Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
22.11.2007 | 16:47
Hár
Skurðlæknar hafa fjarlægt 4,5 kílóa þungan hárvöndul úr maga 18 ára gamallar bandarískrar stúlku, sem leitaði læknis eftir að hafa fengið sára magaverki og uppköst. Fjallað er um málið í læknatímaritinu New England Journal of Medicine.
Hún hættir vonandi núna að naga á sér hárið þessi stúlka eða reynir hún kannski aftur, hver veit, ekki ég.
Með 4,5 kílóa hárvöndul í maganum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.11.2007 | 16:43
Hrefnan dauð
Tólf tonna hrefna sem villtist langt upp eftir Amazonfljótinu og þverám þess fannst dauð í fyrradag. Ítrekaðar tilraunir dýraverndarsamtaka og heimamanna til að ná hrefnunni og flytja hana aftur út í Atlantshafið mistókust. Hún var komin um 1.600 km inn í land í Amazonregnskóginum.
Þeim hefði verið nær að skjóta hana strax og borða af henni kjötið. Nú verður hún engum að gagni.
Hrefnan sem villtist upp Amazonfljótið fannst dauð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.11.2007 | 16:22
Krónubréf
Þýski bankinn Rentenbank gaf út svonefnd krónubréf, skuldabréf í íslenskum krónum, fyrir fjóra milljarða í gær en slík útgáfa hefur verið með daufasta móti undanfarið. Fram kemur í Morgunkorni Glitnis, að Rentenbank hafi alls gefið út krónubréf fyrir 15 milljarða en þar af eru 11 milljarðar enn útistandandi. Alls eru krónubréf að nafnvirði 371,5 milljarðar útistandandi sem nemur um það bil 30% af landsframleiðslu síðasta árs.
Nú fer hver að verða síðastur til að græða á svona bréfum því allt bendir til að brátt komi til að íslensa krónan taki stóra dýfu niður á við og það svo um munar.
Ansi er ég hræddur um að áramótaávarp forsætistráðherra um næstu áramót verð ekki á neinum bjartsýnisnótum í þetta sinn.
Ný krónubréfaútgáfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.11.2007 | 11:57
Hlutabréf
Hlutabréf hafa haldið áfram að lækka í verði í Kauphöll Íslands í dag. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1% í dag. Mest hefur gengi bréfa Exista lækkað, eða um 3,65%, bréf FL Group hafa lækkað um 1,9%, SPRON um 1,75%, Landsbankans um 1,23% og Kaupþings um 1%.
Þetta er ekkert búið ennþá og spurning hvenær félög fara að leysast upp. Það virðist ekki langt í það ef þetta heldur áfram og oft virðist erfitt að stoppa svona fall þegar það byrjar á annað borð. Og það er ekkert skrýtið því sum félög hafa verið að tapa nokkrum tugum milljarða á fjárfestingum erlendis. Þannig að útrásin er ekki alltaf ávísun á hagnað.
Hlutabréf halda áfram að lækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.11.2007 | 11:50
Filippseyjar
Þingmenn í báðum deildum þingsins á Filippseyjum hafa lýst yfir efasemdum um lögmælti sölu filippseyska ríkisins á 60% hlut í orkuveitunni PNOC-EDC. Tilboð í hlutabréfin voru opnuð í gær og átti samstarfsfyrirtæki íslensku fyrirtækjanna Reykjavik Energy Invest og Geysis Green Energy hæsta tilboðið.
Þannig að þeir eiga líka sína Svandísi sem vill að farið sé að lögum og rétti. Kannski hefur okkar Svandís talað við þingmenn þarna og bent þeim á alla lögleysuna í þessu. Enda hvað eigum við að gera með hitaveitu á Filippseyjum, nægir okkur ekki okkar eigin hitaveitur og glíma við öll þau vandræði sem því hefur fylgt. Þurfum við virkilega að gína yfir öllu og hvernig ætlum við að stjórna hitaveitu á þessum stað þegar að við erum í mestu vandræðum að stjórna okkar eigin hitaveitum.
Efasemdir um lögmæti einkavæðingar orkuveitu á Filippseyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.11.2007 | 11:07
Háskólasjúkrahús
Ný nefnd, sem skipuð var í haust um fasteignir, nýbyggingar og aðstöðu heilbrigðisstofnana, mun gera úttekt á stöðu nýs háskólasjúkrahúss á Landspítalalóðinni við Hringbraut í Reykjavík. Meðal annars er ætlunin að skoða hvort unnt sé að reisa sjúkrahúsið með hagkvæmari hætti en núverandi áætlanir miðast við.
Af hverju þurfti að skipa nýja nefnd til að skoða þetta verkefni. Var ekki önnur nefnd að störfum sem var fullfær um að klára þetta verk. Þetta verður eingöngu til að tefja verkið. Ég hef ekki mikla trú á að þessi nýja nefnd komi auga á eitthvað sem fór framhjá hinni til að þetta verði eitthvað hagkvæmara. Það á að byrja á að byggja þetta sjúkrahús strax og það á að vera í Fossvogi en ekki við Hringbraut og ekkert meira kjaftæði með það.
Farið yfir áætlanir um byggingu nýs sjúkrahúss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.11.2007 | 10:49
Skattar
Við megum samt ekki einblína á skattprósentuna þegar við erum að meta gæði kerfisins, þegar margt annað getur verið óhagkvæmt í því," segir Elín Árnadóttir, sviðsstjóri skatta- og lögfræðiráðgjafar PwC, sem aðstoðaði við gerð skýrslunnar. Í skýrslunni er frammistaða Íslands slökust á sviði reglubyrði. Sú vinna sem íslensk fyrirtæki þurfa að sinna fyrir hönd Fjársýslu ríkisins er meiri hér á landi en í flestum ríkjum Evrópu.
Eru nú íslensk fyrirtæki farin að kvarta yfir því að þurfa að draga staðgreiðslu af sínu starfsfólki og skila því til ríkisins. Ekki hélt ég nú að þetta væri mikil aukavinna, því flest þau tölvukerfi sem notast er við í dag eru þannig uppbyggð að eftir að allar upplýsingar um viðkomandi starfsmann hafa einu sinni verið skráðar inn sér tölvan um að reikna út launin og draga það frá sem á að draga frá og prenta út skilagreinar til skattsins. Við hverja launaútreikninga þarf ekki að breyta neinu nema að skattaprósentan hafi breyst annar er þetta nánast sjálfvirkt. Ekki var ástandið skárra áður en staðgreiðslan kom til og launagreiðandinn varð nánast að standa í þrasi við marga starfsmenn um hvað mikið væri dregið af þeim uppí ógreidd gjöld. Er það virkilega orðið svo í okkar þjóðfélagi að enginn vill eða má gera eitt né neitt nema að gjald komi fyrir. Eigum við alltaf að vera í hlutverki þiggjenda þegar kemur að ríkinu. Svo má ekki gleyma því að með núverandi fyrirkomulagi eru fyrirtækin líka að auðvelda fólki að greiða sína skatta. Skattar eru heldur ekki lagðir á eingöngu fyrir ríkið, við njótum þeirra síðan á margan hátt. Þetta er ekkert nema leiðinda nöldur hjá fyrirtækjum.
Of mikill tími fer í skattgreiðslur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.11.2007 | 09:49
Sönnunin breytist
Sönnunarbyrðin verður öfug og færist yfir á brotamennina verði þeir fundnir sekir. Í stað þess að við þurfum að sanna að þeir hafi eignast hluti með ólögmætum hætti þurfa þeir þá að sanna að þeir hafi gert það á löglegan hátt," segir Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota hjá embætti ríkislögreglustjóra, um nýtt frumvarp um breytingar á almennum hegningarlögum sem dómsmálaráðherra lagði fram í byrjun nóvember.
Er ekki með þessu verið að brjóta eina grundvallarreglu lýðrærðisins með því að telja menn seka nem þeir geti sannað sakleysi sitt. Ég held að með þessu förum við út á ansi hála braut, nú getur hver sem er valið einhvern til að kæra fyrir þjófnað og sá sem fyrir slíku verðu er sekur þar til hann getur sannað sakleysi sitt. Ég óttast það að þetta geti komið mörgu blásaklausu fólki í mikinn vanda. Fólk á t.d. ýmis heimilistæki og hefur ekki hirt um að geyma reikninga og þá getur einhver komið í heimsókn og fullyrt að hann eigi það tæki sem viðkomandi langar í, og fær það auðvitað afhent ef ekki er til greiðslukvittun um að réttur eigandi hafi í raun keypt viðkomandi tæki. Þetta gæti auðveldlega allt farið úr böndunum og endað í tómri vitleysu sem lögfræðingar munu síðan hagnast verulega á. Ég spyr nú bara hver er tilgangurinn með þessari breytingu?
Sönnunin færist yfir á brotamann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.11.2007 | 09:00
Deilur um arf
Ég skrifaði í gær grein sem ég nefndi "Erfðaskrá" og hana skrifaði ég í þeirri góðri trú að frétt blaðsins sem ég vitanaði til væri með öllu rétt og Hæstiréttur hefði kveðið upp eðlilegan dóm á eðlilegum forsendum. Þar sem ég hef haft það að leiðarljósi í skrifum mínum á þessari síðu að skrifa ekki um neitt nema það sé rétt og satt eða heimildir fyrir mínum skrifum séu traustar og réttar, því miður áttaði ég mig ekki á að þessi frétt sem var byggð á dómi Hæstaréttar sagði ekki nema hluta sögunnar á bak við þennan atburð því komið hefur í ljós við frekari skoðun að dómur Hæstaréttar er vægast sagt stórfurðulegur. Þar sannast einu sinni enn hvað samtrygging innan ákveðinna stétta er mikil og í þessu tilfelli er það læknastéttin sem stendur vel saman. Ættingjarnir, sem töpuðu málinu í Hæstarétti höfðu unnið málið í Héraðsdómi en Hæstiréttur snýr málinu algerlega við í sinni umfjöllun og tekur ekkert tillit til þeirramikilvægu gagna sem lögð voru fram í Héraðsdómi. Fyrir Héraðsdómi lögðu ættingjarnir fram staðfestingu virts læknis um að árið 2001 hefðu systurnar tvær verið orðnar illa haldnar af hrörnunarsjúkdómi
og því ekki gert sér fulla gein fyrir því sem þær voru að gera. Þá má einnig benda á að sá sem vann málið er starfandi læknir og af þeim sökum gat hann hagrætt málum eftir sínum geðþótta. Nú er það svo að gamalt veikt fólk setur oft allt sitt traust á sína lækna og í þessu tilfelli var það sá maður sem nú hefur fengið arfinn. Læknar vinna eið af því að brjóta aldrei trúnað sinn við sjúkling, en svo virðist að fégræðgi hafið knúið þennan læknir til að brjóta þann eið. Einnig er athyglisvert að fyrir Hæstarétt lá fyrir vitnisburður margra vitna, lækna, hjúkrunarfræðings. lögfræðinga og annarra og þá kem ég að kjarna málsins, sem er að læknar sem vinna saman vitna ALDREI gegn starfsbróður sínum og á þeim forsendum er málið dæmt. Verður því ekki annað séð en nefndur læknir hafi nýtt sér stöðu sína sem læknir til að fá þær systur til að arfleiða sig að öllum sínum eignum, þótt honum hafi í raun verið fullkunnugt um að a.m.k. önnur þeirra vissi hreinlega ekkert undir hvað þær voru að skrifa. Einnig vekur það athygli að sum vitnin greindu frá staðreyndum meðan önnur fóru mikinn með greinilegum lygum og misræmi í tímaröð og fleira, en ekkert var tekið tillit til þess af hálfu Hæstaréttar. Þá er það athyglisvert að Hæstiréttur kemst aðeins að þeirri niðurstöðu að formgalli hafi verið við gerð erfðarskrárinnar, þó svo hún hafi verið unnin af lögfræðingi og tengdadóttur umrædds læknis og vottun lögbókenda og vitnisburður í þversögn við tengdadótturina fyrir Héraðsdómi. Því er þessi dómur hneyksli og ætti Landlæknisembættið að taka þetta mál til sérstakrar skoðunar. Þetta vekur einnig upp þá spurningu, hvort gömlu og mjög veiku fólki sé ekki óhætt að leggjast inn á spítala öðruvísi en að aðrir ættingjar nánast vakti þá. Því nokkuð víst er að þetta verður ekki eina málið sem á eftir að koma upp sem líkist þessu. Þetta virðist hafa verið vel undirbúið af hálfu þessa unga læknis enda komst hann upp með að fremja glæpinn og fá síðan Hæstarétt til að leggja blessun sína yfir allt saman. Þetta er hreinlega til skammar og ætti læknastéttin að hugsa sinn þátt í málinu aðeins betur.Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2007 | 18:38
Hlutabréf
Hlutabréf héldu áfram að lækka í verði í Kauphöll Íslands í dag. Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,46% og er 6783 stig. Engin hlutabréf hækkuðu í verði en bréf Century Aluminkum lækkuðu um 5,5%, bréf SPRON um 5% og bréf Exista um 4,59%.
Jæja er þá ævintýrinu að ljúka. Það hlaut að koma að þessu því hlutabréf geta ekki verið á stöðugri uppleið þvert á allar hagfræðikenningar. Nú fær sennilega einhver talsverðan skell og situr uppi með sitt hlutabréfalán og horfir á gengi bréfanna falla niður á hverjum degi. Aðrir hlægja sennilega dátt aha ha eins og Ómar Ragnarsson söng um hérna um árið, ef þeir hafa verið búnir að selja fyrir niðursveifluna. Þótt ég stundi nú ekki hlutabréfaviðskipti þá segir minn hugur mér það að það á að kaup í niðursveiflunni og selja í uppsveiflunni ef tilgangurinn er sá að græða peninga. Ég átti eitt sinn hlutabréf í sjávarútvegsfyrirtæki á Vestfjörðum og gat selt þau á 10 milljónir en beið of lengi og fyrirtækið fór í þrot og allt tapaðist ef það hefði náð því að starfa ári lengur hefðu mín bréf orðið 100 milljóna króna virði og þá hefði ég auðvitað selt.. Einnig átti ég hlutabréf í laxeldisfyrirtæki í Grindavík sem ég fékk fyrir lítið og seldi skömmu síðar Olíufélaginu hf. á tvær milljónir og skömmu síðar gaf þetta laxeldisfyrirtæki upp öndina. Svo ég hef bæði verið heppin og óheppinn í mínum hlutabréfaviðskiptum og þannig er gangurinn í þessum viðskiptum, hann breytist ekkert.
Engin hlutabréf hækkuðu í Kauphöll Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
53 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Óvænt útsýni, hæfileikakeppni og ... tónleikarnir
- Hrekkjavaka skemmtir Skrattanum þegar hann lætur börnin finna fyrir nærveru Helvítis
- -femínistaskólinn-
- Þetta sem þau tóku af okkur og gætu tekið aftur
- Jafnaðarmenn allra landa og skattahækkanir
- Þegar líkin koma á færibandi inn á borð ráðherra
- Ráðherrann II
- Spáð í ársmeðalhitann
- Biden bítur börn
- Mál- og skoðanafrelsi