Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
9.10.2007 | 14:03
Fundinn maður til að hengja
Mikið var ömurlegt á að horfa á viðtöl í Kastljósi Sjónvarsins í gær, en þar var rætt við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóra og Björn Inga Hrafnsson, þegar rætt var við þá um hina furðulegu uppákomu við stofnun REI og báðir töluðu eins og saklaus börn. Þeir höfðu ekkert gert neitt athugavert, en kannski misskilið hlutina eitthvað eða treyst of mikið á stjórnarformann Orkuveitu Reykjavíkur, sem er Haukur Leósson og er fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn OR. Vilhjálmur sagðist alfarið hafa treyst því að Haukur væri að gera rétta hluti og Björn Ingi sagðist hafa tekið það sem öruggt að allt sem Haukur sagði og gerði væri gert í samráði við Sjálfstæðismenn í borgarstjórn
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur á myndinni eru frá hægri: Svandís Svavarsdóttir (VG) Reykjavík, Dagur B. Eggertsson (S) Reykjavík, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson (D), borgarstjóri í Reykjavík, Haukur Leósson, stjórnarformaður (D) Reykjavík, Björn Ingi Hrafnsson (B) Reykjavík, Björn Bjarki Þorsteinsson (Áheyrnarfulltrúi) Borgarbyggð, Gunnar Sigurðsson, Akranesi, og Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri.
Stjórn REI skipa; Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður, Björn Ingi Hrafnsson, varaformaður og Haukur Leósson. Forstjórar: Guðmundur Þóroddsson og Ásgeir Magnússon.
Báðir þeir félagar Vilhjálmur og Björn, sögðu að svo virtist vera að eitthvað hefði mátt fara betur og þegar spurt var um ábyrgð í því sambandi voru þeir því innilega sammála að auðvita væri einhver ábyrgur, og þegar spurt var hver það væri, kom nánast sama hjá báðum; Auðvitað stjórnarformaður OR". Þannig að nú er búið að ákveða hverjum skal fórna sem er Haukur Leósson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2007 | 18:41
Dorrit Moussaieff forsetafrú
Hvernig er eiginlega með þetta aumingja DV, eru menn þar á bæ svo gjörsamlega óhæfir til að skrifa frétti og greinar í blaðið til að það seljist? Á ég að trúa því að þessir fuglar telji svona skrif vera eitthvað sem fólk hefur áhuga á að lesa? Að leggjast svo lágt að skrifa frétt um forsetafrú Íslands sem virðist vera tóm lygi er full mikið af því góða og þessir menn ættu að skammast sín. Ég var einu sinni áskrifandi að þessu blaði en sagði því upp vegna þess að mér líkað ekki hvernig þetta blað er skrifað. Þessu blaði bættist nýlega liðsauki þegar Reynir Traustason var ráðinn sem ritstjóri við hlið Sigurjóns M. Egilssonar og ekki virðist það hafa haft áhrif á blaðið til hins betra nema síður sé. Ég held að þeir félagar ættu að halda sig þar sem þeir virðast kunna best við sig, en það er að skríða um í holræsum í leit að einhverjum óþverra til að bera upp á saklaust fólk.
![]() |
Dorrit segir frétt DV móðgandi og særandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.10.2007 | 18:22
Öll dýrin í skóginum eru orðnir vinir
Þá er lokið þriggja klukkustunda löngum fundi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um sameiningu Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy í Ráðhúsinu í Reykjavík. Fram kom í máli fundarmanna að fundinum loknum að ákveðinn trúnaðarbrestur hefði orðið vegna málsins. Þeir sögðu þó aldrei hafa komið annað til greina en að leysa hann og það hafi tekist. Nú eru því allir orðnir vinir og borgarstjórinn aftur orðinn "gamli góði Villi."
Ég held að þetta verði lengi í minnum haft að heill borgarstjórnarflokkur hafi verið rasskeldur eins mikið opinberlega og barinn til hlýðni og virðist hafa skeð í dag. Nú er bara eftir að fá fréttir af því hvernig Björn Ingi Hrafnsson hefur tekst að kjafta sig út úr málinu á fundi sínum með forustu Framsóknarflokks sem einnig átti að vera í dag.
Niðurstaða: Sópa öllum óþverranum undir teppið og málið er dautt.
![]() |
Sátt meðal sjálfstæðismanna þrátt fyrir trúnaðarbrest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.10.2007 | 17:55
Það munaði ekki um það
Íbúðin hennar Mariah Carey í New York er svo stór að söngkonan hefur ekki tölu á baðherberjunum í henni. Íbúðin er rúmlega ellefu hundrað fermetrar að stærð og er í Tribecahverfinu eftirsótta. En Carey var alls ekki viss um helstu kosti íbúðarinnar er hún var spurð. En eitt var á hreinu og það er að eitt af herbergjunum í íbúðinni er tileinkað japanska teiknimyndakettinum "Hello Kitty", sem Carey segist hafa haldið uppá síðan hún var lítil. Þetta kemur fram í viðtali við Carey í tímaritinu Glamour.
það er mér mikil ánægja að hafa komist yfir þessar upplýsingar og fá að vita að Carey veit þó eitthvað um þessa íbúð sína.
Það var í Spaugstofunni á laugardaginn viðtal við nýríkan íslending sem sagðist eiga fjögur þúsund fermetra íbúð með heilum bílakjallara undir,tvö þúsund fermetra sumarhús, hálfan Laugarveginn, fjögur hundruð milljóna króna snekkju, 30 sérsmíðaða jeppa sem kostuðu 40 milljónir stykkið og ég veit ekki hvað og hvað. Þannig að þessi íbúð hjá Carey með sitt japanska kattarherbergi er nú bara eins og lítil geymsla hjá okkar nýríka fólki eftir því sem Spaugstofan skýrði frá og ég tek mun meira mark á en einhverju tímariti, þótt það heiti Glamour.
![]() |
Hefur ekki tölu á baðherbergjunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.10.2007 | 15:40
Kvótasvindlið mitt
Þann 9. maí sl. kom frétt á Stöð 2 vegna greinar sem ég skrifaði og kallaði "Kompásþátturinn." Ég hef nú sett tengil inn á þessa frétt og þeir sem áhuga hafa geta lesið og heyrt fréttina hér
Margir töldu að þessi frétt yrði til þess að ég yrði tekin til yfirheyrslu og jafnvel handtekinn og voru þeir hjá Stöð 2 því viðbúnir og átti ég að láta þá vita ef eitthvað slíkt kæmi upp, því þeir ætluðu að koma og taka af því myndir. En ekkert slíkt hefur skeð, enda voru allar sakir fyrndar þegar ég heimilaði að þessi frétt færi í loftið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2007 | 15:16
Vændi
Með hertum lögum gegn vændi í Suður-Kóreu frá árinu 2004 hefur það færst í vöxt að þeir sem nýta sér vændisþjónustu leiti að henni á Netinu samkvæmt nýrri skýrslu frá stjórnvöldum í landinu. Árið 2004 voru rekin 1.696 vændishús í Suður-Kóreu en nú eru það 992 talsins.
Þetta segir okkur aðeins eitt að öll lög um þessa elstu starfsgrein í heiminum, gagnast lítið. Svo lengi sem eftirspurn er eftir einhverju, hvort sem það er löglegt eða ólöglegt, þá eru alltaf til aðilar sem bjóðast til að fullnægja slíkri eftirspurn. Í Hamborg í Þýskalandi í hverfi því sem hið fræga Herbertsstrasse er var þetta orðið mikið vandamál, með tilheyrandi glæpum og eiturlyfjavandamálum. En borgarstjórnin í Hamborg hreinsaði til í þessu hverfi og nú fá vændiskonur leyfi, eru skráðar, verða að fara í reglulega í læknisskoðun og þurfa að greiða nú skatta af sinni vinnu. Í þetta hverfi þorði varla nokkur maður að vera einn á ferð, en eftir þessa breytingu samfara aukinni löggæslu geta ferðamenn óhræddir farið þarna um og á þá fjölmörgu skemmti staði sem þar eru. Alltaf er lögreglan þarna vel sýnileg. Ef við ráðum ekki við að leysa ákveðin vandamál er þó næstbesti kosturinn að kunna að lifa sínu lífi með þau við hlið sér.
![]() |
Breytt mynstur vændiskaupa í Suður-Kóreu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.10.2007 | 14:50
Sjófuglar ofl.
Norrænir sérfræðingar segja, að víðtækar umhverfisbreytingar, sem rekja megi til breytinga á loftslagi, hafi raskað fæðuvef sjófugla í Norðurhöfum. Síðust ár hafi fuglum í sjófuglabyggðum fækkað og margir stofnar eigi erfitt með að koma ungum á legg.
Þetta höfum við íslendingar orðið rækilega varir við en hér á landi á þetta einkum við um fýl, ritu, kríu, langvíu og lunda. Þetta er nákvæmlega sú staða sem við könnumst svo vel við úr hafinu að ekki er til næg fæða fyrir lífríkið þar og á sama tíma drögum við úr fiskveiðum sem eykur enn frekar á vandræðin. Það getur aldrei gengið upp að ætla að byggja upp fiskistofna þegar ekki er næg fæða fyrir alla. Hvað gerir bóndinn sem sér að hann á að hausti ekki nægjanlegt hey fyrir sínar skepnur? Hann slátrar auðvitað meira af sínu fé. Er eitthvað betra að láta þorskinn t.d. drepast úr hungri en að veiða hann? Einnig er alveg fáránlegt að veiða ekki hval í stórum stíl, því hann er nú ansi stórtækur á fæðuna í hafinu og engu máli á að skipta hvort markaður er fyrir hvalafurðir eða ekki. Ég veit ekki betur en við drepum mink og ref án þessa að hugsa um hvort einhver markaður sé fyrir skinnin af þessum dýrum. Við íslendingar höfum tekið þátt í því að drepa hvali eingöngu til að drepa hann en það var á árunum milli 1950-1960 þegar ákveðin hvalategund olli miklum skemmdum á veiðarfærum reknetabáta sem voru að veiða síld í Faxaflóa og til að gera þetta almennilega var leitað aðstoðar hjá ameríska hernum á Miðnesheiði og tugir báta mannaði hermönnum fóru á miðinn og drápu þessa hvali svo skipti hundruðum og ekki einn einasti var hirtur, heldur sukku til botns og urðu þar með fæða fyrir hinar ýmsu lífverur hafsins.
![]() |
Vaxandi áhyggjur af sjófuglastofnum í Norðurhöfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2007 | 14:27
Spillingin
Fundur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins er að hefjast í ráðhúsi Reykjavíkurborgar. Að sögn blaðamanns Morgunblaðsins er ekki vitað hve lengi fundurinn muni standa en mikill fjöldi fréttamanna er staddur í ráðhúsinu. á fundinum á að reyna að ná samkomulagi meðal borgarfulltrúa flokksins vegna þeirra deilna sem skapast hafa í kringum sameiningu Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy en REI er dótturfyrirtæki Orkuveitunnar.
Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi sagði við fréttamann mbl.is að fundurinn legðist vel í sig "Þetta verður vonandi allt í lagi" sagði Gísli Marteinn.
Það er alveg ljóst hver verður niðurstaða þessa fundar, því löngu er búið að gefa út fyrirmæli frá Valhöll höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins, að sjálfstæðismenn eiga að vera samþykkir því sem borgarstjóri meirihluta borgarstjórnar og Björn Ingi Hrafnsson eru búnir að gera, en vera samt á móti. Þetta kom meðal annars skýrt fram í hádegisviðtali á Stöð 2 í dag, þegar rætt var við Árna Sigfússon bæjarstjóra Reykjanesbæjar. En hvort íbúar Reykjavíkur verða sáttir við niðurstöðu þessa fundar er svo annað mál og mun ekki koma endanlega í ljós fyrr en í kosningum 2010. En það er sama hvað reynt er mikið að breiða yfir þennan skít þá mun lyktin ekki hverfa strax.
![]() |
Fundur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að hefjast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.10.2007 | 11:49
Enn er vitleysingum hampað
Paris Hilton sendi Britney Spears tólf bleikar súkkulaðirósir til þess að reyna að hressa hana við en eins og fram hefur komið í fréttum missti Spears tímabundið forræði yfir drengjum sínum tveimur nýverið. Segist Paris að hún elski Britney og óski söngkonunni alls hins besta. Hilton veitti Spears mikinn stuðning þegar sú síðarnefnda gekk í gegnum skilnað við Kewin Federline í nóvember á síðasta ári.
Ég verð nú að segja fyrir mig áð ég skil ekki til hvers er verið að birta svona fréttir eða hvað er merkilegt við það að einhver sendi tólf bleikar súkkulaðirósir til einhvers og af hverju voru þær bleikar? Nei það er með ólíkindum hvað sumir geta talist vera frægir og ég hef áður bent á að þetta fyrirbæri sem nefnist Paris Hilton er fræg fyrir akkúrat ekki neitt nema ef vera skildi sína eigin vitleysu.
![]() |
Paris Hilton sendi Britney Spears súkkulaðirósir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.10.2007 | 11:25
Tölvur
Ég var að horfa á mjög fróðlegan þátt í sjónvarpinu fyrir stuttu, sem fjallaði um tölvur og alveg ótrúlegt hvað þær eru notaðar mikið í okkar daglega lífi án þess að við gerum okkur nokkra grein fyrir því. Þær eru í bílum, mörgum heimilistækjum, flugvélum, skipum, stýra ljósum á heimilum og ég veit ekki hvað og hvað, þær eru allstaðar.
Nú er kominn upp hópur í Bandaríkjunum sem kalla sig "nördana" sem kemur til af því að í skóla gekk þessi hópur undir því nafni vegna þess að þeir nýttu allan sinn tíma við lestur og nám. Nú stofna þeir hvert fyrirtækið eftir annað til að aðstoða fólk í öllum þessum tölvumálum, því þeir lesa allar handbækur varðandi allt það sem viðkemur tölvum sem hinn almenni notandi nennir ekki að gera, og er þetta orðinn mörg fyrirtæki sem hafa vaxið ótrúlega hratt og græða mikið. Það er orðið svo að hinn venjulegi notandi er orðinn í hinum mestu vandræðum með að stilla sitt nýja sjónvarpstæki. Hver kannast ekki við allar þær fjarstýringar sem oft liggja á borðum í sjónvarpsherbergjum, ein fyrir sjónvarpið, ein fyrir útvarpið, ein fyrir DVD og áfram mætti telja. Nú er komið á markað ný fjarstýring sem á að sameina þetta allt svo að aðeins dugar ein fyrir öll tækin, en í stað þess að gera hlutina einfaldari með einni fjarstýringu, verður það enn flóknara. Því að á hinni nýju fjarstýringu eru svo margir takkar að venjulegt fólk er í hinum mestu vandræðum að finna þá takka sem mest eru notaðir. t.d. takki til að kveikja og slökkva á viðkomandi tæki, takki til að skipta um stöð og takki til að hækka og lækka hljóðið, því allir takkarnir eru af sömu stærð. Og að lokum gefst fólk upp og heldur áfram að nota hinar gömlu sem það kunni þó á eða eins og í BNA að hringja í nördana og fá aðstoð. Það var rætt við verkfræðing í þættinum sem hafði keypt sér nýtt sjónvarp og kunni vel að lesa þær handbækur sem fylgdu tækinu, en samt náði hann aldrei að stilla tækið. Nú er farið í BNA að selja nýja tölvustýrða ísskápa, sem virka þannig að um leið og vörunni er raðað inn í skápinn skráir tölvan niður allar vörur og eins þegar viðkomandi vara er tekinn út. Þegar eitthvað er síðan búið í ísskápnum lætur hann vita hvaða vöru vantar og síðan þegar komið er að því að svo mikið vantar að nauðsynlegt er að fara og gera innkaup er hægt að láta skápinn prenta innkaupalista. Ef eigandinn vill spara sér verslunarferð er hægt að láta skápinn senda innkaupalistann í næstu netverslun, sem síðan sendir vörurnar heim til viðkomandi. Einnig er að byrja að merkja allar vörur í stórmörkuðum með ákveðnum örgjöfum og þarf þá viðskiptavinurinn ekki lengur að týna allar vörur sem hann er að versla upp úr innkaupakerrunni og láta afgreiðslu fólk renna hverju stykki yfir skanna til að hægt sé að borga. Nú verður nóg að aka kerrunni í gegnum ákveðið hlið og þá reiknar tölvan úr á nokkrum sekúndum, það sem í kerrunni er og hvað það kostar svo biðraðir við kassa í stórmörkuðum heyra brátt sögunni til.
Ég segi nú bara fyrir mig að vonandi bilar þetta drasl ekki mikið. Það væri ekkert grín ef nýi ísskápurinn tæki allt í einu upp á því að dæla út innkaupalistum og hver flutningabíllinn eftir annan birtist fyrir utan heimili manns eða að ljósin hjá manni færu að kvikna eða slokkna sitt á hvað. Ég ætla alla veganna að halda mig við mitt gamla kerfi sem ég kann á, því ég þekki enga nörda.
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
-
Adda bloggar
-
Ágúst H Bjarnason
-
Albertína Friðbjörg
-
Alma Jenny Guðmundsdóttir
-
Anna
-
Anna Guðný
-
Anna Heiða Stefánsdóttir
-
Anna Pálsdóttir! :)
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Apamaðurinn
-
Arinbjörn Kúld
-
Ásgerður Jóna Flosadóttir
-
Arnlaugur Helgason
-
Arnþór Helgason
-
Ársæll Níelsson
-
Ásdís Rán
-
Ásgeir Jóhann Bragason
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Ásgeir Sveinsson
-
Axel Jóhann Axelsson
-
Baldur Smári Einarsson
-
Baldvin Jónsson
-
Bara Steini
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Birna M
-
Bjarney Bjarnadóttir
-
Bjarni Baukur
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Bjarni Kjartansson
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Bjarki Þór Guðmundsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Björgvin S. Ármannsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Björn Leví Gunnarsson
-
Björn Finnbogason
-
Bragi Sigurður Guðmundsson
-
Bragi Sigurðsson
-
Hommalega Kvennagullið
-
Bwahahaha...
-
Davíð Pálsson
-
Davíð S. Sigurðsson
-
Didda
-
Dunni
-
Edda Agnarsdóttir
-
Edda Sveinsdóttir
-
Eggert Þór Aðalsteinsson
-
Egill Jón Kristjánsson
-
egvania
-
Einar B Bragason
-
Einar Kristinn Guðfinnsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Eiríkur Sjóberg
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Emil Örn Kristjánsson
-
J. Einar Valur Bjarnason Maack
-
Elín Margrét Guðmundsdóttir
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Eyjólfur Ingvi Bjarnason
-
FF
-
FLÓTTAMAÐURINN
-
Faktor
-
Fannar frá Rifi
-
Finnur Bárðarson
-
Fjarki
-
Friðrik Höskuldsson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Georg Birgisson
-
Gestur Guðjónsson
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Gunnar Þór Ólafsson
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Guðjón Heiðar Valgarðsson
-
Guðjón Sigþór Jensson
-
Guðjón Ó.
-
Guðmundur St Ragnarsson
-
Guðmundur Zebitz
-
Guðni Gíslason
-
gudni.is
-
Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
-
Guðrún Jónína Eiríksdóttir
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðrún Una Jónsdóttir
-
Guðrún Helgadóttir
-
Guðrún S Hilmisdóttir
-
Guðrún Þóra Hjaltadóttir
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Gísli Sigurðsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Haffi
-
Hafrún Kristjánsdóttir
-
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
-
Halla Rut
-
Halldór Sigurðsson
-
Halldór Örn Egilson
-
Hallgrímur Guðmundsson
-
Hallur Magnússon
-
Haraldur Bjarnason
-
Haraldur Davíðsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heimir Lárusson Fjeldsted
-
Heiður Helgadóttir
-
Helga Dóra
-
Helga Sigrún Harðardóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Himmalingur
-
Hilmar Sæberg Ásgeirsson
-
hilmar jónsson
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Hjalti Sigurðarson
-
Hjartagullin mín
-
Hinrik Þór Svavarsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Hlekkur
-
Huld S. Ringsted
-
Hólmdís Hjartardóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
hreinsamviska
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Hörður Halldórsson
-
Hörður Hilmarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Ingunn Jóna Gísladóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jakob Kristinsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Jens Guð
-
Jens Sigurjónsson
-
Jóhannes Jónsson
-
Jóhanna Fríða Dalkvist
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jóhannes Þór Skúlason
-
Jón Baldur Lorange
-
Jón Halldór Eiríksson
-
Jón Kristófer Arnarson
-
Jón Finnbogason
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Jónína Benediktsdóttir
-
Kama Sutra
-
Karl Tómasson
-
Karl V. Matthíasson
-
Katrín
-
Kjarri thaiiceland
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Konráð Ragnarsson
-
Kristinn Sigurjónsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Kristján Pétursson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Lilja Skaftadóttir
-
Lovísa
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Lýður Árnason
-
Maddý
-
Magnús Þór Friðriksson
-
Margrét Sigurðardóttir
-
Marinó Hafnfjörð Þórisson
-
Magnús H Traustason
-
Marinó Már Marinósson
-
Marzellíus Sveinbjörnsson
-
Morgunblaðið
-
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
Natan Kolbeinsson
-
Níels A. Ársælsson.
-
Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Ólafur Tryggvason
-
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
-
Ólöf de Bont
-
Óskar Helgi Helgason
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Paul Nikolov
-
Páll Höskuldsson
-
Páll Vilhjálmsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
percy B. Stefánsson
-
Predikarinn - Cacoethes scribendi
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar Borgþórs
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Ragnhildur Jónsdóttir
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Regína R
-
Ruth
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Rögnvaldur Þór Óskarsson
-
Samtök Fullveldissinna
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
-
Sigríður Hafdís Þórðardóttir
-
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
-
Sigurður Haukur Gíslason
-
Sigurður Jón Hreinsson
-
Sigurður Jónsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Snorri Bergz
-
Sigurjón Sveinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Þorsteinn Briem
-
Steinþór Ásgeirsson
-
Svartagall
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sævar Einarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sólveig Aradóttir
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
TARA
-
Tiger
-
Tinna Eik Rakelardóttir
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valbjörn Júlíus Þorláksson
-
Valdimar Leó Friðriksson
-
Valan
-
Vefritid
-
Vestfirðir
-
Viggó H. Viggósson
-
Vilborg Auðuns
-
Þórbergur Torfason
-
ÞJÓÐARSÁLIN
-
Þórhallur Heimisson
-
Þórhallur Pálsson
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Þórður Björn Sigurðsson
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Þórir Kjartansson
-
Þórólfur S. Finnsson
-
Þór Jóhannesson
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Jón V. Þorsteinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
248 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Vopnahlé fyrir Úkraínu
- Páskasælgætið
- Gleðilega páska
- Grímur Thomsen var "villt og undarleg vera" - Eins konar ritdómur
- Páskar
- ,,Styrkur trúarinnar er fólginn í veikleika hennar"
- Hús dagsins: Minjasafnskirkjan (Aðalstræti 56)
- Hnattvæðingin er á enda
- 48% grunar að Covid faraldurinn sé ásetnings gjörningur
- Gleðilega páska á flekamótum