Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Sendiráð

Kostnaður við stofnun og rekstur sendiráðs Íslands í Tókýó í Japan hefur numið tæplega 1,5 milljörðum króna miðað við verðlag hvers árs. Stofnkostnaður nam í fjárlögum 2000-2001 alls 815 m.kr.

Með nútímatækni eru sendiráð úrelt og ætti að loka þeim öllum.  Því það sem þessi sendiráð gera er hægt að öllu leyti að sinna frá Utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.  Þetta yrði milljarða sparnaður, auk þess sem við gætum selt mikið af byggingum, sem utanríkisþjónustan á erlendis.


mbl.is Sendiráð upp á 1,5 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ennþá lækkun

Launavísitala, sem Hagstofan reiknar út, hækkaði um 0,02% í ágúst miðað við júlí. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 2,2% en á sama tímabili hefur vísitala neysluverðs hækkað um 10,9%.

Á meðan kaupmáttur rýrnar stöðugt vegna hækkandi vísitölu, þá horfir ríkisstjórnin aðgerðarlaus á og gerir ekkert. 

Hvað á þetta að ganga lengi svona?


mbl.is Kaupmáttur lækkar enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífeyrissjóðir

Boðað hefur verið til aukaársfunda í Íslenska lífeyrissjóðnum, sem er í umsjá Landsbankans, dagana 28. september og 19. október.

Á þessum fundum er ætlunin að gera breytingar á samþykktum sjóðanna á þann veg að vægi sjóðsfélaga verði meira en nú er.  Þær tillögur sem samþykktar verða á þessum fundi öðlast þó ekki gildi fyrr en annar félagsfundur hefur staðfest þær.

Þetta verður til mikilla bóta.

 


mbl.is Vægi sjóðfélaga verði aukið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Danmörk

„Fólk hélt oft að það yrði auðsótt að fá vinnu. En maður stekkur ekki inn í nýtt land mállaus og fær vinnu eins og smellt sé fingri,“ segir Þórir Jökull Þorsteinsson, sendiráðsprestur í Kaupmannahöfn.  Þetta er alveg rétt hjá prestinum.  Ef fólk ætla að flytja til annars lands er það fyrsta sem gera verður áður en farið er, að tryggja sér vinnu.  Það er glapræði að flytja til annars lands og hafa ekki vinnu.  Þegar fólk hefur fengið vinnuna, mun annað koma nokkuð af sjálfu sér.
mbl.is „Það versta búið hjá Íslendingum í Danmörku"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Man lítið

„Ég man voðalega lítið eftir því sem gerðist. Ég man eiginlega fyrst eftir mér uppi á spítala,“ segir Jónína Klara Pétursdóttir við Morgunblaðið, en hún var á leiðinni í skólann í gærmorgun þegar hliðarhleri flutningabifreiðar skall á þaki fólksbifreiðarinnar sem hún ók, með þeim afleiðingum að framrúðan mölbrotnaði og þakið flettist að mestu af fólksbílnum.

Ætla ökumenn flutningabíla aldrei að læra að meta hæð á þeim bíl sem þeir aka.  Þetta er ekki fyrsta slysið vegna þess að bílstjórar taka ekki tillit til hæðar bifreiðarinnar sem þeir aka.   Dæmin eru fjölmörg og hún er mjög heppinn að sleppa lifandi þessi unga stúlka.


mbl.is „Glöð hvað ég slapp vel"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kúpa

Það var líf og fjör á byltingartorginu í Havana á sunnudag þegar hundruð þúsunda manna komu saman á friðartónleikum í borginni. Ætlunin var að sameina brottflutta Kúbverja og heimamenn og þoka málum áfram á þann veg sem stjórnmálamönnum er ekki auðið.

Allt fór þetta friðsamlega fram, þótt þessi samkoma hafi verið ætluð til að mótmæla stjórnvöldum á Kúpu.  Eina skilyrðið sem stjórn Kúpu setti var að allir klæddust hvítu, en hvers vegna veit ég ekki.

Segið þið svo að Kastró, sé ekki umburðarlyndur.

 


mbl.is Dansinn dunar í Havana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skólalóð

Fyrir tveimur árum, eða í nóvember 2007, var Önnu Sigurrós Steinarsdóttur, nemanda í Langholtsskóla, farið að leiðast biðin eftir nýrri skólalóð svo mikið að hún hringdi í Dag B Eggertsson, borgarstóra og óskaði eftir lagfæringu á lóð skólans.

Dagur tók erindi hennar vel og hrinti af stað framkvæmdum, sem nú er verið að ljúka við.

Þessi unga stúlka er hetja í mínum augum.


mbl.is Hringdi í borgarstjórann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Matvöruverð

Nú er allt að hækka bæði matur og annað, sem fólki er nauðsynlegt.  Margir kenna falli krónunnar um, en er það svo í raun ef vel er skoðað.  Ég held ekki og tel að margir noti þetta sem afsökun til að hækka verð.

Nú er komið að því að fella Haga, sem á Bónus, Hagkaup 10-11 og fleiri verslanir.  En hver er tilgangurinn með þessum aðgerðum?  Ég viðurkenni að Baugur Group fór ógætilega í fjárfestingum erlendis eins og margir aðrir.  En Hagar, sem er hinn íslenski hluti Baugs Group, hefur gengið vel og ég þori að fullyrða að ekkert hefur komið launafólki betur en stofnun Bónus, hvorki kjarasamningar eða aðgerðir stjórnvalda.  Er yfirvöldum þessa lands svo illa við Jón Ásgeir að allt á að gera til að koma hans fyrirtækjum á hausinn og stórskaða þannig hagsmuni neytenda.


mbl.is Um fimmtungs hækkun á matvöruverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Oft má af máli þekkja

manninn, hver helst hann er.

Sig mun fyrstan sjálfan blekkja,

sá með lastmæli fer.

(Hallgrímur Pétursson)


Löggulíf

Ástralska lögreglan rannsakar nú hvort lögreglumenn hafi hlaupið berrassaðir í kringum ómerkta lögreglubifreið er þeir voru á leiðinni í steggjaveislu.

Hvað er verið að gera mál úr smá gríni, sem fylgir steggjaveislu.


mbl.is Berrassaðar löggur á hlaupum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband