Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Kynlíf

Bók Bandaríkjamannanna Cindy Meston og David Buss um ástæður þess að konur sækjast eftir kynlífi hefur vakið mikla athygli. Í bókinni er því að ólíkt körlum þurfi konur að hafa sérstakar ástæður til að langa til að stunda kynlíf. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Það væri fróðlegt ef einhver gæti upplýst það, hvaða ástæður konur hafa til að langa að stunda kynlíf.  Fyrir utan það að vilja eignast börn.


mbl.is Kynlíf fyrir heimilisfriðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hækkanir

Neytendasamtökin segja hækkanir vörugjalds á fjölmargar neysluvörur handahófskenndar og í flestum tilfellum sé um að ræða að sama gjald sé lagt á og fellt var niður 1. mars 2007 í því skyni að lækka matvælaferð. Samtökin gagnrýna vörugjaldshækkunina og á heimasíðu þeirra eru nefnd dæmi um hækkanir.

Það er alltaf sama saga hér á landi að þegar á að setja ný lög eða reglugerðir, er þær oft svo einkennilega orðaðar að enginn getur lesið það rétta út úr þeim.  Þess vegna verða allar svona hækkanir handahófskenndar.  Bæði tollskráin og skráin um vörugjöld og virðisauka gætu alveg eins verið á kínversku, því þetta skilur varla nokkur maður, þótt hann sé vel læs.


mbl.is Handahófskenndar hækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gæsluvarðhald

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á þrítugsaldri í gæsluvarðhald til 22. september en maðurinn var handtekinn eftir að mikið magn af þýfi fannst í íbúð hans í austurborg Reykjavíkur í gær.

Ekki er hægt að kenna hinu erlenda þjófagengi um þennan glæp, því sá hópur er í fangelsi á Litla-Hrauni.


mbl.is Í gæslu til 22. september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG

Á félagsfundi Vinstri grænna í Reykjavík í gærkvöldi var samþykkt ályktun þar sem fyrirætlanir meirihluta borgarstjórnar um að selja hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku eru fordæmdar. Er skorað á borgarstjórn að hafna samningi Magma Energy við Orkuveituna um kaup á hlutnum.

Alltaf eru Vinstri grænir saman við sig þegar kemur að nýtingu orkuauðlinda.  Hvað vill þetta fólk gera við okkar auðlindir?  Þeir vilja ekki álver heldur bara eitthvað annað. 

En hvað er þetta annað?


mbl.is Skora á borgarstjórn að hafna samningi við Magma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árekstur

Sjö bíla árekstur varð á Miklubraut við gatnamót Kringlumýrabrautar fyrir skömmu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru engin slys á fólki en draga þarf eina bifreiðina á brott með kranabíl. Einhverjar tafir hafa orðið á umferð austur Miklubraut vegna árekstursins.

Hvernig er það, á ekkert að fara í að laga þessi hættulegu gatnamót landsins.  Þegar sjö bílar lenda í árekstri er eitthvað mikið að og ekki hægt að kenna gatanamótunum einum um.  Ökumennirnir hafa verið eitthvað utan við sig, þegar svona skeður.


mbl.is Sjö bíla árekstur á Miklubraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hótaði starfsfólki

Ölvaður karlmaður var með hótanir við starfsfólk Kaupþings í Hamraborg í morgun, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Ekki fengust upplýsingar um hvað manninum gekk til. Var maðurinn á brott þegar lögregla kom á vettvang en náðist skömmu síðar. Var hann fluttur á lögreglustöð þar sem rætt er við manninn.

Samkvæmt upplýsingum lögreglu er ekki vitað hvað manninum gekk til.  Því er ekki hægt að kalla þetta tilraun til bankaráns.  Líklegt er að manngreyið hafi tapað peningum á Kaupþingi.

Annars vekur það furðu mína að Kaupþing skuli enn vera með útibú erlendis, því það var tekið skýrt fram við endurreisn bankanna að þeir störfuðu aðeins á Innanlandsmarkaði.

Er sama vitleysan að fara af stað aftur, með útrás?


mbl.is Hótaði starfsfólki í Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barinn til bana

Kona var barin til bana af fimm starfsmönnum Wal-Mart sem sökuðu hana um búðarþjófnað í Jiangxi héraði í Kína. Þetta kemur fram í skýrslu lögreglunnar og greina fjölmiðlar frá þessu í Kína í dag. Ekkert hefur komið fram um hvort konan hafi stolið í búðinni eða ekki.

Þeir eru ekkert að hika við hlutina þarna í Kína.  En verst af öllu finnst mér að ekki er sannað að konan hafi stolið nokkrum hlut.


mbl.is Meintur búðaþjófur barinn til bana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningar

Útlit er fyrir að hægriflokkarnir í Noregi fái meirihluta á þingi landsins í kosningum í næstu viku, ef marka má tvær skoðanakannanir sem birtar voru í dag.

Ekki gleður þetta mitt litla hjarta, sem slær svo mikið til vinstri.


mbl.is Hægriflokkum spáð sigri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Paradís hinna ríku er sköpuð úr

helvíti hinna fátæku.

(Victor Hugo)


Joseph Stiglitz

Það er algjört grundvallaratirði að allt sé uppi á borðum í tengslum við samninga um nýtingu á orkulindum og öðrum náttúruauðæfum. Þetta sagði Joseph Stiglitz í lokaávarpi sínu á opnum fundi í Háskóla Íslands í dag.

Ég held að íslensk stjórnvöld ættu að taka mark á því sem þessi maður segir og þá sérstaklega hvað hann hefur sagt um Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn.  En hann telur að sá sjóður sé oft notaður til að gæta hagsmuna eigenda sinna og þeirra landa sem eiga fulltrúa í stjórn sjóðsins, frekar en að aðstoða lönd í erfiðleikum eins og Ísland.  Nú hefur þessi sjóður enn og aftur frestað að taka málefni Íslands á dagskrá.  Það er sjálfsagt verið að bíða eftir viðbrögðum Breta og Hollendinga við fyrirvörunum, sem setti voru við ríkisábyrgð vegna Icesave.


mbl.is Allar upplýsingar uppi á borðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband