Gjaldþrot

 Verslun Hans Petersen í Kringlunni hefur verið lokað.Stjórn HP Farsímlagersins ehf., sem hefur rekið verslanir Hans Petersen, ákvað í dag að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta. Fram kemur á heimasíðu Hans Petersen, að verslunum félagsins í Smáralind og Kringlunni hafi verið lokað í gær og starfsmönnum tilkynnt um rekstrastöðvun.

Þetta er nú bara toppurinn á ísjakanum svona fréttir munu koma nær daglega út þetta ár.  Enda eins og ég hef áður bent á í mínum skrifum, getur ekkert fyrirtæki starfað með algjöru útlánastoppi bankanna og þessa okurvexti.  Það er ekki langt síðan að menn voru dæmir í fangelsi ef þeir lánuðu fé með svipuðum vöxtum og eru algengir á Íslandi í dag.  Það er ekki langt síðan að Mest hf. varð gjaldþrota og farið að styttast líftími hjá Ræsir hf.  Leikfangakeðjan sem rak verslunina "Just for kids" hefur lokað öllum sínum verslunum og það fyrirtæki rær nú lífróður til að reyna að forða því frá gjaldþroti.  Ég var að heyra að N1 væri komið í stórvandræði og útgerðarmenn sem skipta við þetta fyrirtæki fengu áður að gera upp eftir hvern mánuð en fá nú innan við viku greiðslufrest.  Þetta kemur svo sem ekkert á óvart því að allar hinar skuldsettu yfirtökur sem hér tröllriðu ollu fyrir skömmu og nýir eigendur tóku út úr fyrirtækjunum eins og þeir gátu, þannig að í mörgum þessara fyrirtækja er ekkert eigið fé.  Margir forstjórar sem voru vanir að borða saman í hádeginu á einhverju fínu veitingarhúsi sjást núna borða í hádeginu í IKEA en þar er seldar sænskar kjötbollur í hádeginu fyrir lítinn pening.  Ég sá auglýsingu í Fréttablaðinu í gær að boðnir voru til sölu tveir nýlegir bílar og aðeins átti að yfirtaka bílalán auk þess sem seljandi bauð milljón í meðgjöf með bílunum.  Ætli það verði ekki ein allsherjar útsala hjá bönkum og kaupleigufyrirtækjum, á bílum ofl. þegar líður á veturinn.


mbl.is HP Farsímalagerinn gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband