfaldur munur er á álagsgreiðslum sem sláturleyfishafar greiða fyrir hvert kíló kjöts þessa vikuna.

Auðvitað er eðlilegt að einhver munur sé á greiðslum sláturleyfishafa til bænda á dilkakjöti.  En fimmfaldur munur segir manni það að mikið sé að í þessum geira landbúnaðarins.  Annar er ég þeirra skoðunar að hver bóndi ætti að vera með sitt eigið sláturhús og selja beint frá býli.  Eftirlitsaðilar gætu svo farið á milli bæja til að fylgjast með.  Kjörorðið ætti að vera;

Frá haga til maga.


mbl.is Fimmfaldur munur á álagsgreiðslum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband