8.2.2008 | 09:40
Hreppstjórinn
Á sínu, tíma þegar ég var framkvæmdastjóri fyrir útgerð og fiskvinnslu á Bíldudal var útgerðarstjóri hjá fyrirtækinu sem yfirleitt gekk undir nafninu Hreppstjórinn, en þá stöðu hafði hann fengið á sínum tíma og þótt þá væri búið að leggja þessi embætti um allt land, þá vildi hann samt halda í sinn titil. Hreppstjórinn var dugnaðar maður og sinnti sínu starfi vel, en kappið var oft svo mikið að stundum var framkvæmt áður en hugsa málið til enda. Ég ætla að segja hér frá tveimur skrautlegum atvikum sem komu fyrir í fljótfærni;
Annað skipið okkar var línu- og rækjubátur og eitt sinn fór hann til Reykjavíkur áður en byrjað var á rækjunni til að ná í nýtt troll ofl. En fyrst þurfti að taka gamla trollið í land og voru menn á bátnum að velta því fyrir sér hvernig best væri að ná gamla trollinu í land og var talið að best væri að fá bíl með krana og hífa trollið í land. Hreppstjórinn var staddur þarna líka og sagði það ekki vera neitt mál og best væri að hann stjórnaði aðgerðum. Við áttum á þessum tíma Lödu-station bifreið sem var notuð til snúninga í Reykjavík ef einhver frá fyrirtækinu átti þangað erindi og nú var Hreppstjórinn á bílnum. Hann sagði skipstjóranum að bakka skipinu upp að bryggjukantinum í horninu þar sem er við enda á Faxaskála og á móti olíubryggjunni, en þar er smá steyptur hallandi renna og síðan grjót báðum megin. Skipstjórinn gerði það, en á skipinu var smá skutrenna. Hreppstjórinn lét síðan setja enda í bobbingalengjuna og festi svo vel í Löduna, síðan bakkaði hann aðeins og gaf svo allt í botn og trollið flaug loksins úr skipinu en í stað þess að ná inn á steyptu rennuna féll það beint niður og kippti svo mikið i Löduna að litlu munaði að hún færi í sjóinn líka. Nú kom skipstjórinn og sagði að þetta væri vonlaust og best að fá bíl með krana og hífa þetta upp, því trollið væri svo víða orðið fast í grjótinu, en Hreppstjórinn var ekki á því að gefast upp. Þetta væri alveg hægt og nú sá hann að við vélarverkstæðið Gjörvi hf. stóð pallbíll og fór hann þangað og fékk bílinn lánaðan og nú átti þetta að koma því þessi bíll var með drif á öllum hjólum. Það var síðan bundið í þann bíl en þrátt fyrir að allt væri gefið í botn skeði ekkert bíllinn bara spólaði og spólaði og reykjarmökk lagði af dekkjunum. Þá komu menn hlaupandi frá Gjörva og vildu fá bílinn því þeir vildu ekki láta eyðileggja öll dekkin á bílnum og var honum þá skilað. En Hreppstjórinn var ekki á því að gefast upp, nú sá hann strætisvagn sem stóð við biðstöð á Grandanum og þangað fór hann og kom þá í ljós að hann kannaðist við bílstjórann og bað hann nú um að strætisvagninn reyndi að draga trollið. Bílstjórinn sagðist ekki geta það, því hann yrði að halda sinni áætlun og nú þegar væru komnir nokkuð margir farþegar inn í vagninn. Það er bara betra sagði Hreppstjórinn, því á er vagninn bara þyngri og dregur betur. Eftir mikið þras féllst vagnstjórinn á að gera eina tilraun, en ekki gat hann hreyft við trollinu og fór síðan sína leið. Nú voru góð ráð dýr en ekki var Hreppstjórinn á því að gefast upp og fór niður að trollinu og losaði alla möskva, sem fastir voru í grjótinu og að því loknu kemur stór kranabíll akandi. Hreppstjórinn stoppaði hann og bað manninn um að hífa fyrir sig trollið upp á bryggju. Kranastjórinn sagðist ekkert mega vera að því hann væri á leið í ákveðið verkefni út á Granda. En ekki gafst Hreppstjórinn upp og sagði að þetta tæki ekki nokkra stund með svona öflugum kranabíl og að lokum gafst kranastjórinn upp og sagðist ætla að gera þetta og spurði hvort þetta væri mjög þungt. Nei,nei, svaraði hinn þú þarft ekki einu sinni að setja niður stoðirnar á krananum. Kranabílinn fór þá á bryggjukantinn og byrjaði að hífa í trollið, en fljótlega fór kraninn að halla talsvert og voru hjólin á kranabílnum sem sneru frá bryggjunni kominn á loft og þegar hann var alveg við það að velta niður í höfnina, stökk kranastjórinn út brjálaður af reiði. Skipshöfnin fylgdist með spennt hvort að kraninn ylti niður í höfnina, kranastjórinn gat teygt sig inn í kranann og slakað svo bíllinn stóð á öllum hjólum. Hann hundskammaði Hreppstjórann og sagði að þetta væri miklu þyngra er hann hefði sagt. Hreppstjórinn svaraði fullum hálsi og sagði að auðvitað hefði hann átt að setja stoðirnar niður. Hvort hann vissi ekki að það væri stórhættulegt að vera að hífa á svona stórum krana án stoðanna. Nú setti kranastjórinn stoðirnar niður og hífði allt draslið upp á bryggju og losaði síðan kranann og ætlaði í burtu. Hreppstjórinn fór og talaði við hann og spurði hvort það ætti ekki að greið honum eitthvað fyrir þessa vinnu. Nei sagði kranamaðurinn það nægir mér alveg að sleppa lifandi frá þér og ók í burtu. Hreppstjórinn fór þá um borð og sagði við þá sem þar voru að eitthvað hefði hann nú verið skrýtinn þessi kranastjóri. Lauk þá þessu ævintýri með rækjutrollið.
Hitt atvikið varð þegar togarinn okkar Sölvi Bjarnason BA-65 fór í slipp í Reykjavík og eftir að skipið var komið á flot, þurfti að fara með björgunarbáta, slökkvitæki ofl. í skoðun. Hreppstjórinn var að sjálfsögðu viðstaddur til að fylgjast með og sjá til þess að allt væri nú gert rétt. Honum fannst alveg tilvalið að nýta sunnudagsmorgun til að koma björgunarbátunum upp á bryggju svo þeir væru tilbúnir í skoðun á mánudagsmorgni. Fékk hann 1. stýrimann togarans með sér í verkið. Tveir af gúmmíbátunum voru upp á brúarþaki og notuðu þeir krana á togaranum og var ætlunin að hífa bátana af brúarþakinu og á bryggjuna. Stýrimaðurinn fór upp á brúarþak og losaði bátana og setti á þá stroffu og síðan var byrjað að hífa þannig bátana í land. Þar sem togarinn lá með stjórnborðshliðina að bryggjunni, en kraninn var bakborðsmeginn þurfti að kippa í þá til að þeir næðu inn á bryggjuna. Stýrimaðurinn var við kranann en Hreppstjórinn á bryggjunni. Allt gekk vel með fyrri bátinn en þegar komið var að seinni bátnum kippti hreppstjórinn óvart í línuna sem var til að blása bátinn upp og skipti það engum togum að báturinn blést upp og skorðaðist fastur á milli borðstokksins og yfirbygginginnar á togaranum. Það var sama hvað þeir reyndu ekki var nokkur leið að losa bátinn og þar sem þetta var á sunnudegi var talsverð umferð um höfnina af bílum og stoppuðu margir til að fylgjast með þessum tveimur mönnum að glíma við björgunarbátinn og höfðu gaman af. Hreppstjórinn var orðinn rauður í framan og dró upp vasahníf og vildi skera bátinn lausan en stýrimaðurinn sagði að þá myndu þeir skemma bátinn og var því hætt við það. Eftir að hafa hugsað málið og hringt í Gúmmíbátaþjónustuna var ákveðið að láta hann vera þar sem hann var og síðan yrði hleypt lofti úr honum á mánudagsmorgni þegar starfsmenn kæmu að sækja bátana. Var því það sem eftir var dags uppblásinn gúmmíbátur þrælfastur um borð í Sölva Bjarnasyni BA-65 og vakti mikla undrun þeirra sem leið áttu um höfnina þennan dag.
Flokkur: Spaugilegt | Breytt 30.7.2008 kl. 05:30 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
31 dagur til jóla
Nýjustu færslurnar
- Skondin mótsögn
- Rís nýtt hernaðarbandalag upp úr öskustó?
- MÍNIR MENN KLÚÐRUÐU LEIKNUM Á SÍÐUSTU FIMM MÍNÚTUNUM........
- Viðreisnarvilla vill leiða þjóð okkar afvega
- Nýju fjölmiðlarnir
- Hvers virði er fráfesting í þjónustu við fíknisjúka?
- Hvers virði er fráfesting í þjónustu við fíknisjúka?
- Reistir við af þjóðinni, til hvers.?
- Handtökuskipun ICC á Netanyahu og Gallant
- Erfitt að breyta stjórnarskránni - einfallt að breyta þjóðinni
Athugasemdir
Alveg sé ég hann fyrir mér, það hefur verið sláttur á kalli í rækjutrollinu....
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 8.2.2008 kl. 19:20
Já þú hlýtur að muna eftir vininum , Hafsteinn, hann var alltaf al flýta sér.
Jakob Falur Kristinsson, 9.2.2008 kl. 15:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.