Laufás

Þórarinn Ingi Pétursson í Laufási hefur jörðina til 15. nóvember samkvæmt ákvörðun stjórnar prestssetra. Í samtali við Morgunblaðið sagði Þórarinn of snemmt að ákveða hvort hann myndi bregða búi en hann er með 600 fjár.

Þetta er kirkjunni til skammar og að bjóða manninum að búa áfram á jörðinni með því skilyrði að hann yrði að fjarlægja íbúðarhús sitt er óskiljanlegt.  Hvernig átti hann að geta stundað búskap á jörðinni ef hann hafði ekkert íbúðarhús.  Átti fjölskyldan að búa í tjaldi?  Þórarinn er búinn á undanförnum árum að byggja upp myndarlegan búskap á þessari jörð og er svo hrakinn í burtu af kirkjunni. Hvar er nú allur kærleikurinn?  Þetta mál angar af spillingu og klíkuskap, svo er ekkert víst að nýr prestur í Laufási kæri sig um neinn búskap.  Þjóðkirkjuna setur mikið niður í mínum huga vegna þessa máls.  Þetta eru hræsnarar og ekkert annað sem kalla sig síðan þjóna Guðs.


mbl.is Þórarinn flytur úr Laufási
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Eins og örugglega flestum sem hugsa um þetta mál finnst mér að stjórn prestsetra ætti að leigja Þórarni jörðina áfram eða jafnvel bjóða honum jörðina til kaups og finna annað íbúðarhús handa þeim presti sem tekur við sókninni. Hins vegar finnst mér fulldjúpt í árina tekið þegar fólk er með upphrópanir um að verið sé að hrekja Þórarinn af jörðinni því ljóst er að til er samningur um setu hans á jörðinni og það er samningur sem Þórarinn er sjálfur aðili að og það er engin nauðung að uppfylla samninga sem maður gerir sjálfur ótilneyddur. Líklega hefði ekki fengist leyfi fyrir húsi Þórarins ef menn hefði grunað að hann ætlaði sér ekki að standa við sinn hluta hans. Hvað hefðu menn sagt ef stjórn prestsetra hefði viljað að Þórarinn fjarlægði húsið fyrr en samningurinn segir til um, t.d. þegar samningstímabilið var hálfnað? Hefðu menn þá ekki vitnað í samninginn og krafist þess að staðið væri við hann? Um leið og menn gera samninga er ætlast til og búist við að samningsaðilar ætli að standa við hann, báðir samningsaðilar. Það er ekki verið að níðast á neinum þótt ætlast sé til að staðið sé við samning sem gerður er án nauðungar. Ég ítreka hins vegar þá skoðun mína að mér finnst það engin nauðung fyrir stjórn prestsetra að framlengja samninginn við Þórarinn ótímabundið með nokkurra ára uppsagnarákvæði eða hreinlega selja honum jörðina á sanngjörnu matsverði og koma næsta presti í húsaskjól í nágrenninu með einhverjum öðrum ráðum en búskap og tilheyrandi hlunnindum. Prestar hafa gegnum tíðina lifað eins og greifar á kostnað þjóðarinnar m.t.t. húsnæðiskostnaðar og hlunnindaverðmæta.

corvus corax, 13.2.2008 kl. 11:06

2 Smámynd: corvus corax

Eftir á að hyggja... Þórarinn bóndi getur auðvitað látið krók koma á móti bragði með því að fá séra Jón Helga Þórarinsson til að tryggja sér Laufásprestakall því séra Jón er föðurbróðir Þórarins Inga. Og þá þarf ekki að hafa áhyggjur af því hvort ekki sé sama Jón(Þórarinn) eða séra Jón. Síðan geta þeir frændur skipt með sér verkum og hvor séð um sína sauðahjörð.

corvus corax, 13.2.2008 kl. 11:15

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er rétt að samningu er samningur og við þá á að standa.  En það verður líka að líta á mannlegu hliðina um hvað er rétt og hvað er rangt og ætti kirkjan ekki að vera í vandræðum með það.

Jakob Falur Kristinsson, 13.2.2008 kl. 11:20

4 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Kirkjan á Íslandi, fyrst sú Katólska, og nú sú Lúterska hefur alla tíð átt í erfiðleikum með að skilgreina fyrir sjálfri sér hvað er rétt eða rangt. Og ekki hefur manngæskan verið kirkjunni til mikilla trafala, svona yfirleitt.

Annars finnst mér að eðlilegt hefði verið að bera það undir næsta prest á Laufási hvort hann vildi framlengja samninginn við Þórarinn bónda, gera nýjann eða reka hann af jörðinni. Því eins og bent hefur verið á, er alls ekki víst að næsti prestur hafi nokkurn áhuga á búskap, en svo vel held ég að ég þekki presta, að þeir hafi allir áhuga á aukaþénustu.

Börkur Hrólfsson, 13.2.2008 kl. 11:51

5 identicon

það er auðvelt að byggja upp myndarlegt fjárbú með hundruð kinda og koma sér upp aðstöðu þegar maður hefur aðgang að fríðindum eins og kvóta sem er bundinn jörðinni en ekki bóndanum, jarðnæði sem er eign prestsetrasjóðs en ekki bóndanum, með ómæld hlunnindi er gefa tekjur og er ætlað sitjandi presti en ekki hjáleigu bóndanum.

það er auðvelt og þægilegt að koma sér upp aðstöðunni og nýta hana, án þess að hafa neitt fjárhagslega mikið fyrir því.

það er fáranlegt að munnhöggvast við kirkjuna, það gilda bara ákveðnar reglur um jarðir prestsetra, fólk sem flytur á slíka staði, það gerir sér fulla grein fyrir að það á ekki það sem það fær afnot af, svo það hefur ekkert tilkall eða rétt til eins eða neins... svo það er óþarfi að blása upp moldroki eins og sumir sýnist mér reyna æ ofan í æ.

Börkur, kirkjan stendur fyrir manngæsku og hefur alltaf gert, kirkjan er stofnun sem byggir á gildum sem við öll þekkjum, trú von og kærleika.  Þó svo einstaklingar gegnum tíðina/söguna hafi hegðað sér illa, misnotað vald sitt og aðstöðu, þá er það ekki kirkjunni að kenna, við erum mennsk, völd eiga það til að trufla manneskjuna, jafnvel þótt hún sé kristin eða mannelsk og góð í grunninn, þá er það bara svo að fólk er mannlegt og breyskt.  Ekki personugera kirkjuna svona og sverta ómaklega eins og þú reynir hér.

Andres 13.2.2008 kl. 13:08

6 Smámynd: Þorsteinn Þormóðsson

Andrés, þú gerir lítið úr störfum bóndans í Laufási og eins og venjulega þá hefur þú ekki hundsvit á því sem þú ert að tala um! Mér þætti gaman að sjá þig gera það sem Þórarinn hefur gert þar!!

Varðandi kirkjuna, þá á hún að standa fyrir manngæsku og hefur oft gert það! En innan kirkjunnar starfa nokkrir prestar sem vita ekki hvað manngæska er!! Og þá koma nokkrir upp í hugann sem ég nafngreini ekki hér!

Þorsteinn Þormóðsson, 13.2.2008 kl. 13:24

7 Smámynd: Vendetta

Það væri nú anzi fróðlegt að vita, hvernig kirkjan komst yfir þessa jörð til að byrja með.

Vendetta, 13.2.2008 kl. 17:57

8 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Kirkjan er orðin að stofnun sem hefur í raun gleymt uppruna sínum.  Ég veit ekki betur en að kirkjan noti það óspart sem rök fyrir launagreiðslum presta úr ríkissjóði að það sé í raun hluti af endurgreiðslu ríkisins til kirkjunnar fyrir alla kirkjujarðirnar sem nú eru í eigu ríkisins en ekki kirkju.  Kirkjan afsalaði sér eignarhaldi á jörðunum til ríkisins á sínum tíma, en svo er í gangi samningur á milli ríkis og kirkju um afnot presta af þessum jörðum.  En kvótinn er eign Þórarins og um það þarf ekki að deila.

Jakob Falur Kristinsson, 14.2.2008 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband