Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Vitleysingar

Það er eins og sumir geri sér ekki grein fyrir því að allt sem birt er hér á blogginu er um leið orðið opinberlegt.  Hver og einn ber fulla ábyrgð á því sem birtist á hans síðu.  En því miður eru dæmi um einstaka vitleysinga, sem virðast ekki átta sig á þessu.  Einn slíkur er hér í Sandgerði og hann er með sína eigin blogg-síðu, en aldrei skrifar hann þar eina einustu færslu, heldur virðist nota hana til að geta skráð sig inn á bloggið.  Hann er síðan að fara inn á síður hjá öðrum og skrifa athugasemdir og notar þær til að ausa svívirðingum og lygum um viðkomandi.  Ástæðan fyrir þessu athæfi hjá manninum er að hann þorir ekki að bera ábyrgð á sínum eigin skrifum og notar því síður hjá öðrum til að fá útrás fyrir þessum einkennilegum hvötum sínum.  Ég er búinn að loka fyrir skrif hjá þessum aðila á minni síðu og vil hvetja alla til að gera slíkt hið sama ef þið verðið vör við að hann sé farinn að skrifa hjá ykkur.  Ég ætla ekki að birta nafn hans hér en þeir sem vilja geta haft samband við mig í síma 456-2107 eða á netfangið jakobkr@internet.is og þá skal ég gefa ykkur upp nafnið.  Þetta er alger vitleysingur og rógberi.

F-listinn í Reykjavík

Margrét Sverrisdóttir, borgarfulltrúi G-lista, sagði á aukafundi borgarstjórnar um málefni Reykjavík Energy Invest, að F-listinn vildi ekki selja hlut Orkuveitu Reykjavíkur í REI enda ætti hluturinn aðeins eftir að vaxa að verðgildi.

Margrét sagði að í málinu auðmönnum verið færðar eignir borgarbúa á silfurfati.  Og ákvörðun Sjálfstæðisflokks, sem þeir kölluðu sáttina, biti höfuðið af skömminni.  Sáttin felist í því að sjálfstæðismenn vilji selja hlutinn í REI sem fyrst, ætluðu raunar að gefa hann.  Margrét sagði tímabært að snúa af braut sérhagsmuna til almennahagsmuna.

Ég horfði nú bara undrandi á þessa frétt, hvað er að ske?  Er Margrét ekki í Íslandshreyfingunni og hvernig getur hún verið borgarfulltrúi fyrir flokk sem hún er ekki lengur í og verið að túlka skoðun flokks sem hún hefur yfirgefið.  Ég hefði haldið að sá aðili sem kjörinn er til trúnaðarstarfa fyrir ákveðinn flokk verði að segja af sér öllum trúnaðarstörfum fyrir viðkomandi flokk, þegar viðkomandi yfirgefur flokkinn.


mbl.is F-listinn vill ekki selja hlut OR í REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðarsúlan

Það er mikið fagnaðarefni að loksins skuli Yoko Ono vera búinn að kveikja á friðarsúlunni í Viðey og á að vera tákn um frið í heiminum og einnig er hún reist í minningu John Lennon.  Þetta verður góð landkynning fyrir Ísland.  Það var gaman að horfa á Ringo Starr út í Viðey, þegar borgarstjóri var að flytja ræðu sína, en þá var Ringo hlaupandi um til að taka myndir og nennti greinilega ekkert að hlusta á kjaftæðið í Vilhjálmi, enda sagði Ringo að hann hefði komið hingað eingöngu til að sjá friðarsúluna sem honum þótti afskaplega falleg.

Hitt var aftur frekar leiðinlegt að þeir gestir sem fóru út í Viðey af þessu tilefni urðu fyrst að ganga framhjá NATO herskipum í Sundahöfn til að komast í ferjuna sem siglir út í Viðey, en þessi herskip voru hér vegna NATO-þingmannafundarins.  Það var einu sinni sagt af einhverjum spekingi;  "Þegar friður ríkir, eru allir að bíða eftir stríði.  Þegar stríð stendur yfir, bíða allir eftir friði."  En friðarsúlan er flott því verður ekki neitað.


Nýr meirihluti í Reykjavík?

Ég var að hlusta á útvarp Sögu nú í morgun og þar var fullyrt að nýr meirihluti væri að myndast í Reykjavík.  Möguleikarnir eru tveir:

1.     Björn Ingi fer í samstarf við VG og Samfylkingu, sem væri í raun endurreisn á R-listanum  og Björn fengi að verða borgarstjóri.

2.     Sjálfstæðismenn slíta samstarfi við Björn Inga og fá Margréti Sverrisdóttur í staðinn fyrir Björn.

Mér þykir nú fyrri kosturinn mun líklegri því samstarf við Margréti gæti verið hæpið bæði er hún kjörin borgarfulltrúi fyrir Frjálslynda flokkinn sem hún hefur sagt skilið við og er því sem næst umboðslaus og gæti aldrei kallað inn varamann fyrir sig því sá yrði að koma frá Frjálslynda flokknum og gilti það sama þótt hún gengi í Sjálfstæðisflokkinn.  Einnig hefur Margrét verið óspör á gagnrýni sinni á störf núverandi meirihluta varðandi mál Orkuveitu Reykjavíkur.


Nú er ég virkilega orðinn ruglaður

Já nú er ég orðinn virkilega ruglaður á öllu þessar vitleysu og rugli varðandi meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur.  Í fréttum í gær eftir 3-4 tíma fund meirihlutans varðandi REI og OR.  Borgarstjóri sagði; "Það er sameiginleg niðurstaða að selja hlut borgarinnar í REI og leita til ráðgjafa um söluna", skömmu síðar sagði Björn Ingi;  "Ég er ekki sáttur við þessa sölu á hlut borgarinnar í REI."  Þegar Björn Ingi var spurður um yfirlýsingu borgarstjóra var svarið; "Hann hlýtur að hafa mismælt sig" og þegar borgarstjóri var aftur spurður um ummæli Björns Inga var svarið;  "Honum hlýtur að hafa misheyrst"  En það skal tekið fram að í viðtölum við báða þessa menn tóku þeir skýrt fram að meirihlutinn stæði sterkur saman og allir væru í raun sammála.  Í Kastljósþætti Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi ræddu síðan um þessi mál Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir /D) og Dagur B. Eggertsson (S).  Þar fullyrti Þorbjörg Helga að enginn ágreiningur væri fyrir hendi hjá meirihlutanum og endur tók þetta með mismæli og misheyrn, en hún sagði líka að þetta væri svo stórt og mikið mál að erfitt hefði verið að fá góða yfirsýn um málið.  Aðspurð um brotthvarf Hauks Leóssonar úr stjórn OR og hugsanlegt brotthvarf Guðmundar Þóroddssonar, sagðist hún ekki vilja ræða nein ákveðin nöfn og marg ítrekaði, að það þyrfti meiri tíma til að skoða málið og fá þennan ráðgjafa til samstarfs.  Það eina sem kom af viti út úr þessum þætti var að Dagur B. Eggertsson, sagði að komin væri tími til að skynsemin tæki yfirhöndina varðandi þetta mál.  Það kom einnig fram í fréttum að forstjóri OR segir að fyrir liggi undirritaður samningur að eignarhlutur OR í Orkuveitu Suðurnesja verði seldur til REI en borgarstjóri segir að það komi ekki til mála.  Svona er talað út og siður og allt í hring.  Er því nokkuð skrýtið að maður eins og ég, sé orðin ruglaður á þessu öllu. 

Á ég virkilega að trúa því að meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur skorti skynsemi til að taka á svona stórum málum eins og Þorbjörg Helga sagði í gær?  Til hvers í andskotanum var þetta fólk að bjóða sig fram í borgarstjórn Reykjavíkur, ef það getur ekki tekið skynsamlegar ákvarðanir?  Á nú að fara að láta einhverja ráðgjafastofu út í bæ um að stýra borginni ef eitthvað kemur upp á? Hélt þetta fólk að aldrei kæmu stór mál á borð borgarstjórnar?  Mér finnst þetta mál vera ósköp einfalt og tel að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri og Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, ættu báðir að segja af sér.  Rifta þessum fræga samningi um sameininguna sem bjó til REI og borgin ætti áfram sína Orkuveitu og ekkert yrði hreyft við Hitaveitu Suðurnesja.  Þessi útrásar hugmynd var góð. en hana er búið að eyðileggja með vitleysu og ef menn vilja reyna þetta aftur þá gera menn það, en hafa bara allan undirbúninginn betri og hugsi fyrst og fremst um hag íbúa Reykjavíkur en ekki að gefa einhverjum útvöldum stórar fjárhæðir.  Hvað varðar þá félaga Vilhjálm og Björn Inga, skipti engu þótt núverandi meirihluti, sé að lýsa yfir fullu trausti á þá.  Hinn almenni kjósandi treystir þeim ekki og því verða þeir að víkja ef friður á að nást og skynsemin ráði för.

  Á sama tíma og allt þetta er að ske, er Össur Skarphéðinsson. iðnaðarráðherra að undirbúa frumvarp sem lagt verður fram á næstunni, þar sem bannað verður að selja almenningsveitur til einkaaðila.  Þannig að þegar meirihlutinn verður búinn að fá allan þann tíma sem hann telur sig þurfa varðandi sölu á Orkuveitu Reykjavíkur og ráðgjafar búnir að koma með sitt álit, þá þarf ekki að hugsa um þetta mál meira í bili.  Því sú sala sem er fyrirhuguð mun þá vera orðinn bönnuð með lögum og þá fellur meirihlutinn og hvað þá?

Listinn frægi

Allaf er umræðan stofnun hins nýja fyrirtækis REI að taka á sig nýjar myndir.  Nú er fyrirtækið sem slíkt hætt að skipta máli aðalatriðið er þessi frægi listi og hvort Vilhjálmur borgarstjóri hafi fengið þennan lista á eigendafundi í síðust viku en á þessum lista munu hafa verið nöfn þeirra aðila sem áttu að fá rétt til kaupa á hlutabréfum á undirverði.  Vilhjálmur segist hafa vitað um ákveðna aðila sem áttu að fá að gera slík kaup en slíkum lista hafi ekki verið dreift á áðurnefndum fundi og það staðfestir einnig fulltrúi Akraneskaupstaðar sem var á fundinum.  Svandís Svavarsdóttir og Dagur B. Eggertsson segjast hafa fengið þennan lista á fundinum.  Nú hefur komið fram að þessi listi var ekki formlega lagður fram á þessum fundi en hins vegar dreift til allra sem á fundinum voru.

Ég verð nú að segja að það eru furðulegir stjórnarmenn í stórfyrirtæki eins og OR er vissulega, sem ekki lesa neitt það á stjórnarfundum, nema það sé formlega borið fram og skráð í fundargerð og til hvers var verið að dreifa þessum lista ef fundarmenn höfðu engan áhuga á að lesa hann?  Átti hann bara vera eins og hvert annað borðskraut af því að fundarstjóri var lögfræðingur sem sóttur var sérstaklega út í bæ til að stýra þessum fundi?  Nei ég held að Vilhjálmur væri maður að meiru ef hann einfaldlega viðurkenndi mistök sín og lofaði að bæta úr þeim, þá yrði málið fljótt að gleymast, en að halda þessari vitleysu áfram og nú að hengja sig á það að einhverjum lista hafi ekki verið dreift formlega er orðið hreinlega barnalegt.  Vilhjálmi er að takast að flækjast svo inn í eigin þvælu og vitleysu að hann ratar ekki út aftur og ef hann heldur mikið lengur áfram svona endar það ekki með öðru en hann verður að segja af sér út af máli sem hann gat auðveldlega forðast, bara með því að viðurkenna sín mistök.  Þetta er að verða stórkostleg framhaldssaga um hvernig stjórnmála menn eiga ekki að haga sér.  Nú á að reyna að bjarga öllu klúðrinu með því að selja allt heila draslið til REI og á þá Reykjavík enga Orkuveitu lengur sem hefur malað gull í gegnum árin og er þá borgarstjórastóllinn orðinn ansi dýru verði keyptur.


Flóttafólk

Þá eru komin til landsins, flóttafólkið frá Kólumbíu, en hér er um að ræða 27 manns, bæði konur og börn en fólkið kom hingað frá Ekvador en þangað hafði það flúið frá heimalandi sínu vegna stríðsátaka.  Fólkið kemur hingað í boði íslenskra stjórnvalda en hér voru fyrir þrír flóttamenn frá sama landi.  Þetta fólk fær hæli hér á landi sem flóttamenn.  Reykjavíkurborg og Rauði krossinn taka á móti fólkinu sem nú tekur þátt í tólf mánaða aðlögunarferli á vegum félagsmálaráðuneytisins.  Fólkinu verður útvegað húsnæði. félagsleg ráðgjöf, íslenskunám og fræðsla, auk þess sem börnin fá aðgang að grunn- og framhaldsskólum.  Ég fagna því að íslendingar skuli getað aðstoðað fólk í öðrum löndum sem er í miklum vandræðum og jafnvel lífshættu og vil taka skýrt fram að ég hef ekkert á móti því að erlent fólk setjist hér að.

Hins vegar fannst mér skrýtið að Reykjavíkurborg skuli getað útvegað þessu fólki húsnæði, því ekki er langt síðan að í fréttum var sagt frá því að nokkur hundruð fjölskyldur væru húsnæðislausar í Reykjavík og sagt frá því að sumt fólk væri algerlega upp á sína ættingja komið varðandi húsnæði.  Það voru einnig nefnd dæmi um einstæða móður sem varð að sætta sig við að sofa í bíl með lítið barn sitt í nokkra mánuði.  Viðtað er að á götum Reykjavíkur er mikill fjöldi fólks sem hefur ekkert húsnæði og þar af leiðandi á ekkert heimili.  Á meðan við getum íslendingar ekki séð sómasamlega um okkar borgara, ættum við að fara okkur hægt í að taka á móti mikið af flóttafólki, því ef ekki er tekið á okkar eigin vanda og þegar og ef flóttafólkið fær íslenskan ríkisborgararétt þá lendir það í sömu stöðu og margir íbúar Reykjavíkur er í dag, þ.e. á götunni húsnæðislaust og komið aftur í þau vandræði sem það var að flýja frá, en bara í öðru landi.


Milljón dollarar

Karlmaður var handtekinn eftir að hann afhenti gjaldkera í matvöruverslun í Pittsburgh í Bandaríkjunum peningaseðil upp á eina miljón dala og bað um að fá til baka.  Lögreglan sagði í samtali við breska ríkisútvarpið að maðurinn hafi verið mjög ofbeldisfullur og verið með svívirðingar er verslunarstjórinn í Giant Eagle versluninni tók seðilinn í sína vörslu.  Maðurinn braut sjóðsvél sem var á borðinu og teygði sig í skanna að sögn lögreglu.  Seðli upp á eina milljón dala hefur aldrei verið dreift í Bandaríkjunum.  Frá árinu 1969 hefur 100 dala seðilinn verið sá verðmætasti sem settur hefur verið í umferð.

Maðurinn fór inn í verslunina sem er í norðurhluta Pittsburgh sl. laugardalskvöld.  Þegar lögreglan kom á staðinn spurðu þeir manninn til nafns, þar sem hann var skilríkjalaus.  Maðurinn neitaði að svara og því handtekinn og kærður fyrir peningafölsun og fyrir að fremja glæpsamlegan hrekk.

Lögreglan rannsakar nú hvort falsaði seðillinn tilheyri öðrum fölsuðum seðlum sem trúarráðuneyrið í Dallas dreifði í fyrra í auglýsingarskyni.

dollaraseðillHér er seðillinn frægi.

Aumingja maðurinn að láta sér detta það í hug að ein verslun væri með svona mikla peninga til að geta skipt slíkum seðli.  Er nú er spurninginn sú, falsaði hann sjálfur þennan seðil eða var þetta falsað af trúarráðuneytinu í Dallas?

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Reyndi að fá milljón dala seðli skipt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ringó Starr

Ringó Starr kom nú síðdegis til Keflavíkurflugvallar með einkaþotu ásamt Oliviu Harrisson ekkju Georges Harrisson, en þau verða viðstödd þegar kveikt verður á friðarsúlu Yoko Ono í Viðey í kvöld.

Þrátt fyrir að flestir íslendingar taki þessu framtaki Yojo Ono fagnandi og átti sig á hvað þetta verður mikil kynning á Íslandi erlendis, sem mun skila sér í auknum ferðamannastraumi til landsins,  eru samt til nokkrir nöldurpúkar sem mega ekkert gott sjá og nú er nöldrað yfir ljósmengun í Reykjavík, þegar kveikt verður á þessari súlu. 

Ringó mun ætla að fara strax að lokinni þessari athöfn úr landi.  Hann er víst hættur að drekka svo ekki endurtekur hann sama leikinn og þegar hann kom síðast og var staddur á útihátíð í Atlaskógi og drakk víst hressilega af koníaki og þurfti þá að senda sérstaka flugvél frá Egilstöðum til Reykjavíkur til að sækja fyrir kappann ákveðna tegund af koníaki, sem hann blandaði síðan með Egils-appelsíni og skemmt sér vel. 

En batnandi mönnum er víst best að lifa.


mbl.is Ringo kominn til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Punktar og aukakrónur

Alveg er stórskrýtið hvernig bankarnir eru að auglýsa.  Landsbankinn auglýsir mikið t.d. "Aukakrónur þær koma bara" og Glitnir auglýsir;  "Greiðslupunktar, skráðu þig á glitnir.is og góðir Glitnispunktar koma bara."   Ég er nú viðskiptavinur hjá Kaupþing og hef ekki í hyggju að breyta því, en samt fóru þessar auglýsingar að vekja athygli mína og ég fór að kanna málið.  Ég á sparisjóðsbók hjá Landsbanka Íslands og byrjaði að skoða hana til að athuga hvað margar aukakrónur væru nú farnar að hlaðast þar upp, en ekkert hafði skeð þar, því mín innistæða stóð óbreytti kr. 56 krónur, þá hringdi ég í þjónustuver bankans og spurði hvernig ég gæti fengið allar þessar aukakrónur sem alltaf væri verið að auglýsa og þar var mér bent á að fara og ræða við þjónustufulltrúa í næsta útibúi bankans, sem í mínu tilfelli er í Keflavík, ég fór þangað og ræddi við þjónustufulltrúa, sem sagði mér að til þess að fá þessar aukakrónur þyrfti ég að vera með reikning í bankanum og annað hvort debet- eða kreditkort.  Þegar ég spurði hvort ég gæti fengið slíkt var svarið nei því miður, þú ert ekki fastur viðskiptavinur okkar og þegar ég sagðist vera í viðskiptum við Kaupþing og sagði frá mínum mánaðarlegum tekjum.  Fékk ég svarið hreint út, að þessi stofnun hefði ekki áhuga á viðskiptum við mig.  Ég fór þá að kanna með alla þessa góðu Glitnispunkta og þar sem ég gat ekki séð á síðunni hjá glitnir.is neitt um hvernig ætti að skrá sig til að komast í þessa frægu punkta sem þar áttu að vera á boðstólum, hringdi ég í þjónustufulltrúa hjá bankanum og eftir svipaða yfirheyrslu og hjá Landsbankanum, fékk ég að vita að ekki væti áhugi á viðskiptum við mig.  Eins og ég sagði áður er ég með mín bankaviðskipti hjá Kaupþing og er bara mjög ánægður þar, þótt ég fái ekki aukakrónur eða einhverja punkta.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband