Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
26.9.2007 | 17:08
Hagstjórn
Pantanir á varanlegum neysluvörum í Bandaríkjunum, svo sem flugvélum, bílum og fjarskiptabúnaði drógust saman um 4,9% í ágúst og þarf að leita sjö mánuði aftur í tímann til að finna meiri samdrátt á milli mánaða. Þetta kemur fram í hálf fimm fréttum Kaupþings.
Þrátt fyrir að þetta hafi verið meiri lækkun en búist var við hækkuðu hlutabréf á Wall Street, þegar viðskipti hófust þar í dag vegna væntinga að Seðlabankinn bandaríski lækki vexti frekar til að örva efnahagslífið.
Ég held að hæstvirtur Seðlabankastjóri Davíð Oddson ætti að eyða meir tíma í að fylgjast með þar sem menn víða um heim eru að gera góða hluti varðandi hagstjórn. Heldur en að sitja í sínu horni og gera grín og kasta skít í sína fyrrum félaga og samstarfsmenn. Mig grunar að Davíð hafi hreinlega ekki hundsvit á efnahagsstjórn og þess vegna er hann að stunda þessa iðju sína af kappi til að reyna að leiða huga fólks frá því hve heimskur hann virðist vera.
Pantanir á varanlegum neysluvörum í Bandaríkjunum dragast saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.9.2007 | 16:43
Brandarar
Ég heyrði í dag tvo mjög góða brandara og get ekki stillt mig um að láta þá koma hér fram og vil taka fram að það var prestur sem var að segja mér og fleirum þessa tvo brandara svo ég verði ekki ásakaður um guðlast.
Bandarísk hjón voru á ferðalagi í Ísrael nánar tiltekið í Betlehem, þegar konan varð bráðkvödd og í framhaldi af því hafði eiginmaðurinn samband við útfarastofu og spurðist fyrir hvað kostaði að jarðsetja konuna og fékk að vita að það kostaði 150 dollara. Hann spyrði þá hvað kostaði að flytja líkið til Bandaríkjanna og var sagt að það kostaði 5.000 dollara. Eftir að hafa hugsað sig aðeins um sagðist hann ætla að láta flytja líkið heim. Undrandi spurði starfsmaðurinn hjá útfarastofunni afhverju hann ætlaði heldur að eyða 5.000 dollurum í flutning á líkinu en láta jarðsetja það á svona helgum stað fyrir 150 dollara. Maðurinn stamaði hikstandi út úr sér; "Ja, ég las í einhverri bók um mann sem var einmitt jarðaður hér en ekki tókst betur til en svo að á þriðja degi reis hann upp aftur."
Svo voru gömul hjón og konan andaðist í svefni og var úrskurðuð látinn af læknir og síðan fór gamli maðurinn að undirbúa jarðaför sem tókst nokkuð vel í alla staði nema þegar líkmennirnir eru að bera kistuna og koma að Sálnahliðinu á kirkjugarðinum tókst ekki betur til en svo að þeir ráku kistuna harkalega utan í hliðið og hrökk þá konan upp og við nánari skoðun var hún í fullu fjöri og lifði í 12 ár eftir þetta, en svo kom auðvita að því að hún andaðist og var úrskurðuð látinn af læknir eftir vandlega skoðun. Gamli maðurinn fór nú að undirbúa jarðarför á ný og allt gekk eins og átti að vera en þegar líkmennirnir sem báru kistuna eru að nálgast Sálnahliðið á kirkjugarðinum, hleypur gamli maðurinn fram fyrir kistuna og segir; "Í Guðs bænum passið að reka nú ekki kistuna utan í hliðið."
Spaugilegt | Breytt 30.7.2008 kl. 06:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2007 | 16:07
Spilling
Lítil spilling á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2007 | 11:43
Megrunarkúr
Óvenjulegur megrunarkúr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.9.2007 | 11:07
Að haga seglum eftir vindi
Ég hef sagt frá því áður hér í mínum skrifum að á sínum tíma var ég að gera út með syni mínum bát sem hét Sigurbjörg Þorsteins BA-65 og var stálbátur rúmar 100 brl. að stærð og vorum við oft á togveiðum og einn úr skipshöfninni var pólverji.
Eitt sinn erum við að togveiðum við Eldeyjarboða út af Reykjanesi, sonur minn var skipstjóri og ég stýrimaður, veður var frekar leiðinlegt 7-8 vindstig byrjaði sem NV-átt síðan N-átt og endaði í NA-átt. Við höfðum verið að fiska þokkalega vel þarna en stöðugt var að bæta í veðrið,en þegar við hífum í eitt skiptið er greinilegt að talsvert er af fiski í og vorum við að áætla að þetta gæti sennilega verið hátt í 15-20 tonn. Við byrjuðum að hífa aflann um borð og var í hverjum poka 2-3 tonn og allt var þetta stór og fallegur ufsi, þar sem veðrið var frekar leiðinlegt og við urðum að láfa bátinn flatreka undan veðrinu og trollið á síðunni lamdist stöðugt utan í bátinn og þegar við erum búnir að hífa 2-3 poka skellur trollið svo harkalega á síðunni með öllum þessum afla í og springur og við horfðum á eftir hátt í 10 tonnum af ufsa fljóta um allt. Þar sem spáð var vaxandi veðri ákvað skipstjórinn að fara í land, bæði vegna veðurs og svo þurftum við líka að gera við trollið en það var ekki gott við að eiga um borð í ekki stærri bát og sérstaklega þegar veður var slæmt. Við lönduðum alltaf í Njarðvík og þaðan fór fiskurinn á Fiskmarkað Suðurnesja. Þegar við vorum búnir að ganga frá aflanum og öllu á dekki var farið í kaffi og síðan fór ég upp í brú og tók við af skipstjóranum, því ég átti að taka landstímið. Þegar ég tek við stjórn bátsins var vindstaðan þannig að við vorum að sigla beint á móti veðrinu og voru því talsverð högg og læti, því saman fór vindur og talsverður sjór og gekk því ferðin talsvert hægt. Seint um kvöldið kemur kokkurinn upp í brú til mín og færir mér nýlagað kaffi á brúsa og segir að hann hafi viljað koma með þetta áður en hann fari að sofa en bætir svo hlægjandi við að pólverjinn hafi beðið sig að spyrja mig hvort ekki væri hægt að breyta stefnu skipsins því það sé svo vont að sofa í þessum látum. Hann sagðist hafa reynt að útskýra fyrir honum að það væri ekki hægt því við værum að sigla ákveðna leið, en pólverjinn segði alltaf, ég ekki skilja, ég ekki skilja. Ég sagði honum að skila til pólverjans að það væri orðið stutt í Garðskagann og þegar við værum komnir þar fyrir myndi þetta lagast og fór hann þá frammí skipið til að sofa en þar voru þeir saman í klefa. Þegar ég er búinn að beygja fyrir Garðskaga og set stefnuna inn Stakksfjörðinn byrjar talsverður hliðarveltingur og skömmu sinna sé ég að pólverjinn er á leið aftur eftir skipinu og hann kemur síðan uppí brú til mín og segir; "Kobbi ekki gott núna sofa kannski bara betra hafa sama áðan, allt í lagi aftur breyta" Síðan lék hann með höndunum hvernig hefði farið um sig í kojunni, ég sýndi honum í siglingartölvunni hvaða leið við værum búnir að sigla og hvað við við ættum eftir. Þá rak hann upp mikið undrunaróp haaaaaaaaaaaaaa og þar sem annar stóll var bb-megin í brúnni settist hann þar og sagði síðan; "Ég bara hér sitja,kannski bara sofa hjá bryggja". Ég sagði að það væri allt í lagi þótt hann sæti þarna og sagði honum að það væri nú orðið stutt eftir og þegar við nálguðumst höfnina í Njarðvík ræsti ég skipstjórann og hann tók við. Pólverjinn fór nú að lýsa fyrir skipstjóranum hvernig ástandið hefði verið hjá sér í kojunni á leiðinni til lands. Síðan var skipið bundið og þar sem ekki var hægt að landa fyrr en um morguninn fóru allir að sofa og pólverjinn fékk loksins sinn langþráða svefn.
Spaugilegt | Breytt 30.7.2008 kl. 06:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2007 | 09:48
Pungapróf
Sexfalt fleiri taka pungapróf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.9.2007 | 09:00
Mannaveiðar
Fyrst þegar ég las þessa fyrirsögn taldi ég að þetta væri lögreglan á ferð í sambandi við dópmálið mikla. En við frekari lestur kom í ljós að þetta er heitið á nýjum íslenskum sjónvarpsþáttum sem verða sýndir í Sjónvarpinu í vetur og byggja á skáldsögu Viktors Arnars Ingólfssonar, Aftureldingu. Það er ánægjulegt að báðar hinar stóru íslensku sjónvarpsstöðvar eru að leggja meira í að vera með íslenskt efni á dagskrá sínum. Bæði er þetta skemmtilegt fyrir áhorfendur og ekki síður mikill stuðningur við íslenska leikara og kvikmyndagerð. Meira af íslensku efni og óþarfi að vera með eingöngu erlenda framhaldsþætti og erlendar kvikmyndir, þegar við eigum svo mikið hæfileika fólk á þessu sviði.
Íslenskt, já takk.
Mannaveiðar á dagskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.9.2007 | 08:41
Fækkun á bekknum
Nú hefur ísland tekið upp stjórnmálasamband við Saó Tomé og Prinsípe og þá getum við bætt við einu sendiráðinu þar og svo ég vitni í grein um Kamerún, sem ég skrifaði 20.9. sl. fækkar þá aftur um einn á sendiherrabekknum í utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg. Ef þetta heldur áfram af fullum kraft, því af nógu er að taka verður þessi bekkur fljótur að tæmast og dæmið snýst kannski við og skortur verður á sendiherrum. Vaknar því sú spurning hvort að því komi einhver daginn að við verðum að notast við erlent vinnuafl til að sinna þessu, eins og í svo mörgum starfstéttum?
Stjórnmálasambandi komið á við Saó Tomé og Prinsípe | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2007 | 08:35
Meira um flug
Á sínum tíma var Flugfélag Íslands með reglulegt á ætlunarflug til Patreksfjarðar sem var notað af íbúum á sunnanverðum Vestfjörðum. Flogið var 3 daga í viku. Sá galli var á Patreksfjarðarflugvelli að í ákveðnum áttum sem eru talsvert ríkjandi á þessum stað var alltaf talsverður hliðarvindur á flugbrautina og því algengt að fella þyrfti niður flug af þeim sökum í þetta áætlunarflug notaði félagið vélar af gerðinni Fokker sem tóku um 48 farþega. Þegar ákveðnar endurbætur voru gerðar á Bíldudalsflugvelli var hann oft notaður sem varaflugvöllur því þar voru lendingarskilyrði miklu betri og á tímabil var svo komið að Fokkervélin var farinn að lenda oftar á Bíldudal en á Patreksfirði ákvað Flugfélag Íslands að hætta þessu flugi, því áætlunarflug til Bíldudals var þá sinnt af öflugu og velreknu félagi sem var Íslandsflug hf. og var það félag stöðugt að taka farþega frá Flugfélagi Íslands, bæði var það að Íslandsflug hf. flaug daglega og á tímabili tvær ferðir á dag og einnig að mjög sjaldan þurfti að fella niður flug vegna veðurs. Í dag er Bíldudalsflugvöllur notaðu í allt áætlunarflug á sunnaverða Vestfirði. Ég ætla að segja hér tvær litlar sögur sem skeðu þegar áætlunarflug var til Patreksfjarðar:
Eitt sinn sem oftar þegar farþegar eru mættir á Reykjavíkurflugvöll og búið að tilkynna að brottför væri á réttum tíma og allt í lagi með veður og biðu farþegar hinir rólegustu eftir að vera kallaðir út í vélina. Í þessum hópi var kona frá Tálknafirði sem hafði það orð á sér að hún gæti séð fyrir um óorðna hluti. Síðan kemur að því að farþegar eru kallaðir út í flugvélina og myndaðist þó nokkur röð við stigann sem notaður var til að ganga um borð. Konan frá Tálknafirði var ein af fyrstu farþegunum sem fóru um borð og fékk sér sæti, eftir smá stund í sætinu stendur hún upp og gengur aftur eftir vélinni og segir við flugfreyjuna að hún verði að komast út, því það sé svolítið að og hún geti ómögulega farið með þessu flugi. Flugfreyjan stoppaði þá farþega sem eftir voru að koma um borð og bað þá að bíða á meðan konan kæmist niður stigann, því hún treysti sér ekki í þetta flug. Nær allir farþegar vissu að þessi kona var talin skyggn og fóru að velta fyrir sér hvað konan hefði nú séð fyrir og öllum datt það sama í hug "flugslys" Nú sneru nær allir sem ekki voru komnir um borð, við og hættu við flugið og brátt fóru fleiri farþegar að tínast út úr flugvélinni og endaði með því að aðeins nokkrir farþegar voru eftir en flestir fóru aftur inn í flugstöðina. Vélin flaug síðan til Patreksfjarðar með nokkra farþega og til baka aftur og ekkert kom fyrir. Eftir að konan hafði jafnað sig var farið að spyrja hana hvað hefði komið fyrir og hvað hún hefði séð? Þá kom í ljós að ástæðan fyrir því að hún hætti við og treysti sér ekki í flugið var sú;"Að hún hefði fengið svo heiftarlegt Mígrenikast og hefði gleymt að taka með sér þær töflur sem hún notaði við þessum sjúkdóm" Voru því nokkuð margir farþegar sem vonsviknir yfirgáfu flugstöðina þennan dag.
Nokkru seinna var líka áætlað flug til Patreksfjarðar og þar sem veður var frekar slæmt var tilkynnt að ófært væri til Patreksfjarðar en athugað með flug nokkrum klukkutímum síðar og gekk þetta svona allan daginn og að lokum var fluginu aflýst og tilkynnt um ákveðin brottfaratíma næsta dag og byrjaði þá aftur sama sagan tilkynnt ófært til Patreksfjarðar og næsta athugun eftir nokkra klukkutíma. Góður kunningi minn og samstarfsmaður til margra ára var ein af farþegum, hann var þekktur fyrir mikla óþolinmæði og vildi að allir hlutir gengju eftir og það strax. Þegar síðan kemur að það er tilkynnt að fluginu sé aflýst og tilkynnt brottför næsta dag. Þá sprettur þessi maður á fætur og segir að þetta gangi ekki lengur. Fer í símann og kemur til baka og fer að segja hinum farþegunum að hann sé búinn að fá 6 manna vél til að fljúga vestur á Bíldudal og spyr hvort einhverjir sem þarna voru að bíða vilji koma með og var fljótt að fylla þau sæti sem í boði voru. Þegar þessir 6 menn eru búnir að fá farangur sinn aftur og flugmiðana endurgreidda og eru á leiðinni út í leigubíl stendur upp kona og hrópar í Guðanna bænum hættið við þetta, þið gætuð verið að ana beint út í dauðann. Sá sem stóð fyrir þessu flugi stoppaði aðeins og sneri sér að konunni og sagði; "Það er þó skárra að taka þátt í því en að sitja hér á rassgatinu og gera ekki neitt" Það skal tekið fram að þessi flugferð þeirra 6 tókst vel og ekkert óhapp kom fyrir.
Spaugilegt | Breytt 30.7.2008 kl. 06:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2007 | 11:57
Flughræðsla
Það er ekkert gaman mál að vera flughræddur. Ég þjáðist af þessu lengi vel og vegna starfa minna sem framkvæmdastjóri á Bíldudal í 18 ár og stjórnarmaður í stóru sölufyrirtæki á sjávarafurðum, þurfti ég að ferðast mikið í flugi. Lengi vel hélt ég þessu niðri með því að vera alltaf með pela af áfengi á mér og fá mér hressilega úr honum áður en ég fór uppí flugvél. Þar sem ég þurfti auðvitað að vera allsgáður er ég var að fara til Reykjavíkur frá Bíldudal vegna minna starfa og gat ég auðvitað ekki farið að hitta og ræða við þá aðila sem ég þurfti strax við komu til Rvík. og varð því að fresta öllu slíku þar til daginn eftir. En svo kom auðvitað að því að ég sá að þetta gat ekki gengið lengur og leitaði mér aðstoðar hjá geðlæknir vegna þessarar hræðslu og eftir það og með mörgum flugferðum hef ég ekki fundið fyrir þessu. En ég ætla að segja hér frá nokkrum flugferðum frá þeim tíma þegar þetta þjakaði mig sem mest:
Einu sinni var starfandi flugfélag sem hét Vængir hf. og var með áætlunarflug til Bíldudal og fleiri staða og notaði tvær gerðir af flugvélum sem voru af gerðinni, Dornier 9 farþega og Twin Otter 19 farþega. Þetta voru góðar og traustar vélar en fjárhagur þessa flugfélags var orðinn mjög erfiður og á mörkum þess að félagið héldi flugrekstrarleyfi sínu. Hjá þessu félagi störfuðu margir mjög góðir flugmenn og þeir reyndu að gera allt sem þeir gátu til að létta undir með þessu félagi, hlóðu vélarnar sjálfir og affremdu á komustað og jafnvel sættu sig við að fá ekki laun sín alltaf greidd á réttum tíma. Einu sinni um miðjan vetur og talsverðu frosti var ég á leið frá Rvík. til Bíldudals og þá var farið með minni vélinni. Það var ekið út á brautarenda á flugvellinum og stoppað þar og virtust flugmennirnir vera að fara yfir tékklista, svo sett á fulla ferð og átt ég ekki von á öðru en fljótlega færi vélin í loftið en allt í einu er hætt við flugtak og vélin stöðvuð og ekið að flughlaðinu hjá þessu flugfélagi og okkur var tilkynnt að það yrði aðeins bið og við ættum að bíða í vélinni. Þegar vélin hafði stöðvast opnar flugstjórinn hurð og hoppar út, það komu einhverjir menn út og miðað við allt handapatið hjá flugstjóranum og þar sem hann hafði ekki lokað alveg hurðinni mátti heyra að mikið rifrildi var í gangi og sást að flugstjórinn var farinn að steyta hnefana framan í ákveðinn mann og af einhverjum ástæðum færðust þessir tveir menn stöðugt nær flugvélinni og fór maður þá að heyra um hvað verið var að rífast og við heyrðum flugstjórann hrópa framan í þennan mann,"Þú áttir að sjá um að vélin væri fyllt af eldsneyti og merktir meira að segja við að það væri búið og það er ekki þér að þakka að ekki varð af þessu stórslys því þegar ég ætlað að lyfta vélinni af brautinni snarféll eldsneytismælirinn." Já sjáðu til sagði hinn heldur aumur"Ég reyndi, en lokið var svo frosið að ég gat ekki opnað það" Var nú beðið góða stund eftir að eldsneyti væri sett á vélina og síðan farið í loftið og allt gekk vel, en alla leiðina var ég nánast stjarfur af hræðslu og hugsaði um það eitt. Hvort eitthvað annað hefði gleymst.
Nokkru síðar var ég aftur á leiðinni vestur með sama flugfélagi og nú var farið með stærri vélinni. Veðrið var ekki gott og spáð versnandi veðri. Fljótlega eftir flugtak byrjuðu smálæti, flugstjórinn til kynnti að það yrði talsverð ókyrrð á leiðinn og bað alla að hafa sætisbeltin spennt og ekki væri öruggt að hægt yrði að lenda á Bíldudal og sagði að núna væri gott veður á Bíldudal og hann væri að vona að þetta slæma veður yrði ekki komið fyrir vestan þegar þangað væri komið. En það var eins og veðrið nánast fylgdi okkur alla leið og þegar við erum komin að heiðinni sem er á milli Arnarfjarðar og Barðastrandar tilkynnir flugstjórinn að því miður sé veðrið á Bíldudalsflugvelli orðið frekar slæmt en hann ætli samt að reyna að lenda, en við skyldum vera við því búin að það yrðu sennilega talsverð læti þegar farið yrði að lækka flugið og fara niður í Arnarfjörð. Þegar flugvélin var komin yfir heiðinna og fór að lækka flugið byrjuðu heldur betur lætin, það var nánast eins og tröllshendur hefðu gripið vélina og hún kastaðist til og frá og stundum fannst manni eins og vélin væri við það að skella utan í hin háu fjöll sem þarna eru og tók ég nú upp vínpelann og drakk hressilega úr honum og þegar flugstjórinn tók síðan stóran sveig út á Arnarfjörð og skellti vélinni nánast á hliðina til að koma rétt í aðflug að flugbrautinni og ég ætlaði að fá mér meiri hressingu vildi ekki betur til en svo að í öllum látunum skvettist uppúr pelanum á þann sem sat við hliðina á mér. Ég sneri mér að manninum, sem var eldri maður og frekar veiklulegur á að sjá. Ég bað hann afsökunar og sagðist bara vera svo flugræddur og spurði manninn en hvað með þig, þú situr bara rólegur í öllum þessum látum ertu aldrei hræddur? Hann svaraði ósköp rólega "Ég var að koma úr læknisskoðun og greindist með krabbamein á svo háu stigi að það verður ekki læknað svo mér er alveg sama hvernig þessi flugferð endar." Þegar hann hafði lokið þessari setningu renndi flugvélin inná flugbrautina.
Það kom oft fyrir ef ekki hafði verið flogið innanlands í nokkra daga og allar flugáætlanir fór úr skorðum að þegar loks var hægt að fljúga var oft tilkynnt að ekki væri fært til Bíldudals þótt hin raunverulega ástæða væri skortur á flugvélum. Eitt sinn kom slíkt fyrir hjá mér og þegar veðrið var orðið gott bæði í Rvík. og á Bíldudal gafst ég upp og fór út á Flugskóla Helga Jónssonar, en Helgi er fæddur og uppalinn á Bíldudal og flaug þangað mikið. Þegar ég kem og hitti Helga og spyr hvort hann eigi leið vestur á firði, hann sagði mér að það hefði nú ekki verið á dagskrá hjá sér þennan dag en bætti svo við að reyndar væri hann með pakka sem þyrfti að komast til Þingeyrar og hann hefði verð að bíða með að fara með pakkann í þeirri von að einhverjir farþegar kæmu líka, því sá sem ætti pakkann vildi ekki borga fyrir sérstakt flug með hann en ef ég vildi borga ákveðna upphæð sem hann nefndi, þá væri sjálfsagt mál að fara með mig vestur og þá gæti hann losað sig við þennan pakka. Ég var fljótur að reikna það í huganum að þetta værri ekki hærri upphæð en flugfar hjá Vængjum hf. að viðbættum kostnaði við gistingu, mat, bílaleigubíl ofl. í einn sólahring svo ég sagði Helga að ég ætlaði að taka þessu boði. Hann sagði mér að hann sjálfur væri að fara í flug til Grænlands, sem hann stundaði mikið á þessum árum, og því miður væru allir sínir flugmenn uppteknir í flugi, en hann vissi um einn flugmann sem alltaf væri tilbúinn til að gera sér greiða og sagði einnig að þar sem ég væri bara einn dygði einshreyfils flugvél alveg og sagði mér að mæta á ákveðnum tíma og þá yrði þetta klárt. Ég fór þá á Hótel Sögu þar sem ég gisti alltaf á þessum ferðum mínum og pakkaði saman mínu dóti, kvittaði undir reikninginn í lobbýinu og fór síðan að skila bílaleigubílnum og var mættur tímarlega á flugvöllinn og var stöðugt að hugsa um að hætta við þetta og hugsunin um einshreyfils flugvél bætti ekki úr, auk þess sem ég var stöðugt að hugsa um hver flugmaðurinn yrði og taldi orðið næsta öruggt að það yrði einhver sem væri nýbúinn að ljúka flugnámi og kynni lítið sem ekkert og reynslulaus. Þegar ég sit þarna í öllum mínum neikvæðu hugsunum er allt í einu opnuð hurðin og inn snarast maður og býður hressilega góðan daginn og gengur að afgreiðsluborðinu og segir við konu sem þar var. Er Jakob mættur? því hann Helgi hringdi í mig og bað mig að skreppa eina ferð vestur á firði og sagði mér að allt yrði klárt þegar ég kæmi. Konan kannaðist vel við málið og afhendir honum einhver gögn og nefnir hvaða flugvél hann eigi að nota. Maðurinn segir "Nú er það þessi elska sem ég fæ í dag og spyr síðan en hvar er Jakob?" Hún bendir á mig og segir hann situr þarna. Maðurinn snýr sér þá við og gengur til mín og réttir mér höndina og kynnir sig sem í raun var óþarfi því ég þekkti manninn strax, en hann segir ég heiti Vilhjálmur Vilhjálmsson og er flugmaður og söngvari og tók þétt í hendina á mér, og sagði við skulum drífa okkur af stað með stæl. Við fórum út í flugvélina og eftir eðlilegan undirbúning vorum við komnir á loft og þegar við vorum komir í eðlilega flughæð fór Vilhjálmur að syngja og naut þess greinilega að fljúga enda veðrið sérstaklega gott sól og blíða. Þegar við erum að fara yfir Snæfellsnesið byrjar smá ókyrrð og um leið byrjar flughræðslan og ég gríp fast í stólinn sem ég sat í, Vilhjálmur tekur eftir þessu og segir þetta er nú allt í lagi það er bara alltaf hérna talsvert uppstreymi frá fjöllunum. Síðan segir hann allt í einu og snýr sér að mér, "Ertu flughræddur?" Ég gat ekki annað en játað því og þá spurði hann aftur, "Ertu ekki með vínpela í skjalatöskunni eins og svo margir sem eru flughræddir?" þegar ég svaraði því játandi og spurði, er þér sama þótt ég fái mér sopa? Þá rak Vilhjálmur upp skellihlátur og sagði: "Auðvitað er mér nákvæmlega sama, heldur þú að ég hafi aldrei sé fólk drekka vín og óþarfi að vera að pína sig ef manni líður illa." Ég dró þá upp pelann og fékk mér góðan sopa og Vilhjálmur hélt áfram að syngja og einbeita sér að fluginu og lenti með mig á Bíldudalsflugvelli og flaug svo af stað aftur til að skila pakkanum til Þingeyrar. Þessi flugferð hafði mikil áhrif á mig bæði að ég sat við hlið flugmannsins og Vilhjálmur gerði þetta allt af svo miklu öryggi, gleði og trausti. Svo þegar við bættist meðferðin hjá geðlæknir, fór smátt og smátt hverfa þessi flughræðsla mín og mörg ár síðan hún var að öllu horfin.
Spaugilegt | Breytt 30.7.2008 kl. 06:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 69
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
Nýjustu færslurnar
- Ísland á válista ...
- Kalt framundan?
- Óljós eftir Geir Sigurðsson - saga af lúða
- Segir Trudeau af sér?
- Jón Sigurðsson soldáti við íslenska herinn
- Gestirnir í geimnum eru tilbúnir með sinn CONTACT ef að við jarðarbúarnir erum tilbúin:
- 2024 kemur aldrei aftur.
- Annar í jólum - 2024
- Kirkjan er umbúðir, með nýtt innihald. Innihald í andstöðu við umbúðirnar.
- Bæn dagsins...