Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
9.12.2007 | 17:04
Hreindýr
Hreindýrahjörð þessi er að kroppa í svörðinn við gömlu heykögglaverksmiðjuna í Flatey á Mýrum. Ef myndin er nægilega skýr sést að einn tarfurinn er með krónu af öðru hreindýri fasta í sínum eigin hornum ásamt margra metra dræsu af rafmagnsgirðingarvír.
Þetta er til skammar að fara svona með dýr og ættu þeir, sem til þess hafa vald og getu, að gera eitthvað til að hjálpa vesalings dýrunum. Hreindýr tengjast á vissan hátt jólunum, því í ævintýramyndum eru það hreindýr sem draga vagna jólasveinanna. Ég ætla rétt að vona að þessi dýr þurfi ekki að vera að draga á eftir sér leifar af rafmagnsgirðingu um næstu jól.
Með allt á hornum sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.12.2007 | 16:54
Kattarþvottur
Það mætti halda að hinn ágæti maður Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, væri í raun tvær persónur. Í Morgunblaðinu í gær birtist frá honum yfirlýsing sem hann kallar "Þeir sögðu ósatt" en þar segir; "Í ræðum á Alþingi, sem útvarp- og sjónvarpað var fyrir alþjóð, létu alþingismennirnir Atli Gíslason og Bjarni Harðarson falla ummæli í minn garð sem eru alger ósannindi. Atli Gíslason sagði m.a. að Reykjanesbær væri eigandi í Háskólavöllum, sem keypt hafi 1.700 íbúðir og ég væri þar stjórnarformaður. Þar væri ég að gæta hagsmuna báðum megin við borðið. Þetta eru ósannindi. Reykjanesbær er ekki eigandi að Háskólavöllum. "Ég er þar hvorki stjórnarformaður, né í stjórn þess félags og á engra hlut í því félagi. Bjarni Harðarson fullyrti í ræðu fyrir alþjóð að ég ætti persónulega hluti í Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar og skólafélaginu Keili, sem stofnað var til að byggja upp vísindasamfélag á fyrrum varnarsvæði. Þetta kom einnig fram í Mbl. í morgun (föstudag). Þetta eru einnig hrein ósannindi. Ég á engra persónulegra hagsmuna að gæta í báðum þessum félögum. Ég á enga hluti í þessum félögum. Ég mun starfa að uppbyggingarverkefnunum á Vallarheiði en svæðið er m.a. að hluti af Reykjanesbæ. Ég starfa þar sem fulltrúi sveitarfélaga á Suðurnesjum og Reykjanesbæjar.
Netþjónabú, kvikmyndaver, flugakademía, orkusetur, nemendagarðar og menntafélög eru afurðir uppbyggingar á Vallarheiði. Ég mun hvergi gefa eftir í því hlutverki til að skapa öflugt og nýstárlegt atvinnulíf með heiðarlegum hætti, þrátt fyrir ósannindi og fortölur þessara manna. Ég krefst þess að þingmennirnir leiðrétti ósannindi í minn garð. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Svo mörg voru þau orð og ekki ætla ég að draga orð Árna í efa, en læt þess þó getið að Bjarni Harðarson alþm. mun vera búinn að leiðrétta ummæli sín, en ekki Atli Gíslason hefur ekki gert það. Er þetta þá ekki bara allt hið besta mál? En bíðum nú aðeins við því á sömu blaðsíðu í sama blaði er birt önnur yfirlýsing sem nefnd er; "Fagna úttekt á starfsemi Þróunarfélagsins" Þar segir; "Stjórn Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar telur mikilvæga þá ákvörðun Ríkisendurskoðunar að ráðast í úttekt á starfsemi félagsins eins og stjórn Þróunarfélagsins óskaði eftir fyrr á þessu ári. Stjórn Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar er þess fullviss að úttekt Ríkisendurskoðunar leiði í ljós að við sölu fasteigna á Keflavíkurflugvelli hafi í einu og öllu verið farið eftir lögum um Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar. Ennfremur að unnið hafi verið samkvæmt þeim skilyrðum og fyrirmælum sem félaginu voru sett. Tilgangurinn með stofnun Þróunarfélagsins var meðal annars að koma fasteignum í eigu ríkisins á Keflavíkurflugvelli sem fyrst í arðbær borgaraleg not með það markmið að jákvæð samfélagsleg áhrif verði sem mest og neikvæð áhrif á nærsamfélagið verði haldið í lámarki. ´
Í þjónustusamningi Þróunarfélagsins við ríkið er kveðið á um markmið, umboð og heimildir Þróunarfélagsins. Félagið var stofnað 24. október 2006 og hefur starfað faglega samkvæmt þjónustusamningi sem undirritaður var 9. desember sama ár. Þróunarfélagið hefur frá upphafi kallað eftir áhugasömum aðilum með hugmyndir um nýtingu eigna á svæðinu, meðal annars með áberandi auglýsingum með vísandi í upplýsandi vef félagsins, þar sem allar óseldar eignir ríkisins á svæðinu eru kynntar og söluskilmálar tíundaðir."
Stjórn Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar
Magnús Gunnarsson
Árni Sigfússon
Stefán Þórarinsson
Mál þetta snýst ekki um hvort farið hefur verið að lögum eða ekki, heldur er deilt um hverjir fengu að kaupa þessar eignir langt undir eðlilegu markaðsvirði og svo hitt sem ég tel auðvita vera algera tilviljun að flestir kaupendur eru tengdir Sjálfstæðisflokknum. Það er nokkuð vitað fyrirfram hver verður niðurstaða Ríkisendurskoðunar enda er sjálfur ríkisendurskoðandi líka endurskoðandi Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Ég tek undir með Árna Sigfússyni að best sé fyrir alla að fá allt þetta mál upp á borðið og spara stóryrði áður en það er gert. Það var eitt sinn sagt; "Að sá sem ekki kann að fela. Hann skal ekki stela." Með þessum orðum mínum er ég ekki að ásaka einn né neinn, aðeins að benda á, að þar sem orðið hafa miklar deilur um þetta mál er best að skoða það vandlega og fá allar staðreyndir málsins upp á borðið , ekki vera að fela neitt. Ég þykist vita að þeir menn sem skipa stjórn Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar eru heiðarlegir og traustir menn og þeir hafa unnið á þann hátt sem þeir hafa talið á hverjum tíma að væri best.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2007 | 18:18
Fuglaflensa
Alþjóða heilbrigðisstofnunin, WHO, sagði í dag að tveir úr sömu kínversku fjölskyldunni hefðu smitast af fuglaflensuveirunni H5N1 og óttast væri, að smit hefði borist að milli þeirra. Sonurinn lést á sunnudag en faðirinn byrjaði að sýna einkenni á mánudag og er nú á sjúkrahúsi.
Nú fer málið að verða alvarlegt ef þetta er farið að smitast á milli manna. Þá er hætt við miklum faraldri, sem gæti haft hræðilegar afleiðingar og hundruð þúsund ef ekki milljónir manna látist. Þetta er hræðileg frétt.
Óttast að fuglaflensa hafi smitast milli manna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.12.2007 | 13:33
Bátur hvarf
Undirbúningur var hafinn fyrr í morgun að eftirgrennslan eftir bát sem ekki svaraði kalli og var horfinn af sjálfvirka tilkynningakerfinu. Þyrla landhelgisgæslunnar var undirbúin undir leit, en báturinn birtist svo á tilkynningakerfinu og hefur því líklega verið um einhvers konar bilun að ræða.
Þetta er mjög algengt en þar sem símar eru um borð í nær flestum bátum á að vera auðvelt að hafa samband, en það hefur kannski verið bilað líka. Annars þarf ekki alltaf að koma bilun til, því víða á svæðinu sem hið sjálfvirka tilkynningakerfi nær yfir eru svokallaðir dauðir blettir og dettur þá viðkomandi bátur úr sambandi.
Bátur sem hvarf af tilkynningakerfi kom í leitirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.12.2007 | 13:24
Á að láta gamla fólkið þræla sér út
7.12.2007 | 11:27
Skutu bónda til bana
Ísraelskir hermenn skutu palestínskan bónda til bana í dag nærri bænum Khan Yunis á Gasa-svæðinu, þá særðist annar. Ísraelski herinn segist ætla að kanna atvikið en í gær bárust fregnir af því að eldflaugum hefði verið skotið í átt að Ísrael á þessum slóðum.
Þessi bændur hafa sjálfsagt verið stórhættulegir og réttdræpir, til að verja Ísrael.
Ísraelskir hermenn skutu bónda til bana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.12.2007 | 11:22
Vina-brask
6.12.2007 | 14:45
Bush
Tilgangur heimsóknar Hill var að kanna niðurrif kjarnakljúfsins í Yongbyon. N-Kóreumenn hafa samþykkt að hætta kjarnavopnaáætlun sinni í skiptum fyrir aðstoð og ýmsar tilslakanir á refsiaðgerðum.
Hvað ætli hafi nú staðið í bréfinu frá Bush? Varla hefur hann sagt, elsku vinur og félagi. Það væri fróðlegt að vita meira um innihald þessa bréfs. Ég efast um að Bus hafi verið að bjóða einhverjar, að'stoð, miklu líklegra að hann hafi verið að hóta stríði. En manngreyið hann Bush er stríðsóður og er á góðri leið með að slá þeim við, Hitler og félögum hans.
Kim Jong-il fékk bréf frá Bush | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.12.2007 | 11:23
Íbúafjöldi
Að því er kemur fram á vef Hagstofunnar geta íslenskir karlar vænst þess við lok spátímabilsins að vera 84,6 ára en meðalævilengd kvenna verður 87,1 ár.
Vegna lengri meðalævi og lækkaðrar fæðingartíðni verða talsverðar breytingar á aldurssamsetningu þjóðarinnar. Öldruðum mun fjölga verulega á spátímabilinu einkum undir lok þess. Í dag tilheyra elstu þjóðfélagsþegnarnir óvenjufámennum fæðingarárgöngum sem fæddust á kreppuárunum.
Eftir 2030 þegar fjölmennir árgangar eftirstríðsáranna komast á eftirlaunaaldur mun hlutfall aldraðra hækka verulega. Árið 2050 verða 7,5% íbúa áttræðir eða eldri samanborið við 3,1% við upphaf spátímabils.
Þótt gert sé ráð fyrir því að barnsfæðingum fækki nokkuð á spátímabilinu verður fæðingartíðni áfram há í evrópsku samhengi. Íslenskar konur geta í dag vænst þess að eiga rúmlega 2 börn um ævina. Þetta hlutfall mun haldast óbreytt til 2015 en lækka síðan jafn og þétt í 1,85 við lok spátímabils.
Vegna fremur hárrar fæðingartíðni verða börn og ungmenni hlutfallslega fjölmenn hér á landi. Árið 2050 mun fjórðungur íbúa tilheyra aldurshópnum 0-19 ára en í dag er þetta hlutfall 28,8. Fólki af erlendum uppruna mun væntanlega fjölga í framtíðinni.
Hagstofa Íslands gerir r ekki sérstaka spá fyrir innflytjendur en vegna aukins aðflutnings fólks frá útlöndum verður hlutfall einstaklinga sem fæddir eru í útlöndum hærra en verið hefur.
Í spánni er gert ráð fyrir að tíðni flutningsjöfnunar verði rúmlega 3 af hverjum 1.000 íbúum á komandi áratugum. Þetta er heldur lægri flutningsjöfnuður en í Noregi og Svíþjóð en hærri en í Danmörku og Finnlandi.
Við ættum að taka okkur til fyrirmyndar íbúa í Bolungarvík , en þar halda árlega sína ástarviku sem á að nýta til þess að búa til börn. Ef við gerðum það er ég viss um að við yrðum á milli 500-600 þúsund árið 2050. En þá verð ég einmitt 100 ára og eins og ég hef áður sagt frá þá atti langafi minn Kristján frá Stapadal í Arnarfirði 18 börn með tveimur konum og það síðasta þegar hann var 82 ára gamall. Ég gert varla verið minni maður en hann og þar sem það eru 25 ár þar til ég verð 82 ára og 53 ár í 100 áraaldurinn gæti ég auðveldlega eignast 25 börn í viðbót við þau 4 sem ég á nú þegar. Er ég þar að miða við 82 ára aldurinn, en ef ég miða við 100 ára aldur, sem ég næ alveg örugglega þá gætu bæst við 53 börn. Það er að vísu eitt smá vandamál, en það er að ég er fráskilinn og vantar því konu og til að þetta yrði nú aðeins auðveldara væri betra að hafa konurnar tvær. Hugsiði bara ykkur allar barnabæturnar og fæðingarorlofin, þetta yrði lúxuslíf. Ég heima að passa börnin og tvær konur í fullri vinnu.
Landsmenn 437.844 árið 2050? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.12.2007 | 10:31
Ég vissi það, ég vissi það
Ég skrifaði á þessari síðu fyrir stuttu um dag fatlaðra og þar sagði ég eftirfarandi um kjör öryrkja:
"Eina von okkar er sú að um næstu áramót á þessi málaflokkur að flytjast í ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur sem er sennilega eini þingmaðurinn á hinu háa Alþingi sem lætur bág kjör þeirra, sem minna mega sín í okkar þjóðfélagi sig einhverju varða. Hún er ekki að bara að tala og tala, heldur lætur hún verkin tala." Og hvað skeður,í gær kynnir Jóhanna sínar tillögur um bætt kjör aldraðra og öryrkja og er búinn að berja þetta í gegn í ríkisstjórn og ætlar að byrja á að hrinda þessu í framkvæmd strax á næsta ár. Í Kastljósþætti í gær var rætt við Jóhönnu um þessi mál og þar sagði hún að þetta væri búið að samþykkja í ríkisstjórn og kostaði bara á næsta ári 5 milljarða og síðan kæmi meira á eftir. Þegar hún var spurð hvort þetta væri ekki ansi mikið, svaraði hún að þetta væri aðeins byrjunin og meira myndi fylgja á eftir. Síðan benti hún á að það væri víða verið að leggja vegi og grafa jarðgöng fyrir miklu hærri upphæðir og án þess að gera lítið úr því sagði hún að sínar aðgerðir væru til að aðstoða lifandi fólk í lífsbaráttunni. Ég vil því hvetja alla sem vilja styðja baráttu öryrkja að senda tölvupóst til Jóhönnu á netfangið "postur@fjr.str.is með eftirfarandi texta:
"Ég þakka þér fyrir baráttu þína við að lagfæra kjör aldraðra og öryrkja og vonandi verður haldið áfram, þar til kjör þessa hópa eru orðin mannsæmandi, sem og þeirra sem nú lifa við fátæktarmörk vegna lágra launa og þeir geti lifað eðlilegu lífi eins og annað fólk."
Eftir því sem fleiri taka þátt í þessu munu áhrifin verða meiri og fleira verður gert. Það styttist óðum í gerð nýrra kjarasamninga og vitað er að margt fólk fær ekki hærri laun en strípaða lámarkstaxta. sem í dag eru ekki nema 125 þúsund á mánuði en verkalýðshreyfingin hefur lagt fram kröfu um að þessi laun verði ekki lægri en kr: 180 þúsund á mánuði og að skattleysismörk verði hækkuð úr 90 þúsund í 200 þúsund. Þar sem ríkið er einn stærsti vinnuveitandinn sem er að greiða þessu lágu laun og ég tel nokkuð víst að Jóhanna mun beita sér í því líka ef hún fær fjöldann af tölvupósti. Við getum náð ótrúlegum árangri ef nógu margir standa saman.
Fyrir nokkru síðan var í fréttum að ákveðinn atvinnuveitandi á Ítalíu stóð í kjaradeilu við sitt starfsfólk og til að sanna hvað auðvelt væri að lifa af þeim launum sem hann greiddi, ætlaði hann að sýna sínu starfsfólki að hann gæti auðveldlega lifað ágætis lífi af þessum launum. Hann tók sig síðan til og lét greiða sér þessi laun og svo reyndi hann að spara allt, sem hann gat og sanna að þetta væri ekki erfitt. Eftir 20 daga var manngreyið orðinn svo blankur að hann átti ekki einu sinni fyrir kaffibolla og þá gafst hann upp og hækkaði launin. Væri nú ekki tilvalið að einhver þingmaður eða ráðherra reyndi að lifa á launum sem væru 125 þúsund á mánuði. Ég þori að leggja höfuðið að veði að enginn þeirra gæti það.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 8
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 70
- Frá upphafi: 801440
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 69
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
336 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Stelirðu miklu og standir þú hátt.
- Pæling II
- ALLT SANN-KRISTIÐ FÓLK Í USA HLÝTUR AÐ FAGNA SVONA YFIRLÝSINGUM : "AÐEINS VERÐI TVÖ KYN VIÐURKENND Í KERFUNUM":
- Svikarar fólksins
- Passar hún?
- Blaðamaður skólar pólitískan froðusnakk
- Kristín Elfa Guðnadóttir kennari er fyrirmynd góðra kennara...eða!
- Samkeppni við Kína skapar vanda fyrir fatageirann í Bangladess
- Pæling I
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Íþróttir
- Landsliðstreyjurnar til sölu í Zagreb
- Nenntu ekki að spila á móti okkur
- Verður dýrasta knattspyrnukona heims
- Amorim braut sjónvarpsskjá
- Markvörður grípur Dota-boltann
- Egyptar með heimsklassa lið
- Gat ekki staðið mig verr
- Brosmildir fyrir annan stórleik (myndir)
- Rekinn frá þýska stórliðinu
- Einn sá eftirsóttasti framlengdi