Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Lítilát kona

Leikkonan Emma Watson var flott á því þegar hún mætti í skólann í síðustu viku en farartækið var þyrla. Watson, sem helst er þekkt fyrir leik sinn í Harry Potter myndunum, hefur ítrekað haldið því fram að hún vilji láta lítið fyrir sér fara. Eitthvað virðist það hafa breyst þegar hún mætti í Brown University á Rhode Island í fyrsta skiptið sl. miðvikudag.

Var þetta besta leiðin til að láta lítið á sér bera, að mæta í þyrlu í skólann, eitthvað hefur skolast til í hausnum á þessari leikkonu.


mbl.is Mætti á þyrlu í skólann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ber brjóst

Grænlenska ríkissjónvarpið hefur beðist afsökunar á því, að í stað lokamínútna leiks Danmerkur og Portúgals í riðlakeppni heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu á laugardag birtust skyndilega myndir af berum konubrjóstum.

Þarf nokkuð að afsaka þetta sérstaklega ef konubrjóstin hafa verið falleg.


mbl.is Óvænt brjóstasýning í grænlenska sjónvarpinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Át 500 evruseðil

Dómstóll í Frankfurt hefur neitað því að krefja bankastjóra um að endurgreiða viðskiptavini 500 evrur, rúmar 90 þúsund krónur, en maðurinn heldur því fram að kötturinn hans hafi étið peningaseðilinn.

Hvernig dettur manninum í hug að fara fram á endurgreiðslu, þegar kötturinn hans er búinn að éta peninginn.

Ég vona bara að kötturinn hafi orðið saddur.


mbl.is Kötturinn át 500 evruseðil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dauðadómur

Ljóst þykir að tveir Norðmenn verði á morgun dæmdir til dauða fyrir morð í Lýðveldinu Kongó. Norska blaðið Aftenposten hefur eftir lögmanni að búið sé að ákveða dóminn en stjórnvöld eigi eftir að leggja formlega blessun sína yfir hann. Dauðadómum hefur ekki verið framfylgt í Kongó í mörg ár.

Hvað voru þessir tveir Norðmenn að þvælast í Úganda og fara síðan þaðan til Kongó?  Þeim hlýtur að hafa verið ljóst hvernig ástandið er á þessu svæði.  Nú mun þessi vitleysa þeirra kosta þá lífið.


mbl.is Norðmenn fá dauðadóm í Kongó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skýstrokkur

Skýstrokkur sást yfir Ölfusárósunum nú síðdegis. Að sögn sjónarvotts, sem fylgdist með þessu veðurfyrirbæri ofan úr Kömbum, virtist skýstrokkurinn vera nokkuð stór og ná um tíma niður að Ölfusá nálægt Ósabrú. Hann leystist síðan upp og hvarf.

Þetta er nokkuð algengt erlendis og þá sérstaklega í Bandaríkjunum.  En þetta er í fyrsta sinn sem ég heyri um slíkt hér á landi.

Þetta er verðugt verkefni fyrir "Sigga Storm", að útskýra.  Ég er ekki það vel að mér í veðurfræðinni til að vita hvaða skilyrði þurfa að vera fyrir hendi til að skýstrokkar myndist.  En erlendis geta þessir skýstrókar orðið gífurlega öflugir og jafnvel tekið heilu húsin á loft.


mbl.is Skýstrokkur í Ölfusi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningar

Stuðningsmenn Hamids Karzais, forseta Afganistans, eru sagðir hafa búið til allt að 800 kjörstaði á pappírnum til að sjá honum fyrir tugum þúsunda falsaðra atkvæða. The New York Times hefur þetta eftir vestrænum stjórnarerindrekum í Afganistan.

Það munaði ekki um það bara 800 kjörstaðir, sem voru bara til á papppírum.  Hvað ætli margir hafi síðan kosið á þessum 800 kjörstöðum.  Samkvæmt fréttinni eru það nokkur tugir þúsunda.

Þetta kallast að vinna kosningar með stæl.


mbl.is Allt að 800 gervikjörstaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan

Efnahagserfiðleikarnir eru meiri hér á landi en þeir hefðu ella orðið vegna íslensku krónunnar. Hins vegar er líklegt að vegna krónunnar muni fyrr sjá fyrir endann á erfiðleikunum en flestir gera sér grein fyrir. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Gylfa Zoega, hagfræðiprófessors við Háskóla Íslands, á fundi um Ísland og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í Háskóla Íslands í dag.

Undur og stórmerkilegir hlutir gerast nú ef krónan, sem, flestir töldu að væri ónýtur gjaldmiðill, verður til þess að leiða okkur út úr þeim efnahagserfiðleikum, sem við glímum við nú.

Þessi litla mynt sem helst enginn vildi eiga verður kannski bjargvættur Íslands.


mbl.is Krónan hefur sína kosti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðhækkun

Alltaf passar SSÁ upp á að gefa upp rétt verð á fíkniefnum, svo fíklar láti ekki snuða sig.  Það er alveg furðulegt að samtök eins og SSÁ, skuli alltaf gefa út verðskrá á fíkniefnum.
mbl.is Maríjúana hækkar í verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Menn hugsa aðeins um þarfir sínar,

-aldrei um getuna.

(Napólon Bónaparte)


Kaupaukar

Fjármálaráðherrar G20-landanna hafa náð samkomulagi um að beita sér fyrir nýjum reglum sem fela í sér að kaupaukar stjórnenda banka verði tengdir langtímaárangri þeirra. Markmiðið er að koma í veg fyrir að kaupaukar stuðli að því að stjórnendurnir taki áhættu í von um skammtímagróða.  

Á enn á ný að stuðla að bankar verði áhættusæknir á ný og leyti eftir skammtímagróða.

Hafa menn ekkert lært af banka kreppunni?


mbl.is Samkomulag um kaupauka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband