Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Poppaði heima í stofu

Friðrik Þór Friðriksson poppaði heil ósköp í gærkvöldi áður en hann tók á móti bíógestum í stofunni heima. Hann var einn af þremur íslenskum kvikmyndaleikstjórum sem buðu fólki í gær að horfa á uppáhaldsmyndirnar sínar heima hjá sér.

Friðrik Þór Friðriksson er greinilega höfðingi heim að sækja og lætur sig ekki muna um að búa til smá poppkorn þegar á þarf að halda.


mbl.is Poppað fyrir bíógesti í stofunni heima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Risinn í New York

Tyrkinn Sultan Kosen, sem er hæsti maður í heimi, er nú staddur í New York og hann vakti óneitanlega mikla athygli viðstaddra þegar hann kom við á Times Square á Manhattan í gær.

Þetta er engin venjulegur maður slík er hæð hans.  Að eigin sögn leitar hann sér að kærustu, Ef honum tekst það ekki í Bandaríkjunum, þá tekst það hvergi.  Því Bandaríkjamenn eru alltaf svo spenntir fyrir því sem er óvenjulegt.


mbl.is Risi í New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjaftasögur

Komið hefur í ljós að þrír piltar sem voru bendlaðir við dauða sextugrar konu í Ålsgårde í Danmörku reyndu einungis að hjálpa konunni eftir að hún hlaut höfuðáverka við fall. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Gróa gamla á Leyti er söm við sig þegar fólk vill ekki trúa sannleikanum.  Ég hélt að Gróa á Leyti væri bara til á Íslandi.  En nú hefur komið í ljós að hún fór einnig í útrás til Danmerkur eins og fleiri frægir menn gerðu í den.


mbl.is Lögregla slær á kjaftasögur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umferðarslys

Umferðarslys varð á Miklubraut við Höfðabakkabrú þegar flutningabifreið ók undir brúna með hliðarhlera opinn. Að sögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) rifnaði hlerinn af bifreiðinni með þeim afleiðingum að hann féll á fólksbifreið. Stúlka var í bifreiðinni en hún slapp með minniháttar meiðsl.  Hún hefur verið meira en lítið heppin þessi stúlka að sleppa lifandi frá þessum ósköpum.
mbl.is Þakið skarst af bílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferjan Baldur

Seinkun verður á ferðum ferjunnar Baldurs milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar í dag. Ástæðan fyrir seinkuninni er að bíða þurfti eftir því að fjaraði undan skipinu til þess að hægt væri að keyra bílum og gámum um borð.

Þetta er ekki fyrsta eða síðasta skipti sem Baldur getur ekki haldið réttri áætlun.  Það var vitað fyrirfram að Baldur hentaði ekki á þessari siglingaleið, milli lands og Eyja.  En hægt var að fá hentugri ferju á leigu erlendis frá í stað Herjólfs, en Sá valkostur reyndist dýrari en að nota Baldur.  En ég er hræddur um að ef allur sá kostnaður sem hefur stafað af töfum á siglingum Baldurs, væri reiknuð til fulls, þá hefð erlenda ferja í reynd verð ódýrari valkostur.  Þarna er verið að spara aurinn og kasta krónunni.


mbl.is Ferjuferð seinkar frá Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misskilningur

Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis, segir í yfirlýsingu að fullyrðingar Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um að stjórnendur Glitnis hafi hugsanlega framið lögbrot, er bankinn lagði lítinn hluta lána bankans til sjávarútvegsfyrirtækja að veði fyrir láni hjá Seðlabanka Evrópu,sé á misskilningi byggð.

Hann er seigur að kjafta sig frá hlutunum hann Þorsteinn Már Baldvinsson.  Ég þykist vita að Þorsteinn Már er ekki heimskur maður, nema síður sé.  En ætlast hann til að nokkur maður trúi þessum orðum hans.  Það er mikill misskilningur hjá honum.  Því Seðlabanki Evrópu hefur staðfest að bankinn hafi þennan lánavafning undir höndum og ætlar að gefa íslenskum útgerðum fimm ára frest til að endurfjármagna þessi lán.  Þau eru kannski lítil í augum Þorsteins, en þau munu vera nokkur hundruð milljarðar.  Auðvitað var þetta lögbrot því að það er bannað að veðsetja erlendum aðilum íslenskar aflaheimildir.  Meira að segja Guð Guðanna hjá útgerðarmönnum, Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ sagði í fréttum að útgerðirnar yrðu að endurfjármagna þessi lán innan fimm ára, annars yrði þessi skuldabréfavafningur seldur hæstbjóðanda.


mbl.is Segir um misskilning sé að ræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grensás

Söfnunarátakinu Á rás fyrir Grensás, sem hleypt var af stokkunum er Gunnlaugur Júlíusson hljóp af stað til Akureyrar nú í sumar, er ætlað að bæta úr langvarandi húsnæðisvanda Grensásdeildar, sem stofnuð var 1973. Frá þeim tíma hafa húsakynni deildarinnar ekki aukist, utan byggingar æfingasundlaugar. Landsmönnum hefur engu að síður fjölgað um 40% og þeim sem þurfa á endurhæfingu að halda hlutfallslega meira.

Nú verð allir allir leggja eitthvað af mörkum til að stækka þessa endurhæfingardeild.Ég þekki það af eigin raun hvað svona endurhæfing er mikilvæg.  Ég lenti í alvarlegu slysi út á sjó haustið 2003 og eftir dvöl á Landspítalanum í Fossvogi í tvær vikur.  Fékk ég pláss á Reykjalundi, sem rekur endurhæfingarstöð svipaðri þeirri sem er á Grensás.  Ég kom á Reykjalund 10. október 2003 og var þá algerlagerlega bundinn við hjólastól og þurft aðstoð við nánast allt.  Fara í bað, borð, klæða mig ofl.  Ég fór í stíft endurhæfingarprógramm og þann 20. desember gekk ég þaðan útá mínum eigin fótum og óstuddur.  Ég fór aftur á Reykjalund í febrúar 2004 og var þá í einn mánuð til að skerpa á þeim æfingum, sem ég átti að gera heima.  Einnig fór ég í ökumat og fékk leyfi til að aka bifreið.  Síðan hef ég geta séð um mig sjálfur að mestu leyti.  En auðvitað koma upp atriði, sem reynast manni erfið og þá verður maður bara að sætta sig við það og ekkert að ergja sig á því.  Þegar ég byrjaði í endurhæfingunni á Reykjalundi ákvað ég strax á fyrsta degi að vera jákvæður og reyna allt sem minn þjálfari vildi að ég gerði.

Það er oft sagt; "Enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur." Og á það mjög vel við þegar fólk missir heilsuna að miklu leyti.  Því skora ég á íslensku þjóðina;

Leggjum öll Grensás okkar lið.  

Það er enginn svo aumur að hann geti ekki misst þúsundkall, því það munar um allt og margt smátt mun gera eitt stórt.


mbl.is 500 milljónir fyrir Grensás ekki óyfirstíganlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorskkvótinn

Auðvitað á að auka þorskkvótann og einnig alla aðrar tegundir.  Því allt umhverfis Ísland er fullt af fiski og einmitt nú þegar þjóðin rambar á barmi gjaldþrots.  Þá skiluðu auknar veiðar sér fljótt í erlendum gjaldeyrir í þjóðarbúið.

Í Barentshafi er svo mikil fiskgengd að við liggur að fiskurinn stökkvi um borð í veiðiskipin.  Þetta þakka norskir og rússneskir, fiskifræðingar meiri hlýnun sjávar og þar með aukið framboð af æti.  Sjórinn hefur líka hlýnað verulega á Íslandsmiðum.  En íslenskir fiskifræðingar telja að það hafi enginn áhrif hér á fiskgengd.  Hver er munurinn á sjónum í Barentshafi og á Íslandsmiðum?  SVAR: ENGINN. Fisgengd hefur aukist á Íslandsmiðum á sama hátt og í Barentshafi.  Ég man þá tíð að þegar fiskifræðingar okkar drógu lappirnar eitt árið, við að úthluta loðnukvóta á Íslandsmiðum og fullyrtu að engin loðna væri til.  Þá skeði það að loðnu rak í stórum stíl upp í fjöruna fyrir neðan Hafrannsóknarstofnunarhúsið.  Þá var strax farið í leiðangur til að leita að loðnu, sem auðvitað fannst og út var gefinn verulegur loðnukvóti.  Ef þetta hefði ekki skeð þá hefði engin loðnuvertíð orðið þann vetur, vegna þröngsýni fiskifræðinganna og þeirra reiknilíkans, sem öllu á að stjórna.

Ég skora á Jón Bjarnason hæstvirtan, Sjávarútvegsráðherra að tvöfalda allar aflaheimildir á Íslandsmiðum;

STRAX.Í DAG


mbl.is Vilja láta auka þorskkvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Hávært tal er heimskra rök.

Hæst í tómu bylur.

Oftast viss í sinni sök,

sá sem ekkert skilur.

(Örn Arnarson)


Gengið kolvitlaust skráð

Forsenda endurreisnar atvinnulífs, hagkerfis og um leið lækkunar á skuldastöðu heimila, fyrirtækja, sveitarfélaga og ríkis er varanleg lausn gjaldmiðilsvandans og eðlileg leiðrétting á gengi krónunnar, sem er meira en 30% of lágt skráð miðað við langtíma-jafnvægisraungengi. Þetta segir Baldur Pétursson, sem hefur verið aðstoðarframkvæmdastjóri Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu (EBRD) í London undanfarin ár.

Nú verður að leita allra leiða til að styrkja gengið um þessi 30%, svo að í ljós komi hverjar eru raunverulegar skuldir Íslands.  T.d. munar talsvert miklu hvort Icesave-skuldin er 800 milljarðar eða rúmir 600 milljarðar.


mbl.is Erlendar skuldir 30% of háar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband