Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Þórsmörk

Gríðarlegir vatnavextir eru í ám á leiðinni inn í Þórsmörk og segir Ragnheiður Hauksdóttir, staðarhaldari í Húsadal að allir lækir séu eins og stórfljót. Varar hún fólk við að fara inn í Þórsmörk í dag án þess að hafa samband við skálaverði þar áður en lagt er af stað enda ófært í augnablikinu.

Ætli þetta verði ekki hvatning fyrir eigendur torfærujeppa til að sína hvað þeirra bílar geta komist langt, þótt að sagt sé að ófært er í Þórsmörk.


mbl.is „Allir lækir eins og stórfljót"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nærbuxur

Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston segist vilja að karlmenn klæðist þröngum, hvítum nærbuxum. Aniston, sem er sögð eiga í ástarsambandi við leikarann Gerard Butler, segist alls ekki hrifin af því þegar karlmenn gangi um í víðum nærbuxum.

Hvað kemur henni það við hvernig nærbuxum karlmenn eigi að vera í, fyrir utan kærastann Gerard Butler.


mbl.is Þröngar nærbuxur takk!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Paris Hilton

Bandaríski hótelerfinginn Paris Hilton hefur öðlast þann heiður að vera getið í nýrri útgáfu The Oxford Dictionary of Quotations þar sem haldið er til haga tilvitnunum sem vekja athygli. Ummælin, sem í bókinni eru höfð eftir Paris eru eftirfarandi: „Klæddu þig fallega hvar sem þú ferð; lífið er of stutt til að hverfa í fjöldann."

Alltaf virðist þessi kona geta haldið vakandi athygli á sjálfri sér.  En hún er fræg bara fyrir að vera fræg.  Svo er hún alltaf kölluð hótelerfingi, þrátt fyrir að Hilton-fjölskyldan hafi fyrir löngu selt öll sín hótel, þótt þau haldi áfram að vera Hilton-hótel.


mbl.is Heimskulegustu ummæli Paris
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vodkapeli

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur ákveðið að refsa ekki karlmanni fyrir að stela vodkapela í verslun ÁTVR í Kringlunni í Reykjavík í júlí á síðasta ári

Ástæðan mun vera sú að maðurinn hafði skilað öðrum vodkapela í verslun ÁTVR á Akureyri.  Þannig að það virðist vera óhætt að stela frá ÁTVR, ef maður skila einhvern tíman seinna sama magni og stolið var.


mbl.is Skilaði vodkapelanum aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byggingarlóðir til sölu

Reykjavíkurborg hefur auglýst eftir umsóknum um lóðir fyrir íbúðarhúsnæði í Úlfarsárdal og við Reynisvatnsás. Í boði eru lóðir fyrir einbýlishús, parhús, raðhús og fjölbýlishús. Verð á byggingarrétti er óbreytt frá því sem var haustið 2007. Býður borgin áhugasömum upp á hagstæðari greiðslukjör en áður.

Það skiptir engu máli þótt boðin verði hagstæð greiðslukjör á þessum lóðum.  Því enginn með fullu viti er að hugsa um nýbyggingar núna eða neitt á næstunni.


mbl.is Lóðir auglýstar til sölu í Úlfársdal og Reynisvatnsás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norrænn Menningarmálaráðherra

Katrín Jakobsdóttir, menntamála- og samstarfsráðherra Norðurlandanna, mun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tórontó í dag kynna nýja áætlun norrænu menningarmálaráðherranna í svokölluðu hnattvæðingarferli en hún á að auka veg norrænnar menningar á alþjóðavettvangi.

Mér líst bara nokkuð vel á þessa tillögu Katrínar.  Allt sem eykur veg norrænna menningar á alþjóðavettvangi, er af hinu góða.


mbl.is Kynna nýja áætlun norrænna menningarmálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryðjuverkaárás í USA

Forseti Bandaríkjanna. Barack Obama, mun taka þátt í minningarathöfn um þá sem létust í hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin fyrir átta árum í dag. Þann 11. september 2001 létust tæplega þrjú þúsund manns í árás hryðjuverkamanna á Bandaríkin er fjórum farþegaþotum var rænt af liðsmönnum al-Qaida.

Ég held að allir muni í dag hvar þeir voru staddir þennan örlagaríka dag, líkt og með morðið á Kennedy,forseta.  Ég man alla veganna að ég lamaðist af hræðslu, því elsti sonur minn starfar í banka á Wall Street, og enginn vissi af honum í nokkurn tíma.  En þegar á daginn leið fékk ég fréttir af allt væri í lagi með hann. frá tengdaföður hans, sem þá starfaði hjá flugfélaginu Atlanda.  En Atlanda var þá með nokkrar flugáhafnir á hóteli í New York og gerði út leiðangur til að koma þessum fugáhöfnum í öruggt skjól og sonur minn fékk að fara með.

Þetta hafði mikil áhrif í Bandaríkjunum og eitt sem breyttist var að í flestum fyrirtækjum, sem voru í háhýsum, hafði það verið hefð að því háttsettari sem viðkomandi starfsmaður var þeim mun hærra var hans skrifstofa í byggingunni.  En eftir þessa árás snernist það við og þeir hæst settu voru með sínar skrifstofur á jarðhæðinni og eftir því hversu lágtsettur starfsmaðurinn var þeim mun hærra var hann staðsettur í viðkomandi byggingu.


mbl.is Átta árum síðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vita ráðherrar ekkert í sinn haus

Það vakti athygli mína, sú frétt að 9 ráðherrar eru með 17 aðstoðarmenn, sér til halds og trausts og eru með því að sniðganga lög um Stjórnarráðið, en þar er gert ráð fyrir að hverjum ráðherra sé heimilt að ráða sér einn aðstoðarmann.  En nú eru sumir með tvo aðstoðarmenn og einn er með þrjá, en sumir eru ekki með aðstoðarmenn.  Núverandi ríkisstjórn er ekki sú fyrsta til að sniðganga þessi lög, því þetta hefur verið gert undanfarna tvo áratugi af mörgum ríkisstjórnum.  Þessir ráðherrar hafa ekki aðeins alla þessa aðstoðarmenn.  Heldur skipa þeir ótal nefndir til að semja frumvörp ofl.  Einnig hefur hver ráðherra einkabílstjóra og þeir sinna auk akstursins ótal störfum fyrir viðkomandi ráðherra.  Á meðan öllum er ráðlagt að spara og sætta sig við lakari lífskjör en áður, þá bruðla ráðherrar með almanna fé.

Væri nú ekki betra að breyta lögunum um Stjórnarráðið á þann veg að hver ráðherra hefði einungis einn aðstoðarmann, sem ætti að duga flestum til að sinna sínum skyldum.   Það er neyðarlegt að horfa á það að verið sé að brjóta lög með hverri nýrri ríkisstjórn.  Ef ráðherra dugir ekki einn aðstoðarmaður, er hann einfaldlega ekki hæfur sem ráðherra.


Spakmæli dagsins

Aldnar undir blæða,

augum fellir tár;

mörg er heimsins mæða

og manraunin sár

(Gamalt viðlag)

 

 


Harma ummæli

Sveitarstjórn Flóahrepps hafnar því að annarleg sjónarmið búi að baka ákvarðanatöku við aðalskipulag sveitarfélagsins. Sveitarstjórn harmar niðurlægjandi ummæli einstakra þingmanna um sveitarstjórnarmenn í hreppnum í tengslum við umræðu um greiðsluþátttöku Landsvirkjunar vegna vinnu við aðalskipulag.

Hvað er athugunar vert við að Landsvirkjun greiði þátt í vinnu við breytingu á aðalskipulagi, sem gerð er í þágu Landsvirkjunar.  Mér finnst það ósköp eðlilegt og hvern andskotann kemur þingmönnum þetta við.  Í Flóahreppi er lýðræðiskjörin sveitarstjórn, sem tekur sínar ákvarðanir með hag sveitarfélagsins fyrir brjósti.


mbl.is Harma niðurlægjandi ummæli þingmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband