Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Tyrkir

Tyrknesk stjórnvöld hafa boðist til að vera gestgjafar á fundi milli stjórnvalda í Írans og fulltrúa stórveldanna þar sem fjallað verði um kjarnorkuáætlun Írana.

Í Íran eru ráðandi slík öfl að þeim væri trúandi til alls með kjarnorku.  Þetta er klerkaveldi og ofsatrúarmenn ráð þar mestu.

Mikið er það gott ef Tyrkjum tekst að miðla þarna málum, því eins og staðan er núna bendir allt til að Bandaríkin vilji ráðast inn í Íran og eyða kjarnorku þeirra.  Þeir nota bara sömu afsökun og gert var í Írak, sem var leit að kjarnorkuvopnum sem aldrei fundust.


mbl.is Tyrkir bjóða til viðræðna um Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kafaraveiki

Gríðarlegt magn af ferskvatni, sem rann úr íslóni við Godthåbsfjörð á Grænlandi, olli því að fiskar í firðinum syntu hratt úr djúpinu upp að yfirborði sjávarins og drápust úr kafaraveiki.

Þetta er mjög sérstakt og ég hef aldrei heyrt um slíkt fyrr, en auðvitað er ástæðan mikil hlýnun jarðar og sjávar undanfarin ár.


mbl.is Fiskar drápust úr kafaraveiki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greiddi skuld

Lögregluyfirvöld í Bangladess hafa til rannsóknar hjónaband 13 ára stúlku og 75 ára karlmanns eftir að vísbendingar komu fram um að stúlkan hafi verið þvinguð til hjónabandsins vegna fjárskuldar föður hennar. Stúlkur undir átján ára mega ekki ganga í hjónaband í landinu en mikið er um það engu að síður.

Þetta er hrein villimennska, að þvinga 13 ára stúlkubarn í hjónaband með 75 ára manni.  Það er enginn afsökun þótt faðir stúlkunnar hafi skuldað þessum manni peninga.  Menn eiga að gera upp sínar skuldir með öðrum hætti en þessu.  Sem betur fer er nú hafinn lögreglurannsókn á þessu , þar sem lög landsins banna hjónabönd fólks undir 18 ára aldri.  En því miður er svo mikil spilling í þessu landi að óvíst er að nokkuð verði gert.


mbl.is Greiddi skuld með dóttur sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vottun

Íslenska alþjóðasveitin hlaut afar góða umsögn frá fulltrúum INSARAG, sem eru samtök alþjóðlegra rústabjörgunarsveita og starfa undir hatti Sameinuðu þjóðanna, og formlega vottun sem fullgild alþjóðleg rústabjörgunarsveit. Sveitin æfði undanfarna daga á Gufuskálum á Snæfellsnesi.

Þetta er mikil viðurkenning fyrir íslenskar björgunarsveitir.  Enda hafa þær allar unnið mjög gott starf á undanförnum árum, bæði hér heima og erlendis.  Þau lönd sem hafa eigin her treysta á herinn við björgunarstörf.  En hið herlausa Ísland sker sig úr hvað þetta varðar og verður að treysta á björgunarsveitirnar og þeir sem í þeim starfa vinna allt í sjálfboðavinnu.  Nú hafa íslenskar björgunarsveitir fengið góða æfinga aðstöðu á Gufuskálum á Snæfellsnesi.


mbl.is Hlaut formlega vottun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Obama

Tugir þúsunda Bandaríkjamanna tóku í gærkvöldi þátt í mótmælagöngu í Washingtonborg frá Hvíta húsinu að þinghúsinu til að mótmæla tillögum Baracks Obama í heilbrigðismálum.

Alltaf eru Bandaríkjamenn samir við sig þegar kemur að heilbrigðismálum.  Þeir eru ótrúlega margir, sem vilja að peningar ráði því hverjir fái góða læknismeðferð.  Að vísu geta allir keypt sér sjúkratryggingu, en ekki hafa allir efni á því.

Barack Obama á hrós skilið fyrir að vilja og ætla að bæta úr þessu ástandi.


mbl.is Þúsundir mótmæla heilbrigðistillögum Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Olía

Á bilinu hundrað til sexhundruð þúsund lítrar af olíu eru taldir vera í flaki bandaríska strandgæsluskipsins Alexanders Hamilton, sem nýverið fannst á botni Faxaflóa. Hamilton var sökkt þar af þýskum kafbáti árið 1942 og var að sögn Georgs Lárussonar, forstjóra LHG, fyrsta bandaríska herskipið sem öxulveldin sökktu eftir árásina á Pearl Harbor, 7. desember 1941. LHG hlýtur að gera ráðstafanir til að ná þessari olíu úr skipinu, því ekki veitir Gæslunni af, þar sem hún á varla peninga fyrir olíu á varðskipin tvö.  Dæmi eru um að varðskipin hafi farið til Færeyja til að taka olíu þegar hún er ódýrari þar.
mbl.is Olían lekur úr Hamilton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankahrunið

Eva Joly segir við breska blaðið Sunday Times, að ýmislegt sé líkt með íslenska bankahruninu og máli fjársvikarans Bernards Madoffs í Bandaríkjunum. Í báðum tilfellum hafi stjórnvöld ekki sinnt aðvörunarljósum, sem gáfu til kynna að ekki væri allt með felldu. 

Hún virðist mjög glögg þessi kona og fljót að greina hismið frá kjarnanum.

Það er ekki leiðum að líkjast fyrir stjórnendur gömlu bankanna.


mbl.is Bankahrun líkist máli Madoffs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarahreyfingin

Greinilegt er af bloggfærslum félaga í Borgarahreyfingunni, sem sátu landsfund flokksins í gær, að ekki eru allir á eitt sáttir. Ýmsir verða til þess að gagnrýna þingmenn hreyfingarinnar fyrir að sitja ekki fundinn eftir að tillaga að lagabreytingum, sem þeir stóðu að ásamt fleirum var felld.

Hvað er að ske í þessum flokki, sem spratt upp úr mótmælunum á Austurvelli sl. haust. Þessi flokkur boðaði ný vinnubrögð á Alþingi og að þingmennirnir yrðu í stöðugu sambandi við grasrótina.  En nú lýsa þingmenn Borgarahreyfingarinnar því yfir að þeir geti ekki starfað eftir samþykkt landsfundar flokksins.  Þráinn Bertelsson er búinn að segja sig úr þingflokki Borgarahreyfingarinnar og starfar sem óháður þingmaður.  Ef hinir 3 þingmenn sem eru eftir geta ekki starfað samkvæmt samþykkt á landsfundi, þá hljóta þeir að segja af sér þingmennsku, eða starfa sem óháðir þingmenn.  Annars virðist hver höndin uppi á móti annarri hjá þessum flokki.  Meira að segja í sjónvarpsfréttum í gær þegar rætt var við formann Borgarhreyfingarinnar og Birgittu Jónsdóttur alþm. fóru þau að rífast í beinni útsendingu, svona er nú andinn á þessum bæ.  Þingmenn stjórnmálafls sem ekki getur setið landsfund ef allt er ekki eftir þeirra höfði eiga ekkert erindi á Alþingi.

Ég held að Borgarhreyfinginn eigi aðeins eitt verk eftir, sem er að leggja sjálfa sig niður og hætta afskiptum af stjórnmálum.


mbl.is Þingmenn Borgarahreyfingarinnar gagnrýndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Vindill er samanvafin tóbaksblöð með

eld í öðrum endanum og heimskingja í hinum.

(Frá Armeníu)


Slapp fyrir horn

Bandaríski ljósmyndarinn Annie Leibovitz hefur náð samkomulagi við lánardrottna sína um að fá lengri gjaldfrest til að endurgreiða 24 milljóna dala lán, jafnvirði nærri 3 milljarða króna. Ekki er ljóst hve fresturinn er langur.

Ég er hræddur um að þessi kona verði að fara í einhvern arðbærari rekstur, en ljósmyndun, ef hún á að getað greitt allar þessar skuldir.


mbl.is Leibovitz kemst hjá gjaldþroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband