Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
15.9.2009 | 10:09
Landlæknir
Komi í ljós að ástandið á hjúkrunarheimilum sé óviðunandi jafnvel undir öryggismörkum er staðan afar erfið. Landlæknisembættið mun með haustinu gera athugun á hjúkrunarheimilum landsins og segir landlæknir sterkan vilja til að taka málefni þeirra föstum tökum, enda hafi hann áhyggjur af stöðunni.
Það er ekki nóg að hafa áhyggjur af stöðu mála á hjúkrunarheimilum landsins, heldur verður að gera eitthvað til að lagfæra þetta ástand. Við eigum ALDREI skera svo mikið niður í heilbrigðiskerfinu að hættuástand skapist til lengri tíma.
![]() |
Hefur áhyggjur af stöðunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.9.2009 | 10:01
Týnda táknið
Týnda táknið, The Lost Symbol , nýjasta skáldsaga Dans Browns um táknfræðinginn Robert Langdon, kom út í gær. Unnendur sagna Browns hafa beðið bókarinnar óþreyjufullir og voru fyrstu eintökin tekin úr kössum og seld í verslunum í Reykjavík klukkan eina mínútu yfir ellefu í gærkvöldi.
Svo mikil leynd varð að hvíla yfir þessari bók að allir bókakassarnir voru innsiglaðir og ekki mátti rjúfa þau fyrr er kl:23,00 og þá hófst salan af fullum krafti. Þetta er örugglega góð bók og ef ég ætti til pening, þá myndi ég örugglega kaupa hana. En peningar er hlutur sem við öryrkjar þessa lands sjáum sjaldan.
![]() |
Týnda táknið í búðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.9.2009 | 09:54
ÍSTAK
Verkefnaskortur í mannvirkjagerð hér á landi hefur haft þau áhrif m.a. að íslensk verktakafyrirtæki hafa í auknum mæli orðið að leita út fyrir landsteinana með ný verk. Greint hefur verið frá verkefnum Ístaks á Grænlandi og Jamaíku en fyrirtækið er einnig að hefja vinnu við tvö stór verkefni í Noregi um þessar mundir.
Þeir eru seigir hjá ÍSTAK að bjarga sér í kreppunni. Þeir hafa verið með verkefni á Grænlandi, Jamaíku og nú er stefnan sett á Noreg til að vinna tvö stór verk. Allt skapar þetta Íslendingum mikla og örugga atvinnu, sem ekki veitir af nú. Auk þess skila þessi verkefni öll miklum gjaldeyrir í þjóðarbúið.
![]() |
Tæki og tól til Noregs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.9.2009 | 09:48
Ný kvikmynd
Það kemur sjálfsagt fáum á óvart að ungmennahrollvekjan The Final Destination var mest sótta kvikmynd liðinnar helgar, en alls fóru 2.946 á hana. Kvikmyndin var frumsýnd um helgina og segir af ungmennum sem reyna hvað þau geta að leika á dauðann með skelfilegum afleiðingum. Myndin er sú fjórða í Final Destination-kvikmyndasyrpunni.
Ég las það í Fréttablaðinu í morgun að Jón Baldvin Hannibalsson, hefði gengið út af þessari mynd og sagt hana vera viðbjóð, sem ekki væri mönnum bjóðandi. En eiginkona hans, Bryndís Schram horfði á myndina alla, þótt henni liði ekki vel. Það var einnig sagt frá því að á frumsýningu myndarinnar hefði fjöldi fólks ælt af viðbjóðnum sem birtist á skjánum.
Er ekki til nóg af raunverulegum viðbjóði í heiminum í dag og óþarft að gera kvikmynd um slíkt. Ég hélt að kvikmyndir væru ætlaðar til afþreyingar og skemmtunar en ekki til að auka á vanlíðan fólks.
![]() |
Ekki svo auðveldlega á dauðann snúið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.9.2009 | 09:37
Ástvinamissir
Fólki sem syrgir látinn ástvin er margfalt hættara við að fá hjartaáfall, samkvæmt nýlegri rannsókn Heart Foundation í Ástralíu. Vísindamenn segja að líkurnar hafi allt að sexfaldast skömmu eftir ástvinamissi.
Mikið fagna ég þessari niðurstöðu. Því alltaf er verið að halda því fram að helsta orsök hjartáfalls séu reykingar. Ég hef reykt í rúm 40 ár og ekki dauður enn og aldrei fengið neinn hjartahvilla. En ef einhver mér nákominn deyr þá drepst ég sennilega fljótlega eftir það.
![]() |
Ástvinamissir eykur líkur á hjartaáfalli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.9.2009 | 09:31
Vestmannaeyjar
Ferjan Baldur siglir ekki fyrri ferð milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar í dag vegna veðurs. Athuga á með seinni ferð kl. 13.00 samkvæmt frétt frá Eimskip. Ferjan má ekki sigla fari ölduhæð við Surtsey yfir 3,5 metra. Ölduhæðin á Surtseyjardufli var 6,1 metri klukkan 8 í morgun.
Var nú ekki hægt að fá heppilegra skip en ferjuna Baldur til að leysa Herjólf af á meðan hann er í slipp. Ferjan Baldur er byggð til siglinga innanfjarðar en ekki á opnu hafi. En auðvitað verður að gæta fyllsta öryggis í þessum ferðum.
Ég er viss um að ef vel hefði verið kannað hefði mátt fá erlenda ferju í þetta verkefni. Ferju sem getur siglt þótt vont sé veður. Það er ófært fyrir Vestmanneyringa að búa við svona ástand í sínum samgöngumálum. Því þegar veðrið er vont þá er ekki heldur hægt að fljúga til Eyja.
![]() |
Baldur siglir ekki fyrri ferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.9.2009 | 09:22
Veitir ekki viðtöl
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur verið gagnrýnd mjög fyrir að veita ekki erlendum fjölmiðlum viðtöl. Frakkinn Hughes Beaudouin var skiptinemi í Neskaupstað 1986 og starfaði síðar í franska sendiráðinu í Reykjavík; hann talar ágæta íslensku.
Þetta er undarleg afstaða hjá forsætisráðherra að vilja ekki tala við erlenda fjölmiðla og mikil mistök hjá Jóhönnu.
Það verður að nota hver einasta tækifæri sem býðst til að koma að sjónarmiðum Íslands vegna bankakreppunnar og umsóknar um aðild að ESB. Því var haldið fram í Fréttablaðinu í dag að Jóhanna kynni ekki ensku og veitti því ekki viðtöl. Þessi skýring getur varla staðist, því Jóhanna starfaði í mörg ár sem flugfreyja og í því starfi er krafist góðrar tungumálakunnáttu. Það hefur líka verið nefnt að snúið hafi verið út úr orðum hennar í viðtali við erlendan fjölmiði, en það er ekki næg ástæða heldur, því að þessi Frakki sem stöðugt er að reyna að fá viðtal við Jóhönnu, ætlar að hafa það sjónvarpsviðtal og í slíku viðtali er ekki hægt að vera með einhverja túlkun eftir á.
Jóhanna drífðu þig í viðtal hjá Frakkanum.
![]() |
Erfitt að fá viðtal við Jóhönnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.9.2009 | 09:08
Orkuveitan
Orkuveita Reykjavíkur segir, að enginn vafi leiki á því að Magma Energy Sweden AB hafi verið heimilt að kaupa hlut Orkuveitunnar í HS Orku. Segir OR að við setningu laga, sem um málið gildi, hafi beinlínis verið gert ráð fyrir því, að lögaðili utan Evrópska efnahagssvæðisins geti átt fyrirtæki innan þess og þar með öðlast rétt til fjárfestinga hér á landi, m.a. í orkufyrirtæki.
Það er mjög umdeilt hvort þessi sala standist lög og er sérstök nefnd að skoða það. Hvað lá svona mikið á að gera þessa sölu? Hefði ekki verið betra að nefndin lyki störfum sínum og kvæði upp úr um lögmæti þessa gjörnings.
Hvernig sem litið er á málið, þá mun það skaða Sjálfstæðisflokkinn, sem fer með forustu í þessu máli. Eru Sjálfstæðismenn ekki búnir að fá nóg af öllu sínu klúðri með Orkuveitu Reykjavíkur? Svo virðist ekki vera, sem betur fer.
![]() |
OR segir sölu á HS Orku í samræmi við lög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.9.2009 | 10:56
Spakmæli dagsins
Konan er nefnilega hvorki meira né minna
en hættulegasti meðbiðill guðs og
keppinautur þar sem sál
mannsins er í tafli.
(Halldór Laxnes)
14.9.2009 | 10:51
Verð á kjöti
Samtökin töldu vera svigrúm fyrir meiri hækkun ekki síst í ljósi þess að útflutningur hefur verið að skila góðum verðum, segir Sindri Sigurgeirsson formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Allir sláturleyfishafar hafa nú birt verð sauðfjárafurða fyrir haustið og er hækkun frá fyrra ári 8-10% eða tæpur helmingur af því sem viðmiðunarverð LS gerð ráð fyrir. Fimmfaldur munur er á álagsgreiðslum sem sláturleyfishafar greiða fyrir hvert kíló kjöts þessa vikuna.
Auðvitað er eðlilegt að einhver munur sé á greiðslum sláturleyfishafa til bænda á dilkakjöti. En fimmfaldur munur segir manni það að mikið sé að í þessum geira landbúnaðarins. Annar er ég þeirra skoðunar að hver bóndi ætti að vera með sitt eigið sláturhús og selja beint frá býli. Eftirlitsaðilar gætu svo farið á milli bæja til að fylgjast með. Kjörorðið ætti að vera;
Frá haga til maga.
![]() |
Fimmfaldur munur á álagsgreiðslum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
-
Adda bloggar
-
Ágúst H Bjarnason
-
Albertína Friðbjörg
-
Alma Jenny Guðmundsdóttir
-
Anna
-
Anna Guðný
-
Anna Heiða Stefánsdóttir
-
Anna Pálsdóttir! :)
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Apamaðurinn
-
Arinbjörn Kúld
-
Ásgerður Jóna Flosadóttir
-
Arnlaugur Helgason
-
Arnþór Helgason
-
Ársæll Níelsson
-
Ásdís Rán
-
Ásgeir Jóhann Bragason
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Ásgeir Sveinsson
-
Axel Jóhann Axelsson
-
Baldur Smári Einarsson
-
Baldvin Jónsson
-
Bara Steini
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Birna M
-
Bjarney Bjarnadóttir
-
Bjarni Baukur
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Bjarni Kjartansson
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Bjarki Þór Guðmundsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Björgvin S. Ármannsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Björn Leví Gunnarsson
-
Björn Finnbogason
-
Bragi Sigurður Guðmundsson
-
Bragi Sigurðsson
-
Hommalega Kvennagullið
-
Bwahahaha...
-
Davíð Pálsson
-
Davíð S. Sigurðsson
-
Didda
-
Dunni
-
Edda Agnarsdóttir
-
Edda Sveinsdóttir
-
Eggert Þór Aðalsteinsson
-
Egill Jón Kristjánsson
-
egvania
-
Einar B Bragason
-
Einar Kristinn Guðfinnsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Eiríkur Sjóberg
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Emil Örn Kristjánsson
-
J. Einar Valur Bjarnason Maack
-
Elín Margrét Guðmundsdóttir
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Eyjólfur Ingvi Bjarnason
-
FF
-
FLÓTTAMAÐURINN
-
Faktor
-
Fannar frá Rifi
-
Finnur Bárðarson
-
Fjarki
-
Friðrik Höskuldsson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Georg Birgisson
-
Gestur Guðjónsson
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Gunnar Þór Ólafsson
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Guðjón Heiðar Valgarðsson
-
Guðjón Sigþór Jensson
-
Guðjón Ó.
-
Guðmundur St Ragnarsson
-
Guðmundur Zebitz
-
Guðni Gíslason
-
gudni.is
-
Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
-
Guðrún Jónína Eiríksdóttir
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðrún Una Jónsdóttir
-
Guðrún Helgadóttir
-
Guðrún S Hilmisdóttir
-
Guðrún Þóra Hjaltadóttir
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Gísli Sigurðsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Haffi
-
Hafrún Kristjánsdóttir
-
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
-
Halla Rut
-
Halldór Sigurðsson
-
Halldór Örn Egilson
-
Hallgrímur Guðmundsson
-
Hallur Magnússon
-
Haraldur Bjarnason
-
Haraldur Davíðsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heimir Lárusson Fjeldsted
-
Heiður Helgadóttir
-
Helga Dóra
-
Helga Sigrún Harðardóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Himmalingur
-
Hilmar Sæberg Ásgeirsson
-
hilmar jónsson
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Hjalti Sigurðarson
-
Hjartagullin mín
-
Hinrik Þór Svavarsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Hlekkur
-
Huld S. Ringsted
-
Hólmdís Hjartardóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
hreinsamviska
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Hörður Halldórsson
-
Hörður Hilmarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Ingunn Jóna Gísladóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jakob Kristinsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Jens Guð
-
Jens Sigurjónsson
-
Jóhannes Jónsson
-
Jóhanna Fríða Dalkvist
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jóhannes Þór Skúlason
-
Jón Baldur Lorange
-
Jón Halldór Eiríksson
-
Jón Kristófer Arnarson
-
Jón Finnbogason
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Jónína Benediktsdóttir
-
Kama Sutra
-
Karl Tómasson
-
Karl V. Matthíasson
-
Katrín
-
Kjarri thaiiceland
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Konráð Ragnarsson
-
Kristinn Sigurjónsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Kristján Pétursson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Lilja Skaftadóttir
-
Lovísa
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Lýður Árnason
-
Maddý
-
Magnús Þór Friðriksson
-
Margrét Sigurðardóttir
-
Marinó Hafnfjörð Þórisson
-
Magnús H Traustason
-
Marinó Már Marinósson
-
Marzellíus Sveinbjörnsson
-
Morgunblaðið
-
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
Natan Kolbeinsson
-
Níels A. Ársælsson.
-
Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Ólafur Tryggvason
-
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
-
Ólöf de Bont
-
Óskar Helgi Helgason
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Paul Nikolov
-
Páll Höskuldsson
-
Páll Vilhjálmsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
percy B. Stefánsson
-
Predikarinn - Cacoethes scribendi
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar Borgþórs
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Ragnhildur Jónsdóttir
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Regína R
-
Ruth
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Rögnvaldur Þór Óskarsson
-
Samtök Fullveldissinna
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
-
Sigríður Hafdís Þórðardóttir
-
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
-
Sigurður Haukur Gíslason
-
Sigurður Jón Hreinsson
-
Sigurður Jónsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Snorri Bergz
-
Sigurjón Sveinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Þorsteinn Briem
-
Steinþór Ásgeirsson
-
Svartagall
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sævar Einarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sólveig Aradóttir
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
TARA
-
Tiger
-
Tinna Eik Rakelardóttir
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valbjörn Júlíus Þorláksson
-
Valdimar Leó Friðriksson
-
Valan
-
Vefritid
-
Vestfirðir
-
Viggó H. Viggósson
-
Vilborg Auðuns
-
Þórbergur Torfason
-
ÞJÓÐARSÁLIN
-
Þórhallur Heimisson
-
Þórhallur Pálsson
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Þórður Björn Sigurðsson
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Þórir Kjartansson
-
Þórólfur S. Finnsson
-
Þór Jóhannesson
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Jón V. Þorsteinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 801838
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
247 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Páfinn fordæmdi vaxandi gyðingaandúð og biskupinn talaði um að mótmæla.
- Fúsk og sleifarlag gagnvart atvinnuvegum
- Hvað jók fylgið?
- Spilið "Trash" með spilastokk(52 spilum)
- Vopnahlé fyrir Úkraínu
- Páskasælgætið
- Gleðilega páska
- Grímur Thomsen var "villt og undarleg vera" - Eins konar ritdómur
- Páskar
- ,,Styrkur trúarinnar er fólginn í veikleika hennar"