Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
26.9.2009 | 09:05
EXISTA
Þetta kemur á óvart. Við höfum beðið um afrit af kærunni til að vita í rauninni hvað er á bak við hana. Við getum ekki séð að þetta falli undir valdsvið sérstaks saksóknara. Við bíðum bara og sjáum á hvaða forsendum þessi kæra er byggð, segir Bjarnfreður Ólafsson lögmaður hjá Logos lögmannsþjónustu. Hvernig getur það komið mönnum á óvart, þegar þeir eru kærðir fyrir ólöglegt athæfi?
Þeir Bakkabræður vissu vel að það var ekki löglegt þegar þeir nánast stálu Bakkavör frá EXISTU. Og enn á að klóra í bakkann og ekkert þykjast vita. Hvað ætla Bakkabræður að halda þessu asnaskap lengi áfram í þeirri von að einhver trúi þeim.
NEI TAKK. EKKI MEIR, EKKI MEIR.
![]() |
Kæra Kaupþings beinist að stjórnendum Exista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.9.2009 | 08:56
Glitnir
Þegar FL Group (nú Stoðir) seldi hluti sína í Geysi Green Energy í febrúar á síðasta ári á genginu 1,4 til Glitnis, Atorku og fleiri aðila tók Glitnir 500 milljónir króna í þóknun vegna ráðgjafar við sölu bréfanna. Auk Glitnis og dótturfélags Atorku, Renewable Energy Resources, bauð VGK Invest einnig í bréfin. Það munaði rekki um það, aðeins 500 milljónir í þóknun fyrir að hafa milligöngu um sölu og kaup á hlutabréfum í GGE.
En maður verður að líta á hlutina í réttu samhengi, því á þessum tíma voru Glitnismenn svo stórhuga í öllu og hugsuðu bara í stjarnfræðilegum upphæðum. Þannig að í þeirra augum hafa 500 milljónir verið eins og hvert annað klink.
![]() |
Glitnir tók 500 milljónir í þóknun vegna sölu til sín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.9.2009 | 08:43
Höfði
Átta slökkviliðsmenn voru eftir á eldvakt í Höfða í nótt svo hægt væri að bregðast við ef eitthvað kæmi upp. Helmingur þeirra var sendur heim um þrjú en þeir sem eftir urðu fara nú að ljúka störfum. Um hundrað slökkviliðsmenn komu að hinum ýmsu störfum björgunaraðgerðanna en rannsókn hefst í dag.
Það hefði verið mikið slys ef þetta sögufræga hús hefði brunnið til grunna. Þarna voru líka geymd mikil menningarverðmæti eins og málverk ofl. En sem betur fer tókst að slökkva eldinn og bjarga nær öllum menningarverkunum út úr húsinu, áður en reykurinn náði að skemma þau.
![]() |
Rannsókn hefst í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.9.2009 | 08:38
Akureyri
Lögreglan á Akureyri fékk björgunarsveitina Súlur í lið með sér á Öxnadalsheiðinni í gærkvöldi en fjöldi ökumanna á sumardekkjum festu bifreiðar sínar vegna slæmrar færðar. Nóttin var róleg á Akureyri en þó voru tveir teknir fyrir ölvunarakstur en annar ökumannanna ók bifreið sinni inn í húsagarð og hljóp á brott.
Það fer ekki vel saman ófærð og ölvunarakstur. Þótt lögreglan segi að vegfarendum hafi ekki stafað hætt af þessum ölvunarakstri, þá er það ekki rétt. Vegfarendum stafar ALLTAF hætta af ölvunarakstri. Það er líka furðulegt við þessa frétt að ekki er sagt frá því að um aðkomumenn hafi verið að ræða.
![]() |
Ófærð og ölvunarakstur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.9.2009 | 08:30
Sagði af sér
Dorte Kiilerich, framkvæmdastjóri dönsku ferðamálastofnunarinnar VisitDenmark, sagði af sér í kvöld vegna umdeilds myndskeiðs, sem birtist á samskiptavefnum YouTube nýlega að undirlagi stofnunarinnar.
Ef þetta hefði skeð á Íslandi má ætla að atburðurinn hefði verið svona;
1. Þykist ekkert kannast við málið.
2. Viðurkennt að hafa vitað af málinu en ekki haft tök á að stöðva þetta í tíma.
3. Var erlendis og fylgdist ekki með fréttum í nokkra daga.
4. Tekur upp vörn fyrir málinu.
5. Telur þetta vera smámál.
6. Allt öðrum að kenna og þá sérstaklega fjölmiðlum að gera frétt um lítið mál.
7. Telur ekki koma til greina að segja af sér, því það bjargi engu.
Hér á landi segir enginn af sér hvað vitleysu viðkomandi hefur gert. Þann er Ísland í dag og fortíð.
![]() |
Sagði af sér vegna umdeilds myndskeiðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.9.2009 | 08:15
Á rás fyrir Grensás
Þáttur með þessu nafni var á RÚV í gærkvöldi og tókst mjög vel og söfnuðust yfir 100 milljónir til að stækka og endurbæta Grensásstöðina, en eins og flestir vita er þar rekinn endurhæfing fyrir þá sem hafa lent í slysum eða veikindum, sem hefur bundið viðkomandi við hjólastól. Það var hinn frábæra kona Edda Heiðrún Backmann, sem fékk þessa snjöllu hugmynd og fjölmargir lögðu henni lið. Margir skemmtikraftar komu fram og þátturinn var mjög skemmtilegur. Ég styrkti þessa söfnun miðað við mína fjárhagslegu getu og gott betur. Edda Heiðrún, kom með skóg sem hún hafði notað í mörgum leiksýningum og voru þeir settir á uppboð. Orkuveitan bauð strax 500 þúsund í skóna og þar sem Orkuveitan er sterkt fyrirtæki fannst mér þetta of lágt og bauð 750 þúsund. Síðan leið nokkur tími og ég var kominn með hnút í magann, ef ég fengi nú skóna og þyrfti að borga 750 þúsund, sem ég hefði aldrei getað. En þá kom aftur boð frá Orkuveitunni uppá 800 þúsund. Nú var ég að hugsa mikið um að draga mig i hlé, en bauð aftur og nú 900 þúsund. Aftur kom hnútur í magann, en eftir talsverða stund bauð Orkuveitan eina milljón og þá hætti ég. En mikið langaði mér nú samt að bjóða aftur og sjá hvað Orkuveitan færi hátt en tók ekki áhættuna.
Þessi þáttur sýndi vel hvað íslendingar feta gert ef þeir standa saman og að lokum;
Edda Heiðrún þú ert hetja.
26.9.2009 | 07:55
Skák
Hellismenn leiða eftir fyrstu umferð Íslandsmóts skákfélaga sem fram fór í gærkvöld í Rimaskóla. Þetta mun víst vera mjög spennandi mót. Þarna keppa 56 lið frá 23 félögum og í fyrsta sinn í 35 ár keppir lið. sem eingöngu er skipuð konum. Konur eru oft búnar að sanna að þær eru engu lélegri skákmenn en karlar. Þar stendur upp úr núverandi alþingismaður Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, sem hef verið mjög snjöll skákmanneskja.
Ég hef alltaf verið hrifinn af skák og tefldi mikið á yngri árum og mest þegar ég var nemandi við Samvinnuskólann á Bifröst. Þótt ég segi sjálfur frá þá þótti ég það góður að í skákeppnum við aðra skóla var ég oftast hafður á fyrsta borði, sem þýddi að ég tefldi við sterkasta skákmann viðkomandi skóla. En hin síðari ár hef ég lítið komið nálægt skák.
![]() |
Hellismenn efstir á Íslandsmótinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.9.2009 | 07:39
Dómur
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að fyrirtækið Alhjúkrun ehf. greiða fyrrverandi sjúkraliða hjá fyrirtækinu rúmlega 1200 þúsund krónur en í ljós kom að launagreiðslur sjúkraliðans höfðu ekki verið í samræmi við kjarasamning.
Þetta sýnir best hvað verður þegar sjúkraþjónustan er einkavædd og eigendur fyrirtækja á því sviði, nota allt sem hægt er til að ná fram hagnaði. Svona atvik eru ekkert frekar bundnar við sjúkraþjónustu.
Ég veit að hér á Suðurnesjum eru starfandi nokkur hundruð erlendra starfsmanna í fiskvinnslu. Það er ástandið mjög slæmt. Hér er atvinnuleysi mest á landinu öllu og margir halda að sumt atvinnulaust fólk leiti sér ekki að vinnu. Staðan er einfaldlega þannig að fiskverkendur vilja ekki íslengst fólk í vinnu, því þá þyrfti að greiða eðlileg laun.
Ég ætla að nefna eitt dæmi hjá fiskvinnslu hér í Sandgerði, sem ég þekki nokkuð vel. Hjá þessu fyrirtæki starfa um 30-40 manns. Allt erlent fólk, það eru pólverjar,lettar,rússar ofl. Þegar næg verkefni eru vinnur þetta fólk á vöktum allan sólahringinn og fær greitt kr: 950,- á tímann, jafnt hvort sem er að nóttu eða degi. En það fá ekki allir þessi háu laun, því þeir sem hafa unnið minna en 2 ár fá heilar kr: 850,- á tímann, og ef engin verkefni eru fyrir hendi þá fær fólkið engin laun greidd þann tíma. Nær allt þetta fólk býr í verbúð fyrir ofan fiskverkunina og greiðir að sjálfsögðu húsaleigu, sem miðuð er við verð á gistiheimilum. Leigan er dreginn af fólkinu vikulega, en þetta er ekki nema hálf sagan því margt af þessu fólki hefur ekki verið skráð og fær því ekki kennitölu. Þess vegna greiðir kennitölulausa fólkið hvorki skatta, né í lífeyrissjóð eða til stéttarfélags. Það er því hreinlega ekki til samkvæmt opinberum gögnum. Ef það veikist eða slasast getur það ekki leitað til læknis því það er ekki til. Allt þetta fólk þarf sjálft að greiða ferðakostnað sinn til landsins og einnig ef það hættir. Ég spurði eitt sinn framkvæmdastjóra fyrirtækisins og eiganda hvernig hann kæmist upp með þetta gagnvart verkalýðsfélaginu og svarið var þetta;
Verkalýðsfélagið getur ekkert gert því svona ástand er í nær öllum fiskvinnslufyrirtækjum hér í Sandgerði og ef ætti að fara að hreifa við þessu myndu fyrirtækin öll loka.
![]() |
Ráðningarkjör langt undir lágmarkskjörum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.9.2009 | 10:33
Spakmæli dagsins
En einmitt nú er náðatími skáldsins.
Því haustið kemur
með fangið fullt af yrkisefnum.
(Tómas Guðmundsson)
25.9.2009 | 10:26
Atorka hf.
Magnús Jónsson hefur látið af störfum sem forstjóri Atorku Group. Félagið hefur verið í greiðslustöðvun síðan í júní og í dag verður væntanlega úrskurðað um það í Héraðsdómi Reykjavíkur hvort félagið fái áframhaldandi greiðslustöðvun. Samkvæmt upplýsingum frá Atorku hefur enginn verið ráðinn forstjóri í stað Magnúsar en hann á stóran hlut í félaginu.
Þetta félag verður gjaldþrota svo það er ekki þörf á neinum forstjóra. Honum virðist ætla að ganga frekar illa að ávaxta sitt fé honum Þorsteini Vilhelmssyni, sem var einn af eigendum Samerja hf. á Akureyri. En þegar hann sagði skilið við sína félaga í Samherja þá fékk hann greitt þrjá milljarða, sem virðast vera að mestu horfnir í röngum fjárfestingum.
![]() |
Forstjóri Atorku hættir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
-
Adda bloggar
-
Ágúst H Bjarnason
-
Albertína Friðbjörg
-
Alma Jenny Guðmundsdóttir
-
Anna
-
Anna Guðný
-
Anna Heiða Stefánsdóttir
-
Anna Pálsdóttir! :)
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Apamaðurinn
-
Arinbjörn Kúld
-
Ásgerður Jóna Flosadóttir
-
Arnlaugur Helgason
-
Arnþór Helgason
-
Ársæll Níelsson
-
Ásdís Rán
-
Ásgeir Jóhann Bragason
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Ásgeir Sveinsson
-
Axel Jóhann Axelsson
-
Baldur Smári Einarsson
-
Baldvin Jónsson
-
Bara Steini
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Birna M
-
Bjarney Bjarnadóttir
-
Bjarni Baukur
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Bjarni Kjartansson
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Bjarki Þór Guðmundsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Björgvin S. Ármannsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Björn Leví Gunnarsson
-
Björn Finnbogason
-
Bragi Sigurður Guðmundsson
-
Bragi Sigurðsson
-
Hommalega Kvennagullið
-
Bwahahaha...
-
Davíð Pálsson
-
Davíð S. Sigurðsson
-
Didda
-
Dunni
-
Edda Agnarsdóttir
-
Edda Sveinsdóttir
-
Eggert Þór Aðalsteinsson
-
Egill Jón Kristjánsson
-
egvania
-
Einar B Bragason
-
Einar Kristinn Guðfinnsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Eiríkur Sjóberg
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Emil Örn Kristjánsson
-
J. Einar Valur Bjarnason Maack
-
Elín Margrét Guðmundsdóttir
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Eyjólfur Ingvi Bjarnason
-
FF
-
FLÓTTAMAÐURINN
-
Faktor
-
Fannar frá Rifi
-
Finnur Bárðarson
-
Fjarki
-
Friðrik Höskuldsson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Georg Birgisson
-
Gestur Guðjónsson
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Gunnar Þór Ólafsson
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Guðjón Heiðar Valgarðsson
-
Guðjón Sigþór Jensson
-
Guðjón Ó.
-
Guðmundur St Ragnarsson
-
Guðmundur Zebitz
-
Guðni Gíslason
-
gudni.is
-
Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
-
Guðrún Jónína Eiríksdóttir
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðrún Una Jónsdóttir
-
Guðrún Helgadóttir
-
Guðrún S Hilmisdóttir
-
Guðrún Þóra Hjaltadóttir
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Gísli Sigurðsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Haffi
-
Hafrún Kristjánsdóttir
-
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
-
Halla Rut
-
Halldór Sigurðsson
-
Halldór Örn Egilson
-
Hallgrímur Guðmundsson
-
Hallur Magnússon
-
Haraldur Bjarnason
-
Haraldur Davíðsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heimir Lárusson Fjeldsted
-
Heiður Helgadóttir
-
Helga Dóra
-
Helga Sigrún Harðardóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Himmalingur
-
Hilmar Sæberg Ásgeirsson
-
hilmar jónsson
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Hjalti Sigurðarson
-
Hjartagullin mín
-
Hinrik Þór Svavarsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Hlekkur
-
Huld S. Ringsted
-
Hólmdís Hjartardóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
hreinsamviska
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Hörður Halldórsson
-
Hörður Hilmarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Ingunn Jóna Gísladóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jakob Kristinsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Jens Guð
-
Jens Sigurjónsson
-
Jóhannes Jónsson
-
Jóhanna Fríða Dalkvist
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jóhannes Þór Skúlason
-
Jón Baldur Lorange
-
Jón Halldór Eiríksson
-
Jón Kristófer Arnarson
-
Jón Finnbogason
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Jónína Benediktsdóttir
-
Kama Sutra
-
Karl Tómasson
-
Karl V. Matthíasson
-
Katrín
-
Kjarri thaiiceland
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Konráð Ragnarsson
-
Kristinn Sigurjónsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Kristján Pétursson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Lilja Skaftadóttir
-
Lovísa
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Lýður Árnason
-
Maddý
-
Magnús Þór Friðriksson
-
Margrét Sigurðardóttir
-
Marinó Hafnfjörð Þórisson
-
Magnús H Traustason
-
Marinó Már Marinósson
-
Marzellíus Sveinbjörnsson
-
Morgunblaðið
-
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
Natan Kolbeinsson
-
Níels A. Ársælsson.
-
Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Ólafur Tryggvason
-
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
-
Ólöf de Bont
-
Óskar Helgi Helgason
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Paul Nikolov
-
Páll Höskuldsson
-
Páll Vilhjálmsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
percy B. Stefánsson
-
Predikarinn - Cacoethes scribendi
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar Borgþórs
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Ragnhildur Jónsdóttir
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Regína R
-
Ruth
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Rögnvaldur Þór Óskarsson
-
Samtök Fullveldissinna
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
-
Sigríður Hafdís Þórðardóttir
-
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
-
Sigurður Haukur Gíslason
-
Sigurður Jón Hreinsson
-
Sigurður Jónsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Snorri Bergz
-
Sigurjón Sveinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Þorsteinn Briem
-
Steinþór Ásgeirsson
-
Svartagall
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sævar Einarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sólveig Aradóttir
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
TARA
-
Tiger
-
Tinna Eik Rakelardóttir
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valbjörn Júlíus Þorláksson
-
Valdimar Leó Friðriksson
-
Valan
-
Vefritid
-
Vestfirðir
-
Viggó H. Viggósson
-
Vilborg Auðuns
-
Þórbergur Torfason
-
ÞJÓÐARSÁLIN
-
Þórhallur Heimisson
-
Þórhallur Pálsson
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Þórður Björn Sigurðsson
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Þórir Kjartansson
-
Þórólfur S. Finnsson
-
Þór Jóhannesson
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Jón V. Þorsteinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 4
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 801837
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
249 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- -stríðsþokan-
- Yfirlýsing um fósturvísamálið ...
- Orð guðföður Viðreisnar
- Myndir af þeim.
- Enn einn naglinn í kistu covid bóluefnanna
- Samskipti Alfa við beta í gegnum söguna - Hvar fellur Trump inn í myndina?
- Skjátextar á vitvélaöld
- AÐ TAKA UPP EVRU (VERSTU MISTÖK SEM HÆGT ER AÐ GERA).....
- Einn pakki, enginn valkostur
- Bæn dagsins...