Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Reykingar

bálLögreglan á Suðurnesjum tók á móti flugfarþega sem hafði kveikt sér í sígarettu á salerni flugvélar Iceland Express með þeim afleiðingum að reykskynjari á salerninu fór í gang. Einn flugfarþega sagði í samtali við mbl.is að umræddur „reykdólgur“ hafi staðið upp og gengið inn á salernið bæði þegar vélin tókst á loft og við lendingu.

Hvað var maðurinn eiginlega að hugsa, veit hann ekki að það er stranglega bannað að reykja í flugvélum.  Þótt ég sé mikill reykingarmaður kann ég þó að virða lög og reglur.  Að fara inn á klósett til að reykja við lendingu get ég hreinlega ekki skilið.  Það er enginn svo forfallinn reykingarmaður til að hann geti ekki sleppt því að reykja í nokkra klukkutíma.  Þetta er rugl sem taka á hart á, það er engin afsökun til fyrir því að haga sér svona.  Þennan mann ætti að setja í algert flugbann. 


mbl.is Kveikti sér í sígarettu við flugtak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skiptakrafa

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað beiðni Lúðvíks Gizurarsonar um opinber skipti á dánarbúi Hermanns Jónassonar. Þetta kom fram í fréttum Útvarpsins. Hæstiréttur úrskurðaði í mars að heimilt væri að bera saman lífsýni úr Hermanni Jónassyni og Lúðvík og sú rannsókn leiddi í ljós að Lúðvík væri sonur Hermanns.

Ég man ekki betur en eftir að dómur féll í því máli að Lúðvík væri sonur Hermanns, að þá hafi dóttir hans sagt í sjónvarpsviðtali að ekkert frekar yrði gert í þessu máli og aðspurð um arf svaraði hún því tiul að slíkt kæmi aldrei til, faðir sinn hefði einungis verið að fá fram sitt rétta faðerni.

Hvað hefur breyst síðan þetta viðtal var tekið?  Það virðist því ekki hafa verið tilgangur Lúðvíks að fá á hreins sitt faðerni heldur hafi peningagræðgi rekið hann áfram því Hermann Jónasson var talinn efnaður maður.  Núlifandi börn Hermanns Jónassonar eru orðin mjög fullorðið fólk og það hlýtur að hafa verið því fólki visst áfall þegar allt í einu kemur upp að þau eigi bróður sem þau vissu ekki um.  Er Lúðvík Gizurarson ekki búinn að valda þessu fólki nægum sárindum með sínu fyrra máli svo ekki þurfi að bæta þar við.  Ég trúði því að Lúðvík væri aðeins að fá úr því skorið hver væri hans faðir en á þessum ósöpunum átti ég ekki von.  Það getur vel verið að Lúðvík hafi talið sig getað með þessu brölti sínu komist yfir einhverja peninga.  En lífið snýst ekki allt um peninga, það eru líka til hjá fólki tilfinningar sem ekki verða bættar.  Ef Lúðvík ætlar að halda þessari vitleysu sinni áfram er hann í mínum augum lítilmenni.

Ég tek að lokum heilshugar undir orð Steingríms Hermannssonar þegar hann sagði á sínum tíma;

Leyfum látnum að hvíla í friði


mbl.is Skiptakröfu Lúðvíks hafnað í héraðsdómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Inni-kýr

Vélmenni leysa nú æ fleiri bændur af hólmi við mjaltir og fjarstýring eykst. Róbót, mjaltaþjónn eða mjaltari eru orð sem notuð eru yfir búnaðinn. Fjárfestingin er dýr og bændasamtökin reikna með því að sextíu mjólkandi kýr séu lágmarksrekstrareining fyrir hvern róbót. Hundrað slíkar einingar eru í rekstri hér á landi og segja samtökin Íslendinga fljótari til en flestar aðrar þjóðir að taka þessa tækni í notkun. Í sumum löndum er hún ekki nýtt.

Sá galli fylgdi róbótavæðingunni að á mörgum bæjum hættu menn að reka kýrnar á beit. Sums staðar voru þær jafnvel alls ekki settar út. Með róbót er hægt að fylgjast með efnasamsetningu mjólkur, hvaða kýr koma til mjalta, mjólkinni sem kemur úr hverjum spena og flestu sem máli skiptir innan úr bæ eða langt að. Kýrnar geta svo glaðst yfir því að mjaltakonan er alltaf tiltæk. Ekki þarf annað en að fara í röðina og fá fóðurbæti í verðlaun fyrir að hafa mætt í róbótinn.

Bóndi sem 24 stundir ræddu við telur kúnum líða betur eftir en áður, þótt þær séu alltaf inni. Þeim finnist gott að láta mjólka sig oftar en einu til tvisvar sinnum á dag. Ekki verði heldur séð að þær sakni útivistarinnar, enda séu kýr ekki sérstakir náttúruunnendur. Þessu eru dýraverndunarsamtök algjörlega ósammála, bæði hér á landi og í nágrannalöndunum.

Ég er nú ekki vel að mér í búskap en fljótt á litið hefði ég talið öllum gott að fara stundum út og hreyfa sig aðeins, bæði dýr og menn.  Bóndinn sem rætt við og fullyrðir að kúnum líði betur og þær gleðjist yfir þegar komi til mjalta.  Hvernig getur maðurinn sett fram slíkar fullyrðingar?  Hefur hann hæfileika til að tala við þær?  Þetta er eintómt bull og rugl því bóndinn hefur ekki minnstu hugmynd um hvernig kúnum líður.  Tæknivæðingin þótt góð sé getur gengið of langt og þetta minnir mig á að þegar ég skoðaði á sínum tíma kjúklingabú í Bandaríkjunum, en þar var hver kjúklingur í sér búri og átti hann auðvelt með að ná í fóður, en við búrið var tengd vigt og þegar kjúklingurinn hafði náð réttri þyngd opnaðist botninn á búrinu og kjúklingurinn datt niður á færiband sem flutti hann til slátrunar og síðan til pökkunar.  Ég var einmitt þá að hugsa um hvað þetta væri nú ömurlegt líf hjá þessum aumingja fuglum og upp í hugann komu útrýmingarbúðir nasista í seinni heimstyrjöldinni.  Ég er ekki að segja að ástandið hjá þessum kúabónda sé neitt þessu líkt, en heyrt hef ég sögur af því ,að á sínum tíma þegar sá siður var að sleppa kúnum út á vorin og þau hlupu kýrnar um allt og hoppuði og veltu sér um á jörðinni og virtust algerlega sleppa sér af gleði yfir því að fá að koma loksins út undir bert loft.  Var ekki einhver ástæða fyrir þessum látum í kúnum?


mbl.is Kýrnar hafðar inni allt árið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fatlaðir

Þröstur Sverrisson, einstæður faðir tvítugs pilts með Asperger-heilkenni og 12 ára stúlku, hefur um tveggja ára skeið reynt að finna búsetuúrræði fyrir son sinn en án árangurs. ,,Son minn, Birki Frey, langar til að eignast eigið heimili. Þegar ungt fatlað fólk vill stofna heimili ætti manneskja frá svæðisskrifstofu fatlaðra að setjast niður með því og foreldrunum og ræða hvað kæmi til greina, væri þjónustan eðlileg. Það er hún hins vegar ekki," segir Þröstur og bætir við að foreldrar fatlaðra einstaklinga þurfi að heyja stöðuga baráttu.

Þetta er alveg dæmigert hvað varðar fatlaða.  Engin úrræði og þar sem þau er að finna eru nánast óendanlegir biðlistar.  Ég er sjálfur fatlaður öryrki en var þótt undarlegt þyki, svo heppinn að lenda í alvarlegu slysi úti á sjó og fékk þar af leiðandi talsverðar slysabætur sem gerðu mér kleyft að kaupa mér nýjan bíl og þjónustu íbúð.  En það kostaði það að ég varð að flytja frá Bíldudal til Sandgerðis.

Engu að síðu eru þessi mál okkur til algerrar skammar. 


mbl.is Vill sjá soninn búa einan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lottó-peningarnir

lottó„Ég held að það vegi mjög þungt í þessu að lítil samtök úti á landi telja að með því að taka okkur inn þynnist út þessi lottósjóður," segir Reynir Ragnarsson, formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR), um ástæður þess íþróttabandalaginu hefur í þrígang verið höfnuð innganga í Ungmennafélag Íslands (UMFÍ), nú síðast á sambandsþingi í lok október.

Ég er þeirrar skoðunar að það gæti verið sátt í þessu máli að lottópeningarnir færu allir til íþróttafélaga á landsbyggðinni.  Félögin þar hafa ekki sömu möguleika og félög á höfuðborgarsvæðinu að ná sér í tekjur.  Ekki er selt þar inn á leiki og auglýsendur á íþróttavöllunum fáir.  Þessum litlu íþróttafélögum er haldið gangandi af fólki í sjálfboðavinnu til þess að börn þeirra eigi kost á að stunda íþróttir, sem öllum er hollt að stunda og nú er auglýst á fullu í sjónvarpi, að íþróttarstarf sé ein besta forvörnin gagnvart fíkniefnum.

Á sínum tíma þegar ég var með fiskvinnslu á Bíldudal og hafði um 100 manns í vinnu, tók ég alltaf vel á móti fulltrúum íþróttafélagi staðarins og styrkti þau myndarlega.  Keypti t.d. oft íþróttabúninga fyrir lið Bíldudals, var með stór auglýsingarskilti á vellinum, ekki bara eitt heldur þrjú.  Einnig veit ég að rækjuverksmiðjan á staðnum gerði slíkt hið sama.  Nú er svo komið að víða á landsbyggðinni er atvinnulífið nánast lamað og jafnvel hrunið og því ekki lengur til fyrirtæki til að styrkja þessi félög og nánast óskiljanlegt hvernig þau geta haldið sér gangandi.  Einu tekjurnar í dag hjá þessum félögum eru þessir lottópeningar og ef þeir skerðast munu þessi íþróttarfélög hætta hvert á fætur öðru, þau munu ekki getað starfað og leggjast því niður.  Þótt vissulega geti þeir sem stunda getraunir í enska boltanum valið íþróttarfélag til að styrkja, þá er íbúar orðnir svo fáir á mörgum þessara staða að slíkur styrkur vegur ekki þungt.  En aftur á móti getur hann vegið þungt hjá félögum á höfuðborgarsvæðinu.  Sem dæmi um sjálfboðavinnu á þessum litlu stöðum get ég nefnt að löngu áður en farið var af stað með átakið að byggja sparkvelli víða um land, þá voru Bílddælingar búnir að reisa sinn sparkvöll í miðju þorpinu og allt gert í sjálfboðavinnu. 

Er ekki búið að gera nóg í að rústa landsbyggðina með því að hirða frá mörgum stöðum allan aflakvóta, gera allar eigur fólks verðlausar og jafnvel á sumum stöðum er algert atvinnuleysi árum saman.  Þurfum við líka að níðast á saklausum börnum sem eru svo óheppin að hafa fæðst og búa enn á þessum stöðum.  Verður líka að stoppa það af að þessi börn geti stundað íþróttir eins og börn á öðrum stöðum.  Íþróttarbandalag Reykjavíkur þarf ekki neitt á þessum lottópeningum að halda og getur vel haldið áfram sínu starfi án þeirra.  Það hafa komið margir frábærir íþróttarmenn frá þessum litlu stöðum og það nafn sem kemur fyrst upp í huga mér er Vala Flosadóttir stangastökkvari, en hún bjó sem barn á Bíldudal og byrjaði þar að stunda íþróttir.  Við eigum að sýna þá skynsemi að láta þessa peninga fara þangað þar sem þeirra er mest þörf og það er ekki í Reykjavík.


mbl.is Barist um lottópeningana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vespa

vespa„Ég var búinn að sætta mig við að þetta yrði dýrasti lottómiði sem ég hefði keypt og fannst gaman að sjá hvað kæmi út úr þessu," segir dellukarlinn Ágúst Bergur Kárason um forláta ítalska Vespu, árgerð '69, sem hann flutti nýverið inn frá Víetnam. „Ég er pínu dellukall. Ég á tvo Land Rovera, annar er '67 módel og hinn er 2000 módel. Svo bætti ég Vespunni í safnið. Þetta eru ökutækin sem ég á eftir að eiga það sem eftir er."

Hvar kemur lottómiði við sögu í þessari frétt?, ég næ ekki alveg tengingunni.


mbl.is Dýrasti lottómiði sem ég hef keypt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV og Björgólfur

Ég hefði talið að flest allir tækju samningi Björgólfs Guðmundssonar við RÚV fagnandi.  Það er ekki á hverjum degi sem athafnamenn leggja fram stórfé til menningarmála eins og Björgólfur er að gera með þessum samningi.  Nei upp reis hópur til að mótmæla og höfðu það sig mest í frammi talsmenn samtakana Hollvinir RÚV.  Nú hefði ég talið að þessi samtök vildu veg og vanda RÚV sem mestan, en annað kom í ljós þeirra hollusta og vinátta við RÚV virðist vera skilyrt við það að ríkið eitt eigi að efla starfsemi  RÚV allt annað sé af hinu slæma og þessi samningur við Björgólf hljóti að leiða til þess að RÚV verði einkavætt og nú muni Björgólfur fara að stjórna þarna öllu, jafnt fréttum sem dagskrárgerð.

Hvað er eiginlega að þessu fólki og af hverju nefnir það ekki sín samtök réttu nafni því í raun eru þetta ekki  "Hollvinir RÚV" heldur "Óvinir RÚV" því með þessari framkomu sinni er verið að gera lítið úr hinni miklu gjöf Björgólfs.  Kann þetta fólk ekki að lesa og er það jafnvel heyrnalaust?  Hvergi hefur komið fram að einhver skilyrði fylgi þessari gjöf Björgólfs og ætli hann hafi ekki nóg annað við sinn tíma að gera en að skipuleggja dagskrá og ritskoða fréttir á sjónvarpsstöð.  Ef RÚV verður einkavætt verður það ekki Björgólfur Guðmundsson sem tekur þá ákvörðun, heldur Alþingi.  Það hefur komið fram að þessi gjöf Björgólfs mun stuðla að auknu leiknu íslensku sjónvarpsefni hjá RÚV og þar með gefa mörgum leikurum og tæknimönnum á því sviði mikil tækifæri og er vissulega mikið fagnaðarefni hjá öllu hugsandi fólki.  Vilja þessi samtök ekki íslenskt sjónvarpsefni aðeins bandaríska framhaldsþætti?.  Hafa þessi samtök í sínum málflutningi verið með einhverjar tillögur um hvað eigi að fá aukið fjármagn til að auka innlenda dagskrárgerð?  Ekki hef ég séð neitt slíkt, heldur er bara mótmælt og mótmælt eins og vitleysingar.

Ég skora á þessi samtök að biðjast afsökunar á sínu framferði að undanförnu.  Ef ekki þá a.m.k. steinhalda kjafti og skammast sín.  Ef samtökin halda svona áfram gæti kannski svo farið að Björgólfur drægi sína höfðinglegu gjöf til baka, sem ég myndi gera í hans sporum.


Lokun á torrent.is

Sýslumaðurinn í Hafnarfirði hefur fallist á kröfu um lögbann gegn vefsíðunni Torrent.is og hefur síðunni verið lokað, að sögn Snæbjörns Steingrímssonar, framkvæmdastjóra Samtaka myndrétthafa á Íslandi (SMÁÍS). Að sögn Snæbjörns lokaði eigandi Torrent, Svavar Lúthersson, sjálfur síðunni en honum var gefinn klukkustund til þess og að öðrum kosti hefði lögregla lokað vefnum.

Það var mikið að þetta hafðist í gegn.  Ég get alveg skilið þá listamenn sem voru ekki hrifnir af því að einn maður gæti verið að dreifa þeirra verkum nánast ókeypis.  Lífið er nú ekki neinn dans á rósum hjá listamönnum hér á landi hvað varðar tekjur og því skiljanlegt að þeir líði það ekki að þeirra verkum sé greinlega stolið.  Því það eitt að bjóða upp á niðurhal á efni frá tónlistarmönnum ofl. er ekkert annað en hrein og klár glæpastarfsemi, því eigandi þessarar síðu mun hafa innheimt gjald af þeim sem fengu aðgang að síðunni.  Þetta kalla ég að stela launum frá ákveðnum hópum, sem í þessu til felli eru listamenn.


mbl.is Lögbannskrafa tekin til greina og Torrent vefnum lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Berlusconi

BerluconiDómstóll á Ítalíu vísaði í dag frá ákæru á hendur Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, um brot á bókhaldslögum vegna fyrningar. Er þetta ekki fyrsta málið sem er vísað frá vegna fyrningar á hendur Berlusconi í ítölskum dómstólum. Um var að ræða uppgjör Mediaset, fjölmiðlaarms eignarhaldsfélags Berlusconi, frá árinu 2000.

 

Alveg er ótrúlegt hvað þessum manni er margt til happs.  Hann hefur svo sannarlega sett svip sinn á mannlífið á Ítalíu.  Stórkostlegur karakter.


mbl.is Máli gegn Berlusconi vísað frá vegna fyrningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tundurdufl

duflTogskipið Þorvarður Lárusson SH frá Grundarfirði, sem áður hét Smáey, fékk um helgina þýskt tundurdufl frá tímum síðari heimsstyrjaldar í veiðarfærin. Skipið var statt undan Látrabjargi þegar þetta gerðist og sigldi til Rifs með duflið. Sprengiefnið úr duflinu reyndist vel virkt og var það flutt á afvikinn stað og sprengt.

Það er ekkert grín að fá svona hlut í trollið, því virkt tundurdufl má hvergi slást utan í eða verða fyrir nokkru hnjaski.  Ef það skeður springur skipið í tætlur og eru dæmi um slíkt þegar togarinn Fylkir  RE-161 fékk slíkt í trollið 14. nóvember 1956 en þá var skipið á veiðum um 25 sjómílum norður af Straumnesi og það sprakk við skipshlið.  Enginn lét nú lífið við þá sprengingu en togarinn sökk á skömmum tíma en togarinn Hafliði SI-2, sem var staddur nálægt bjargaði 32 manna áhöfn Fylkis.  En hafa verður í huga að þá voru aðeins innan við 10 ár frá því seinni heimstyrjöldinni lauk.  Ég held að síðan hafi ekkert fiskiskip farist af þessum sökum, þótt oft hafi komið fyrir að skip hafi fengið þetta í trollin.


mbl.is Fékk tundurdufl í veiðarfærin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband