Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Sókastara sleppt

Íranska skókastaranum Muntazer al-Zaidi verður sleppt úr fangelsi á morgun, samkvæmt fréttum frá Írak. Durgham al-Zaidi, bróðir skókastarans, sagði AFP fréttastofunni að Muntazer hafi hringt úr fangelsinu og sagt að honum yrði sleppt á morgun.

Hverskonar réttarfar er í þessu land, Írak, þegar maður fer í fangelsi fyrir að kasta skó í átt að öðrum manni.  Hún hefur á sér margar skrýtnar myndir íslamstrúin.


mbl.is Skókastara sleppt á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heróín

Tollverðir í Búlgaríu fundu 95 kíló af heróíni falið í tyrkneskri vörubifreið, en búið var að skipta efninu í 182 pakkningar. Pakkningunum hafði verið komið fyrir í varadekkjum bifreiðarinnar. Að sögn lögreglu átti að flytja efnið til Þýskalands.

Hvers vegna er alltaf verið að verðleggja fíkniefni þegar þau finnast?  Er það gert til að gæta hagsmuna tilvonandi neytenda?


mbl.is Þriggja milljarða kr. heróínfundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjófnaður

Fimmtíu gróðurhúsalömpum stolið í nótt úr gróðrarstöðinni Espiflöt í Laugarási í Árnessýslu. Aðfaranótt síðastliðins þriðjudags var einnig brotist inn í gróðrarstöðina og 28 lömpum stolið.

Þessa lampa á örugglega að nota til að rækta plöntur sem notaðar eru til að búa til fíkniefni.  Það er ósköp mannlegt að reyna að bjarga sér.  Nú er verð á tóbaki orðið það hátt að margir snúa sér þá í að reykja hass eða marijúana.  Tóbakið á eftir að hækka enn meira.  Væri nú ekki nær að hafa þessi efni lögleg á Íslandi og lækka tóbaksverð.  Þá myndu svona þjónaðir alveg leggjast af.


mbl.is Gróðurhúsalömpum stolið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árás

Lögreglan á Selfossi féll á laugardagsmorgun tilkynningu um að unglingur hefði leitað til læknis vegna andlitsáverka sem hann hafði hlotið eftir eggvopn.

Ég hélt að það væri til nóg af raunverulegum árásum í okkar samfélagi og ástæðulaust að bæta þar við með lygi.


mbl.is Sagði rangt til um árás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rannsóknarmenn

Rannsóknarmenn frá Serious Fraud Office (SFO) í Bretlandi, opinberri stofnun sem rannsakar fjársvik, eru á leið til Íslands til að rannsaka tengsl milli gamla Kaupþings og bresku íþróttavörukeðjanna JJB Sports og Sports Direct.

Þau virðast teyja anga sína víða öll brotinn varðandi bankahrunið.  Það var gott hjá sérstökum saksóknara vegna bankahrunsins að fá þessa reyndu stofnun til liðs við sig.  Því ekki veitir af, að upplýsa alla þætti þessara mála.


mbl.is Rannsóknarmenn á leið til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurmenntun

„Þetta er fín endurmenntun fyrir iðnaðar- og tæknimenn, núna þegar atvinna er minni en var. Ég finn að áhugi á þessu verkefni er talsverður og það er góðs viti,“ segir Óskar Bergsson formaður borgarráðs og stjórnarformaður Völundarverks.

Þetta snýst um það að lagfæra gömul hús og gera þau snyrtileg og fín.  Annars finnst mér að menn séu á villigötum hvað varðar að byggja ný hús, sem líta nákvæmlega eins út og þau voru áður.  Það endurbyggir enginn forminjar.


mbl.is Völundar í endurgerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB

Bændasamtök Íslands hafa sent utanríkisráðuneytinu erindi og óskað eftir því að fá í hendur íslenska útgáfu spurningalista Evrópusambandsins sem fjallar um landbúnaðarmál eða varða félagsmenn BÍ sérstaklega. Í bréfi samtakanna segir að þetta sé nauðsynlegt svo kynna megi félagsmönnum spurningarnar.

Þetta er eðlileg krafa hjá bændum, því þetta er vís einhver doðrantur upp á nokkur hundruð síður.  Svo erfitt gæti verið að lesa sig í gegnum þetta allt á ensku.  Þótt fólk kunni ágæta ensku þá eru allar þessar spurningar á einhverju stofnanamáli, sem erfitt er að skilja.


mbl.is Vilja ESB spurningar á íslensku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt fyrirtæki

Það ber ekki mikið á fréttum af því að ný fyrirtæki séu stofnuð eftir hrun bankanna sl. haust. Það eru þó alltaf einhverjir sem láta kreppuna ekki stoppa sig og það á við um frænkurnar Margréti Einarsdóttur og Erlu Hönnu Hannesdóttur, sem opnuðu sitt eigið fyrirtæki sl. föstudag.

Þetta eru greinilega hörkukonur, sem lát ekkert stoppa sig í því sem þær ætla að gera.

Gott hjá þeim.


mbl.is Orðnar leiðar á að vera heima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Mey skal að morgni lofa og

Fjárlög að ári.

(Geir Gunnarsson)


Talibanar

Allt að fimmtíu talibanar féllu í loftárás NATO í Farah héraði í gær. Árásin var gerð eftir átök milli uppreisnarmanna og hermanna alþjóðlega heraflans í Afganistan. Í þeim átökum féllu sjö afganskir og tveir bandarískir hermenn. Engar fréttir eru af mannfalli óbreyttra borgara.

Það syrgir enginn þótt talibanar, séu drepnir en öllu verra er að þeir leynast mikið milli almennra borgara svo hætt er við að saklaust fólk hafi látið þarna lífið.

En af hverju er NATO að gera þarna loftárás, ég hélt að NATO  væri varnarbandalag en stæði ekki fyrir árásum.


mbl.is Tugir féllu í loftárás í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband