Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Nauðgun

Lögregla í Arizonaríki í Bandaríkjunum leita nú manns, sem grunaður er um að hafa nauðgað hundi af tegundinni Jack Russell Terrier og einnig misþyrmt honum með öðrum hætti.

Flest getur nú skeð, ætli hundurinn hafi kært?  Hvaða fórnarlamb skyldi þessi nauðgari velja sér næst?


mbl.is Grunaður um að hafa nauðgað hundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útrás

orkaTilboð sem Geysir Green Energy og Reykjavik Energy Invest stóðu að ásamt filippseyska félaginu First Gen Corp. í filippseyska orkufélagið PNOC Energy Development, var það hæsta sem barst, að sögn þarlendra stjórnvalda. Hljóðaði tilboðið, sem var í 60% hlut ríkissjóðs Filippseyja, upp á 58,5 milljarða pesóa, jafnvirði tæplega 85 milljarða króna, en lágmarksverð ríkisins var rúmir 45 milljarðar pesóa.

Auðvita urðum við hæsti því við erum bestir, ríkastir og vitum nánast allt, bar að nefna það og allt sem við gerum er gert af myndarskap og stórmennsku.  Það eru sko engir smákallar sem búa hér.

Hvað munar okkur um í allri útrásinni þótt þetta fari allt í vitleysu.  Við töpum þó aldrei nema 85 milljörðum og hvað með það, við græðum þá bara í hvelli aftur í annarri útrás og ullum svo framan í heiminn. 


mbl.is Íslenska tilboðið það hæsta í filippseyska orkufyrirtækið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr þingmaður

Paul Nikolov, varaþingmaður VG, flutti í dag jómfrúræðu sína á Alþingi er hann mælti fyrir frumvarpi um breytingar á lögum sem varða útlendinga og réttarstöðu þeirra. Paul segir íslenska stjórnkerfið mun aðgengilegra en það bandaríska og bjóði upp á meiri þátttöku almennings. Hann hvetur fólk til að nýta sér þessa möguleika.

Ég óska hinum nýja þingmanni til hamingju um leið og ég votta honum samúð mína að hafa valið VG af öllum flokkum.  Þótt það komi hinum nýja þingmanni á óvart að íslenska stjórnkerfið sé betra en það bandaríska, þá kemur það mér ekkert á óvart því hið bandaríska stjórn kerfi er eitt það vitlausasta í heimi og hvergi er lýðræðið minna en í Bandaríkjunum, sem kemur m.a. fram í því að einungis lítill hluti þjóðarinnar tekur þátt í kosningum vegna þess að flest allir vita að það skiptir ekki einu einasta máli og á þetta þó að heita lýðræðisríki sem er hið mesta öfugmæli þegar Bandaríkin eiga í hlut.


mbl.is Paul Nikolov: Íslenskt stjórnkerfi aðgengilegra en það bandaríska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfðaskrá

Hæstiréttur hefur dæmt erfðaskrá tveggja systra, sem arfleiddu systurson sinn að eignum sínum, gilda. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður fallist á kröfu annarra ættingja systranna um að erfðaskráin skyldi dæmd ógild á þeirri forsendu, að önnur systirin hefði verið komin með Alzheimers sjúkdóm þegar erfðaskráin var gerð.

Það er oft erfitt að lifa í þessu þjóðfélagi og ekki er auðveldar að deyja ef viðkomandi lætur eftir sig einhverjar eignir, þá fyrst verður allt vitlaust þegar ættingjarnir fara að slást um arfinn.  Mörg dæmi eru um að heilu fjölskyldurnar hafi splundrast í slíkum deilur.  Fólk sem áður voru bestu vinir hatast meira en nokkur hefði getað ímyndað sér, allra síst hinn látni.  Þannig að í dauðanum felast ekki minni vandamál en eru í lífinu sjálfu og eru þó oft nokkuð mörg.


mbl.is Hæstiréttur dæmir erfðaskrá gilda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síld

síldÞað var óvenjuleg sjón sem blasti við Hólmurum þegar birta tók í morgun. Síldarbáturinn Áskell EA 48 var kominn inn á Breiðasund fyrir innan Hvítabjarnarey og var farinn að kasta á síld. Það hefur aldrei gerst áður, fullyrða gamlar Hólmarar, að hringnót hafa verið kastað svona innarlega í Breiðafirði. Skipstjórinn á Áskeli þurfti lóðs til að komast á nýju miðin.

Já síldin er farin að veiðast á fleiri stöðum en í Grundarfirði hún er greinilega út um allt í Breiðafirði. Það var einhver að fullyrða í útvarpinu fyrir stuttu að þessar miklu veiðar í Grundarfirði yrðu til þess að þessi stofn yrði veiddur upp.  En allt slík er nú bara kjaftæði því það magn sem mældist fyrir stuttu í Grundarfirði var talið vera um 600 þúsund tonn og nú kemur í ljós að hún er víðar og magnið því mun meira.  Leyfilegur aflakvóti er hinsvegar aðeins 150 þúsund tonn, þannig að ekkert er verið að ganga nærri stofninum með þessum veiðum.  Hinsvegar í ljósi niðurskurðar á þorskkvótanum teldi ég rétt að auka síldarkvótann núna um a.m.k. 50-100 þúsund tonn og yrði að landa þeim afla í höfnum á Snæfellsnesi og Vestfjörðum til að skapa þar aukna vinnu til að bæta fyrir niðurskurð í þorskveiðum.  Það hlýtur að vera sárt hjá íbúum margra staða t.d. Grundarfjarðar að þurfa að horfa upp á það dag eftir dag að síld sé mokað upp rétt fyrir framan höfnina og síðan siglt með aflann til Eyja eða austur á firði til vinnslu. 


mbl.is Þurfti lóðs til að komast á síldarmiðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Félagslegar íbúðir

DagurDagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir að það séu ekki til neinar skyndilausnir á því hvernig hægt að leysa þann vanda sem ríkir á fasteignamarkaði. Að sögn Dags bíða 1.600 eftir félagslegu húsnæði hjá sveitarfélögunum í landinu en samt sem áður eru fá sveitarfélög önnur en Reykjavíkurborg sem ætlar að byggja slíkt húsnæði á næstunni. Dagur sagði á fasteignaráðstefnu Kaupþings að nýr meirihluti ætli að takast á við vandann og setja hann í forgang.

 

Það er ekkert skrýtið þótt lítið sé byggt af félagslegu húsnæði á landsbyggðinni.  Þar er allt ein rjúkandi rúst og fjöldi íbúða á hinum ýmsu stöðum standa auðar og fólk er að flýja þessa staði í stórum stíl.  Því þar sem ekki er góðir tekjumöguleikar er ekki hægt að búa.  Ætli séu ekki eitthvað á milli 5-10 þúsund íbúðir og einbýlishús auð á landsbyggðinni og ekkert sem bendir til að það ástand breytist á næstu árum.


mbl.is Fá sveitarfélög sem hyggjast byggja félagslegt húsnæði á næstunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bann við notkun á botnvörpu

Nú er Evrópusambandið að skoða alvarlega hvor eigi að banna veiðar með botnvörpu á þeim svæðum sem hætta geti verið á að slíkt skaðaði ákveðin viðkvæm svæði.  Það sem er athyglisvert er að þeir ætla ekki að miða við fjarlægð frá landi eins og landhelgi er miðuð við heldur á að miða við dýpt og er ætlunin að miða þá við 1.000 metra dýpi eða um 60 til 70 faðma dýpt í byrjun.  Auðvitað er miklu skynsamlegra í samandi við allar takmarkanir á togveiðum að miða við dýpt frekar en fjarlægð frá landi.  En eins og áður segir er þetta enn sem komið er aðeins hugmynd og því liggur ekki fyrir hvort af framkvæmd hennar verður.  Frekari upplýsingar um þetta mál má finna á vefnum:

www.worldfishing.net 


Spölur ehf.

göngHagnaður Spalar, sem rekur Hvalfjarðargöngin, eftir skatta fyrir rekstarárið 1. október 2006 til 30. september 2007 nam 282 milljónum króna en hagnaðurinn á sama tímabili árið áður nam 8 milljónum króna. Hagnaður Spalar á fjórða ársfjórðungi rekstrarársins nam 112 milljónum króna. Á sama tíma árið á undan nam hagnaður félagsins 153 milljónum króna.

Væri þá ekki möguleiki að lækka eitthvað gjaldið í göngunum.  Ekki getur það verið tilgangurinn að þessi göng eigi að vera eitthvað gróðafyrirtæki. 


mbl.is Hagnaður Spalar eykst á milli ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dalvík

Tölvur„Við erum mjög stolt af þessu. Mér heyrist á öllu að þetta sé mikilvægt forrit sem þarna er á ferðinni," segir Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri á Dalvík, en netrisinn Google hefur nefnt nýjan hugbúnað í höfuðið á Dalvík. Hugbúnaðurinn verður hluti af nýju stýrikerfi sem Google þróar fyrir næstu kynslóð farsíma. Hugbúnaðarverkfræðingurinn Dan Bornstein stendur fyrir nafngiftinni, en hann ku hafa mikið dálæti á Dalvík.

það er gott að einhver hefur svona mikinn áhuga á Dalvík enda er þetta fallegur staður, eina sem hefur skyggt á Dalvík er það að skrímslið Samherji er þarna með klærnar út um allt.


mbl.is Dan hjá Google elskar Dalvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íbúðakaup

húsDæmi eru um að hús og íbúðir í miðbæ Reykjavíkur hafi fimmfaldast í verði á rúmum áratug. Hús við Bergþórugötu sem nú er til sölu fyrir 75 milljónir var t.d. selt fyrir 15 milljónir árið 1994 en metið á 37 milljónir fyrir 5 árum, samkvæmt upplýsingum 24 stunda. Á þessum 13 árum hefur húsið því hækkað um 60 milljónir, eða um 4,6 milljónir á ári. Annað dæmi er hús við Þingholtsstræti sem sett er á 92 milljónir í dag. Fyrir 10 árum var húsið metið á um 45 milljónir, en á 25 milljónir fyrir 10 árum

Það er greinilegt að sumir eiga nóg af peningum og munar lítið um að borga eitt stykki hús á 75 milljónir.  Þetta er að ske á sama tíma og fólk með eðlilegar tekjur og sérstaklega ungt fólk á í hinu mesta basli að eignast þak yfir höfuðið.  Í Kastljósþætti í gærkvöld var rætt við ungan mann sem var að flytja til Íslands frá Danmörku að loknu námi.  Eftir heimkomu fór hann að leita sér að húsnæði fyrir sína fjölskyldu en þá kom svolítið skrýtið í ljós, hann ætlaði í fyrstu að kaupa sér íbúð en þá stóðst hann ekki greiðslumat vegna þess að hann var of litlar tekjur.  Hann fór þá á leigumarkaðinn og eftir langa leit fann hann íbúð þar sem leigan var 140 þúsund á mánuði, hann taldi að sjálfsögðu að nú fengjust húsaleigubætur en því var hafnað á þeirri forsendur að hann væri of tekjuhár.  Þannig að þessi ungi maður sem var að flytja heim að loknu námi passaði hvorki inn í lánakerfið til að geta keypt sér íbúð, eða inn í það kerfi sem veitir húsaleigubætur.  Ekki kom fram hverjar tekjur mannsins eru, en telur nú fólk að það sé áhugavert að flytja heim að loknu námi. 


mbl.is Verð hússins fimmfaldaðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband