Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Íþróttaskór

Starfsmenn sumra verksmiðja í Indónesíu og Víetnam, sem framleiða íþróttaskó fyrir erlend fyrirtæki, þræla oft á sultarlaunum, að sögn norsku Neytendasamtakanna.

Þetta er Vesturlöndum til skammar að níðast svona á fátækum þjóðum og líka þeim fyrirtækjum sem láta framleiða skó fyrr sig við þessar aðstæður.  Aðeins einn aðili, sem er fyrirtækið Nike mun fylgjast með að því fólki sem framleiðir skó fyrir Nike líði vel.  Öllum öðrum er nákvæmlega sama.


mbl.is Illa þefjandi íþróttaskór rannsakaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærsla

Fullyrt er í bloggfærslu á vefnum blog.is, að Indriði H. Þorláksson, einn samninganefndarmanna Íslands í Icesave-málinu, hafi skrifað minnisblað um viðræður við breska og hollenska embættismenn þar sem hann var í flugvél á leið til Íslands að kvöldi 2. september. Þeir sem sátu nálægt Indriða eða gengu framhjá sæti hans hafi getað lesið minnisblaðið og þar hafi m.a. komið fram að viðsemjendurnir myndu aldrei sætta sig við að heildarskuldin vegna Icesave yrði ekki greidd.

Ég tek þessu nú með fyrirvara og efast um að þetta sé rétt.  Að farþegar í flugvél geti verið að lesa trúnaðarskjöl.  

NEI TAKK


mbl.is Trúnaðarskjal skrifað fyrir opnum tjöldum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lækkun

Atlantsolía hefur lækkað verð á bensíni um 2 krónur lítrann og á dísilolíu um 1 krónu. Félagið segir að meginástæða lækkunarinnar sé hagstæðara innkaupsverð á mörkuðum. Verð á bensíni er nú 182,40 krónur lítrinn hjá félaginu og 177,20 krónur lítrinn af dísilolíu.

Er þetta prentvilla eða er þetta rétt?  Það hefur lengi verið talið að aðeins væti hægt að hækka verð á eldsneyti en ekki lækka.  Ég trú þessu þar til annað kemur í ljós.


mbl.is Atlantsolía lækkar eldsneytisverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íbúðarlán

Stjórnvöld munu væntanlega fá frjálsari hendur til að samræma aðgerðir í þágu skuldsettra heimila ef íbúðalán bankanna verða færð yfir til Íbúðalánasjóðs. Þetta er líkast til ein af skýringunum á endurnýjuðum áhuga stjórnvalda á því að færa íbúðalánin, sem fyrst kom til álita fljótlega eftir bankahrunið síðastliðið haust og aftur um síðustu helgi.

Þetta mun verða þungur róður hjá ríkisstjórninni því bankarnir eru á móti þessu og vilja halda í sín íbúðarlán.  Þetta er líka stórskrítið að einhverjir menn í bönkunum skuli vera með mótþróa í þessu máli.  Það sem ríkið ætlar að gera er að flytja öll húsnæðislán úr þremur ríkisbönkum í ´sjóð í eigu ríkisins, sem er Íbúðalánasjóður.  Halda bankastjórar þessara banka að þeir eigi bankana og þurfi ekkert tillit að taka til eiganda þeirra.  Hverskonar andskotans rugl er þetta?


mbl.is Flutningur íbúðalána hefur mætt mótstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fíkniefni

Þrír Íslendingar sem handteknir voru í sumar og sátu um tíma í gæsluvarðhaldi voru taldir tengjast einu stærsta fíkniefnamáli sem upp hefur komið í heiminum.  Þeir taka hraustlega til hendinni íslendingar jafnt í smygli á fíkniefnum sem öðru.  Vilja alltaf vera stærstir og mestir í öllu.
mbl.is Íslendingar tengdir við stórt fíkniefnamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úr stjórn Lv

Brynja Halldórsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður í Kaupþingi banka, hefur sagt sig úr stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna af ótilgreindum ástæðum.Ha, ótilgreindar ástæður?  Eru þær ekki nokkuð ljósar fyrr flestum.  Því meðan Brynja sat í stjórn Kaupþings og líka í stjórn Lv. sat hún báðum megin við borðið þegar Lífeyrissjóður verslunarmanna keypti skuldabréf af Kaupþingi.  Þetta bréf er nú verðlaust og þessi gjörningur hefur stórskaðað Lífeyrissjóðinn.  Brynja vissi sem var að ef hún segði sig ekki úr stjórn Lv. yrði hún rekinn úr stjórninni.
mbl.is Brynja Halldórsdóttir sagði sig úr stjórn LV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slys

Kristín Sigurðardóttir var nýfarin að vinna í álverinu á Reyðarfirði þegar hún lenti í bílslysi sl. haust og líf hennar umturnaðist. Að lokinni spítalavist tók við nokkurra vikna dvöl á legudeild Grensáss með strangri endurhæfingu sem m.a. beindist að því að þjálfa Kristínu í að umgangast fólk úr hjólastólnum sem hún var nú komin í.  Kannski fékk hún ekki að vera nema nokkrar vikur á Grensás vegna álags á þá deild.  Því er nauðsynlegt að stækka deildina og koma þar fyrir sundlaug ofl.  Fyrst ríkið hrefur ekki peninga í þetta verkefni þá verum við íbúar þessa lands að safna fyrir þessum framkvæmdum.

Eins og ég skrifaði um í gær gera slysin ekki boð á undan sér, þau koma bara alveg óvænt.  Ég samgleðst þessari konu að hafa náð fyrri heilsu til baka að hluta (Því hún er enn í hjólastól)  Þetta litla dæmi sýnir okkur vel kvað mikil þörf er fyrir endurhæfingu eftir slys og við eigum öll að leggjast á eitt , sem er að safna fé fyrir Grensás.  Ég var þó heppnari en þessi kona því ég losnaði alveg við hjólastólinn, þótt ákveðin fötlun sé enn til staðar.  Enda var ég í endurhæfingu á Reykjalundi í alls 5 mánuði.  Þar var líka góð sundlaug sem ég notaði mikið og gerði margar æfingar í sundlauginni.  En Kristín var bara nokkrar vikur á Grensás og vonandi fær hún meiri þjálfun og losni við hjólastólinn.  Ég þekki vel hvernig það er að vera bundin við hjólastól og geta ekkert nema með aðstoð annarra.  Ég fann fyrir talsverðum fordómum í minn garð þegar ég var í hjólastólnum, bæði frá starfsfólki í verslunum og víðar í samfélaginu.  Eftir að ég fór að keyra bifreið sárnaði mér oft þegar heilbrigt fólk var að leggja bílum sínum í stæði fyrir fatlaða.  Því þótt ég geti gengið get ég það ekki langar vegalengdir.  Þegar ég var á Reykjalundi var þar maður, sem var algerlega bundinn við hjólastólinn.  En hann gat ágætlega ekið bíl og þessi maður lét prenta fyrir sig nokkrar rúllur sem á stóð; "Þetta bílastæði er ætlað líkamlega fötluðu fólki." Þessa miða límdi hann síðan á alla bíla sem lagt var í stæði fyrir fatlaða og höfðu ekki fatlaða-merkið í bílglugganum.  Íslendingar hafa alltaf sýnt það að þegar einhver söfnun fer í gang þá tekst það alltaf mjög vel.


mbl.is „Geri flest sem ég vil“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandi fjölslyldna

Á nú að fara að lappa upp á fyrirbærið sem kallast "Greiðsluaðlögun." Þetta úrræði hefur reynst mjög illa og stjórnvöld verða að finna eitthvað betra.  Í stuttu máli gengur greiðsluaðlögun svona fyrir sig;

1.   Lögð er fyrir héraðsdóm beiðni um greiðsluaðlögun.

2.   Dómari samþykkir greiðsluaðlögun og skipar einhver lögfræðing sem umsjónamann með búi skuldarans.  Þegar þarna er komið er skuldarinn nánast sviptur fjárræði og má ekkert gera í sínum vandræðum nema með leyfi tilsjónarmannsins.

3.  Tilsjónarmaður fær öll fjárráð skuldara

4.   Tilsjónarmaður leggur fyrir héraðsdóm áætlun um greiðslu skulda og hugsanlega einhverjar afskriftir.

5.  Ef skuldari er með einhver lán sem nánir ættingjar eða vinir hafa ábyrgst má ekki afskrifa þau eða greiða upp til að forða ábyrgðaraðilum frá tjóni.  Það telst vera mismunun á kröfum á hendur skuldara.  Það gæti komið upp á þessu tímabili að skuldari fengi óvænt aukið fjármagn tþ.d. arf eða fengi vinning í happadrætti eða Lottó, og vildi þá losa sína ættingja og vini úr þeirra ábyrgðum, má það ekki

6.  Tilsjónar maður fer að ræða við lánadrottna um uppgjör á skuldum og jafnvel einhverjar niðurfellingar af lánum.

7.   Hver kærir sig um að hafa allt í einu tilsjónamann sem öllu ræður um útgjöld viðkomandi heimilis og ekkert má gera á hans samþykki.  Hann einn ræður öllu, hann ræður t.d. hvað er keypt í matinn, hvað fjölskyldubíllinn er notaður mikið, hvað börnin fá að taka þátt í mörgum íþróttum ofl. Þegar fólk fer í gegnum svona meðferð er það yfirleitt laskað á sál og getu til að standa á eigin fótum, fjárhagslega séð.  Ef ein greiðsla af skulum skuldarans, sem tilsjónarmaður hefur samið um, fer í vanskil þá hrynur þetta allt eins og spilaborg og viðkomandi skuldari er aftur kominn á byrjunarreit.  þá er komin upp sú staða að umsjónarmaður óskar eftir gjaldþroti viðkomandi skuldara og í framhaldi af því eru allar eignir seldar á nauðungaruppboði.  Nú myndi maður ætla að við gjaldþrot féllu allar skuldir viðkomandi niður eins og gerist þegar fyrirtæki fer í gjaldþrot.  Nei það eru nú eitthvað annað.  Allar skuldir standa eftir óbreyttar nema að þær hafa sennilega hækkað eitthvað því bæði eru reiknaðir vextir og dráttarvextir á þessar skuldir og öllum kostnaði við gjaldþrotið er velt yfir á skuldarann.  Hann verður síðan hundeltur alla sína ævi og ef hann deyr þá verða erfingjarnir ábyrgir fyrir skuldunum.  Eini valkosturinn hjá gjaldþrota manni er að flýja land og koma aldrei til baka.  Þessi leið er því ófær flestu fólki, það eina sem er jákvætt við skuldaaðlögun er að fjöldi lögfræðinga fær vellaunað starf um tíma.

Ekki veit ég hver samdi þessa vitleysu, en ég vil hvetja alla sem eiga í erfiðleikum núna að reyna allt áður en farið er í skuldaaðlögun, sem öllu á að bjarga.  En gerir bara illt verra.


mbl.is Mæta vanda 10.000 fjölskyldna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Finn ég tekur að förlast kraftur,

fjör og orka linka,

en þó vil ég ekki yngjast aftur

fyrir alla veröldina.

(Eiríkur Hallsson)


Brúðkaup

Þann 29. ágúst síðastliðinn voru hjónin Guðni Páll Sæmundsson og Bryndís Geirsdóttir gefin saman í Reykholtskirkju. Athöfnin fór fram eftir Grallaranum og voru hjónin klædd eftir gamalli hefð. Sr. Geir Waage gaf þau saman.

Alltaf er ánægjulegt þegar fólk heldur í gamlar hefðir bæði við brúðkaup og annað.

Til hamingju ungu hjón.


mbl.is Brúðkaup að gömlum sið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband