Síldveiðar

Á fundi strandríkja um stjórnun síldveiða úr norsk-íslenska síldarstofninum, sem lauk í Lundúnum í gær, náðist samkomulag um að heildaraflamark verði 1.266.000 tonn árið 2008. Samkvæmt samkomulaginu verður íslenskum skipum heimilað að veiða 183.697 tonn.

Það var í stíl við annað, á meðan þorskstofninn við Ísland er að hruni kominn af hungri, ætlum við að halda áfram að veiða frá honum allt æti svo hægt verði að þjarma meira að hinum minni útgerðum sem byggja afkomu sína á að veiða þorsk.  Svo öruggt verði að þær fari allar á hausinn. 


mbl.is Íslenskum heimilt að veiða tæp 184 þúsund tonn af síld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eigum við þá að leggja niður allar veiðar ??

Vilhelm Harðarson 26.10.2007 kl. 10:57

2 identicon

  Ég vill benda á það að um er að ræða síld úr Norsk-Íslenska stofninum, þessi stofn hefur ekki verið uppistaða í fæðu þorskstofnsins við Ísland enda heldur þessi síld sig langt úti í hafi og hefur vetursetur við strendur Noregs. Hún gengur inn í Íslenska lögsögu miðsumars en heldur sig mest utan við grunnin, eitthvað hefur gengið af henni nær landi en í engu verulegu magni. Vildi bara benda á þetta.

Tobbi Villa 26.10.2007 kl. 11:48

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Á meðan ástand þorskstofnsins er eins aumt og Hafró fullyrðir eigum við að stoppa allar loðnu- og sóldveiðar.  Þótt síldin úr Norsk-Íslenska stofninum sé ekki uppistað í fæðu þorsksins er hún eigi að síðu hluti af hans fæðu.  Hvað varðar allar fuulyrðingar um að þessi síld gangi ekki nálægt landi vil ég bara benda á að núna er Grundarfjörður kjaftfullur af þessari síld og talið er að þar séu um nokkur hundruð þúsund tonn.  Þessi síld hefur verið að mokveiðast rétt við höfnina á Grundarfirði og ég bara spyr erhægt að komast öllu nær landi en það?  Einnig vil ég benda á að mjög oft á haustin hafa þau síldveiðiskip sem vinna síldina um borð oft komið inn á firði á Vestfjörðum á meðan þau eru að vinna síldina og við þá vinnslu fer talsvert í hafið aftur, bæði hausar og slóg og jafnvel heil síld.  Það hefur ekki brugðist að eftir að þessi skip eru farinn fyllist allt af fiski og halda menn að sá fiskur sé bara að forvitnast um þessi skip?  Nei fiskurinn er að sækja í ætið sem skipin skilja eftir sig í sjónum.  Þannig að þorskurinn borðar síldina af bestu yst.  Enda ekki tilviljun að þetta er talinn ein allra besta beita sem línuveiðiskipin nota við þorskveiðar.

Jakob Falur Kristinsson, 26.10.2007 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband