Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Jólakort

Jólakort með teikningu af jólasveininum og lítilli stelpu var póstlagt árið 1914 í Nebraska, en barst viðtakanda í Oberlin í Kansas nýverið. Það var því 93 ár á leiðinni. Póstmeistarinn í bænum segir óljóst hvar kortið hafi verið niðurkomið allan þennan tíma.

"Það er mesta furða að því skuli ekki hafa verið hent," sagði póstmeistarinn, Steve Schultz. "Ekki veit ég hvernig það kom í leitirnar."

Kortið er stílað á Ethel Martin í Oberlin, en hún er látin. Schultz segir að pósthúsið hafi viljað koma kortinu til ættingja hennar. Mágkona Martins, Bernice Martin, fékk því kortið, og hún segir að það hafi fundist einhverstaðar í Illinois.

Þar sem konan sem átti að fá kortið er látin, verður erfitt að koma því til hennar úr þessu.  En frekar þykir mér þessi póstþjónusta léleg.


mbl.is Jólakortið var 93 ár á leiðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eldur

Mynd 447007 Eldur kom upp í skuttogaranum Hegranesi, sem verið er að rífa í brotajárn við Krossanes á Akureyri, laust fyrir klukkan níu í morgun. Mun hafa kviknað í klæðningu. Engan sakaði og greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu.

Ekki finnst mér þetta vera neinn skaði, þar sem rífa átti skipið í brotajárn.  Varla hefur járnið brunnið.


mbl.is Eldur í gömlum skuttogara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FL-Group

Ég hef aldrei geta skilið hvað þetta fyrirtæki gerir, ég vissi að á sínum tíma var þetta móðurfélag Icelandair.  Einnig var mér kunnugt um að fyrirtækið stóð í miklum fjárfestingum og var í raun fjárfestingafélag.  Hannes Smárason sem var forstjóri FL-Group eignaðist á sínum tíma stóran hlut í Flugleiðum (Síðar FL-Group) í gegnum fjárfestingafélag sem hann átti með tengdaföður sínum Jóni Helga Guðmundssyni sem kenndur hefur verið við BYKO.  Eftir að Hannes skildi við dóttur Jóns Helga, skildu leiðir með þeim félögum í fyrrnefndu fasteignafélagi en Hannesi tókst á einhvern óskiljanlegan hátt að ná meirihluta í Flugleiðum og breytti nafni þessi í FL-Group og var orðinn mjög auðugur maður, sem var nánast eignarlaus fyrir hjónaband sitt við dóttur Jóns Helga í BYKO sem var sá maður sem kom fótunum undir Hannes Smárason.  Hannesi hefur verið lýst þannig: "Hann er fljótur að taka ákvörðun og tekur jafnan mikla áhættu í sínum viðskiptum, hikar aldrei og hugsar stórt." 

Nú ætla ég að taka skýrt fram að ég þekki manninn ekkert umfram það sem ég hef lesið í blöðum og get þar af leiðandi ekki dæmt Hannes hvorki fyrir gott né illt.  En nokkuð ljóst er, að hann var eins og raketta í íslensku viðskiptalífi og hafði yfir að ráða ótrúlega miklum fjármunum og öðrum eignum.  En eitthvað virðist honum hafa fatast flugið því bara frá áramótum hafa hlutabréf í FL-Group fallið um 40% og munar nú um minna, því þessi lækkun skiptir nokkrum milljörðum.  En Hannes á sína vini og nú komu þeir til hjálpar og fór þar fremstur Jón Ásgeir Jóhannesson hjá Baugi og ekki munaði Baug um að skella nokkrum tugum milljarða inn í FL-Group og bjarga því frá hruni.  Hannes varð að hætta sem forstjóri og nýr tók við, en ekki fór hann frá félaginu með tvær hendur tómar, því við hann mun hafa verið gerður starfslokasamningur sem færði honum um 60 milljónir einnig á hann áfram hlut í félaginu.  Hann á þó alla veganna fyrir jólamatnum í ár.  En hver verður framtíð FLGroup hefur ekki verið gefið upp.  Hannes Smárason, sem Jón Helgi Guðmundsson í BYKO gerði að auðugum manni á þó alla veganna 60 milljónir + hlut í FL-Group, en átti í byrjun ekkert.

Þeir fjármunir sem þessir STÓRUí viðskiptalífinu eru að höndla með dags daglega eru okkur hinum venjulegu borgurum nánast óskiljanlegir, að ég tali nú ekki um okkur öryrkjanna.  En svona er þetta og svona verður þetta og ekkert við því að segja.  Því þrátt fyrir allt hefur Jóhannes í Bónus fært íslenskum almenningi með lágu matarverði ofl. vörum, meiri kjarabót er nokkrir kjarasamningar hafa gert og á hann heiður skilið fyrir það.  Einnig hefur hann gefið miklar gjafir til samfélagsins og nú fyrir jólin er hann að styrkja þá aðila sem annast matargjafir til fátæks fólks.  Þessir menn eru einfaldlega snjallir í viðskiptum og hafa efnast samkvæmt því og ekki dettur mér í hug að öfundast út í þá.   Þeir eiga sannarlega skilið að hafa það gott og þótt þeir ferðist um á sínum einkaþotum og lifi hátt, er staðreyndin engu að síður sú, að þeir hafa unnið fyrir þessu og er það meira en hægt er að segja um marga aðra, sem hafa fæðst með silfurskeið í munni.


Íbúðakaup

Mynd 446907 Íbúðalánasjóður hækkaði vexti á íbúðalánum í gær um 0,2% í kjölfar útboðs.íbúðabréfa sjóðsins. Vextirnir eru nú 5,75% og 5,50% með uppgreiðsluþóknun.

Minni sala á fasteignum var í nóvember en mánuðinn áður og voru 20% færri kaupsamningar vegna fasteigna gerðir á höfuðborgarsvæðinu, eða 768 samningar á móti 956, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins. Það hafa ekki færri keypt sér fasteign á höfuðborgarsvæðinu síðan í febrúar á þessu ári.

Hallur Magnússon, sviðsstjóri hjá þróunarsviði Íbúðalánasjóðs, segir að aukin eftirspurn sé eftir lánum hjá sjóðnum í kjölfar vaxtahækkana bankanna og sjóðurinn finni ekki fyrir því að minni sala sé á fasteignum. Hins vegar ætti mikil vaxtahækkun að draga úr eftirspurn eftir lánum, til lengri tíma litið.

„Menn mega þó ekki gleyma því að vextir á íbúðalánum hafa oft verið hærri. Það er ekki lengra síðan en 2002 að raunvextir voru um 6 prósent," segir Hallur.

Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart eins og verð á íbúðum er orðið og síðan vextirnir.  Sá sem kaupir um 100 fermetra íbúð í blokk, þarf að greiða fyrir hana 20-25 milljónir eftir staðsetningu.  Sé tekið 80% íbúðalán er greiðslubyrði af slíku láni til 40 ára um 130 til 150 þúsund á mánuði og bara til að geta greitt af láninu þarf viðkomandi að hafa 335 til 415 þúsund í tekjur á mánuði og er þá allt annað eftir.  Ef voðkomandi tekst þetta og greiðir reglulega af þessu láni í 40 ár er hann búinn að borga í það heila 60 til 80 milljónir fyrir íbúð sem kostaði 20-25 milljónir.  Þetta er rugl og aftur rugl.


mbl.is Dregur úr fasteignakaupum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veðrið

Hvað er eiginlega að ske með veðrið hjá okkur þessa daganna.  Hver lægði eftir aðra, svo til dag eftir dag og ekki neinar smá lægðir krappar og mjög djúpar, sú síðasta var að ég held 919 millíbör sem er ekkert lítið þegar meðalloftþrýstingur er 1014 millíbör.  Allar þessar lægðir hafa valdið verulegu tjóni en sem betur fer hafa ekki orðið slys á fólki.  Hvar endar þetta eiginlega ef svona heldur áfram.  Þegar ég var lítill, eða fyrst þegar ég man eftir mér og átti þá heina á Bíldudal var veðrið alltaf þannig í desember að það var logn og smá frost og snjór yfir öllu, sem sagt fallegt vetrarveður og jólalegt og þannig vill ég hafa það og þannig á það að vera allan desembermánuð.

Hreindýr

 Hreindýr á ferli.                                                                                                                                                  Þrettán hreindýr drápust þegar þau hlupu í veg fyrir pallbifreið á Fljótsdalsheiði um kl. átta í morgun. Að sögn lögreglu sakaði ökumann og farþega ekki. Mikið myrkur var heiðinni og hálka sömuleiðis þegar áreksturinn varð.

 

Að sögn lögreglunnar á Seyðisfirði brá ökumanni mjög þegar hópurinn hljóp í veg fyrir bifreiðina. Hún segir að atburðarrásin hafi verið hröð og að ökumaðurinn hafi lítið getað gert til að afstýra slysi. Þá segir lögregla að það sé mesta furða hve bifreiðin skemmdist lítið.

Það er ekki óalgengt að hreindýrahópur hlaupi þvert yfir vegi á þessu svæði að sögn lögreglu.

Nú er beðið eftir því að dýrin verði sótt til urðunar.

 Þetta hefur verið hörkuárekstur, en ég skil ekki hvers vegna urða þarf dýrin.  Má ekki alveg nýta af þeim kjötið til matar, fyrst þau eru dauð á annað borð?  Fyrir nokkrum árum var ég á leið frá Bíldudal til Reykjavíkur ásamt syni mínum og vorum við einmitt á pallbíl eins og þeir þarna fyrir austan.  Í Kjálkafirði flaug allt í einu upp hópur af gæsum og yfir veginn og þar sem við vorum á talsvert mikilli ferð skullu tvær gæsir á bílnum.  Við stoppuðum og sáum að þessa tvær gæsir voru að haltra yfir veginn og eltum við þær og vorum fljótir að ná þeim og snerum þær úr hálsliðnum og héldu svo ferðinni áfram.  Þessar tvær gæsir voru seinna báðar borðaðar með bestu lyst og án alls samviskubits.  Því þetta var ekkert annað en óhapp og ekki með vilja gert.  Eru þetta einu gæsirnar sem ég hef drepið á ævinni.

 


mbl.is Ók á 13 hreindýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Sigfússon

Árni sagður kasta steini úr glerhúsi

 Borist hefur eftirfarandi yfirlýsing frá bæjarfulltrúum A-listans í Reykjanesbæ:

„Í umræðum á Alþingi Íslendinga 6. desember sl. varð Bjarna Harðarsyni þingmanni Framsóknarflokksins á mismæli sem hann leiðrétti samdægurs á Alþingi, meira að segja í ræðustól Alþingis, strax sama dag.

Árni Sigfússon bæjarstjóri hunsar þessa leiðréttingu þingmannsins á sínum mismælum og sakar m.a. Bjarna um að segja ósatt og krefst þess að þeir leiðrétti ósannindin í sinn garð.

Þessi viðbrögð Árna eru með ólíkindum, ekki síst í ljósi þess að 8. nóvember sl. birtist grein eftir Árna Sigfússon í Víkurfréttum þar sem hann sakar þrjá bæjarfulltrúa A-listans í Reykjanesbæ, (Eysteinn Jónsson, Guðbrandur Einarsson og Ólafur Thordersen), um að vera að bera út lygasögur um tengsl Árna við fjármálastofnanir og aðra. Ólafur Thordersen spurði bæjarstjóra um þetta á bæjarstjórnarfundi og ákvað bæjarstjórinn að svara ekki.

Ef Árni fer fram á að ósannindi eða öllu heldur mismæli séu löguð, hvað eigum við þrír að gera?

Það að vera ásakaður opinberlega af bæjarstjóra Reykjanesbæjar, um að vera bera út lygasögur er ærumeiðandi og ber að líta á þessi ummæli sem slík. Árni ætti að líta sér nær áður en hann kastar steini úr glerhúsi.

Ólafur Thordersen

Guðbrandur Einarsson

Eysteinn Jónsson

Bæjarfulltrúar í Reykjanesbæ.“

Aumingja Árni, það eru bara allir vondir við hann þessa daganna og af hverju? Jú hann sem hefur af miklum dugnaði unnið að uppbyggingu á Vallarsvæðinu og fórnað til þess löngum tíma og framkvæmt þar mikið og fær svo ekkert nema skammir fyrir.  Er það Árna að kenna sú tilviljun að margir, sem keyptu þarna eignir eru sjálfstæðismenn?  Er það sök Árna að Þorgils Óttar skuli vera bróðir fjármálaráðherra?  Er það sök Árna að sumir bæjarfulltrúar sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ fengu að kaupa eignir á þessu svæði.  Árni hefur varla pínt þá til þess.   Varla hafa þessir sjálfstæðismenn verið skráðir í flokkinn gegn vilja sínum og ég efast um að Árni hafi nokkru ráðið þar um.  Það er röð af tilviljunum sem varð til þess að flest allir sem keyptu eignir á svæðinu eru tengdir Sjálfstæðisflokknum.  Eru ekki bæjarfulltrúarnir sem sendu frá sér þessa yfirlýsingu bara öfundsjúkir yfir að hafa ekki getað tekið þátt í leiknum.


mbl.is Árni sagður kasta steini úr glerhúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geitur

Íslenskar geitur. Þingmenn úr öllum flokkum á Alþingi hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að landbúnaðarráðherra verði falið að beita sér fyrir eflingu íslenska geitfjárstofnsins. Stórum hluta af einni stærstu geitahjörð landsins var slátrað í nóvember en talið er að um 400 vetrarfóðraðar geitur séu í landinu.   Í þingsályktunartillögunni, sem Jón Björn Hákonarson, varaþingmaður Framsóknarflokksins lagði fram ásamt sjö öðrum þingmönnum, er lagt til að bændur,  sem vilja vinna geitfjárafurðir til sölu og þeir sem halda geitfé, verði sérstaklega aðstoðaðir. Einnig verði kannað hvernig fjölga megi stöðum á landinu þar sem geitfjárrækt fer fram.

Þá verði hafnar erfðarannsóknir á stofninum og nýtt til þess þekking sérfræðinga í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og á tilraunastöðinni á Keldum.

Í greinargerð með tillögunni segir, að íslenski geitfjárstofninn sé einstakur í sinni röð fyrir hreinleika sakir. Stofninn sé sá sami frá landnámsöld og þá hafi íslenska geitin sérstöðu hvað varðar tegundir ullar, en fínleiki hennar sé í ætt við kasmírull. Nú sé stofninn stofninn í útrýmingarhættu en  geitum hafi fækkað mjög á síðustu árum, einkum vegna þess að þær hafi verið skornar niður á svæðum þar sem greinst hefur riða í sauðfé, þrátt fyrir að aldrei hafi greinst riða í geitfé. 

 

Þeir eru ansi naskir framsóknarmennirnir að finna eitthvað til að styrkja, ef bændur eiga í hlut.  Ég hef annars verið að undirbúa að fá mér tvo kettlinga til að halda mér félagsskap hérna í einverunni.  Ég ætla að ala þá upp sem inniketti, því þegar ég flutti hingað frá Bíldudal kom ég með kött með mér og fyrir vestan var hann vanur því að geta farið sjálfur út og inn um glugga.  Ég leyfði honum að fara út á svalirnar hér hjá mér og þar sem ég bý á jarðhæð var auðvelt fyrir hann að fara út á lóðina.  En í eitt skiptið kom hundur og þá hljóp Hr. Fúsi, eitthvað í burtu og hefur ekki sést síðan.  Því þori ég ekki annað en að vera með innikött og til að honum leiðist ekki ætla ég að fá mér tvo kettlinga.  Ef einhver sem les þetta og þarf að losna við kettlinga, þá bið ég viðkomandi að hafa samband en símanúmer mín eru hérna á síðunni hjá mér.  Þar sem nokkuð dýrt er að fóðra tvo ketti ætla ég að sækja um styrk.  Því ríkið hlýtur alveg eins að geta styrkt mitt dýrahald eins og geitabændur.
mbl.is Vilja að ríkið aðstoði geitabændur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlutafé

Tilkynnt var um sölu Gnúps Fjárfestingafélags á 0,63% hlut í Kaupþingi í gær til Smáeyjar, félags í eigu Magnúsar Kristinssonar. Um var að ræða 4,6 milljónir hluta og miðað við gengi Kaupþingsbréfa í gær nemur andvirði sölunnar nærri fjórum milljörðum króna.  Eftir söluna á Gnúpur 4,74% hlut í Kaupþingi. Magnús á 43,7% hlut í Gnúpi, Kristinn Björnsson og fjölskylda einnig 43,7%, Birkir Kristinsson á 7% og Þórður Már Jóhannesson 5,6%.

Ekki virðist hann blankur þyrlueigandinn í Eyjum, þrátt fyrir mikinn niðurskurð á þorskkvóta og allir eru vælandi út af.  Hann keypti fyrir nokkru Toyota-umboðið og nýsmíðuð skip hefur hann fengið á þessu ári eins og á færibandi og nú er hann byrjaður í kaupum á hlutabréfum líka.

Greinilega duglegur útgerðarmaður hann Magnús Kristinsson í Vestmannaeyjum.


mbl.is Gnúpur selur í Kaupþingi til Smáeyjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Listmálari

Óli G. JóhannssonÓla G. Jóhannssyni listmálara á Akureyri hefur verið boðið að halda einkasýningu í Opera-galleríinu í New York og verður hún opnuð 1. maí næstkomandi.Galleríið er umboðsaðili Óla á erlendri grundu og skemmst er að minnast sýningar hans á vegum þess í Lundúnum sl. sumar, þar sem öll verkin, 14 að tölu, seldust á opnunardaginn.

„Ég get ekki neitað því að ég er spenntur. Það verður gaman að sjá hvernig viðtökur maður fær í henni Ameríku,“ segir Óli en það er ekki á hverjum degi sem íslenskir myndlistarmenn halda einkasýningu í New York. Óli gerir það ekki endasleppt þessa dagana því hann hefur fest kaup á gömlu kartöflugeymslunni efst í listagilinu á Akureyri af arkitektastofunni Kollgátu og fær hann húsnæðið afhent í janúar. Hyggst hann opna þar listhús sem hlotið hefur nafnið Festarklettur. 

Góð hugmynd að breyta kartöflugeymslu í listhús og ekki skemmir nafnið fyrir. "Fagriklettur" á það víst að heita. 

Til hamingju Óli listmálari.


mbl.is Sýnir í New York og kaupir kartöflugeymslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband