Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Nautakjöt

Bóndinn á Hálsi í Kjós selur hreint og ómengað nautakjöt. Hann segir opinbert leyndarmál að ýmsum þyngdaraukandi og vatnsbindandi efnum sé blandað í nautakjöt víða annars staðar og nautahakkið sé drýgt með svínafitu, kartöflumjöli og hrossakjöti og öðru sem mönnum detti í hug.

Þetta er gott framtak hjá þessum bónda og hann á vafalaust eftir að njóta þess í aukinni sölu.  Það er alveg rétt hjá bóndanum að margir nota ýmis efni til að fá meiri þyngd.  En þetta er ekki bara gert með kjötvörur.  Stór hluti að þeim fiski ,sem Íslendingar flytja út eru blönduð vatnsbindandi efnum til að auka þyngd.  Til dæmis er öll rækja sem unnin er á Íslandi með vatnsbindandi efnum og það nýjasta hvað varðar fiskinn er að taka marning (hakk) sem unnin er úr fiskúrgangi og sprauta honum í flökin og síðan er vatnsbindandi efni bætt við.  Allt er þetta gert til að auka nýtingu í fiskvinnslu, en minna hugsað um neytandann.


mbl.is Hrein og ómenguð nautasteik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misa vitið

Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að slæmar aðstæður á dauðadeildum í japönskum fangelsum hafi skelfileg áhrif á fangana. Þeir missi margir hverjir vitið og fara að glíma við geðræn vandamál.

Væri ekki bara mannlegra að taka þessa fanga af lífi strax, heldur en að kvelja þá á þessum dauðadeildum, þar sem þeir verða vitskertir, þeir eru dauðadæmdir hvort sem er.


mbl.is Fangar missa vitið á japönskum dauðadeildum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjávarhiti

Sjávarhiti var yfir meðallagi allt í kringum landið í sumar. Héðinn Valdimarsson, haffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, segir sumarið nú í þriðja sæti hvað þetta varðar, á eftir árunum 2003 og 2004. Töluvert er um að nýjar fisktegundir veiðast hér við landi í kjölfar þess að sjórinn hlýnar.

Þetta eru góðar fréttir, sem koma okkar fiskistofnum til góða og veldur aukinni fiskgengd á Íslandsmiðum.  Það sama er að gerast í Barentshafi og þar þakka fiskifræðingar þessari hlýnun sjávar, aukningu á þorstofninum þar.  En Íslenski fiskifræðingar eru ekki á þeirri skoðun hvað varðar Íslandsmið a.m.k. ekki opinber afstaða Hafró.

Leyfilegur afli á Íslandsmiðum var lækkaður nú 1. september bæði í þorski og sérstaklega í ýsu. Er nú svo komið að þeir sem eru að stunda fiskveiðar í hvaða veiðarfæri sem er.  Eru nú á stöðugum flótta undan bæði þorski og ýsu.  Hvorug þessara fisktegunda fæst nú á leigumarkaði þótt hátt verð sé í boði. Þetta er mjög skrýtinn staða í ljósi þess að aðeins eru liðnir 10 dagar af nýju kvótaári.  Í ljósi þeirri erfiðu stöðu sem Ísland er nú í efnahagslega, væri þá ekki tilvalið að auka aflakvótanna verlega og skapa aukinn gjaldeyrir í þjóðarbúið.


mbl.is Sjávarhiti yfir meðallagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjárfestingasjóður

Fjárfestingasjóður lífeyrissjóðanna getur gegnt lykilhlutverki við að efla hlutabréfamarkaðinn. Rætt hefur verið um að sjóðurinn eigi 35 til 55 prósent í einstökum fyrirtækjum.

Hver hefur fundið það út að það sé lykilhlutverk lífeyrissjóðanna að efla hlutabréfamarkaðinn á Íslandi.  Ég hef áður skrifað um þennan sjóð og ætla engu við það að bæta nú.

En greinilegt er að verið er að misnota lífeyrissjóðina í þessu verkefni.  Það var til hér á árum áður sjóður, sem hét Fjárfestingasjóður atvinnuveganna.  En sá sjóður var settur saman af Fiskveiðasjóði Íslands, Iðnlánasjóði og fleiri sjóðum atvinnulífsins.  Forstjórinn var Bjarni Ármannsson og hann stóð fyrir því að þessi sjóður var sameinaður nýstofnaðs Íslandsbanka, sem seinn hét Glitnir.  Ætli það sama verði ekki með þennan sjóð.

Þetta er spilling og aftur spilling.


mbl.is Fjárfestingasjóður efli markaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Noregur

„Við leitum að sérfræðingum á Íslandi sem eru reiðubúnir að vinna og búa í Noregi,“ segir Jan Fredrik Hvam sem var staddur hér á landi í vikunni á vegum atvinnumiðlunarinnar Jobcrossing. Fyrirtækið auglýsti í atvinnublaði Morgunblaðsins sl. sunnudag eftir m.a. tölvunarfræðingum, verkfræðingum, tæknifræðingum og sérfræðingum tengdum trygginga- eða fjármálastarfsemi.

Það er gott fyrir marga hér á landi að vita að þeirra starfskraftar skuli vera svona eftirsóttir í Noregi.  Það er nokkuð víst að það fólk sem flytur til Noregs kemur ekki til Íslands aftur næstu árin eða jafnvel aldrei.  Hins vegar efast ég um að aðilar í Noregi séu mjög spenntir fyrir íslenskum sérfræðingum á sviði trygginga- og fjármálastarfsemi, sem hafa sett Ísland nærri því á hausinn.  Þeir yrðu fljótir að tæma hinn sterka olíusjóð Norðmanna.  En kannski er þetta ágæt leið til að losna við þessa menn úr landi, svo þeir valdi ekki meiri skaða hér á Íslandi en orðinn er.


mbl.is Menntun og menning Íslendinga heilla Norðmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnisvarði

Fulltrúar Samfylkingarinnar í borgarráði leggja til á fundi ráðsins í dag borgarráð samþykki að skipulags- og byggingarsviði verði í samráði við menningar- og ferðamálaráð falið að gera tillögu að staðsetningu minnisvarða um Helga Hóseasson á horni Langholtsvegar og Holtavegar.

Þótt þessi tillaga sé mjög skynsöm og eigi mikinn hljóm hjá borgarbúum, verður hún örugglega felld af meirihlutanum.  Því hvorki var Helgi Sjálfstæðis- eða Framsóknarmaður og á því engan rétt til þess að gerð verði af honum stytta á horninu fræga.


mbl.is Borgin geri tillögu um stað fyrir minnisvarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðun lands

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur óskað eftir áliti Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar á tillögum Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi um friðlýsingu Gjástykkis. Umhverfisráðherra skoðaði Gjástykki í liðinni viku.

Auðvitað á að friða Gjástykki og helst friða allt Ísland.  Banna allar virkjanir, vegi,flugvelli og allt það sem hefur áhrif á náttúru þessa lands.

Þá fyrst yrðu Vinstri Grænir ánægðir.


mbl.is Gaumgæfir friðun Gjástykkis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samruni

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna samruna Geysis Green Energy og HS Orku með ákveðnum skilyrðum. Meðal annars verður Geysir Green Energy að tryggja að rekstrarlegur og stjórnunarlegur aðskilnaður sé milli Jarðborana hf. annars vegar og HS Orku hins vegar.

Þá er þetta mál afreitt og HS-Orka komin í einkaeigu, sem getur nú óhindrað hækkað verð til neytenda.

Með blessun frá Samkeppniseftirlitinu.


mbl.is Samruni Geysis Green og HS Orku samþykktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Ekki þarf að gylla gull,

gullið verður ætíð bjart;

alltaf verður bullið bull,

þótt búið sé í rímað skart.

(Jón úr Vör)


Breytingar

Boðað er til blaðamannafundar í dag kl. 13 í menntamálaráðuneytinu. Á fundinum munu menntamálaráðherra og félags- og tryggingamálaráðherra kynna breytingar er varða Lánasjóð íslenskra námsmanna og Atvinnuleysistryggingasjóð.

Á nú að fara að ráðast á þessa sjóði til að spara og lækka greiðslur úr þeim.  Ég tel öruggt að ekki eigi að ræða neinar hækkanir.  Ef ríkisstjórnin heldur áfram að ráðast á velferðarkerfið hér á landi, mun blasa við mikill landflótti og þeir fara fyrst, sem mestu hæfileikanna hafa.  Eftir sitja lífeyrisþegar og ruglaðir alþingismenn, sem komast ekkert i burt.

Ég legg til að ríkisstjórninni verði vísað úr landi.


mbl.is Boða breytingar á LÍN
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband