Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Fred

Fellibylurinn Fred sækir í sig veðrið og er nú skilgreindur sem annars stigs stormur. Er gert ráð fyrir því að hann eigi eftir að stækka enn frekar þegar líður á daginn en missa styrk ár morgun.

Hvað ætli valdi því að nú er farið að kalla fellibyli karlsmannsnöfnum.  En áður voru eingöngu notuð kvenmannsnöfn.


mbl.is Fred sækir í sig veðrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Írakar, nei takk

Birthe Rønne Hornbech, ráðherra innflytjendamála í Danmörku, hefur ákveðið að ekki verði tekið á móti íröskum flóttamönnum til landsins á næstunni. Þess í stað verður tekið við flóttamönnum frá Búrma. Er ákvörðunin talin tengjast nauðungarflutningum íraskra hælisleitenda frá Danmörku. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Eru flóttamenn frá Búrma eitthvað betri en flóttamenn frá Írak?  Ég skil ekki alveg hvað hugsun liggur að baki þessari ákvörðunar Dana.


mbl.is Ekki fleiri Íraka til Danmerkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmdarverk

Miklar skemmdir voru unnar á vinnuvélum á byggingasvæði Háskólans í Reykjavík í Vatnsmýri í nótt. Lögreglu var tilkynnt um málið í morgun er starfsmenn sem mættu á staðinn urðu varir við að skorið hafði verið á dekk og klippt á víra og slöngur. Margar vinnuvélar á svæðinu eru ónothæfar.

Hvað gengur þeim til, sem gerir svona hluti.?  Er einhver á móti þessum háskóla eða ÍSTAK?

Þetta er með öllu óafsakanlegt.


mbl.is Miklar skemmdir unnar á vinnuvélum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barack Obama

Barack Obama Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í sjónvarpsviðtali á ABC fréttastöðinni að hann ætli sér að „koma einhverju í verk varðandi bandaríska heilbrigðistryggingakerfið á þessu ári".

Loksins kom forseti í Bandríkjunum, sem ætlar að standa við sín kosningaloforð.  Obama er greinilega maður fólksins.  Eitthvað annað en bjáninn hann Bush, svona forseti hefur sennilega ekki verið í Bandaríkjunum síðan Franklin D. Rosvelt var forseti.  Síða er hin stóra spurning hvað Kenndy hefði gert á sínum valdaferli ef hann hefð ekki verið myrtur.


mbl.is Obama hitar upp í heilbrigðisslaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Selt til Norska hersins

Arctic Trucks hefur selt yfir 130 sérútbúna Landcruiser-jeppa til norska hersins sem hafa m.a. verið notaðir í Afganistan. Örn Thomsen, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að samstarfið við norska herinn sé fyrirtækinu ótrúlega mikilvæg tekjulind.

Þetta er gott mál hjá Arctic Trucks. Þetta eru mikil tíðindi að Ísland skuli verið farið að flytja út tæki til hernaðar.  En þetta eru nú bara bílar en ekki nein alvöru hernaðartól eða tæki.


mbl.is Íslendingar selja norska hernum sérútbúna jeppa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hollandshjálp

Gömul íslensk frímerki undir nafninu Hollandshjálp, sem gefin voru út árið 1953, ganga enn kaupum og sölum meðal frímerkjasafnara um allan heim.Auk þessara frímerkjaútgáfu til að hjálpa Hollandi eftir mikla flóðbylgju, var talsverðu fé safnað á vegum Rauða kross Íslands og afhent Hollendingum.

Þess vegna ættu Hollendingar að hjálpa okkur núna í okkar erfiðleikum í stað þess að auka á okkar vanda með því að pína okkur til að greiða skuld sem við eigum ekki að greiða.

Þeir eru fljótir að gleyma, þessi tréklossa-þjóð.  Þeir veittu okkur ekki einu sinni aðstoð í Vestmannaeyjargosinu, eins og fjölmargar þjóðir gerðu og var þetta eldgos mun erfiðara fyrir Ísland en þeir erfiðleikar sem Hollendingar lentu í á sínum tíma.

Þeir eiga að skammast sín.


mbl.is Hollandshjálpin enn vinsæl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gefur ekki kost á sér áfram

Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og oddviti Sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ gefur ekki kost á sér sem oddviti og bæjarstjóraefni í næstu sveitarstjórnarkosningum vorið 2010. Halldór kynnti ákvörðun sína á fundi í bæjarmálafélagi Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ í gærkvöldi. Halldór segist ekki vera hættur í stjórnmálum en tíminn muni leiða í ljós hvar hann muni starfa að loknu kjörtímabilinu.

Þá vitum við hvað Halldór Halldórsson ætlar sér í framtíðinni.  En það er auðvita að komast á Alþingi fyrir Sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi.  Það kann hinsvegar að verða þungur róðu, því þar eru fyrir, Ásbjörn Óttarsson og Einar K. Guðfinnsson, sem báðir munu ekki gefa eftir sín sæti baráttulaust og að ætla að Sjálfstæðisflokkurinn fengi 3 þingmenn í þessu kjördæmi er vonlaust.


mbl.is Halldór gefur ekki kost á sér í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjárfestingasjóður Íslands

Samþykkt var á fjölmennum fundi fulltrúa lífeyrissjóða í Reykjavík í dag að boðað yrði til stofnfundar nýs fjárfestingarfélags lífeyrissjóðanna. Stefnt er að stofnfundi í október. Vinnuheiti félagsins er Fjárfestingarsjóður Íslands. Gert er ráð fyrir að sjóðurinn eignist hluti í íslenskum fyrirtækjum í öllum greinum atvinnulífsins, einkum þeim sem lent hafa í erfiðleikum vegna efnahagshrunsins.

Til hvers eru lífeyrissjóðir að stofna þennan sjóð.  Væri það ekki frekar á verksviði stjórnvalda að stofna Þennan Fjárfestingarsjóð.

Hvað með allt lýðræðið hjá þessum lífeyrissjóðum?  Í fréttinni segir að fulltrúar lífeyrissjóðanna hafi tekið þessa ákvörðun á fjölmennum fundi í Reykjavík.  Í hverra umboði voru þessir fulltrúar? Í svona stóru máli ætti auðvitað að taka ákvörðun á almennum félagsfundi í hverjum lífeyrissjóði fyrir sig.

Ég hef alltaf talið að atvinnurekendur eigi EKKI að eiga sæti í stjórnum lífeyrissjóða.  Þótt atvinnurekendur greiði visst mótframlag á móti launþeganum í lífeyrissjóði, þá er allt framlagið frá báðum aðilum hluti af launakjörum starfsmanna og þeirra eign.  Því eiga launþegar að hafa alla stjórnarmenn í hverjum lífeyrissjóði og atvinnurekendur eiga hvergi að koma nærri rekstri sjóðanna.  Nýlegt dæmi um hvernig getur farið af glannalegri fjárfestingu er eign Lífeyrissjóðs Verslunarmanna í Kaupþingi, en þar töpuðust miljarða tugir.

Þótt lítið sé um fé til framkvæmda á Íslandi í dag, þá höfum við starfandi banka sem eiga að sjá atvinnulífinu fyrir fjármagni, en ekki lífeyrissjóðir.

Lífeyrissjóðir landsins eiga mikla fjármuni í dag og þá verður að varðveita með tryggum hætti og góðri ávöxtun.  Lífeyrissjóðirnir gætu t.d. keypt ríkistryggð bréf í þessum Fjárfestingasjóði Íslands, en þeir eiga ekki að stofna hann.


mbl.is Stofna Fjárfestingasjóð Íslands í október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Sú blessun sem fylgir prentfrelsi er

svo augljós og almennt viðurkennd

að hún yfirgnæfir margfaldlega

slæmar afleiðingar sem misnotkun

þess hefur í för með sér.

Hið illa er hægt að líða

en hið góða er ævarandi.

(W.E. Channing)


Útlán

Alls námu heildarútlán Íbúðalánasjóðs tæpum 1,6 milljörðum króna í ágúst. Þar af voru tæpir 1,5 milljarðar vegna almennra lána og rúmlegir 100 milljónir vegna leiguíbúðalána. Heildarútlán sjóðsins drógust saman um rúm 36 % frá fyrra mánuði. Heildarútlán hafa dregist saman um 46% það sem af er ári.

Ekki eru þetta góðar fréttir ef fáir treysta sér til að kaupa íbúðir, því þetta veldur samdrætti á mörgum sviðum og er nú ekki á bætandi.


mbl.is Útlán dragast saman um 36%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband