Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Bakkavör

Lýður og Ágúst Guðmundssynir. Bakkavör hefur sent Kauphöll Íslands tilkynningu um að Viðskiptum með alla hluti Exista í félaginu sé lokið í samræmi við tilkynningar félagsins frá 10. október 2008. Þann dag var tilkynnt, að stjórn Exista hefði ákveðið að selja allan hlut félagins í Bakkavör til félagsins ELL 182, sem er í eigu bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssonar.

Þeir eru ansi klóki Bakkabræður að koma undan verðmætum eignum og ætla síðan að skilja eftir sig skuldasúpu, sem skattgreiðendur verða að kyngja, þótt slæm sé.

Það sem aðgreinir þessa Bakkabræður frá hinum einu og sönnu Bakkabræðrum, er að þeir síðarnefndu vor bara heimskir en samt heiðarlegir.


mbl.is Exista hefur selt Bakkavör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grænland

Grænlenski kórinn Erinnap Nipaa frá Qaqortoq á Suður-Grænlandi heldur þrenna tónleika hér á landi á næstunni, segir í fréttatilkynningu. Þeir fyrstu verða í Seltjarnarneskirkju sunnudagskvöldið 13. september nk. kl. 20 og eru í boði Listvinafélags kirkjunnar.

Þetta eru góð tíðindi og Ísland á að leggja meiri áherslur á samskipti við Grænland.  Báðum þjóðunum til hagsbóta.


mbl.is Grænlenskur kór í heimsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Danmörk

Ný skoðanakönnun í Danmörku sýnir að nær helmingur Dana á aldrinum 18-25 ára vill að skilið verði milli ríkis og kirkju, segir í Jyllandsposten. Aðeins 35% vilja halda í þjóðkirkjuskipulagið. Blaðið vitnar í nokkra biskupa sem segja það aðeins tímaspursmál hvenær skilið verði á milli.

Auðvit á að skilja þarna á milli og eins á Íslandi.  Ríkisvaldið í hverju landi á ekki að vera að vasast í trúmálum fólks.  Þetta er að vísu mjög þekkt í löndum múslima en það er nú ekki til fyrirmyndar.


mbl.is Kirkja og ríki aðskilin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur

„Við vitum eiginlega ekki hverjum við þjónum. Þetta er óeðlilegt ástand. Það eru einhver óljós tilmæli til okkar að stunda ekki þessi gjaldeyrisviðskipti og núna erum við búnir að kaupa gjaldeyri hér innanlands fram að áramótum, án þess að nýta bestu mögulegu kosti, þó þeir séu löglegir,“ segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar.

Aumingja maðurinn, hvernig ætlar hann að reka þetta ágæta fyrirtæki ef hann veit ekki hvað fyrirtækinu er fyrir bestu.


mbl.is „Við vitum ekki hverjum við þjónum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Noregur

Íslendingum í Noregi hefur fjölgað um tvö þúsund á tæpum tveimur árum og eru þeir nú um 6.500 talsins. Samfara fjölguninni hefur álagið á séra Örnu Grétarsdóttur Noregsprest aukist allverulega. 

Það á eftir að fjölga meira á næstu mánuðum ef atvinnuástandið á Íslandi breytist ekki og tekið verði á vandamálum heimilanna.


mbl.is Mikið álag á Noregsprestinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innbrot

Þessi mikla innbrotahrina, sem gengið hefur yfir á höfðaborgarsvæðinu virðist ekki vera lokið, þrátt fyrir handtökur fjölda manna.  Mest eru þetta Pólverjar, sem virðast koma hingað til lands eingöngu til að stunda innbrot og ætla síðan að flytja þýfið úr landi í gámum.
mbl.is „Það er önnur líðan fyrir og eftir innbrot“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott veður

Nú er spáð miklum hlýindum víða um land og hægum vindi.  Þetta veðurfar er mjög óvenjulegt á þessum árstíma og er farið að nálgast það að vera eins og bestu sumrin undafarin ár.  Bæði hvað varða hita og vind.
mbl.is Hlýindi í vændum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurbætt skipalyfta

Nú er fyrirhugað að ýmis útgerðarfyrirtæki og iðnfyrirtæki í Vestmannaeyjum, standi saman að endurbyggingu skipalyftunnar í Eyjum.  Þeir neyðast til að gera þetta vegna þess að ríkið hafnaði algerlega að taka þátt í þessu verkefni. 

Þeir eru þrautseigir í Eyjum.


mbl.is Saman um nýja skipalyftu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Öll dýr nema maðurinn vita að

tilgangur lífsins er að njóta þess.

(Samuel Butler)


Ævilangt fangelsi

Chen Shui-bian, fyrrum forseti Taívans, og eiginkona hans hafa verið dæmd í ævilangt fangelsi fyrir spillingu. Chen var ákærður fyrir að draga sér 13,5 milljónir dala, jafnvirði nærri 1,7 milljarða króna, og þiggja 9 milljóna dala mútur á meðan hann var forseti á árunum 2000-2008.

Þau hafa verið ansi bíræfin þessi forsetahjón og eiga sjálfsagt stórfé inná erlendum bankareikningum, en munu nú lítið getað notað sér þessi auðævi, eftir þennan dóm.


mbl.is Fyrrum forsetahjón í ævilangt fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband