Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

EXISTA

„Þetta kemur á óvart. Við höfum beðið um afrit af kærunni til að vita í rauninni hvað er á bak við hana. Við getum ekki séð að þetta falli undir valdsvið sérstaks saksóknara. Við bíðum bara og sjáum á hvaða forsendum þessi kæra er byggð,“ segir Bjarnfreður Ólafsson lögmaður hjá Logos lögmannsþjónustu.  Hvernig getur það komið mönnum á óvart, þegar þeir eru kærðir fyrir ólöglegt athæfi? 

Þeir Bakkabræður vissu vel að það var ekki löglegt þegar þeir nánast stálu Bakkavör frá EXISTU. Og enn á að klóra í bakkann og ekkert þykjast vita.  Hvað ætla Bakkabræður að halda þessu asnaskap lengi áfram í þeirri von að einhver trúi þeim.

NEI TAKK.  EKKI MEIR, EKKI MEIR.


mbl.is Kæra Kaupþings beinist að stjórnendum Exista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glitnir

Þegar FL Group (nú Stoðir) seldi hluti sína í Geysi Green Energy í febrúar á síðasta ári á genginu 1,4 til Glitnis, Atorku og fleiri aðila tók Glitnir 500 milljónir króna í þóknun vegna ráðgjafar við sölu bréfanna. Auk Glitnis og dótturfélags Atorku, Renewable Energy Resources, bauð VGK Invest einnig í bréfin.  Það munaði rekki um það, aðeins 500 milljónir í þóknun fyrir að hafa milligöngu um sölu og kaup á hlutabréfum í GGE.

En maður verður að líta á hlutina í réttu samhengi, því á þessum tíma voru Glitnismenn svo stórhuga í öllu og hugsuðu bara í stjarnfræðilegum upphæðum.  Þannig að í þeirra augum hafa 500 milljónir verið eins og hvert annað klink.


mbl.is Glitnir tók 500 milljónir í þóknun vegna sölu til sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfði

Átta slökkviliðsmenn voru eftir á eldvakt í Höfða í nótt svo hægt væri að bregðast við ef eitthvað kæmi upp. Helmingur þeirra var sendur heim um þrjú en þeir sem eftir urðu fara nú að ljúka störfum. Um hundrað slökkviliðsmenn komu að hinum ýmsu störfum björgunaraðgerðanna en rannsókn hefst í dag.

Það hefði verið mikið slys ef þetta sögufræga hús hefði brunnið til grunna. Þarna voru líka geymd mikil menningarverðmæti eins og málverk ofl.  En sem betur fer tókst að slökkva eldinn og bjarga nær öllum menningarverkunum út úr húsinu, áður en reykurinn náði að skemma þau.


mbl.is Rannsókn hefst í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Akureyri

Lögreglan á Akureyri fékk björgunarsveitina Súlur í lið með sér á Öxnadalsheiðinni í gærkvöldi en fjöldi ökumanna á sumardekkjum festu bifreiðar sínar vegna slæmrar færðar. Nóttin var róleg á Akureyri en þó voru tveir teknir fyrir ölvunarakstur en annar ökumannanna ók bifreið sinni inn í húsagarð og hljóp á brott.

Það fer ekki vel saman ófærð og ölvunarakstur.  Þótt lögreglan segi að vegfarendum hafi ekki stafað hætt af þessum ölvunarakstri, þá er það ekki rétt.  Vegfarendum stafar ALLTAF hætta af ölvunarakstri. Það er líka furðulegt við þessa frétt að ekki er sagt frá því að um aðkomumenn hafi verið að ræða.


mbl.is Ófærð og ölvunarakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sagði af sér

Dorte Kiilerich, framkvæmdastjóri dönsku ferðamálastofnunarinnar VisitDenmark, sagði af sér í kvöld vegna umdeilds myndskeiðs, sem birtist á samskiptavefnum YouTube nýlega að undirlagi stofnunarinnar.

Ef þetta hefði skeð á Íslandi má ætla að atburðurinn hefði verið svona;

1.  Þykist ekkert kannast við málið.

2.  Viðurkennt að hafa vitað af málinu en ekki haft tök á að stöðva þetta í tíma.

3.   Var erlendis og fylgdist ekki með fréttum í nokkra daga.

4.   Tekur upp vörn fyrir málinu.

5.   Telur þetta vera smámál.

6.   Allt öðrum að kenna og þá sérstaklega fjölmiðlum að gera frétt um lítið mál.

7.  Telur ekki koma til greina að segja af sér, því það bjargi engu.

Hér á landi segir enginn af sér hvað vitleysu viðkomandi hefur gert.  Þann er Ísland í dag og fortíð. 


mbl.is Sagði af sér vegna umdeilds myndskeiðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á rás fyrir Grensás

Þáttur með þessu nafni var á RÚV í gærkvöldi og tókst mjög vel og söfnuðust yfir 100 milljónir til að stækka og endurbæta Grensásstöðina, en eins og flestir vita er þar rekinn endurhæfing fyrir þá sem hafa lent í slysum eða veikindum, sem hefur bundið viðkomandi við hjólastól.  Það var hinn frábæra kona Edda Heiðrún Backmann, sem fékk þessa snjöllu hugmynd og fjölmargir lögðu henni lið.  Margir skemmtikraftar komu fram og þátturinn var mjög skemmtilegur.  Ég styrkti þessa söfnun miðað við mína fjárhagslegu getu og gott betur.  Edda Heiðrún, kom með skóg sem hún hafði notað í mörgum leiksýningum og voru þeir settir á uppboð.  Orkuveitan bauð strax 500 þúsund í skóna og þar sem Orkuveitan er sterkt fyrirtæki fannst mér þetta of lágt og bauð 750 þúsund.  Síðan leið nokkur tími og ég var kominn með hnút í magann, ef ég fengi nú skóna og þyrfti að borga 750 þúsund, sem ég hefði aldrei getað.  En þá kom aftur boð frá Orkuveitunni uppá 800 þúsund.  Nú var ég að hugsa mikið um að draga mig i hlé, en bauð aftur og nú 900 þúsund.  Aftur kom hnútur í magann, en eftir talsverða stund bauð Orkuveitan eina milljón og þá hætti ég.  En mikið langaði mér nú samt að bjóða aftur og sjá hvað Orkuveitan færi hátt en tók ekki áhættuna.

Þessi þáttur sýndi vel hvað íslendingar feta gert ef þeir standa saman og að lokum;

Edda Heiðrún þú ert hetja.


Skák

Hellismenn leiða eftir fyrstu umferð Íslandsmóts skákfélaga sem fram fór í gærkvöld í Rimaskóla.  Þetta mun víst vera mjög spennandi mót.  Þarna keppa 56 lið frá 23 félögum og í fyrsta sinn í 35 ár keppir lið. sem eingöngu er skipuð konum.  Konur eru oft búnar að sanna að þær eru engu lélegri skákmenn en karlar.  Þar stendur upp úr núverandi alþingismaður Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, sem hef verið mjög snjöll skákmanneskja.

Ég hef alltaf verið hrifinn af skák og tefldi mikið á yngri árum og mest þegar ég var nemandi við Samvinnuskólann á Bifröst.  Þótt ég segi sjálfur frá þá þótti ég það góður að í skákeppnum við aðra skóla var ég oftast hafður á fyrsta borði, sem þýddi að ég tefldi við sterkasta skákmann viðkomandi skóla.  En hin síðari ár hef ég lítið komið nálægt skák.


mbl.is Hellismenn efstir á Íslandsmótinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómur

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að fyrirtækið Alhjúkrun ehf. greiða fyrrverandi sjúkraliða hjá fyrirtækinu rúmlega 1200 þúsund krónur en í ljós kom að launagreiðslur sjúkraliðans höfðu ekki verið í samræmi við kjarasamning.

Þetta sýnir best hvað verður þegar sjúkraþjónustan er einkavædd og eigendur fyrirtækja á því sviði, nota allt sem hægt er til að ná fram hagnaði.  Svona atvik eru ekkert frekar bundnar við sjúkraþjónustu.

Ég veit að hér á Suðurnesjum eru starfandi nokkur hundruð erlendra starfsmanna í fiskvinnslu.  Það er ástandið mjög slæmt.  Hér er atvinnuleysi mest á landinu öllu og margir halda að sumt atvinnulaust fólk leiti sér ekki að vinnu.  Staðan er einfaldlega þannig að fiskverkendur vilja ekki íslengst fólk í vinnu, því þá þyrfti að greiða eðlileg laun.

Ég ætla að nefna eitt dæmi hjá fiskvinnslu hér í Sandgerði, sem ég þekki nokkuð vel.  Hjá þessu fyrirtæki starfa um 30-40 manns.  Allt erlent fólk, það eru pólverjar,lettar,rússar ofl.  Þegar næg verkefni eru vinnur þetta fólk á vöktum allan sólahringinn og fær greitt kr: 950,- á tímann, jafnt hvort sem er að nóttu eða degi.  En það fá ekki allir þessi háu laun, því þeir sem hafa unnið minna en 2 ár fá heilar kr: 850,-  á tímann, og ef engin verkefni eru fyrir hendi þá fær fólkið engin laun greidd þann tíma.  Nær allt þetta fólk býr í verbúð fyrir ofan fiskverkunina og greiðir að sjálfsögðu húsaleigu, sem miðuð er við verð á gistiheimilum.  Leigan er dreginn af fólkinu vikulega, en þetta er ekki nema hálf sagan því margt af þessu fólki hefur ekki verið skráð og fær því ekki kennitölu.  Þess vegna greiðir kennitölulausa fólkið hvorki skatta, né í lífeyrissjóð eða til stéttarfélags.  Það er því hreinlega ekki til samkvæmt opinberum gögnum.  Ef það veikist eða slasast getur það ekki leitað til læknis því það er ekki til.  Allt þetta fólk þarf sjálft að greiða ferðakostnað sinn til landsins og einnig ef það hættir.  Ég spurði eitt sinn framkvæmdastjóra fyrirtækisins og eiganda hvernig hann kæmist upp með þetta gagnvart verkalýðsfélaginu og svarið var þetta;

Verkalýðsfélagið getur ekkert gert því svona ástand er í nær öllum fiskvinnslufyrirtækjum hér í Sandgerði og ef ætti að fara að hreifa við þessu myndu fyrirtækin öll loka.


mbl.is Ráðningarkjör langt undir lágmarkskjörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

En einmitt nú er náðatími skáldsins.

Því haustið kemur

með fangið fullt af yrkisefnum.

(Tómas Guðmundsson)


Atorka hf.

Magnús Jónsson hefur látið af störfum sem forstjóri Atorku Group. Félagið hefur verið í greiðslustöðvun síðan í júní og í dag verður væntanlega úrskurðað um það í Héraðsdómi Reykjavíkur hvort félagið fái áframhaldandi greiðslustöðvun. Samkvæmt upplýsingum frá Atorku hefur enginn verið ráðinn forstjóri í stað Magnúsar en hann á stóran hlut í félaginu.

Þetta félag verður gjaldþrota svo það er ekki þörf á neinum forstjóra.  Honum virðist ætla að ganga frekar illa að ávaxta sitt fé honum Þorsteini Vilhelmssyni, sem var einn af eigendum Samerja hf. á Akureyri.  En þegar hann sagði skilið við sína félaga í Samherja þá fékk hann greitt þrjá milljarða, sem virðast vera að mestu horfnir í röngum fjárfestingum.


mbl.is Forstjóri Atorku hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband