Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Skulda Straumi

Fasteignafélag í eigu Róberts Wessman og Björgólfs Thors Björgólfssonar skuldar Straumi rúma 9 milljarða vegna landakaupa á La Manga á Spáni. Óvíst er hvort gengið verði að persónulegum veðum sem hlaupa á milljörðum íslenskra króna.

Þessar skuldir eru tilkomnar vegna lóðakaupa félags í þeirra eigu á Spáni.  En þar átti að byggja mikið af hótelíbúðum og bæði selja og leigja út.  Hinsvegar var landið sem þeir félagar keyptu ekki skipulagt undir slíka starfsemi.  Hafa þeir því lengi staðið í stappi við yfirvöld á Spáni um að fá þetta skipulag en ekki tekist enn.  Þess vegna hefur ekkert hús verið byggt á þeirra vegum á Spáni enn sem komið er.  Þótt þeir félagar séu í persónulemum ábyrgðum er nokkuð ljóst að þeir muni ALDREI getað greitt þetta til baka.  Þá vaknar spurningin;

Hvað varð um alla þessa peninga?


mbl.is Skulda Straumi rúma 9 milljarða króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hætti við heimsókn

Utanríkisráðherra Svíþjóðar, Carl Bildt, hefur frestað fyrirhugaðri ferð til Ísraels, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneyti Ísraels í dag. Ýtir þetta undir vangaveltur um eftirmála fréttar sænska dagblaðsins Aftonbladet um að ísraelskir hermenn hafi stolið og selt líkamshluta látinna Palestínumanna.

Hver sem ástæðan er fyrir að hætt er við þessa heimsókn til Ísraels.  Þá stendur eftir óhögguð sú fullyrðing Aftonbladet að ísraelskir hermenn stundi sölu á líkamshlutum úr föllnum palenstísku fólki.

Hræðilegt athæfi ef satt reynist.


mbl.is Bildt hættir við Ísraelsför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðarsorg

Lýst hefur verið yfir þjóðarsorg í Makedóníu og Búlgaríu eftir að bátur sökk í Ohrid vatni í suðvesturhluta Makedóníu með þeim afleiðingum að 15 manns létust.

Þetta er sorglegt og aumingja fólkið var bara að reyna að bjarga sér á fleytum sem varla geta talist bátar eða skip.


mbl.is Þjóðarsorg eftir sjóslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HS-Orka

Kaup dótturfélags Magma Energy á 32% hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS orku gengu í gegn í stjórn OR á mánudag.

Þá er það mál afgreitt,og óþarfi af ríkinu að blanda sér í það mál.  Enda hef ég ekki skilið hvaða tilgangi það átti að þjóna að ríkið yrði einn af eigendum HS-orku, sérstaklega núna þegar staða ríkissjóðs er mjög erfið.  Þarna er ekki verið að selja neinar auðlindir og því ættum við að fagna erlendri fjárfestingu hér á landi núna.  HS-Orka á ekki neinar auðlindir heldur eru þær í eigu Reykjanesbæjar og fleiri sveitarfélaga.  Hinsvegar leigir HS-Orka nýtingaréttin til 65 ára og greiðir fullt verð fyrir.


mbl.is Epli og appelsínur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vegaframkvæmdir

Vegir eru greiðfærir um allt land, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar, þótt þungatakmarkanir séu á einstaka leiðum. Nokkuð er um lokanir og tafir á höfuðborgarsvæðinu vegna framkvæmda.

Þótt öllum vegaframkvæmdum beri að fagna, þá er sérstök ástæða að fagna vegaframkvæmdum á höfuðborgasvæðinu.  En það svæði er því miður oft sett til hliðar í vegaframkvæmdum.


mbl.is Vegaframkvæmdir í höfuðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krabbamein

Árleg styrktarganga Göngum saman verður gengin í dag. Gangan er farin til styrkjar rannsóknum á brjóstakrabbameini. Í ár verður gengið á sjö stöðum á landinu, Reykjavík, Ísafirði, Akureyri, Mývatnssveit, Egilsstöðum, Höfn og Vestmannaeyjum.

Alltaf er gaman þegar koma jákvæðar frétti í öllu þessu fréttaflóði um kreppur og vandræði.  Þetta er dæmi um góða frétt og vonandi safnast mikið fé í þessum göngum.  Krabbamein er sá sjúkdómur sem leggur marga að velli á besta aldri.


mbl.is Göngum saman vegna brjóstakrabbameins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattaskjól

Ísland var eitt helsta fórnarlamb fjármálakreppunnar og framtíð Kaupþings var óviss, skrifar Nick Mathiason, dálkahöfundur breska blaðsins Observer í dag. Hann segir að óveðrið sem hafi gengið yfir fjármálamarkaði heimsins undanfarin misseri hafi haft víðtæk áhrif á skattaskjól heimsins.

Ef íslensk kreppan hefur haft mikil áhrif á skattaskjól heimsins, þá hefur hún verið jákvæð og aðrar þjóðir ættu að greiða okkur fyrir ef þessi skattaskjól hafa lokast að einhverju leiti, vegna áhrifa frá Íslandi.


mbl.is Kreppan hafði mikil áhrif á skattaskjól heimsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Danmörk

Aðeins einum af fimm Írökum sem handteknir voru við komuna frá Danmörku til Bagdad í Írak hefur verið sleppt. Alls var 22 Írökum, sem neitað hafði verið um hæli í Danmörku snúið nauðugum til heimalands síns í mikilli skyndingu sl. miðvikudag. Þetta kemur fram á vef danska dagblaðsins Politiken.

Ekki var þetta nú mikið hjá okkar frændum Dönum, það hljóta allir að sjá að fólk er ekki að leika sér að því, að flýja sitt heimaland og leita annað.


mbl.is Aðeins einn látinn laus í Bagdad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppboð

Danska uppboðshúsið Lauritz.com er nú með sérstakt uppboð á innanstokksmunum eignarhaldsfélagsins Landic Property í Danmörku, dótturfélags Landic Property hf. en danska félagið varð gjaldþrota í sumar.

Íslendingar hefðu átt að gera meira grín að Dönum þegar íslenska útrásin stóð sem hæst og Íslendingar fjárfestu sem óðir menn í Danmörku. 

Við gátum allt en Danir ekkert.


mbl.is Húsgögn frá Landic Property boðin upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SPRON

Hlynur Jónsson, formaður skilanefndar SPRON, hefur verið kallaður fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur miðvikudaginn 10. september næstkomandi.

Eru formenn skilanefnda orðnir svo merkilegir með sig að þeir vilji ekki svara einfaldri spurningu, nema fyrir dómstólum.


mbl.is Svarar því í næstu viku hver seldi í SPRON
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband